1 / 11

Kafli 11. Ísland sem verstöð

Kafli 11. Ísland sem verstöð. Hvenær og af hverju varð sjávarfang helsta útflungingsvara Íslendinga um 1330? Hver voru helstu viðskiptalönd Íslands og hverjir sáu um vöruflutningana? Talið er að fiskmeti hafi orðið helsta útflutningsvara Íslendinga í kringum 1330.

talli
Download Presentation

Kafli 11. Ísland sem verstöð

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kafli 11. Ísland sem verstöð Hvenær og af hverju varð sjávarfang helsta útflungingsvara Íslendinga um 1330? Hver voru helstu viðskiptalönd Íslands og hverjir sáu um vöruflutningana? Talið er að fiskmeti hafi orðið helsta útflutningsvara Íslendinga í kringum 1330. Hafið og fjaran hafa í gegnum aldirnar veitt Íslendingum mikilvæga lífsbjörg, ásamt landbúnaði Fugl, egg, fiskur, selur, söl, skel, þang og þari var meðal þess, einnig rekaviður og stundum hvalreki. Ásókn í sjávarjarðir ágerðust af höfðingjum.

  2. Hirðstjóri Íslands myrtur • Útlendingar hófu siglingar til Íslands upp úr aldamótunum 1400. • Englendingar sendu stærri flota að ströndum landsins. • Þjóðverjar komu nokkru seinna, en þeir réðu yfir sterkasta verslunarveldi Norður-Evrópu, sem kallaðist Hansasambandið. • Það samanstóð af bandalagi þýskra verslunarborga og var ráðandi í verslun í Björgvin, Bergen í Noregi á þessum tíma.

  3. Hirðstjóri Íslands myrtur frh. • Englendingar höfðu komið sér vel fyrir hérlendis, til að auðvelda sér fiskveiðar og verslun við landsmenn. • Danakonungi leist ekki á blikuna og skipaði einn voldugusta mann landsins sem hirðstjóra, Björn ríka. Hann átti að sporna við veldi Englendinga. • Enskir kaupmenn drápu Björn ríka, árið 1467, vegna afskipta hans af veru þeirra hér á landi. • ,,Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði!“, mælti Ólöf ríka ekkja Björns, og lét ekki hugfallast. • Englendingar og Þjóðverjar áttu í samkeppni um veiðar hér við land og lenti þeim stundum saman einnig við Íslendinga.

  4. Fiskur til Evrópu • Fiskur var sérstaklega mikilvæg matvara á föstutímum kirkjunnar. • Vegna útbreiðslu kristninnar og fjölgunar íbúa í borgum Evrópu jókst eftirspurn á fiskmörkuðum þeirra. • Bergen, Björgvin í Noregi var einn mikil-vægastiverslunstaðurNorður-Evrópu. • Norðmenn fóru að kaupa íslenskt sjávarfang, og þar með fengu Íslendingar ágóða af auðlindum sínum. • Norðmenn fengu hins vegar gróða af því að flytja vöruna og selja á alþjóðlegum markaði.

  5. Fiskveiðar • Miklar samfélagsbreytingar áttu sér stað á 12. og 13. öld, vegna sjósóknar landsmanna. • Verbúðir voru húsakynni sjómanna sem reistar voru við sjávarsíðuna, en sjósókn var mest stunduð á veturnar. • Sjómannastéttin saman stóð annars vegar af búðsetumönnum og kot- bændum. • Sjávarútvegurinn hélt því áfram að vera í höndum bænda þrátt fyrir að mikilvægi hans hefði aukist.

  6. Fiskveiðar frh. • Fiskigöngur einkum við Vesturland frá Reykjanesi í suðri til Vestfjarða í norðri. • Oft mjög erfitt að komast til eða frá verbúðunum, því vegalengdir voru oft langar og menn fóru oftast fótgangandi. • Farið var í dagróðra og veitt með með handfærum og mest veiddur þorskur. • Aflinn var borinn í land, fiskurinn hengdur upp og þurrkaður. • Skreið eins og þurr fiskur er nefndur, geymdist best þurr án þess að skemmast.

  7. Fiskveiðar frh. • Íslensk skreið og lýsi urðu eftirsóttar útflutningsvörur á síðmiðöldum, en lýsi var notað sem kveikilögur á lampa. • Íslenskir bændahöfðingjarréðu mestu um hvaða lög ríktu í landinu, og komu í veg fyrir þéttbýlismyndun, en þannig töldu þeir hagsmunum sínum best borgið. • Með vistarbandi og banni við fastri búsetu útlendinga hérlendis viðhéldu bændur dreifbýlu landbúnaðarsamfélagi næstu aldirnar.

  8. Enska öldin • Fram að aldamótum 1400 var talið að einungis hafi sjaldan fleiri en sex skip komið til landsins á ári. Þá var bara siglt að sumarlagi. • Stærri flotar erlendra skipa hófu siglingar hingað eftir 1400. • Tvímöstruð skip komu til sögunnar. • Bretar urðu brátt helsta sjóveldi álfunnar á Norður- Atlanshafi. • 15. öldin var gjarnan kölluð enska öldin vegna þeirra miklu áhrifa sem Englendingar höfðu hér á þeim tíma. • Þjóðverjar og Englendingar voru ráðandi í Björgvin og höfðu yfirburðastöðu á skreiðmarkaðnum á þessum tíma.

  9. Enska öldin frh. • Þegar Englendingar fóru að koma sér fyrir hérlendis til að stunda útgerð varð eignarbændum illa við það. • Samkeppni varð um vinnuafl hér heima, englendingarbuðu betri laun, á móti ódýru vinnuafli sem jarðeigendur höfðu haft áður. • Jarðeigendur kröfðust þess við Danakonung að útlendingum væri bannað að koma sér fyrir hér á landi. • Eftir að Björn ríki var drepinn 1467, var Danakonungi nóg boðið og voru ensk skip tekin herskildi við Eyrarsund. • Danakonungur fékk í lið með sér Hansamenn til að berjast við Englendinga. • Leið ekki á löngu þar til að veldi Englendinga leið undir lok.

  10. Þýska öldin • Þýskir kaupmenn höfðu einokað utanríkisviðskipti Íslendinga á 14. öld, vegna sterkrar stöðu þeirra í Björgvin,þar til að Englendingar hófu siglingar til Íslands. • Samkeppnin um sjávarfang Íslendinga leiddi oft til blóðugra bardaga á milli þeirra. • Þjóðverjar stunduðu engar veiðar, keyptu bara fiskinn og einnig landbúnaðarvörur og höfðu Íslendingar meiri hag af þeim en Englendingum. • Þjóðverjar nutu einnig stuðnings Danakonungs. • Íslendenskum eignarbændum leist ekki á blikuna, þegar þjóðverjar byrjuðu að sækja sjálfir sjóinn.

  11. Þýska öldin frh. • Árið 1490 fengu jarðeigendur samþykkt lög sem bönnuðu veiðar og vetursetu útlendinga hérlendis. • Lögin voru kennd við þáverandi hirðstjóra Íslendinga, Diðrik Pining, Píningsdómur. • Dankonungur snerist síðan gegn Hansamönnum um miðja 16. öld og gerði báta þeirra upptæka. • Takmörkun verslunar Þjóðverja við Íslendinga kom síðan í kjölfarið um 1620 og var þá komin í hendur á dönskum kaupmönnum. • Danska konungsvaldið hafði styrkst mikið og völd þess á Íslandi hafði einnig aukist með auknum bátafjölda og verðmætasköpun. • Menningaráhrif bárust fyrst og fremst frá Dönum næstu aldirnar hingað til Íslands.

More Related