1 / 21

Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur 6. mars 2010 MÆLINGAR OG ÞJÁLFFRÆÐI

DÓMARAVERKEFNI KSÍ OG HR. Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur 6. mars 2010 MÆLINGAR OG ÞJÁLFFRÆÐI. FRAMVINDA ÁÆTLUNAR. Framfarir í öllum þáttum þjálfunarinnar, þol, kraftþol, snerpa, fimi, liðleiki Lægri fituprósenta, sambærileg þyngd Lítil framför í liðleikanum á milli fyrstu tveggja

rich
Download Presentation

Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur 6. mars 2010 MÆLINGAR OG ÞJÁLFFRÆÐI

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. DÓMARAVERKEFNI KSÍ OG HR Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur 6. mars 2010 MÆLINGAR OG ÞJÁLFFRÆÐI

  2. FRAMVINDA ÁÆTLUNAR • Framfarir í öllum þáttum þjálfunarinnar, þol, kraftþol, snerpa, fimi, liðleiki • Lægri fituprósenta, sambærileg þyngd • Lítil framför í liðleikanum á milli fyrstu tveggja mælinga, bætt úr því eftir áramót

  3. SAMANBURÐUR MÆLINGAmeðaltöl hópsins

  4. MARKMIÐ ÞJÁLFUNARINNAR • Að grunnþolið sé nægilegt til að halda út heilan leik í þannig ástandi að þið séuð aldrei þaðþreyttir að þið eigið erfitt með að hugsa hratt og skýrt. • Að snerpan, kraftþolið, liðleikinn og samhæfingin sé nægileg til að taka endurtekna snarpa spretti, fram og aftur ogtil hliðanna til að geta staðsett ykkur þannig að alltaf sé ákjósanlegasta sjónarhorn á leikinn.

  5. AF HVERJU ÞOLÆFINGAR ? • Glykogenforði í frumum og lifur eykst allt að 100% • Fitubirgðir frumanna aukast allt að 300% • Myoglobinið(vöðvarauðinn) eykst og getur bundið aukið magn súrefnis til loftháðrar orkumyndunar • Fjölgun og stækkun á hvatberum frumanna (orkuver frumanna) • Aukið magn og virkni lífhvata (enzima) • Þreytuefni hverfa fyrr/mjólkursýruþol • Hámarkssúrefnisupptaka eykst (VO2 MAX) 15-50%

  6. AF HVERJU ÞOLÆFINGAR ? • Hjartað stækkar (300g-500g) • Slagmagn hjartans eykst (60-70ml í 105ml) • Mínútumagn hjartans eykst (4-5l í hvíld en við álag úr 20l í 30-40l við þjálfun) • Hvíldarpúls lækkar í um 40 slög úr 70-80 • Við álag getur hjarta þolþjálfaðra fimmfaldað hjartsláttinn en óþjálfaðra aðeins þrefaldað • Háræðakerfið þéttist(Allt að 40% fjölgun) • Blóðmagnið eykst um 1-2 l og magn blóðrauða (Hemoglobin) um 200-300g og flutningsgeta blóðs með súrefni eykst

  7. AF HVERJU ÞOLÆFINGAR ? • Grunnþol er einnig nefnt almennt þol sem nýtist öllum • Því betra sem grunnþolið er því hraðari verður endurheimt eftir álag • Aukið æfingaþol • Fleiri þjálfunaraðferðir nothæfar • Líkaminn losar þreytuefnin hraðar • Líkaminn kemst fyrr í uppbyggingarfasa eftir álag • Hætta á meiðslum minnkar • Bætt sálræn hæfni, t.d. betra sálrænt jafnvægi og hæfni til að standa gegn stressi

  8. AF HVERJU ÞOLÆFINGAR ? • Bætt skynjun og viðbrögð. • Færri tæknivillur • Heldur lengur einbeitingu og líklegri til að bregðast rétt við aðstæðum • Meiri mótsstaða gegn veikindum s.s. kvefi og umgangspestum • Forvörn gegn hjartasjúkdómun og öðrum nútímasjúkdómum

  9. AF HVERJU HRAÐAÞOLSÆFINGAR ? • Til að geta tekið endurtekið stutta hraða spretti í þreytuástandi • Til að geta hlaupið langa spretti hratt

  10. AF HVERJU STYRKJANDI ÆFINGAR ? • Til að þjálfa alla helstu vöðvahópa líkamans. Það næst ekki með þolþjálfun einni og sér. • Til að geta brugðist hraðar við • Til að geta tekið snarpa spretti • Til að geta endurtekið mismunandi hraða spretti • Til að geta framkvæmt fjölþættar hreyfingar • Til að minnka líkur á meiðslum

  11. HVERS KONAR STYRKJANDI ÆFINGAR ? • HÁMARKSKRAFTUR • SNERPA / SPRENGIKRAFTUR • KRAFTÞOL

  12. ÞJÁLFUN HÁMARKSKRAFTS • Endurtekningar 1-5 með 85-100% af hámarksþyngd. • Hvíldir allt að 5 mín á milli setta

  13. AF HVERJU ÞJÁLFUN SNERPU ? • Til að geta brugðist hraðar við • Til að geta tekið snarpa spretti • Kraftur x hraði • Hæfnin tauga/vöðvakerfisins til að yfirvinna mótsstöðu með miklum samdráttarhraða • Sérhæfðasta form krafts og nýtt í öllum íþróttum sem krefjast snarpra hreyfinga

  14. ÞJÁLFUN SNERPU / SPRENGIKRAFTS • Hoppæfingar, fallstökk, að grípa og kasta þyngdarboltum, armbeygjur með klappi, hopphnébeygjur eru dæmi um kraftæfingar af þessu tagi

  15. AF HVERJU ÞJÁLFUN KRAFTÞOLS ? • Til að geta endurtekið mismunandi hraða spretti og hreyfingar í þreytuástandi • Viðnámsþróttur líkamans gegn þreytu í langvarandi kraftátökum. • Sálrænn og líkamlegur styrkur / þröskuldur

  16. KrafÞJÁLFUN KRAFTÞOLStþolsþjálfun • Stöðvaþjálfun • 6-12 stöðvar x 3-5 umferðir • 10-30 mín samtals álag • Stigvaxandi álag • Áreiti á alla helstu vöðvahópa • Áreitið vöðvahópan til skiptis • Ákveðnar endurtekningar á hverri stöð • Ákveðinn vinnutími á hverri stöð og hvíld

  17. STÖÐVAÞJÁLFUN - KRAFTÞOL

  18. AF HVERJU ÞJÁLFUN SAMHÆFINGAR / TÆKNI ? • Til að geta framkvæmt spretti og hreyfingar á sem hagstæðastan máta • Til að geta framkvæmt spretti og hreyfingar á sem stystum tíma

  19. AF HVERJU ÞJÁLFUN LIÐLEIKA ? • Til að geta framkvæmt spretti og hreyfingar á sem hagstæðastan máta • Eykur hreyfiútslag liðamótanna, víkkar hreyfiferilinn • Flítir fyrir endurheimt eftir æfingar • Minnkar líkur á meiðslum

  20. ÞJÁLFUNARTÍMABIL • GRUNNÞJÁLFUNARTÍMABIL -Grunnþol - Stigvaxandi magn -Kraftþol -Stigvaxandi magn -Liðleiki • SÉRHÆFT UNDIRBÚNINGSTÍMABIL -Grunnþol - Viðhalda ávinningi fyrra tímabils -Kraftþol - Viðhalda ávinningi fyrra tímabils -Hraðaþol - Aukin áhersla -Snerpa - Aukin áhersla -Samhæfing - Aukin áhersla -Liðleiki • KEPPNISTÍMABIL -Grunnþol, hraðaþol, snerpa, samhæfing og liðleiki í hámarki -Þjálfun gengur út á að viðhalda ávinningi undirbúningstímabila

  21. Í TOPPFORMI Á KEPPNISTÍMABILINU

More Related