1 / 24

3. kafli

3. kafli. Samskipti. Félagsmótun. Með félagsmótun er átt við mótun einstaklingsins þar sem hann aðlagast siðum og venjum samfélagsins vegna margvíslegra áhrifa sem hann verður fyrir í uppeldi og umhverfi. Félagsgerðarkenningar (samvirkni-, og átakakenningar)

Mia_John
Download Presentation

3. kafli

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 3. kafli Samskipti Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  2. Félagsmótun • Með félagsmótun er átt við mótun einstaklingsins þar sem hann aðlagast siðum og venjum samfélagsins vegna margvíslegra áhrifa sem hann verður fyrir í uppeldi og umhverfi. • Félagsgerðarkenningar (samvirkni-, og átakakenningar) Félagsmótunin er hluti samfélagsins – eitthvað sem stendur utan við okkur. • Samskiptakenningar Félagsmótunin er inn í okkur – maðurinn býr hana til eins og annað í veruleikanum. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  3. Samskipti • Félagsleg samskipti: Ýmis viðbrögð sem við sýnum við hegðun annarra og sem aðrir sýna gagnvart hegðun okkar. • Samfélag: Samskiptahættir sem tengja saman fólk með sömu menningu. Öll hegðun og viðbrögð mynda samfélag. • Í samskiptum við aðra gilda félagslegar viðmiðunarreglur ... ...þú veist hvernig þú átt að hegða þér ... þú veist hver viðbrögð annarra verða Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  4. Hvers vegna eru rannsóknir á félagslegum samskiptum mikilvægar? • Daglegar venjur okkar fara fram í stöðugum samskiptum við aðra án þess að við tökum sérstaklega eftir því. • Venjurnar sem við fylgjum eru aldrei alveg nákvæmlega eins, við hegðum okkur t.d. öðruvísi um helgar en á virkum dögum. • Venjurnar og samskiptin móta og stýra lífi okkar. • Hollt að skoða eigið líf og þær venjur sem við fylgjum slík rannsókn getur kennt okkur mikið um okkur sjálf. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  5. Hver og einn getur stýrt og mótað atburðarrásinni töluvert • Pirandello lætur Baldovino kynna sig þannig: • ,,Óhjákvæmilega túlkum við okkur sjálf. Leyfið mér að útskýra þetta. Um leið og ég stíg fæti mínum inn í þetta hús breytist ég strax og verð það sem ég þarf að verða, sem ég get orðið: Ég túlka sjálfan mig. Með öðrum orðum þá kynni ég mig fyrir ykkur í þeirri mynd sem hæfir þeim tengslum eða samskiptum sem ég óska að eiga við ykkur. Og að sjálfsögðu kynnið þið ykkur á sömu forsendum gagnvart mér. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  6. Táknræn samskipti • Umhverfi mannsins er táknrænt, framkoma okkar ræðst af þeirri merkingu sem við leggjum í táknin. • Í öllum venjulegum samskiptum felast einhvers konar samkomulag milli fólks um hvað sé að gerast. • Þegar einhver réttir þér höndina finnst þér líklegt að viðkomandi ætli að heilsa þér með handabandi. • Þó flestir skilji og fari eftir hinum almennu leikreglum samfélagsins þá upplifir fólk og skynjar atburði á mismunandi og ólíkan hátt. • Viðbrögð fólks fara eftir merkingunni sem það leggur í atvikið. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  7. Félagsháttafræði • Fæst við skilgreiningar á samskiptum og hvernig fólk skynjar líf sitt og umhverfi. • Fæst við rannsóknir á félagslegum samskiptum - stór hluti samskipta eru sjáfvirk og ómeðvituð. • Harold Garfinkel upphafsmaður. • Hann skoðaði hvernig fólk skynjar og skilur algengar og þekktar aðstæður. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  8. Valin skynjun • Reynsla sprettur ekki upp af engu, hún stýrist að hluta til af áhugamálum hvers og eins. • Það kallast valin skynjun þegar áhugi mótar það hverju einstaklingurinn fylgist með í umhverfi sínu og þar með einnig viðbrögðum og reynslu í kjölfarið. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  9. Skilaverkefni fyrir mánudaginn. • Skilgreinið hugtökin Félagsmótun – Félagsleg samskipti Fyrirbærafræði – Raunhyggja – Valin skynjun • Svarið spurningunum Hvað er félagslegt innsæi? Lýstu því hvernig Luigi Pirandello beitir hugtakinu félagslegt innsæi. Hvað áttu Berger og Luckmann við með hugtakinu félagsleg túlkun á veruleikanum? Lýstu kenningu (innsæi) Thomasar Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  10. Hugmyndir um sjálfið • Hvað er sjálfið? sjálfsmeðvitund (meðvitaður skilningur á eigin persónu), sjálfsímynd (hugmyndir), eigin reynsla (þekking), sjálfsstjórn (stjórnun), sjálfskennd (afstaða). • Sjálfið er það sem þú telur þig vera. • Þau andlit (sjálf) sem við sýnum hverju sinni fer eftir aðstæðum og viðmælendum, nátengt hlutverkinu sem leikið er hverju sinni. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  11. Sigmund Freud (1856 – 1939) • Freud skipti persónuleika manna í þrjá hluta. • Það (id) – Stjórnast af frumhvötum mannsins. Smá saman lærum við reglur samfélagsins og við það myndast sjálfið. • Sjálf (ego) – Sáttasemjari milli hvatanna (það) og viðmiða og gilda samfélagsins • Yfirsjálf (superego) - Stjórnast af reglum samfélagsins sem einstaklingurinn hefur gert að sínum. Yfirsjálfið er því stundum kallað samviska einstaklingsins. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  12. Charles Horton Cooley • Lykilhugtak – Spegilsjálfið. • Samfélagið er spegill, fólk sér viðbrögð annarra við hegðun sinni í þeim spegli. • Sjálfið mótast af þessum viðbrögðum. • Ef viðbrögðin eru góð styrkist sjálfsmyndin. • Ef viðbrögðin eru slæm veikist sjálfsmyndin. • SJÁLFSMYNDIN MÓTAST AF ÞVÍ HVAÐ VIÐ HÖLDUM AÐ AÐRIR HALDI UM OKKUR. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  13. George Herbert Mead • Mead skipti sjálfinu í tvennt: • Sjálfið Ég – Hið ótamda sjálf, sjálflægt sjálf sem snýst um eigin hagsmuni án tillits til annarra. Ég vil. Mig – Félagsmótað sjálf þekkir viðmið og gildi samfélagsins. Mig langar. • Lög og regla viðhaldast í samfélaginu vegna þess að við getum sett okkur í spor annarra. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  14. Hugtök Sjálf Spegilsjálf Hlutverkaskipti Spurningar Hvaða hugmyndir hafði Freud um sjálfið? Útskýrðu kenningar Cooley um spegilsjálfið. Hugtök og spurningar Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  15. Verkefni um samskiptiskilist í síðasta lagi 9. mars • Þið eigið að brjóta viðteknar samskipta-reglur og kanna viðbrögð fólks við því. • Verkefnið skiptist í þrjá hluta. • Lýsing á því sem þið ætlið að gera. • Lýsing á atburðinum. Hvað gerðist? • Greining á viðbrögðunum. Af hverju brugðust einstaklingarnir svona við? Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  16. Tvö stig í leikjum barna • Mead greindi tvö stig í leikjum barna þegar þau voru að tileinka sér félagssjálfið. • Leikstigið Hefst þegar barn byrjar að nota tungumálið. Á þessu stigi herma börnin eftir öðrum og setja sig inn í hlutverk annarra með því að þykjst vera ákveðnar persónur. • Hópleikjastigið Barnið tekur þátt í hópleikjum og þarf að læra að skoða sjálft sig með augum alls hópsins en ekki bara ákveðinna einstaklingar. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  17. Erving Goffman (1922 – 1982) • Hann líkti öllum samskiptum við leikrit þar sem leikarar flytja hlutverk sín á sviði. • Staða (kyrrstæð) og hlutverk (virkt). • Allar leiksýningar einstaklingsins eru kynning á sjálfinu þar sem einstaklingurinn reynir að selja þá ímynd sem hann vill gefa af sér. • Hluti af leiksýningunni sem við setjum á svið eru búningar, leikmunir og leiksvið. • Framsvið (verið í hlutverkinu) og baksvið (farið úr hlutverkinu). Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  18. Samskipti án orða / Óyrt samskipti • Svipbrigði og látbragð eru greinilegustu boðin sem send eru án orða. Einnig má nefna fjarlægð milli einstaklinga, hljómfall, þögn, hreyfingar og aðra líkamsbeitingu. • Líkamsbeiting er notuð til að styrkja orð en getur líka verið í ósamræmi við þau. • Paul Ekman talar um fjögur grundvallaratriði sem vert er að hafa í huga þegar framkoma er skoðuð og metin (orð, rödd, líkamstjáning og svipbrigði.) Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  19. Tilgáta Paul Ekman • Misjafnt milli samfélaga hvað kemur tilfinningum af stað. • Viðbrögð fólks stýrast af þeim viðmiðum og gildum sem eru ríkjandi í menningunni. • Misjafnt eftir samfélögum hvernig fólk bregst við tilfinningum. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  20. Látbragð... ...er eins ogannað líkamsmál notað til að fylla upp í samtal og undirstrika þýðingar-mikil atriði sem ekki eru sögð. ...er breytilegt eftir menningarsvæðum. Mikilvægi augnanna Augnsamband er mikilvægt í bæði í yrtum og óyrtum tjáskiptum. Um leið og búið er að koma á augnsambandi er búið að opna leið fyrir samskipti. Augun spegla líðan okkar og tjá tilfinningar Látbragð og mikilvægi augnanna Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  21. Persónuleg svæði • Nánasta svæðið um ½ meter þangað hleypum við bara nánustu vinum og fjölskyldu, þeim sem mega snerta okkur. • Vina og kunningjasvæðið ½ - 1 meter þangað hleypum við vinum og kunningjum. • Formlega svæðið 1 – 4 metrar fjarlægð milli fólks sem á í formlegum samskiptum. • Opinbera svæðiðmeira en 3 - 4 metrar t.d.þegar ræðumaður vill greina sig frá áhorfendum. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  22. Tungumál og viðmið • Tungumálið undirstaða félagslegra samskipta. • Við skiljum merkingu þess sem sagt er þó það liggi ekki í orðunum - félagsmótunin hjálpar okkur að lesa á milli línanna. • Rúmlega helmingur af heildaráhrifum ákveðins boðskapar kemst til skila án orða. • Tilraun Garfinkels sýndi fram á að samtöl okkar við aðra stýrast af vætingum og bakgrunnsupplýsingum sem við höfum um þá sem við erum að tala við. Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  23. Staða Hlutverk Framsvið Baksvið Óyrt samskipti Mead greindi tvö stig í leikjum barna þegar þau voru að tileinka sér félagssjálfið. Lýstu þeim nánar. Hvernig lýsti Erving Goffman félagslegum samskiptum? Fólk notar ýmsa muni og látbragð þegar það vill gefa ákveðna mynd af sér. Útskýrðu þessa fullyrðingu nánar og notaðu dæmi úr eigin lífi. Hugtök og spurningar Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

  24. Spurningar bls. 184 - 185 • Útskýrðu hvað gerist þegar leiksýning mistekst. Hvernig er líklegt að áhorfendur bregðist við og af hverju? • Paul Ekman hefur dregið fram fjögur grundvallaratriði sem vert er að hafa í huga þegar framkoma er skoðuð og metin. Lýstu þessum atriðum. • Lýstu hugmyndum og tilgátu Paul Ekman um tilfinningar. • Hvað er látbragð og hvernig notar fólk það? Lýstu nokkrum tegundum látbragðs sem þú hefur beitt nýlega. • Hvað er átt við með hugtakinu persónuleg svæði? Hvernig skipti Edward T. Hall svæðinu upp? • Af hverju verður fólk oft æst þegar innantómum eða ómerkilegum samskiptareglum er ekki fylgt? Arnfríður Aðalsteinsdóttir FÉL 203

More Related