Kyotob kunin vi urkenning s rst u slands
Download
1 / 18

- PowerPoint PPT Presentation


 • 101 Views
 • Uploaded on

Kyotobókunin Viðurkenning á sérstöðu Íslands. Fundur Samtaka atvinnulífsins: Hagsmunir Íslands í loftslagsmálum 8. febrúar 2008 Jón Ingimarsson. Í upphafi skyldi endinn skoða.

loader
I am the owner, or an agent authorized to act on behalf of the owner, of the copyrighted work described.
capcha
Download Presentation

PowerPoint Slideshow about '' - grazia


An Image/Link below is provided (as is) to download presentation

Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author.While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server.


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - E N D - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Presentation Transcript
Kyotob kunin vi urkenning s rst u slands

KyotobókuninViðurkenning á sérstöðu Íslands

Fundur Samtaka atvinnulífsins: Hagsmunir Íslands í loftslagsmálum

8. febrúar 2008

Jón Ingimarsson


Upphafi skyldi endinn sko a
Í upphafi skyldi endinn skoða

 • Vinna á grundvelli Bali vegvísisins þarf að miða að því að Ísland geti haldið áfram að vera aðili að bókunum og ákvörðunum á grundvelli loftslagssamningsins án sérákvæða eða undanþága

 • Ef Ísland getur ekki samþykkt niðurstöðuna þurfum við að vera búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og fá skilning annarra ríkja á því hvað kemur í veg fyrir það. Þá eru góðar líkur á að lausn finnist

 • Samtök atvinnulífsins þurfa að taka virkan þátt


Efni:

 • Leiðin frá New York til Rio de Janeiro

 • Leiðin frá Rio til Berlínar

 • Leiðin frá Berlín til Kyoto

 • Leiðin frá Kyoto til Marakess

 • “Íslenska ákvæðið”

 • Hvernig var starfað og hvaða lærdóm má draga?


Lei in fr new york til rio de janeiro
Leiðin frá New York til Rio de Janeiro

 • Í desember 1990, í framhaldi af 1. skýrslu IPCC, ákvað alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að setja á stofn nefnd (INC) til að undirbúa alþjóðlegan samning til að stemma stigu við loftslagsbreytingum

 • INC hóf störf í janúar 1991 og lauk gerð Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í New York 9. maí 1992

 • Á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio í júní 1992 var samningurinn lagður fram til undirritunar

  • Ísland skrifaði undir 12. júní 1992

  • Ísland fullgilti 16. júní 1993

  • Samningurinn tók gildi 21. mars 1994

 • Lokamarkmið samningsins er:“... að komið verði í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum. Þeim mörkum ætti að ná innan tímamarka sem nægðu til að vistkerfi geti sjálf aðlagað sig að loftlagsbreytingum til þess að tryggja að matvælaframleiðsla sé ekki í hættu og til að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta”


Skuldbindingar
Skuldbindingar

Með fullgildingu samningsins hétu ríki OECD og A-Evrópu m.a. að:

“… tileinka sér stefnumið í landi sínu og gera ráðstafanir eftir því til að draga úr loftslagsbreytingum með því að takmarka útstreymi gróðurhúsalofttegunda af manna völdum og með því að vernda og auka viðtaka sína og geyma fyrir gróðurhúsalofttegundir. Stefnumið þessi og ráðstafanir munu sýna að þróuðu löndin eru að taka forystuna í að breyta lengri tíma horfum á útstreymi af manna völdum í samræmi við markmið samningsins, þar sem þau viðurkenna að afturhvarf fyrir lok þessa áratugs [fyrir árið 2000] til fyrra magns af útstreymi af manna völdum á koltvísýringi …, og taka mið afmismunandi upphafs stöðu og tökum þessara aðila á vandamálinu, hagkerfum ogauðlindagrunni, þörfinni að viðhalda öflugum og sjálfbærum hagvexti, þeirri tækni sem tiltæk er og öðrum aðstæðum hvers og eins, sem og þörfinni á sanngjörnu og viðeigandi framlagi frá hverjum þessara aðila til þeirrar alheimsviðleitni að ná þessu markmiði. …”


Lei in til berl nar
Leiðin til Berlínar

 • Rammasamningurinn kveður ennfremur á um:

  • Að á 1. þingi aðildarríkjanna skuli endurskoða hvort áðurgreindar skuldbindingar séu nægilegar til að ná markmiðum samningsins. Á grundvelli endurskoðunarinnar skuli þingið grípa til viðeigandi ráðstafana

  • Í ákvæði um bráðabirgðaráðstafanir var ákveðið að INC héldi áfram starfi sem og skrifstofan sem vann að samningnum. Það þurfti því ekki bíða eftir 1. aðildarríkjaþinginu með að hefja störf á grundvelli samningsins og undirbúa samþykktir þess


1 a ildarr kja ingi berl n 1995 1
1. Aðildarríkjaþingið í Berlín 1995 (1)

Þingið náði miklum árangri. Þar var m.a. samþykkt:

 • Að skuldbindingar samningsins væru ekki fullnægjandi og því nauðsynlegt að auka skuldbindingar iðnríkjanna

 • Svokallað Berlínarumboð, í því segir:

  Að forgangsverkefni sé að styrkja skuldbindingar iðnríkja með því:

  • Að móta stefnumið og aðgerðir

  • Að setja tölulegar skuldbindingar um takmarkanir og minnkun á útstreymi gróðurhúsalofttegunda ...

   Að taka skuli mið af mismunandi upphafsstöðu ..., hagkerfi og auðlindagrunni, þörfinni til að viðhalda öflugum og sjálfbærum hagvexti, þeirri tækni sem tiltæk er og öðrum aðstæðum hvers og eins …”


1 a ildarr kja ingi berl n 1995 2
1. Aðildarríkjaþingið í Berlín 1995 (2)

 • Að vinna á grundvelli umboðsins hefjist strax þannig að hægt verði að samþykkja ný ákvæði á 3. aðildarríkjaþinginu árið 1997 (þingið í Kyoto)

  Kyotobókunin byggir á Berlínarumboðinu


Lei in fr berl n til kyoto
Leiðin frá Berlín til Kyoto

 • Eftir Berlínarþingið var hratt gengið til verks. Strax á fyrsta fundi var kallað eftir sjónarmiðum og óskum aðildarríkjanna

 • Ísland sendi strax í byrjun ferilsins inn lista yfir nokkur atriði sem þyrfti að greina og meta við mótun nýrra skuldbindinga:

  • Fiskveiðar og fiskvinnsla

  • Jarðvegseyðing

  • Flutningar á fólki og vörum

  • Endurnýjanleg orka og nýting hennar


Sj narmi slands var andi orkui na 1
Sjónarmið Íslands varðandi orkuiðnað (1)

 • Nokkrir áherslupunktar úr texta um orkuna og nýtingu hennar:

  • Ísland á miklar endurnýjanlegar orkulindir og einungis um 10% hafa verið beislaðar. Áhersla er lögð á að nýta þær frekar

  • Óhjákvæmilegt útstreymi við iðnferla myndi auka útstreymi á Íslandi, líta beri á slíkt útstreymi frá hnattrænu sjónarhorni

  • Bent var á að útstreymi við álframleiðslu sem nýtir endurnýjanlega orku er einungis 10% af útstreymi sem yrði ef kol væru notuð við raforkuvinnsluna


Sj narmi slands var andi orkui na 2
Sjónarmið Íslands varðandi orkuiðnað(2)

 • Bent var á að nýting endurnýjanlegrar orku er í samræmi við lokamarkmið loftslagssamningsins og Dagskrá 21

 • Ísland lagði til að gerð yrði úttekt sem miðaði að því að tryggja að bindandi töluleg ákvæði um útstreymi takmarki ekki nýtingu endurnýjanlegra orkulinda

 • Ísland lagði áherslu á að nýjar skuldbindingar megi ekki vinna gegn markmiði samningsins


Lei in fr berl n til kyoto1
Leiðin frá Berlín til Kyoto

 • Fleiri ríki sendu frá sér lista, meðal þess sem ESB vildi láta skoða:

  • Að samræma stefnumið og aðgerðir ríkjanna

  • Stefnumið og aðgerðir varðandi orkufrekan iðnað

  • Aukna nýtingu nýrra og endurnýjanlegra orkugjafa

 • Miklar deilur – oft virtust þær óleysanlegar

 • Fljótlega varð ljóst að ekki var vilji til að vinna eftir “geiranálgun” sem Ísland og fleiri ríki vildu. Þá var m.a. farið að skoða aðferðir til að greina ólíkar aðstæður ríkjanna og reikna þannig út tölulegar skuldbindingar sem tækju mið af mismunandi upphafsstöðu ríkjanna. Ísland, Noregur o.fl. settu fram hugmyndir um aðferðir

 • Það varð í raun ekki fyrr en á lokafundi nefndarinnar ljóst að ekki yrði beitt neinum “vísindum” við úthlutun kvóta


Kyoto desember 1997
Kyoto (desember 1997)

 • Eins og venja á þessum fundum fæddist lausn á síðasta degi þingsins. Útfærslu ákvarðana var svo vísað til næstu þinga

 • Endanlegur texti Kyotobókunarinnar varð fyrst ljós seint að kvöldi lokadags ráðstefnunnar. Litlu fyrr eða síðdegis sama dag hafði verið unnið í sérmálum einstakra þjóða. Þá varð til sú ákvörðunsem síðar varð grundvöllur “íslenska ákvæðisins”

 • Þegar textar lágu fyrir var hver sendinefnd beðin um að afhenda forseta ráðstefnunnar hlutfallstölu um útstreymi sem viðkomandi ríki teldi sig þurfa miðað við útstreymið 1990. Forsetinn byggði drög að viðauka við samninginn að nokkru á þessum óskum um hlutfallstölur

 • Lokið var við að ganga frá textum og greiða atkvæði næstum sólarhring eftir að fundi átti að ljúka

 • Miklum árangri var náð. En björninn var ekki unnin, því nánast öll útfærsla eftir


Lei in fr kyoto til marakess
Leiðin frá Kyoto til Marakess

 • Í framhaldi af Kyotoþinginu hófst strangt samningaferli við útfærslu bókunarinnar og ákvarðana, svo sem um

  • Bindingu í gróðri og jarðvegi

  • Sveigjanleikaákvæðin

  • Og hvað okkur varðar um “Íslenska ákvæðið”

 • Gríðarleg vinna fór í það hjá íslensku samninganefndinni að útfæra ákvörðun þá sem “Íslenska ákvæðið” byggir á og síðan að afla tillögunni nægilegs stuðnings. Eftir fjölmarga tvíhliða fundi tókst það. Ákvæðið endurspeglar vel áherslupunktana sem Ísland sendi í byrjun ferlisins

 • Vinnu við mörg verkefnanna, m.a. útfærslu “íslenska ákvæðisins”, lauk að mestu á 6. aðildarríkjaþinginu í Haag árið 2000, en allur pakkinn var endanlega samþykktur á 7. þinginu í Marakess 2001.


Slenska kv i hrif einstakra verkefna tstreymi skuldbindingart mabilinu
Íslenska ákvæðið Áhrif einstakra verkefna á útstreymi á skuldbindingartímabilinu

Í texta ákvæðisins segir m.a.:

 • Þing aðila, …sem viðurkennir mikilvægi endurnýjanlegrar orku þegar stefnt er að markmiði samningsins,     1. ákveður … að einstakt verkefni sé skilgreint sem starfsstöð til iðnaðarvinnslu á einum stað, sem hefur verið tekin í notkun eftir 1990…,    2. ákveður … að tilkynna skuli sérstaklega um útstreymi koltvíoxíðs frá einstöku verkefni … sem eykur… meira en 5% við heildarútstreymi koltvíoxíðs á árinu 1990 … og að ekki skuli telja það með í heildarútstreymi frá viðkomandi aðila, …a)    heildarútstreymi koltvíoxíðs frá viðkomandi aðila hafi verið minna en0,05% af heildarútstreymi koltvíoxíðs … [0,05% af samanlögðu útstreymi frá aðilum með tölulegar skuldbindingar]b)    notuð sé endurnýjanleg orka sem leiði tilminnkunar útstreymis...c)    besta framkvæmd sé viðhöfð … og að besta tækni, sem völ er á, sé notuð til þess að lágmarka útstreymi frá vinnslu,   3. ákveður að heildarútstreymi koltvíoxíðs frá iðnaðarvinnslu, sem aðili tilkynnir sérstaklega um í samræmi við 2. mgr. hér að framan, skuli ekki fara yfir 1,6 milljónir tonna koltvíoxíðs að meðaltali á ári...


Hva a ingu hefur slenska kv i
Hvaða þýðingu hefur íslenska ákvæðið?

 • Í krónum:

  Ef það þyrfti að kaupa á markaði þann útstreymiskvóta sem ákvæðið felur í sér má gera ráð fyrir að það myndi kosta allt að 3.000 mkr. á ári eða 15.000 mkr. á skuldbindingartímabilinu. (Miðað er við að ákvæðið sé fullnýtt, verð á kvóta sé 20 €/tonn CO2 og 1 € = 95 kr.)

 • Í minnkun útstreymis:

  Erfitt að segja til um hversu mikil áhrifin eru á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Ætla má að verulegur hluti raforkunnar sem hefði verið nýttur til framleiðslunnar í öðrum löndum hefði verið framleiddur með jarðefnaeldsneyti (kolum eða jarðgasi) og því gæti þessi 1,6 m tonna kvóti á ári minnkað útstreymi í heiminum á bilinu 5 – 14 m tonn af CO2 á ári


Hvernig var starfa ll t kif ri notu til a f skilning st u slands
Hvernig var starfað?Öll tækifæri notuð til að fá skilning á stöðu Íslands

 • Sendum inn skriflegar tillögur og athugasemdir

 • Tókum þátt í umræðum á fundum þar sem sjónamiðum var komið á framfæri og þau skýrð

 • Samtöl við samningamenn annarra ríkja – maður á mann

 • Í tengslum við samningafundi var boðið til opinna funda

 • Á fundum í ríkjahópi

 • Kynntum málið fyrir einstökum ríkjum eða ríkjahópum (tvíhliða fundir)

 • Viðræður við hagsmunaaðila, náttúruverndarsamtök og fjölmiðla

 • Í umræðum á öðrum vettvangi eftir því sem tækifæri var, t.d. á fundum Norrænu ráðherranefndarinnar


Lokaor
Lokaorð

 • Vinna á grundvelli Bali vegvísisins þarf að miða að því að Ísland geti haldið áfram að vera aðili að bókunum og ákvörðunum á grundvelli loftslagssamningsins án sérákvæða eða undanþága

 • Ef Ísland getur ekki samþykkt niðurstöðuna þurfum við að vera búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og fá skilning annarra ríkja á því hvað kemur í veg fyrir það. Þá eru góðar líkur á að lausn finnist

 • Samtök atvinnulífsins þurfa að taka virkan þátt