Hver segir hva
Download
1 / 12

Hver segir hvað? - PowerPoint PPT Presentation


 • 103 Views
 • Uploaded on

Hver segir hvað?. Kynin, mannréttindi og ýmsir siðir eins og þeir birtast í trúarritum kristinna og múslima Biblían og Kóraninn. Hver segir hvað?. “Körlum er skipað ofar konum, því guð hefur gert einn öðrum fremri, og þeir skulu sjá þeim farborða af eigum sínum.” Kóraninn

loader
I am the owner, or an agent authorized to act on behalf of the owner, of the copyrighted work described.
capcha
Download Presentation

PowerPoint Slideshow about ' Hver segir hvað? ' - trixie


An Image/Link below is provided (as is) to download presentation

Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author.While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server.


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - E N D - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Presentation Transcript
Hver segir hva
Hver segir hvað?

Kynin, mannréttindi og ýmsir siðir eins og þeir birtast í trúarritum kristinna og múslima

Biblían og Kóraninn

Máramenning


Hver segir hva1
Hver segir hvað?

 • “Körlum er skipað ofar konum, því guð hefur gert einn öðrum fremri, og þeir skulu sjá þeim farborða af eigum sínum.”

  • Kóraninn

 • “Ef þér óttist hjúskaparslit hjóna, þá tilnefnið sáttamann úr fjölskyldu hans og annan úr fjölskyldu hennar. Ef þau kjósa að sættast, mun Guð koma því í kring. Guð er alvitur.”

  • Kóraninn

 • Þér konur, verið undirgefnar mönnum yðar, eins og sómir þeim, er Drottni heyra til.”

  • Páll postuli – Nýja testamentið

 • “Ef einhverjar af konum yðar fremja svívirðu, þá kveðjið til fjögur vitni úr yðar eigin röðum gegn þeim. Votti þau sekt þeirra, þá lokið þær í húsum inni, uns dauðinn hirðir þær, eða þar til Guð opnar þeim aðra leið.”

  • Kóraninn

 • Máramenning


  Hver segir hva2
  Hver segir hvað?

  • “Berjist fyrir málstað Guðs gegn þeim sem á yður herja. En hefjið eigi árás, því ekki eru árársarmenn Guði að skapi.”

   • Kóraninn

 • “Yður leyfist að liggja með konum yðar um nætur á föstunni. Þær eru yður til yndis, eins og þér eruð þeim.”

  • Kóraninn

 • “Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar...”

  • Páll postuli – Nýja testamentið – Fyrra bréf til Kórinþumanna

 • Máramenning


  Hver segir hva3
  Hver segir hvað?

  • “Skart yðar sé ekki ytra skart, hárgreiðslur, gullskraut og viðhafnarbúningur, heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda.”

   • Pétur postuli – Nýja testamentið – Fyrra almenna bréf Péturs

 • “Konan er yður akurland; gangið þar til sáningar að eigin vild. Farið góðu fram, og óttist eigi Guð.”

  • Kóraninn

 • “Þér skuluð gjöreyða alla þá staði, þar sem þjóðirnar, er þér leggið undir yður hafa dýrkað guði sína , á háum fjöllum, á hæðum og undir hverju grænu tré.”

  • Biblían

 • Konan á að læra í kyrrþei, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát..

  • Páll postuli – Nýja testamentið – Fyrra bréf Páls til Tímoteusar

 • Máramenning


  Hver segir hva4
  Hver segir hvað

  • Áminn þræla, að þeir séu undirgefnir húsbændum sínum og í öllu geðþekkir, ekki svörulir, ekki hnuplsamir, heldur skulu þeir auðsýna hvers konar góða trúmennsku,..

   • Páll postuli – Nýja testamentið – bréf Páls til Títusar

 • Vítalaust skal það vera gömlum konum, sem eru úrkula vonar um hjúskap, að leggja frá sér klæði sín án þess að opinbera þokka sinn. En betra er þeim að láta það ógert.

  • Kóraninn

 • Sú sem er í raun og veru ekkja og er orðin munaðarlaus, festir von sína á Guði og er stöðug í ákalli og bænum nótt og dag. En hin bílífa er dauð, þó að hún lifi. Brýn þetta fyrir þeim, til þess að þær séu óaðfinnanlegar.

  • Páll postuli – Nýja testamentið

 • Ég vil, að karlmenn biðjist hvarvetna fyrir, með upplyftum heilögum höndum, án reiði og þrætu. Sömuleiðis vil ég, að konur skrýði sig sæmandi búningi, með blygð og hóglæti, ekki með fléttum og gulli eða perlum og skartklæðum, heldur með góðum verkum, eins og sómir konum, er Guð vilja dýrka.

  • Páll postuli – Nýja testamentið – Fyrra bréf Páls til Tímoteusar

 • Máramenning


  Hver segir hva5
  Hver segir hvað

  • Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.

   • Páll postuli – Nýja testamentið – Bréf Páls til Efesusmanna

 • Eigi skuluð þér þröngva ambáttum yðar til vændis í hagnaðarskyni, ef þær kjósa að varðveita hreinleik sinn. En hafi þær verið neyddar mun guð vissulega fyrirgefa af miskunn sinni.

  • Kóraninn

 • Máramenning


  Hver segir hva6
  Hver segir hvað?

  • Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.

   • Páll postuli – Nýja testamentið – Fyrra bréf Páls til Kórinþumanna

 • Eins skuluð þér, eiginkonur, vera undirgefnar eiginmönnum yðar, til þess að jafnvel þeir, sem vilja ekki hlýða orðinu, geti unnist orðalaust við hegðun kvenna sinna...eins og Sara hlýddi Abraham og kallaði hann herra...

  • Pétur postuli – Nýja testamentið – Fyrra almenna bréf Péturs

 • “Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.”

  • Páll postuli – Nýja testamentið

 • Máramenning


  Hver segir hva7
  Hver segir hvað?

  21. En sérhver kona, sem biðst fyrir eða flytur spádóma Guðs berhöfðuð, óvirðir höfuð sitt. Það er hið sama sem hún hefði látið krúnuraka sig. Ef konan því vill ekki hylja höfuð sitt, þá láti hún klippa sig. En ef það er óvirðing fyrir konuna að láta klippa eða raka hár sitt, þá hafi hún á höfðinu. Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt, því að hann er ímynd og vegsemd Guðs, en konan er vegsemd mannsins. Því ekki er maðurinn af konunni kominn, heldur konan af manninum, og ekki var heldur maðurinn skapaður vegna konunnar, heldur konan vegna mannsins

  • Páll postuli – Nýja testamentið – Fyrra Kórinþubréf

  Máramenning


  Tr arbr g og mannr ttindi
  Trúarbrögð og mannréttindi

  • Trúarbrögð eru ekkert náttúrulögmál

  • Trúarbrögð mæta ákveðinni eftirspurn, sem breytist að hluta frá einum tíma til annars og einu samfélagi til annars

  • Í gegnum sögu trúarbragðanna hafa þau jafnan helgað efnalegan ójöfnuð og vald eins manns yfir öðrum s.s. Karla yfir konum, eigenda yfir þrælum, konunga yfir þjóðum o.s.frv.

  • Notuð til réttlætingar

  • Helga samfélagið í víðum skilningi – þjóðernishyggja – fánar, þjóðernisritúöl og prestar renna saman

  • Biblían var notuð gegn konum í jafnréttisbaráttu 19. aldar.

  Máramenning


  Tr arbr g og mannr ttindi1
  Trúarbrögð og mannréttindi

  • Kóraninn og Hadith notað gegn konum í löndum múslima í dag

  • Biblían var einnig notuð til að styðja fleiri mannréttindabrot s.s. þrælahald o.fl.

  • Trúarbrögð notuð til að halda völdum og ákveðnu skipulagi í samfélaginu

  • Hverjum hentar skipulagið?

   Hvað er það sem kúgar? Trúarbrögðin eða eitthvað annað?

  Máramenning


  Gullna reglan sem finnst llum tr arbr g um
  Gullna reglan Sem finnst í öllum trúarbrögðum

  • Engin manneskja trúir fyrr en hún elskar það sama fyrir náunga sinn og hún elskar fyrir sjálfa sig. (Kóran)

  • Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra (Biblía)

  • Ekki skaða aðra með því sem skaðar sjálfan þig (Búdda)

  • Ekki gjöra öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir gjöri þér (Konfúsíus)

  • Þetta er æðsta skylda af öllum: Ekki gera öðrum það sem myndi valda þér sársauka ef aðrir gerðu við þig (Hindúismi)

  • Ekki gera öðrum það sem þú fyrirlítur (Gyðingdómur)

  Máramenning


  Gullna reglan
  Gullna reglan

  • Tengsl trúar og valds gera trúarbrögðin að frjóum jarðvegi fyrir deilur og illindi

  • Þau eru líka uppspretta fegurðar, heilagleika og visku sem milljónir manna iðka í kyrrþey um allan heim

  Máramenning


  ad