1 / 9

Íslenska tvö

Íslenska tvö. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 12 Herdís Þ. Sigurðardóttir Gylfaginning, kaflar 7-12. Gylfaginning. Kafli 7: Ýmir drepinn – Bergelmir Gangleri spyr út í samskipti Ýmis og Bors. Honum er svarað að synir Bors hafi drepið Ými.

ramya
Download Presentation

Íslenska tvö

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenska tvö Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 12 Herdís Þ. Sigurðardóttir Gylfaginning, kaflar 7-12

  2. Gylfaginning • Kafli 7: Ýmir drepinn – Bergelmir • Gangleri spyr út í samskipti Ýmis og Bors. • Honum er svarað að synir Bors hafi drepið Ými. • Úr sárum Ýmis rann svo mikið blóð að öll ætt hrímþursa drukknaði nema Bergelmir og fjölskylda hans. • Af því hyski eru því hrímþursaættir komnar.

  3. Gylfaginning • Kafli 8: Sköpun heimsins • Synir Bors tóku hræið af Ými og settu það í mitt Ginnungagap. • Af því gerðu þeir svo jörðina. • Blóðið varð að sjó og vötnum en beinin að björgum. • Tennur, jaxlar og brotin bein urðu að grjóti og urðum. • Úr haus Ýmis gerðu þeir bræður himininn og festu hann yfir jörðina með fjórum skautum. • Á hvert skaut settu þeir dverga sem heita Austri, Vestri, Norðri og Suðri. • Neista og lausa járnmola úr Múspellsheimi settu bræður á miðjan Ginnungahimin, bæði að ofan og neðan til að lýsa upp himin og jörð. • Þeir komu jafnframt skipan á gang himintungla.

  4. Gylfaginning • Kafli 8: Sköpun heimins, frh. • Samkvæmt heimsmynd þessari er jörðin kringlótt og utan um hana liggur sjórinn. • Á ströndinni búa jötnar en innar búa Æsir í borg sem gerð er úr brám Ymis. • Borg þessi nefnist Miðgarður. • Heila Ymis köstuðu Æsir upp á himininn og kölluðu ský.

  5. Gylfaginning • Kafli 9: Sköpun mannanna • Gangleri spyr hvaðan mennirnir séu komnir. • Honum er svarað að þegar synir Bors gengu með ströndinni hafi þeir fundið tvö tré. • Þeir tóku trén og sköpuðu af þeim menn. • Fyrsti bróðirinn gaf trjánum önd (anda) og líf. • Annar bróðirinn gaf trjánum vit og hreyfigetu. • Þriðji bróðirinn gaf trjánum útlit, mál, heyrn og sjón. • Karlmaðurinn var látinn heita Askur en konan Embla. • Þau fengu bústað undir Miðgarði og frá þeim er mannkynið komið.

  6. Úr Gylfaginningu • Kafli 9: Sköpun mannanna, frh. • Æsir gerðu sér borg í miðju heimsins. Hún er kölluð Ásgarður eða Trója. • Óðinn á sér hásæti í Ásgarði og kallast það Hliðskjálf. Þegar hann sest í það sér hann um alla heima. • Kona Óðins er Frigg Fjörgynsdóttir og frá þeim hjónum er ætt ása komin. • Óðinn er kallaður Alfaðir þar sem hann er faðir allra goða og manna og skapari heimsins. • Jörðin er bæði dóttir Óðins og kona. Með henni á hann fyrsta son sinn, Ásaþór. • Ásaþór hefur mikinn styrk.

  7. Gylfaginning • Kafli 10: Dagur og Nótt • Njörður / Narfi heitir jötunn í Jötunheimum. • Nótt heitir dóttir hans. • Hún er mjög dökk. • Nótt á eftirfarandi börn: • Auður (faðir hans er maður sem heitir Naglfari) • Jörð (faðir hennar er maður sem heitir Annar) • Dagur (faðir hans er Dellingur af ætt ása) • Dagur er bjartur og fagur. • Alfaðir tók við þeim mæðginum, Nótt og Degi. • Hann gaf þeim báðum hest ásamt kerru og fól þeim að ríða hringinn í kringum jörðina. • Nótt ríður hestinum Hrímfaxa. • Á hverjum morgni bleytir hann jörðina með méldropum sínum. • Dagur ríður Skinfaxa. • Öll jörðin lýsist af faxi hans.

  8. Gylfaginning • Kafli 11: Sól og Máni • Gangleri spyr út í göngu sólar og tungls. • Maður að nafni Mundilfari átti tvö börn. • Hann kallaði þau Sól og Mána þar sem þau voru mjög fögur. • Goðin reiddust þessu ofdrambi. • Þau tóku systkinin og settu upp á himininn. • Sól var látin keyra hesta þá sem drógu kerru sólarinnar. • Hestar sólar heita Árvakur og Ársvinnur. • Undir bógum hestanna eru tveir vindbelgir til að kæla þá; ísarnkol. • Máni stýrir göngu tungls. • Tvö börn af jörðu; Bil og Hjúki ,fylgja honum.

  9. Gylfaginning • Kafli 12: Áfram um Sól og Mána • Gangleri spyr hvers vegna sólin gangi svo hratt sem hún gerir. • Hár segir að hún sé á flótta undan tveimur úlfum. • Skoll (hleypur á eftir henni og mun að lokum ná henni). • Hati Hróðvitnisson (hleypur á undan henni og mun að lokum ná tunglinu). • Gangleri spyr út í ætt úlfanna. • Hár segir að þeir séu synir tröllkonu sem býr í skóginum Járnviði. • Þessir synir eru jötnar í úlfslíki. • Þeirra sterkastur er Mánagarmur. • Hann fyllist af lífi allra þeirra sem deyja. • Hann mun gleypa tunglið og ata himininn blóði. • Þá mun sólin hætta að skína og veður verða viðsjárverð.

More Related