1 / 22

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Raunsæi, bls. 107-111

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Raunsæi, bls. 107-111. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Raunsæi. Raunsæisstefnan var ráðandi stefna í bókmenntum á Íslandi frá 1882-1900 . Skáldin vildu skrifa um sannleikann án þess að fegra hann.

ricky
Download Presentation

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Raunsæi, bls. 107-111

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir 1550-1900Raunsæi, bls. 107-111 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Raunsæi • Raunsæisstefnan var ráðandi stefna í bókmenntum á Íslandi frá 1882-1900. • Skáldin vildu skrifa um sannleikann án þess að fegra hann. • Öðrum þóttu þau skrifa ljót, siðspillt og guðlaus verk.

  3. Hvað var sagt um bókmenntir í Danmörku? • Árið 1871 flutti danski bókmenntafræðingurinn Georg Brandes fyrirlestra í Kaupmannahöfn um meginstrauma í Evrópskum bókmenntum. • Þar hvatti hann skáld til að kryfja þjóðfélagsleg vandamál. • Meðal slíkra vandamála voru: • hjónabandið • samband kynjanna • eignarréttur • trúarbrögð

  4. Hvernig barst stefnan til Íslands? • Upphaf raunsæisstefnunnar á Íslandi miðast við útkomu tímaritsins Verðandi árið 1882. • Útgefendur tímaritsins voru fjórir ungir menn sem höfðu verið við nám í Danmörku: • Gestur Pálsson (1852-91) • Einar H. Kvaran (1859-1938) • Hannes Hafstein (1861-1922) • Bertel Þorleifsson (1857-1900)

  5. Hvernig barst stefnan til Íslands?, frh. • Útgefendurnir fjórir höfðu engan sérstakan inngang að tímaritinu. • Allir tóku samt eftir því að þar var skrifað á allt annan hátt en áður hafði verið gert. • Efni sem útgefendurnir áttu í tímaritinu: • Gestur Pálsson: Kærleiksheimilið • Einar H. Kvaran: Upp og niður • Hannes Hafstein: ljóð • Bertel Þorleifsson: ljóð • Verðandi kom einungis einu sinni út.

  6. Hvernig var stefnan kynnt? • Íslendingar fengu að heyra um eðli raunsæisstefnunnar í tveimur öðrum tímaritum en Verðandi: • Heimdallur: • Kom út nokkrum sinnum 1884. • Suðri • Gestur Pálsson var ritstjóri

  7. Hvað boðaði Hannes Hafstein? • Hannes Hafstein vakti mikla athygli fyrir þau ljóð sem hann birti í Verðandi. • Hann kvað um hvernig stormurinn feykir burt feysknum gróðri og hvernig rigningin þvær burt dáðleysið. • Hann tók ekki einstök vandamál fyrir í ljóðum sínum heldur hvatti til að sýna dug og karlmennsku. • Hann var hrifinn af þeirri hugsjón Brandesar að hvetja til frjálsrar hugsunar og frjálsra rannsókna. • Hannes varð seinna stjórnmálamaður: • Varð fyrsti íslenski ráðherrann 1904.

  8. Hvað gerði Gestur? • Varð ritsjóri Suðra árið 1883 og gegndi starfinu í fjögur ár. • Tímaritið varð fljótt málgagn raunsæismanna. • Í fyrsta tölublaði lýsti Gestur því hvað fælist í raunsæisstefnunni: • Að skrifa um hið sanna. Skáldið átti að rannsaka mannlífið, einstaklinginn í samfélaginu og sálarlíf hans.

  9. Hvernig var Gestur sem rithöfundur? • Gestur Pálsson er gott dæmi um raunsæishöfund. • Var fyrst og fremst smásagnahöfundur þótt hann hafi einnig ort ljóð. • Tók vandamál til meðferðar í sögum sínum. • Hann fjallaði um hjónabandið og stöðu kynjanna í mörgum sögum sínum. • Fólk var ekki frjálst heldur bjó í óhamingjusömum hjónaböndum, eignir réðu stöðu fólks í samfélaginu og elskendur fengu ekki að giftast ef foreldrar þeirra litu sambandið hornauga. • Af þessu tagi eru t.d. • Kærleiksheimilið • Vordraumur • Tilhugalíf

  10. En fyrirlestrar? • Gestur hélt þrjá fyrirlestra fyrir almenning þar sem hann kom skoðunum sínum á framfæri. • Fyrirlestrar voru nýjung í menningarlífi Reykjavíkur á þessum tíma. • Fyrirlestrar Gests voru fluttir 1888 og 1889 og nefndust: • Lífið í Reykjavík • Skáld voru og skáldskapur • Menntunarástand á Íslandi • Allir fyrirlestrarnir áttu það sameiginlegt að innihalda ríka þjóðfélagsádeilu.

  11. Hvað var að gerast í bókmenntum Íslendinga þegar raunsæið kom fram? • Þótt raunsæisstefnan liti dagsins ljós undir lok 19. aldar var rómantíkin ekki enn dauð úr öllum æðum: • 1880 • Fyrsta bók Gríms Thomsens kemur út. • 1881 • Fyrsta ljóðasafn Steingríms Thorsteinssonar kemur út. • 1884 • Fyrsta ljóðabók Matthíasar Jochumssonar kemur út.

  12. Hvað var að gerast í bókmenntum Íslendinga þegar raunsæið kom fram?, frh. • Rómantísku skáldin voru ekki tilbúin að samþykkja það sem boðað var í raunsæinu. • Skáldin deildu og upp hófst ein fyrsta bókmenntaumræða á Íslandi. • Deilurnar urðu til þess að menn gerðu sér betur grein fyrir afstöðu sinni til skáldskapar og skilgreindu sjálfa sig og aðra sem rithöfunda og skáld.

  13. Hvað var að gerast í bókmenntum Íslendinga þegar raunsæið kom fram?, frh. • Upphaf þessarar bókmenntaumræðu var fyrirlestur sem Hannes Hafstein hélt 1888 um ástand íslensks samtímaskáldskapar. • Hannes hélt því fram að til að mönnum gæti liðið vel þyrfti að komast eftir þeim mannfélagsmeinum sem stæðu einstaklingnum fyrir þrifum svo að hægt væri að lækna þau. • Það ætti að fjalla um líf einstaklinganna en ekki hugmyndina þjóð.

  14. Hvað var að gerast í bókmenntum Íslendinga þegar raunsæið kom fram?, frh. • Benedikt Gröndal fann sig knúinn til að svara þessu og hélt fyrirlestra sama ár. • Þar hélt hann því fram að rómantík væri í öllum íslenskum skáldskap og raunsæið væri í raun ekki eins mikil nýlunda á Íslandi og menn vildu vera láta. Raunsæi hefði í raun alltaf verið fyrir hendi hjá flestum íslenskum skáldum.

  15. Smásögur • Með tilkomu raunsæisstefnunnar 1882 hófst ritun smásagna af fullum krafti á Íslandi. • Góðir smásagnahöfundar: • Gestur Pálsson (t.d Kærleiksheimilið) • Einar H. Kvaran (t.d. Upp og niður og Vonir)

  16. Læknar • Raunsæismenn líktu sér oft við lækna. • Þeir vildu lækna mannfélagsmeinin! • Í sögum raunsæismanna eru læknar jákvæðar persónur: Þeir rannsaka áður en þeir komast að niðurstöðu öfugt við prestana sem byggja á fyrirframgefnum niðurstöðum Biblíunnar. • Sjá umfjöllun Gests Pálssonar um þetta efni á bls. 109.

  17. Hvað liggur að baki raunsæisstefnunni? • Tvennt er gott að hafa í huga varðandi forsendur raunsæisstefnunnar: • 19. öldin var öld vaxandi iðnaðarborga þar sem andstæður á milli stétta skerptust. • Höfundar beindu því sjónum sínum að þjóðfélagsmálum í æ ríkari mæli. • Frakkland: Honoré de Balzac • England: Charles Dickens • Miklar framfarir urðu í náttúruvísindum. • Sú hugmynd leit dagsins ljós að fyrst náttúruvísindin byggðu niðurstöður sínar á rannsóknum hlyti að vera hægt að rannsaka mannleg samskipti. • Ein áhrifamesta kenning náttúruvísindana á þeim tíma var þróunarkenning Charles Darwins. • Með henni missti maðurinn sérstöðu sína, var ekki lengur skapaður sérstaklega af guði heldur var jafn dýrunum.

  18. Hvað liggur að baki raunsæisstefnunni?, frh. • Aukinn áhugi á þjóðfélagsmálum og hugmyndir náttúruvísindanna leiddu til þess að bókenntafræðingar fóru að horfa á bókmenntir í nýju ljósi: • Það hlýtur að vera hægt að rannsaka manninn úr því að hægt er að rannsaka flest annað! • Af þessu leiddi að skáldin voru hvött til að fylgja aðferðum náttúruvísindanna; safna staðreyndum um manninn og vinna úr þeim líkt og vísindamenn.

  19. Hvað liggur að baki raunsæisstefnunni?, frh. • Í Evrópu voru tvær mismunandi útgáfur af raunsæisstefnunni: • Realismi • Naturalismi • Hér á landi hefur hugtakið raunssæisstefna verið notað um báðar þessar stefnur.

  20. Hvað með Þorgils gjallanda? • Þorgils gjallandi (1851-1915) hét réttu nafni Jón Stefánsson. • Hann var bóndi í Mývatnssveit. • Þar var á þessum tíma mikil félagsstarfsemi – menningarbylting! • handskrifuð sveitarblöð • lestrarfélög • Fyrsta bók Þorgils hét Ofan úr sveitum og kom út 1892 og innihélt fjórar smásögur í anda raunsæisstefnunnar. • Deilt á hræsni, vanhugsun og misrétti. • Eina skáldsaga hans var Upp við fossa og kom út 1902. • Deilt á presta og hjónabandið.

  21. Dýrasögur • Lítilmagninn var meðal helstu viðfangsefna raunsæishöfunda. • Fjallað var um kjör og örlög minni máttar í samfélaginu. • Tilbrigði við þetta voru sögur af dýrum sem urðu fyrir grimmd mannanna. • Gestur Pálsson: Skjóni • Þorgils gjallandi: Heimþrá • Dýrasögurnar voru flestar gefnar út í tímaritinu Dýravinir sem kom fyrst út 1885. • Markmið þess var að bæta meðferð manna á dýrum.

  22. Verkefni í kennslustund • Nemendur lesa: • „Betlikerlinguna“ eftir Gest Pálsson á bls. 333 í Rótum. • „Storm“ eftir Hannes Hafstein á bls. 340 í Rótum.

More Related