1 / 23

RITUN

RITUN. Um innihald ritsmíða, frágang texta og ýmislegt hagnýtt í sambandi við ritun. Málbjörg / Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. Ritunarefni. Inntak ritsmíðar getur verið almennt eða sértækt . Almennt efni er yfirgripsmikið og víðtækt. Lengri ritsmíðar eru oft almennar.

baakir
Download Presentation

RITUN

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. RITUN Um innihald ritsmíða, frágang texta og ýmislegt hagnýtt í sambandi við ritun Málbjörg / Svanhildur Kr. Sverrisdóttir

  2. Ritunarefni • Inntak ritsmíðar getur verið almennt eða sértækt. • Almennt efni er yfirgripsmikið og víðtækt. Lengri ritsmíðar eru oft almennar. • t.d. umhverfið, kvikmyndir, íþróttir, skólaganga, vinir. • Sértækt efni fjallar um afmarkað svið. Styttri ritsmíðar eru oft sértækar, það á við um flestar skólaritgerðir. • t.d. besti vinur minn, sumarleyfið mitt, uppáhaldshljómsveitin . . . • Gæta þarf þess að ætla sér ekki um of. Betra er að fjalla ítarlega um afmarkað efni en að ætla sér að gera öllu skil í stuttri ritmíð. Málbjörg / SKS

  3. Tilgangurinn með rituninni • Vertu viss um hver tilgangurinn með skrifunum er. • Hann getur verið að fræða, útskýra, veita upplýsingar, skemmta, hafa áhrif, fá einhvern til að gera eitthvað, skamma einhvern, lýsa einhverju. • Þessum atriðum er gjarnan skipt í þrennt: 1. Að fræða (kennslubækur, fræðiefni) 2. Að tjá tilfinningar eða skoðun (blaðagreinar, skáldskapur, bréf) 3. Að fá einhvern til að gera eitthvað (auglýsingar) • Einnig er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvert heildarinntakritsmíðarinnar er og gæta þess að halda sig við það. Málbjörg / SKS

  4. Fyrirsagnir og heiti ritsmíða • Heiti ritsmíðar eða fyrirsögn skiptir máli. • Fyrirsögnin þarf að vera grípandi og vekja áhuga eða forvitni. • Fyrirsögn þarf að vera lýsandi fyrir innihaldið. • Of einföld eða almenn fyrirsögn vekur lítinn áhuga. • Of flókin fyrirsögn fælir lesandann frá. • Fyrirsögn er sjálfstæður hluti ritsmíðar og tengist inngangi hennar ekki á neinn hátt. Dæmi um fyrirsagnir: Almenn fyrirsögn: Besti vinur minn Grípandi fyrirsögn: Þrautgóður á raunarstund Hvora fyrirsögnina líst þér betur á? Málbjörg / SKS

  5. Hlutlægt eða huglægt • Hlutlæg lýsing Fjallað er um staðreyndir án þess að taka afstöðu eða leggja mat á það sem verið er að lýsa. Nákvæmni er mikilvæg. eða • Huglæg lýsingTextinn er hlaðinn tilfinningum þess sem skrifar. Fjallað er um áhrif á höfund textans eða persónulegar skoðanir hans. Oft eru notuð gildishlaðin orð og lýsingin er oft frekar ónákvæm. • Höfundur texta þarf að ákveða strax í upphafi ritsmíðarinnar hvort textinn á að vera huglægur eða hlutlægur. Málbjörg / SKS

  6. 1., 2. eða 3. persóna Taka þarf afstöðu til þess í hvaða persónu textinn á að vera og gæta þess að halda sig við hana – ekki blanda öllu saman. • Ég sé ekki að þetta komi til með að breyta miklu. EÐA • Ekki verður séð að þetta komi til með að breyta miklu. Forðastu svona texta „Ég ætla að taka fyrir í þessari ritgerð hvernig fjallahjól best er að kaupa. Ef þú ert t.d. byrjandi er best fyrir þig að skoða vel hvað er í boði. Þegar það hefur verið gert er gott að fara í nokkrar verslanir og gera verðsamanburð . . . “ Málbjörg / SKS

  7. Maður um mann • Gættu þess að ofnota ekki orðið maður. Það þarf þó ekki að útrýma orðinu alveg. Dæmi: Auðvitað koma þau tilvik fyrir að maðurþarf að flýta sér, t.d. á stafsetningarprófi, þegar maður er kominn í tímaþröng í prófi eða maður er orðinn of seinn að skila ritgerð. En þá verður maðurhelst að hreinrita það sem maður hefur skrifað. Annars er hætta á því að enginn skilji mann. Svona er textinn betri: Auðvitað koma þau tilvik fyrir að nauðsynlegt er að flýta sér, t.d. á stafsetningarprófi, þegar maður er kominn í tímaþröng í prófi eða orðinn of seinn að skila ritgerð. En þá verður helst að hreinrita textann. Annars er hætt við að enginn skilji hann. Málbjörg / SKS

  8. Það er nefninlega það . . . Það rignir mikið í Reykjavík. Í Reykjavík rignir mikið. Það voru margir gestir í veislunni. Margir gestir voru í veislunni. Það er oft erfitt að byrja að skrifa. Oft er erfitt að byrja að skrifa. Það er oft betra að sleppa þessu þaði! Oft er betra að sleppa þessu þaði! Málbjörg / SKS

  9. Vel orðaður texti Skoðaðu þessar tvær málsgreinar. Hvor þeirra er betur orðuð? • Árangur minn í námi skapaði mér möguleika til að velja úr atvinnutilboðum. eða • Árangur minn í námi gerði mér kleift að velja úr atvinnutilboðum. mæla – ekki gera mælingu Málbjörg / SKS

  10. Eðlileg orðaröð • Mætti orða þetta betur? • Mikið er um þjófnaði að ræða . . . • Það er fengin hugmynd hjá einhverjum . . . Málbjörg / SKS

  11. Langar runur eða stuttar málsgreinar • Ein málsgrein – löng runa: Hún sagði mér að þegja því að hún væri orðin leið á mér, auk þess sem ég vissi ekkert um þetta mál og betra væri að einhver sem hefði vit á því talaði um það en ef ég endilega vildi mætti ég koma með. • Tilraun til að betrumbæta: Hún sagði mér að þegja. Hún væri orðin leið á mér. Auk þess vissi ég ekkert um þetta mál. Betra væri að einhver sem vit hefði á því talaði um það. Ef ég endilega vildi mætti ég koma með. • Hvor textinn finnst þér betri? Málbjörg / SKS

  12. „Upptalningarfrásögn“ • Upptalningarfrásögn ber að forðast. Í slíkum frásögnum hefur gleymst að nota punkta og kommur. Þess í stað eru notaðar samtengingar – og oft þær sömu aftur og aftur. • Dæmi 1: Þegar ég vaknaði í morgun fékk ég mér fyrst morgunmat og síðan fór ég í sturtu. Svo fór ég í skólann og svo þegar hann var búinn fór ég í bæinn. Eftir það fór ég í tónlistarskólann og svo hitti ég vini mína um kvöldið. • Dæmi 2: Þegar ég vaknaði í morgun fékk ég mér fyrst morgunmat og síðan fór ég í sturtu. Svo fór ég í skólann og svo þegar hann var búinn fór ég í bæinn. Eftir það fór ég í tónlistarskólann og svo hitti ég vini mína um kvöldið. Málbjörg / SKS

  13. Ritmál og talmál • Í rituðum texta gilda aðrar reglur en í talmáli. • Ritaður texti er gjarnan formlegri en talmál. • Í talmáli er eðlilegt að nota hikorð. Þau eiga hins vegar ekki heima í rituðum texta – nema ætlunin sé að hafa textann með talmálssniði. • Í ritmáli eru síður notuð orð og orðalag eins og rosalega, ferlega, ógeðslega, geðveikt, svona, sem sagt, ekkert smá . . . Málbjörg / SKS

  14. Gott að hafa í huga • Gættu hófs. • Forðastu alhæfingar. • Eins og allir vita . . . • Það er vitað mál . . . • Temdu þér kurteisi og yfirvegun. • Fjallaðu um það sem skiptir máli. • Rökstyddu skoðanir þínar. • Lestu textann þinn upphátt. Ef þú hefur ekki tök á því, t.d. í prófi, reyndu þá að láta hann hljóma í höfðinu á þér þegar þú lest yfir hann. Málbjörg / SKS

  15. Uppkast og frágangur • Mikilvægt er að skrifa uppkast, umorða og lagfæra orðalag. • Uppkast á alltaf að lesa yfir með það í huga að breyta og bæta. • Upphaflegt uppkast getur litið allt öðruvísi út en endanlegur textinn. • Þegar texti er handskrifaður þarf hann að vera læsilegur. • Ekki nægir að rithönd sé áferðarfalleg, hún þarf líka að vera læsileg. • Hafðu kommur fyrir ofan stafi greinilegar. • Hafðu muninn á stórum og litlum stöfum greinilegan. • Gættu þess að hver stafur sé skýrt ritaður. Stundum getur verið erfitt að greina á milli m, n og r – einnig aogu. • Notaðu alltaf skriffæri sem þér finnst gott að skrifa með. • Farðu varlega með leiðréttingarblek, sumir gleyma að skrifa ofan í það þegar þeir bíða eftir að blekið þorni. Málbjörg / SKS

  16. Endurtekningar Ekki er gott þegar: • Sömu orð koma fyrir aftur og aftur. • Þeir fóru svo út og svo sofnaði strákurinn og það var svo eins og þeir . . • Þannig að hann fór út og þannig sagði hann henni að . . . • Margar málsgreinar hefjast á sömu orðum eða sama setningarhluta. • Tvær eða fleiri efnisgreinar hefjast á sömu orðum eða sams konar setningarhlutum. Málbjörg / SKS

  17. Lengd efnisgreina • Ritsmíð er byggð upp á nokkrum efnisgreinum sem aðgreindar eru með greinaskilum. • Efnisgrein er sjálfstæð eining í texta. • Hver efnisgrein er ein heild sem rúmar eina hugsun. • Efnisgrein hefur upphaf, miðju og enda. • Of stutt efnisgrein rúmar vart heila hugsun. • Of löng efnisgrein verður þvælin og óskýr. • Eðlileg lengd efnisgreina er fimm til fimmtán línur. • Minna en tvær línur og meira en hálf síða er ekki í lagi. • Kafli í bók, frétt í blaði eða sendibréf eru vanalega byggð upp af nokkrum efnisgreinum. Málbjörg / SKS

  18. Málsgreinar • Hver efnisgrein er samsett af nokkrum málsgreinum. • Málsgrein er sjálfstæð merkingarheild, hefst á stórum staf og endar á punkti. • Málsgreinar ættu helst ekki að byrja á samtengingu. • Og fóru þeir svo . . . • En svo . . . Lorem ipsum dolor sit amet, consectetu adipiscing elit. Nam ultricies. Donec nibh ipsum, porta sed, tincidunt sit amfringilla ac, libero. Aliquam commodo, augue at lacinia aliquam, enim eros suscip neque, eget tincidunt est enim vitae dolor. Sed tempus. Ut quis sapien. Phasellus quis uris volutpat ipsum luctus venenatis. Ut vallis augue nec lacus. Aenean consectetuer, quam ac dictum pretium, sapien mi ada lectus, a faucibus enim erat et justo. lo Phasellus iaculis, ipsum eu pellentesque tincidunt, augue. Ut quis sapien. Phasellus quis mauris volutpat ipsum luctus venenatis. Ut vallis augue nec lacus. Aenean consectetuer, quam ac dictum pretium, sapien mi uada lectus, a faucibus enim erat et just. uma hasellus iaculis, ipsum eu pellentesque tincidunt, augue justo adipiscing risus, vitae lacinia risus nibh at neque. Sque ut est vitae metus feugiat accumsan. Senas massa. Nunc eget orci. Þessi texti er þrjár efnisgreinar. Málsgreinarnar eru töluvert fleiri. Málbjörg / SKS

  19. Greinaskil • Greinaskil geta verið tvenns konar. Gæta samræmis í notkun greinaskila og velja aðra hvora leiðina – ekki blanda þeim saman. a) Greinaskil með línubili Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Nam ultricies. Donec nibh ipsum, porta sed, tincidunt sit amet, fringilla ac, libero. Aliquam commodo, augue at lacinia aliquam, enim eros suscipit neque, eget tincidunt est enim vitae dolor. Sed tempus. Ut quis sapien. Phasellus quis mauris volutpat ipsum luctus venenatis. Ut convallis augue nec lacus. Aenean consectetuer, quam ac dictum pretium, sapien mi malesuada lectus, a faucibus enim erat et justo. Phasellus iaculis, ipsum eu pellentesque tincidunt, augue justo adipiscing risus, vitae lacinia risus nibh at neque. Pellentesque ut est vitae metus feugiat accumsan. Maecenas massa. Nunc eget orci. b) Greinaskil með inndrætti Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Nam ultricies. Donec nibh ipsum, porta sed, tincidunt sit amet, fringilla ac, libero. Aliquam commodo, augue at lacinia aliquam, enim eros suscipit neque, eget tincidunt est enim vitae dolor. Sed tempus. Ut quis sapien. Phasellus quis mauris volutpat ipsum luctus venenatis. Ut convallis augue nec lacus. Aenean consectetuer, quam ac dictum pretium, sapien mi malesuada lectus, a faucibus enim erat et justo. Phasellus iaculis, ipsum eu pellentesque tincidunt, augue justo adipiscing risus, vitae lacinia risus nibh at neque. Pellentesque ut est vitae metus feugiat accumsan. Maecenas massa. Nunc eget orci. Málbjörg / SKS

  20. Jákvætt: fjölbreytt orðaval vandað mál innihaldsrík orð rétt mál hnitmiðaður texti eðlileg orðaröð Neikvætt: einhæft orðaval slangur, „unglingamál” fábreytt orð rangt mál óskipulaður texti óeðlileg orðaröð Æskilegt og óæskilegt Málbjörg / SKS

  21. Gátlisti • Eru upphafsorðin í lagi og líklega til að vekja áhuga? • Eru lokaorðin skýr og áhugaverð? • Er textinn líklegur til að vekja áhuga lesandans? • Er byggingin í lagi þ.e. upphaf – miðja – endir? • Er orðalag og stafsetning í lagi? • Eru greinaskil í textanum? • Eru sömu orð notuð aftur og aftur? • Er of mikið af samtölum í frásögninni? • Er textinn eins og upptalningarfrásögn? (og svo, síðan, þá . . . ) • Er eðlilegt samhengi í textanum, þ.e. leiðir eitt af öðru? • Er textinn lipur og þægilegur aflestrar? • Er fyrirsögnin áhugaverð? • Er tilgangurinn með skrifunum skýr? • Eru málsgreinar hæfilega langar? • Mætti sleppa einhverju eða er einhverju ofaukið? Málbjörg / SKS

  22. Orðskiptingar Oft er nauðsynlegt að skipta orðum milli lína í texta og gilda um það sérstakar reglur. Ef vafi leikur á um hvernig skipta á orði ætti að sleppa skiptingunni og skrifa allt orðið í einni línu. • 1. Samsettum orðum er skipt milli lína um samskeytin með bandstriki: skrif-bók, skóla-bók, kennslu-stofa. • 2. Fleirsamsettum orðum ætti að skipta um aðalsamskeytin: borðstofu-húsgögn, myndbands-tæki. • 3. Orðum með forskeyti eða viðskeyti ætti að skipta um samskeytin: for-liður, bak-ari. • 4. Ósamsettum og óviðskeyttum orðum er skipt milli lína þannig að síðari liðurinn hefst á sérhljóða: bók-inni, reglurn-ar. • 5. Aldrei er fluttur einn stafur milli lína eða einn stafur skilinn eftir í línu. • 6. Sumum orðum er ekki hægt að skipta milli lína: óánægja, úti, ábyrgð. Málbjörg / SKS

  23. Greinarmerki • Ekki punktur á eftir fyrirsögn. • Eitt bil á eftir punkti. • Tvípunktur á undan beinni ræðu eða beinum tilvitnunum ef á undan fara inngangsorð eða inngangsmálsgrein: Jónas kallaði út um gluggann: „Viltu láta köttinn í friði.“ • Gæsalappir á undan og eftir beinni ræðu: Afi sagði orðrétt við mig: „Hertu þig nú, strákur. “ • Gæsalappir eru notaðar sem afsökunarbeiðni, t.d. þegar menn sletta erlendum orðum: Þetta er mjög „cool". • Punktur, komma, spurningarmerki og upphrópunarmerki skulu koma á undan gæsalöppum í lok setningar eða hluta setningar: Árni sagði: „Jón kemur bráðum." — „Við Stjórnarráðshúsið," sagði Ásgeir, „stendur stytta Hannesar Hafsteins." — Arnór spurði: „Hvenær leggur skipið að?" — „Sveiattan!" sagði gamla konan. Málbjörg / SKS

More Related