1 / 24

Morgunverðarfundur Samtaka atvinnulífsins og saksóknara efnhagsbrota 14. júní 2007.

Morgunverðarfundur Samtaka atvinnulífsins og saksóknara efnhagsbrota 14. júní 2007. BROTALAMIR OG RÉTTARVERND Garðar G. Gíslason, hdl. YFIRFERÐIN. Brotalamir = skert réttarvernd rannsóknarþola! Hvar hefur skóinn kreppt? Kerfið sjálft; innbyggð óskilvirkni og réttaróvissa

tejano
Download Presentation

Morgunverðarfundur Samtaka atvinnulífsins og saksóknara efnhagsbrota 14. júní 2007.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Morgunverðarfundur Samtaka atvinnulífsins og saksóknara efnhagsbrota 14. júní 2007. BROTALAMIR OG RÉTTARVERND Garðar G. Gíslason, hdl.

  2. YFIRFERÐIN • Brotalamir = skert réttarvernd rannsóknarþola! • Hvar hefur skóinn kreppt? • Kerfið sjálft; innbyggð óskilvirkni og réttaróvissa • Óviðunandi málshraði, sem helst sýnist stafa af • skorti á fjármunum/mannskap • ójafnvægi í skiptingu fjármuna milli embætta • fjölda verkefna • Annmarkar á rannsókn og ákærusmíðum • Leiðir til úrbóta

  3. Réttarvernd = mannréttindi • 70. gr. stjórnarskrárinnar: “Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.“ • Úr 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994:“Þegar kveða skal á um /…/ sök, sem [maður] er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. /…/.Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal eigi njóta minni réttar en hér greinir:    a. Hann fái án tafar, á máli sem hann skilur, vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. /…/.”

  4. Óskilvirkni / Málshraði / Réttaróvissa • Réttarvörslukerfið er í mörgum tilvikum of flókið þegar kemur að rannsókn efnahagsbrota – inn í það er byggt flækjustig sem er til þess fallið að draga alla meðferð máls á langinn og gera þungbærarari fyrir þann meinta brotlega í alla staði. • Jafnvel hefur það verið svo, að hinn meinti brotamaður getur ekki verið fullviss um hver réttarstaða hans er á hverjum tíma, sbr. mál forstjóra olíufélaganna. • Ágreiningur á milli rannsóknaraðila/einstaka embætta stjórnsýslunnar um valdmörk og skortur á samvinnu milli embætta hafa ekki verið til að auðvelda stöðuna.

  5. Óskilvirkni / Málshraði / Réttaróvissa • Ekki hefur heldur verið gætt að fullu samræmi við uppbyggingu eftirlits- og rannsóknaraðila á þessu sviði; • embætti skattrannsóknarstjóra tvöfaldast að mannafla á ríflega áratug • verulega aukinn styrkur annarra eftirlitsstofnana, s.s. samkeppniseftirlits og fjármálaeftirlits, á sama tíma og ekki verður séð að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sem tekur við alvarlegustu málunum frá eftirlitsaðilunum, hafi vaxið að sama skapi. Það embætti hefur því augljóslega ekki verið mannað nægilegum fjölda starfsmanna til að takast á við þau verkefni sem því hafa fallið í skaut svo vel færi tímalega séð. • Vart þarf svo að nefna aukinn kostnað hins opinbera sem hlýst af þessu margþætta kerfi.

  6. Óskilvirkni / Málshraði Brot á skatta-, bókhalds- og ársreikningalögum • Grunur vaknar hjá skattstjóra um alvarleg brot. • Í stað þess að geta kært meint brot beint til efnhagsbrotadeildar, ber skattstjóra lagaskylda til að vísa málinu til skattrannsóknarstjóra. • Hjá skattrannsóknarstjóra tekur við sjálfstæð rannsókn; gagnaöflun og yfirheyrslur. Skattrannsóknarstjóri getur reyndar vísað máli á frumstigi til efnahagsbrotadeildar, en slíkt hefur heyrt til algerra undantekninga. Samvinna embættanna hverfandi lítil og slæm á köflum, sbr. dæmi hér síðar. • Eftir að rannsókn er lokið vísar skattrannsóknarstjóri málinu til efnahagsbrotadeildar, þar sem þess bíður enn ný rannsókn; a.m.k. yfirheyrslur að nýju.

  7. Óskilvirkni / MálshraðiBrot á skatta-, bókhalds- og ársreikningalögum • Dómur Hæstaréttar Íslands 2003:3377 (mál 112/2003) “Eins og að framan er rakið eru liðin meira en sex ár frá því að skattrannsóknarstjóri hóf rannsókn á þeim brotum, sem ákærði er nú sakfelldur fyrir. Málið var tiltölulega einfalt úrlausnar og rannsókn þess afmörkuð við tilgreind viðskipti á árinu 1996 og því ekki umfangsmikil. Á rannsókn málsins hafa orðið löng hlé þar sem gögn þess bera ekki með sér að þeir, sem rannsókn stýrðu, hafi aðhafst neitt vegna viðurlaga- eða refsimeðferðar þess. Þannig liðu tæp tvö ár frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk þar til hann vísaði málinu til opinberrar rannsóknar ríkislögreglustjóra. Varð í framhaldi þess einnig verulegur dráttur á að ríkislögreglustjóri hæfi rannsókn málsins. Er þessi dráttur óhæfilegur og vítaverður. Hann er í andstöðu við 70. gr. stjórnarskrárinnar, svo sem henni var breytt með 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, og 1. mgr. 6. gr. samnings um verndum mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu.”

  8. Óskilvirkni / MálshraðiBrot á skatta-, bókhalds- og ársreikningalögum • Dómur Hæstaréttar Íslands 10. maí 2007 (mál 320/2006) “Mál ákærða var sent til skattrannsóknarstjóra til rannsóknar 28. október 2002. Rannsókn skattrannsóknarstjóra hófst 26. febrúar 2003 og lá skýrsla hans fyrir 14. mars 2003. Með bréfi skattrannsóknarstjóra 17. mars 2003 var ákærða gefið færi á að tjá sig um efni hennar. Ákærði óskaði eftir fresti til þess til 15. maí 2003 og var hann veittur. Rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk 21. maí 2003 og vísaði hann málinu til ríkislögreglustjóra til opinberrar rannsóknar 7. október 2003. Tekin var skýrsla af ákærða hjá ríkislögreglustjóra 8. júlí 2005 og ákæra var gefin út 30. ágúst 2005. Samkvæmt framangreindu hefur við rannsókn málsins hjá lögreglu orðið nokkur dráttur sem ekki hefur verið réttlættur og er hann aðfinnsluverður. Fangelsisrefsing ákærða verður af þessari ástæðu, og þeirri að ákærði hefur ekki áður gerst sekur um refsilagabrot, skilorðsbundin með þeim hætti sem ákveðið var í héraðsdómi /.../.” 21 mánuður, eða tæp 2 ár

  9. Óskilvirkni / MálshraðiBrot á skatta-, bókhalds- og ársreikningalögum Hefur einhver heyrt um þetta mál 3 ½ ári síðar?

  10. Óskilvirkni / MálshraðiBrot á skatta-, bókhalds- og ársreikningalögum • Dómur Hæstaréttar Íslands 8. júní 2006 (mál 248/2006) “/.../. Hins vegar er til þess að líta að frá því að skattrannsóknarstjóri vísaði málinu til rannsóknar hjá [ríkislögreglustjóra] og þar til varnaraðili var kvaddur til skýrslutöku 9. mars 2006 liðu rúmlega tvö ár. [Ríkislögreglustjóri] byggir á því að rannsóknin sé viðamikil og tímafrek. Hvað sem réttmæti þeirrar fullyrðingar líður hefur hann í engu lýst í hverju rannsóknaraðgerðir hans hafa verið fólgnar frá því að honum barst kæra skattrannsóknarstjóra. Verður ekki séð af gögnum málsins að nokkuð hafi verið aðhafst af hálfu [ríkislögreglustjóra] frá þeim tíma og þar til varnaraðili var kallaður til skýrslutöku. Vegna þeirra atriða sem um getur í IV. kafla hér að framan verður hins vegar ekki í máli þessu tekin afstaða til þess hvort umræddur dráttur eigi að hafa áhrif á afdrif rannsóknarinnar, enda yrði tekin efnisleg afstaða til þess við dómsúrlausn málsins hverju sá dráttur ætti að sæta verði ákæra gefin út á hendur varnaraðila.” Vísbendingar um afdrifin reyndar í þessum dómi.

  11. Óskilvirkni / Málshraði • Úr Fréttablaðinu í lok maí 2007 Er þetta ásættanlegt; 2 ár og 7 mánuðir?

  12. Óskilvirkni kerfisins Brot á skatta-, bókhalds- og ársreikningalögum

  13. Óskilvirkni kerfisins Brot á skatta-, bókhalds- og ársreikningalögum

  14. Óskilvirkni / Málshraði / RéttaróvissaBrot á samkeppnislögum Eru 5 ár ásættanleg? Dómur Hæstaréttar Íslands 16. mars 2007 (mál 92/2007) 18. desember 2001 - málið hefst með rannsókn samkeppnisstofnunar á ólögmætu samráði þriggja olíufélaga; húsleit, haldlagningu skjala og afritun tölvutækra gagna á starfsstöðum félaganna. Samkeppnisstofnun fundar með fyrirsvarsmönnum olíufélaganna; lofar lægri stjórnvaldssektum og jafnvel lausn undan áframhaldandi refsimeðferð ef þeir legðu sitt af mörkum til að upplýsa málið. Mikilsverðar upplýsingar voru veittar á grundvelli þessa. 16. júní 2003 - samkeppnisstofnun á fund með ríkislögreglustjóra þar sem stofnunin greindi frá rannsókn sinni á ætluðu ólögmætu samráði olíufélaganna og býðst til að láta ríkislögreglustjóra í té afrit af frumgögnum stofnunarinnar. Ríkislögreglustjóri neitar viðtöku. 21. ágúst 2003 - felur ríkissaksóknari ríkislögreglustjóra að afla gagna hjá samkeppnisstofnun til að ákveða hvort hefja eigi opinbera rannsókn á ætluðum refsiverðum brotum félaganna og starfsmanna þeirra. 30. september 2003 - ákveðið að hefja slíka rannsókn og félögunum kynnt það. 23. október 2003 – ríkissaksóknari tilkynnir samkeppnisstofnun um rannsókn og varar við að leggja á stjórnvaldssektir. Ekki orðið við því af hálfu samkeppnisstofnunar. 12. desember 2006 – ákæra gefin út af hálfu ríkissaksóknara

  15. Óskilvirkni / Málshraði / Réttaróvissa Brot á samkeppnislögum Fundur í miðjum klíðum!!!

  16. Óskilvirkni / Málshraði / RéttaróvissaBrot á samkeppnislögum Dómur Hæstaréttar Íslands 16. mars 2007 (mál 92/2007) • Engin fyrirmæli voru í lögum nr. 8/1993 um skil á milli heimilda lögreglu til rannsóknar samkvæmt þeim og rannsóknar samkeppnisyfirvalda. • Ekki var mælt fyrir um hvernig lögreglu bæri að haga rannsókn sinni væri mál til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. • Þá var því ósvarað hvort lögreglurannsókn mætti fara fram á sama tíma og rannsókn samkeppnisyfirvalda eða hvort gert væri ráð fyrir að hún fylgdi í kjölfarið. Jafnframt var ekki mælt fyrir um áhrif byrjaðrar lögreglurannsóknar á rannsókn samkeppnisyfirvalda og heimild þeirra til álagningar stjórnvaldssekta við slíkar aðstæður. • Þá var ekki kveðið á um hvort gögn eða upplýsingar, sem aflað hefði verið við rannsókn samkeppnisyfirvalda, yrðu afhent lögreglu eða hvort nota mætti slíkar upplýsingar, sem fyrirsvarsmenn félaga hefðu veitt, sem sönnunargögn í opinberu máli gegn þeim. “Af því sem að framan hefur verið rakið er ljóst að mikil óvissa ríkti um það hvort lögin gerðu ráð fyrir að bannreglu 10. gr. yrði framfylgt með tvennum hætti og hvort miðað væri við að rannsókn gæti bæði farið fram á stjórnsýslustigi og hjá lögreglu. Var því ekki ljóst hverju varnaraðilar, sem fyrirsvarsmenn félaga sinna, mættu búast við um framhald málsins eftir að rannsókn samkeppnisyfirvalda var hafin.”

  17. Óskilvirkni / Málshraði / RéttaróvissaBrot á samkeppnislögum Dómur Hæstaréttar Íslands 16. mars 2007 (mál 92/2007) “Verður að telja að þetta fyrirkomulag hafi ekki verið nógu skýrt um meðferð máls ef grunur vaknaði um að brotið hefði verið gegn lögunum, og var þar af leiðandi óskýrt hvernig með skyldi fara ef tilefni þætti til opinberrar rannsóknar jafnhliða meðferð samkeppnisyfirvalda og hvenær beita ætti refsiviðurlögum. Á það meðal annars við þá stöðu varnaraðila að taka þátt í viðræðum og samningum við Samkeppnisstofnun og veita henni upplýsingar, en fella á sama tíma á sig sök með því að málið var síðar tekið til refsimeðferðar. Er ekki nægjanlega fram komið að varnaraðilar hafi fengið notið þeirra réttinda sakborninga, sem fyrir er mælt í 70. gr. stjórnarskrár, sbr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, og meginreglum laga nr. 19/1991, í þeirri lögreglurannsókn, sem fram fór í kjölfar meðferðar samkeppnisyfirvalda, eins og henni var hagað. Af þessu leiðir að ákæra verður ekki reist á þessari lögreglurannsókn. Verður málinu á þessum forsendum vísað frá héraðsdómi.” Viðleitni til að bæta úr brotalömum sem þessum með setningu laga nr. 52/2007 og 57/2007.

  18. Annmarkar á rannsókn og ákærusmíðum • Því miður er það svo, að undanfarin ár hafa borist til dómstóla æði mörg mál, þar sem skort hefur á fullnægjandi rannsókn, og/eða, það sem oftar hefur verið, að brotalamir hafa verið á ákærusmíðum af hálfu ákæruvaldsins. • Hvert og eitt slíkt tilvik hlýtur að hafa gefið lögreglu og ákæruvaldi tilefni til sérstakrar skoðunar, en svo virðist hins vegar sem sú skoðun hafi ekki skilað sér að fullu í bættri framkvæmd - það sýnir reynslan. • Vitaskuld fer í súginn töluvert af almannafé í tilvikum sem þessum. Meiri ugg vekur hins vegar tilhugsunin um þau mál þar sem ekki er hugað að vörnum af hálfu ákærðra í efnhagsbrotamálum, ef til staðar eru brotalamir af þessum toga í framkvæmd.

  19. Annmarkar á rannsókn og ákærusmíðum • Hrd. 12. maí 2005, mál 509/2004; Tryggingasjóður læknaLöggiltur endurskoðandi ákærður fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ársreikninga, lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og lögum um endurskoðendur. Rannsókn og ákæra ófullnægjandi => Frávísun

  20. Annmarkar á rannsókn og ákærusmíðum • Hrd. 10. október 2005, mál 420/2005; Baugsmál hið fyrsta Vísað í heild frá héraðsdómi (40 ákæruliðum). Hæstiréttur staðfesti frávísun 32 liða, en taldi 8 ekki eiga að varða frávísun.

  21. Annmarkar á rannsókn og ákærusmíðum • Héraðsdómur Reykjavíkur nóvember 2005; Fréttablaðið o.fl. Fjárhæðir í framhaldsákæru, sem gefin var út til leiðréttingar á meintum villum í frumákæru, allt aðrar en í frumákærunni og uppgjörstímabil allt önnur. Framsetning leiðréttingar í framhaldsákæru varðandi aðra ákærukafla væri ekki skýr og glögg. => Frávísun.

  22. Annmarkar á rannsókn og ákærusmíðum • Áfram sama mál, nú dómur Hæstaréttar 31. maí 2007: • Öllum ákæruliðum sem vörðuðu meint vanskil virðisaukaskatts vísað frá héraðsdómi sökum skorts á rannsókn. • Sama gilti um hluta ákæruliða varðandi meint vanskil á staðgreiðslu opinberra gjalda, auk þess sem ákæruvaldið hafði lækkað verulega kröfur sínar í öðrum þeim liðum frá því við upphaflega höfðun málsins vegna upplýsinga sem fram komu við rannsókn sem ákærðu framkvæmdu sjálfir. • Fjöldi ákærðra sýknaður af þessum sökum og refsingar annarra lækkaðar stórkostlega. • 10 voru ákærðir upphaflega – 4 fengu refsingu, en málshöfðun gegn 6 ákærðum ýmist vísað frá eða þeir sýknaðir.

  23. Annmarkar á rannsókn og ákærusmíðum • Dæmi um ýmsa aðra annmarka: Mál varðandi meint skattalagabrot flutt í héraði í síðustu viku • Ekki rannsakaðar staðhæfingar um óinnheimta reikninga • Ósamræmi í verknaðarlýsingu og fyrirliggjandi gögnum • Ekki tekið tillit til ofgreidds virðisaukaskatts til frádráttar, þar sem það átti að gera – viðurkennt af hálfu ákæruvalds • Röng skattprósenta hátekjuskatts notuð – viðurkennt af hálfu ákæruvalds • Röng útsvarsprósenta notuð – viðurkennt af hálfu ákæruvalds • Ekki tekið tillit til persónuafsláttar við útreikning skatts, svo sem gert hefur verið í ýmsum öðrum ákærum – ákæruvaldið lét því ósvarað af hverju • Ranglega heimfært til refsiákvæða – viðurkennt af hálfu ákæruvalds

  24. Leiðir til úrbóta • Íhuga þarf vel hvort efni séu til að breyta skipulagi á tilhögun rannsókna efnahagsbrota í einhverjum tilvikum, t.d. vegna stórfelldra skattalagabrota. Er embætti skattrannsóknarstjóra t.d. nauðsynlegt sem milliliður? • Í öllu falli þarf að setja skýrari og skilvirkari verklagsreglur um tafarlausa vísun til lögreglu, séu efni til þess og/eða samhliða rannsóknir embætta sem fara með efnahagsbrot og lögreglu. • Styrkja þyrfti efnahagsbrotadeild RLS verulega með auknum fjárframlögum þannig að deildinni sé unnt að sinna þeim verkefnum sem undir hana heyra að lögum, á eðlilegum tíma og með fullnægjandi hætti. • Einhvers konar gæðastjórnun þarf að koma á hjá lögreglu/ákæruvaldi þannig að reynsla og úrlausnir dómstóla skili sér með fullnægjandi hætti til breyttra og bættra vinnubragða lögreglu/ákæruvalds.

More Related