210 likes | 531 Views
Hagnýt jarðefni. Jarðefnavinnsla áður fyrr Jarðefnavinnsla á Íslandi í dag. Hagnýt jarðefni á Íslandi. Áður fyrr nýttu menn ýmis jarðefni svo sem mó, brennistein, mýrarrauða, brúnkol (surtabrand) og kalk.
E N D
Hagnýt jarðefni Jarðefnavinnsla áður fyrr Jarðefnavinnsla á Íslandi í dag
Hagnýt jarðefni á Íslandi • Áður fyrr nýttu menn ýmis jarðefni svo sem mó, brennistein, mýrarrauða, brúnkol (surtabrand) og kalk. • Breyttur efnahagur og breytt tækni hafa leitt til þess að nú er nær eingöngu hægt að tala um hagnýtingu á möl og malarefni. • Mikið er flutt inn af jarðefnum svo sem olíu og málmum. • Ekki er fjallað um innflutt jarðefni í þessum áfanga.
Mógrafir voru grafnar í mýrlendi og jarðvegurinn, sem að hluta eru órotnaðar jurtaleifar, þurrkaður. Þurr mór var síðan notaður í eldi- við.
Kolagerð – hrís eða rekaviður var settur í kolagröf, kveikt í og gröfin fergð með torfi. Látið krauma í 2-3 sólarhringa.
Silfurberg var unnið í Helgustaðanámunni í Reyðarfirði
Járnsmíði • Rauðablástur kallaðist það þegar járn var unnið úr mýrarrauða. Mýrarrauða var oftast safnað utan af stararstráum í mýrum.
Námur • Malarefni er hagnýtt til vegagerðar, stíflugerðar, gerðar hafnarmannvirkja og í steinsteypu. • Auk þess hefur berg verið nýtt á síðustu árum og áratugum í ýmsum smáiðnaði eins og við smíði á legsteinum, flísum, gluggakistum og við sérsmíði ýmis konar skrautmuna.
Malarnámur Malarnám í Ingólfsfjalli Vegagerð við Haukafell
Hús Hæstaréttar, kopar, grágrýti og gabbró eru notaðar í klæðningu á húsinu.