1 / 36

14. STREITA OG HEFTING

14. STREITA OG HEFTING. Orðskýringar. Hefting; að koma í veg fyrir eitthvað Marksækið atferli; að stefna að einhverju Togstreita; að vilja bæði sleppa og halda Hliðrun; að koma sér hjá einhverju Ýgi; árásarkennd Misbeind ýgi; árásarkennd sem beinist í vitlausa átt. Hefting.

abra
Download Presentation

14. STREITA OG HEFTING

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 14. STREITA OG HEFTING

  2. Orðskýringar • Hefting; að koma í veg fyrir eitthvað • Marksækið atferli; að stefna að einhverju • Togstreita; að vilja bæði sleppa og halda • Hliðrun; að koma sér hjá einhverju • Ýgi; árásarkennd • Misbeind ýgi; árásarkennd sem beinist í vitlausa átt.

  3. Hefting • Streita myndast þegar við erum heft í að gera það sem við stefnum að eða langar í. • Hefting getur komið innan frá, þ.e. okkar eigin vangeta heftir okkur t.d; • þegar við föllum á prófi þrátt fyrir mikinn lestur • Hefting orsakast líka af togstreitu, t.d; • ef mig langar bæði að grennast og borða nammi

  4. Nálgun og hliðrun • Allir hlutir hafa bæði kosti og ókosti. • Streita myndast vegna þess að okkur langar í kostina og nálgumst þá þessvegna en förum þá um leið að sjá ókostina og þrá að hliðra okkur frá þeim, t.d: • Sundur-saman sambönd • Streitan er mest á meðan við erum að taka ákvörðun.

  5. Togstreita myndast oft vegna vals um: • Sjálfstæði eða ósjálfstæði • Samband eða frelsi • Samvinnu eða samkeppni • Fullnægingu hvata eða siðvenja o.fl.

  6. Viðbrögð við heftingu: Ýgi • Árásarhneygð sem beinist að því sem veldur heftingunni, t.d; • að manni sjálfum, foreldrum, kerfinu o.sv.frv. • Árásarhneygðin beinist að öðru/öðrum ef ekki er hægt eða gott að beina henni þangað sem hún ætti að beinast, t.d: • Ef maður þorir ekki að segja meiningu sína í vinnunni en rífst og skammast heima við

  7. Viðbrögð við heftingu: Sinnuleysi • Sinnuleysi stafar af lærðu hjálparleysi. • Hjálparleysi lærist þegar einstaklingur lendir í erfiðleikum sem ekki er hægt að leysa með neinum ráðum, t.d; • börn sem alast upp við tilviljunarkennt ofbeldi • Hjálparleysi sem lærist í einum aðstæðum kemur líklega fram í öllum svipuðum aðstæðum, t.d; • barn sem verður fyrir tilviljunarkenndu ofbeldi heima og getur ekki varið sig á skólalóðinni

  8. Viðbrögð við heftingu: Afturhvarf • Afturhvarf/bakrás (regression): Þegar einstaklingur hverfur aftur til eldra hegðunarmynsturs vegna mikillar streitu, t.d; • skapofsaköst eða algert ósjálfstæði hjá fullorðnu fólki • stálpuð börn pissa á sig eða sjúga puttann ATH Í bókinni er afturhvarf kallað bakrás-ekki notað í dag!

  9. Hefting er ekki jafn erfið fyrir alla Persónuleiki og sjálfstraust ráða því hvernig hver og einn bregst við heftingu.

  10. Kenningar um kvíða1.Kenning Freuds um kvíða sem togstreitu dulvitaðra afla Haga mér vel Þóknast þaðinu og yfirsjálfinu og veru-leikanum Fá það sem ég vil Yfirsjálf (superego) Það (id) Sjálf (ego)

  11. frh. Kenningar um kvíða 2. Kvíði sem lærð viðbrögð Einstaklingur lærir (með skilyrðingu) að tengja t.t. hegðun við refsingu og hún veldur áfram kvíða þótt ekki sé lengur refsað fyrir hana 3. Kvíði vegna lærðs hjálparleysis Að hafa ekki stjórn á aðstæðum veldur eðlilega kvíða en sá sem hefur lært hjálparleysi vanmetur oft hverju hann getur stjórnað

  12. Viðbrögð við kvíða Að ráðast að rótum vandans t.d. með því að: Greina vandann og takast á við hinar raunverulegu aðstæður sem skapa hann, breyta þeim og forðast. Koma sér upp varnarháttum til að forðast óþægindin af kvíðanum.

  13. Varnarhættir • Aðferð sem fólk hefur beitt til þess að draga úr kvíða sínum án þess að leysa vandamál sín

  14. Varnarhættir: • Fela alltaf í sér sjálfsblekkingu • Eru nauðsynlegir og gagnlegir í hófi • Eru alltaf merki um undirliggjandi sársauka

  15. Verkefni: Að kenna hvert öðru Hópur 1: Afneitun og bæling Hópur 2: Réttlæting Hópur 3: Andhverfing og Fráhvarf Hópur 4: Vitsmunagerfing og tilfærsla Útskýrið varnarhættina í örstuttu máli og takið dæmi úr bókinni og annað úr ykkar daglega lífi til frekari útskýringar.

  16. Afneitun • Þegar raunveruleikinn er orðinn of sársaukafullur og erfiður hafa sumir tilhneigingu til þess að afneita honum. • Þegar fólk neitar að eitthvað sé að koma fyrir eða neitar að taka gagnrýni. • Gefur fólki oft von og vonin gefur orku til að halda áfram. Vörn gegn ytri ógn. • Getur gefið nokkurn tíma til þess að átta sig á aðstæðum sem væru ella mjög erfiðar og skaðlegar. dæmi: Manneskja sem fengið hefur heilablóðfall eða orðið fyrir miklum mænuskaða gæfist kannski algjörlega upp ef hún gerði sér grein fyrir raunverulegu ástandi sínu. • Neikvæðar hliðar afneitunar eru t.d. - Þegar fólk dregur það stöðugt að fara til læknis eins og kona sem afneitar þeim möguleika að ber í brjósti hennar gæti verið merki um brjóstakrabba. - Alkóhólistinn sem afneitar fíkn sinni og heldur áfram að drekka.

  17. Bæling • Vörn gegn ógn að innan. • Þegar bæling á sér stað er hvöt eða minningum sem eru ógnandi haldið utan meðvitundar. • Óminni er dæmi um bælingu. dæmi: Maður fannst reikandi um götur og gat ekki munað nafn sitt og heimilisfang. Hann hafði rifist við konuna sína, farið á fyllerí og ýtt þessari óþægilegu lífsreynslu úr meðvitundinni. dæmi: Barn sem lagt er í einelti, ýtir minningum sínum til hliðar sem svo seinna geta komið fram jafnvel þegar einstaklingur er orðinn fullorðinn. Esther og Ólöf

  18. Réttlæting • Í henni felst að finna skynsamlega eða viðurkennda ástæðu fyrir verknaði, þannig að svo virðist sem við höfum hegðað okkur skynsamlega og eðlilega. • Maður finnur afsökun fyrir því sem maður ætti kannski ekki að vera að gera, eða notar annað fólk sem afsökun, því að maður vill ekki viðurkenna fyrir öðrum að þetta hafi verið manni sjálfum að kenna og er líka að reyna að sannfæra sjálfan sig.

  19. Frh.dæmi um réttlætingu 1. Að líka vel eða illa við! Ég hefði ekki farið í partýið þótt að mér hefði verið boðið, mér finnst partý leiðinleg. 2. Annað fólk eða aðstæður! Þetta er mömmu að kenna, hún átti að vekja mig. Það er búið að vera svo mikið að gera að ég hafði ekki tíma til að hringja. 3. Nauðsyn! Ég keypti mér tölvu því að ég þarf hana í skólann. Aldey og Þórveig

  20. Andhverfin • Er hegðun sem er andstæð við raunverulegar hvatir. T.d móðir sem ekki skildi neitt í því hve dóttir hennar var vanþakklát þótt hún gerði allt mögulegt fyrir hana. Móðirin lagði hart að sér til þess að dóttirin gæti stundað nám í píanóleik og hjálpaði henni daglega við æfingarnar. Enda þótt móðirin teldi sig óhemju góða við dóttur sían var hún raunverulega gríðarlega kröfuhörð, í raun fjandsamleg. Móðirin gerði sér enga meðvitaða grein fyrir þessari fjandsemi sinni en þegar þetta var borið upp á hana, viðurkenndi hún að hafa sjálf hatað píanótíma í æsku. Þegar hún taldi sig meðvitaðvera að gera dóttur sinni gott, var hún dulvitað að ná sér niðri á henni. Dóttirin gerði sér óljóst grein fyrir þessu og tók að hegða sér á þann hátt að kalla þurfti til sálfræðing.

  21. Frávarp • Felst í því að öðru fólki eru ætlaðir í ríkum mæli þessir óæskilegu eiginleikar. Gerum ráð fyrir að maður hefði ríka tilhneigingu til þess að vera gagnrýninn og óvinsamlegur við annað fólk en fengi jafnframt mikla andúð á sjálfum sér ef hann viðurkenndi þessa staðreynd. T.d ef nemandi getur sannfært sig um að allir aðrir svindli á prófum, finnst honum ekki jafn slæmt að gera það líka. Dæmi úr hinu daglega lífi væri t.d ef ég væri úti búð og stæli tómat fengi ég ekki eins mikla sektarkennd ef ég myndi sannfæra mig um að allir aðrir í búðinni hefðu gert eða myndu gera það sama. Bjartur og Ingvar

  22. Vitsmunagerving • Vitsmunagerving: kallast það þegar fólk reynir að losa sig frá tilfinningalega þjakandi aðsæðum með því að fjalla um þær afhverft og gáfulega. Þessi vörn er bæði mjög algeng og nauðsynleg hjá þeim sem standa andspænis lífi og dauða í starfi sínu. T.d. læknar og prestar. Þeir standa sífellt fyrir mannlegum þjáningum og geta ekki leyft sér að flækjast tilfinningalega inn í mál hvers einstaklings.

  23. Tilfærsla • Tilfærsla: er hvöt sem er ekki fullnægt í einu formi er fullnægt í öðru. Dæmi þegar reiði er beitt gegn öðru en því sem orsakar hana, t.d. þegar fólk reiðist í vinnunni og lætur það bitna á fjölskyldunni. Hilma og Rannveig

  24. Saga streituhugtaksins - Hans Selye, 1928 USA • Velti fyrir sér því sem sameiginlegt var með öllum mikið veikum sjúklingum s.s. máttleysi, lystarleysi og kvíða • Þótt orsakir streitunnar séu misjafnar og hún lýsi sér ólíkt, eru líkamlegu einkennin lík • Aukin framleyðsla nýrnahetta á streituhormónum, rýrnum í eitlavef og þar með minni virkni ónæmiskerfis og hækkun sýrustigs í maga (magasár og blæðingar)

  25. Þrjár merkingar streituhugtaksins • Streitan í umhverfinu • Streita sem innri tilfinning um spennu • Streita sem samansafn af þreytu og spennu

  26. Skilgreining • Streita er aðlögunarviðbragð sem gerir okkur kleift að lifa í eðlilegu samræmi við kröfur umhverfisins. • Öryggis-og neyðarkerfi sem fer ósjálfrátt í gang þegar eitthvað bjátar á.

  27. Mælikvarði á streituástand 1. Stig: Vægt streituástand Unnið í kapp við tímann. Meiri afköst en venjulega. Getur orðið ávani 2. Stig: Líkamleg einkenni koma í ljós Þreyta, vöðvaspenna, verkir, meltingartruflanir, hjartsláttarónot 3. Stig: Þreytan verður áberandi Meiri meltingartruflanir og meiri vöðvaspenna. Svimi og svefntruflanir

  28. frh. Mælikvarði á streituástand 4. Stig: Verkkvíði og vondir draumar Erfitt að komast gegnum daginn. Samskiptaerfiðleika. Vondir draumar vekja snemma nætur 5. Stig: Lamandi þreyta og kvíði Mikil og stöðug þreyta. Kvíði sem leiðir til þunglyndis. Hægðatruflanir. Sviti dag og nótt. 6. Stig: Ógnvekjandi einkenni Þungur hjartsláttur og angistartilfinning. Lofthungur (andnauð). Skjálfti, sviti og dofi. Ofsakvíði.

  29. Meðferð við streitu Byrjað á verstu einkennunum og stundum þarf innlögn, frí frá störfum og lyf. Það versta getur lagast á fáum dögum en vikur eða mánuði fyrir öll einkennin að ganga til baka Að breyta því sem orsakaði streituna upphaflega er æviverkefni

  30. Að fást við líkamleg streituviðbrögð • Líftemprun og slökun: Að læra að þekkja og finna fyrir spennunni í líkamanum og slaka á þeim vöðvum sem þarf. • Hreyfing-áreynsla • Ekki drekka kaffi, orkudrykki, kók og áfengi • Borða morgunmat

  31. Þættir sem hafa áhrif á streitu FÉLAGSLEGUR STUÐNINGUR HUGLÆGT MAT Lífsviðhorf og hugrænt mat á aðstæðum Sjálfsábyrgð Sjálfstraust VARANLEIKI Að geta stjórnað hve lengi álagið varir Magn streitu FORSÖGN Að vita af álaginu fyrirfram Líkamlegt form

  32. Frh. Þættir sem hafa áhrif á streitu • Lífsviðhorf og hugrænt mat á aðstæðum • . • Streituþolnir einstaklingar: • Líta á breytingar sem áskorun • Hafa gaman af að láta til sín taka • Hafa virkan áhuga á viðfangsefnum sínum

  33. Frh. þættir sem hafa áhrif á streitu • Að vita af álagi fyrirfram og að finnast maður stjórna því hve lengi það varir • Fólk sem ekki getur skipulagt vinnu sína sjálft upplifir meiri streitu en aðrir miðað við álag og ábyrgð • Líkamsrækt (kemur ekki fram í bókinni) • Mikil áhrif líkamsræktar á geðheilsu er t.t.l. nýuppgvötuð • Kyrrsetulífstíll eykur verulega líkur á streitu

  34. Upprifjun úr kafla 14 Skilgreinið hugtökin: • Hefting • Marksækið atferli • Togstreita • Hliðrun • Misbeind ýgi

  35. frh. upprifjun úr kafla 14 • Nefnið dæmi um nálgun og hliðrun • Nefnið 4 atriði sem oft valda togstreitu • Skilgreinið • lært hjálparleysi • afturhvarf (bakrás-regression) • Nefnið helsta muninn á A og B manngerð • Nefnið 3 kenningar um upptök kvíða

  36. frh. upprifjun úr kafla 14 • Hvaða tvær meginleiðir fer fólk til að fást við kvíða? • Hvað eru varnarhættir og hverjir eru þeir? • Hvernig þróast streita? • Hvernig er alvarleg streita meðhöndluð? • Hvernig má takast á við líkamleg streitueinkenni? • Hvaða 6 þættir hafa áhrif á streituþol? • Hvað einkennir streituþolna einstaklinga?

More Related