120 likes | 238 Views
Upplýsingafundur 31.ágúst 2012 Hraunbæ 115. Atvinnutengt nám. Ætlað nemendum 9. og 10. bekkjar grunnskóla sem af einhverjum ástæðum líður ekki vel í skólanum Námsleiði, námsörðugleikar eða erfiðar félagslegar aðstæður sem áhrif hafa á skólagöngu og námsárangur.
E N D
Upplýsingafundur 31.ágúst 2012 Hraunbæ 115
Atvinnutengt nám • Ætlað nemendum 9. og 10. bekkjar grunnskóla sem af einhverjum ástæðum líður ekki vel í skólanum • Námsleiði, námsörðugleikar eða erfiðar félagslegar aðstæður sem áhrif hafa á skólagöngu og námsárangur. • Verkefninu er ætlað að stuðla að vellíðan nemendanna og gefa þeim tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr utan skólastofunnar. • Meginmarkmið Atvinnutengds náms er að bæta líðan nemenda, gefa þeim tækifæri til að vinna með styrkleika sína og bæta sjálfsmynd sína.
Atvinnutengt nám • Nemendum sem samþykktir hafa verið inn í úrræðið er fundinn starfsstaður inni í skólanum eða fyrir utan hann þar sem þeir skila ákveðnum tímafjölda í vinnu á viku í stað þess að stunda hefðbundið nám inni í skólanum. • 1 vinnustund = 1,5 kennslustund. • Heimilt er samkv. Aðalnámskrá grunnskóla að meta til valgreina allt að 160 mínútur á viku vegna ATN • Nemendur eru samþykktir inn í úrræðið af nemendaverndarráði hvers skóla. • Tengiliður skóla, tengiliður á vinnustað og verkefnisstjóri mynda teymi um hvern nemanda í úrræðinu. • Tengiliður skóla getur verið námsráðgjafi, sérkennari, skólastjórnandi, deildastjóri unglingadeildar eða sérkennslu.
Ábyrgð skóla • Skrá inn nemendur sína í úrræðið í gegnum síðu á netinu. Skráning hefst 3.september. • http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3986/6754_view-4986/ • Skólar finna vinnustað eða fela verkefnisstjóra að finna vinnustað. • Tengiliðir verkefnisins í skólum skipuleggja vinnutíma nemenda í samráði við vinnustaði. • Tengiliður verkefnisins í skólanum heldur utan um mætingu nemandans og tilkynnir vinnustað um veikindi hans auk þess að senda allar slíkar upplýsingar á verkefnisstjóra verkefnisins svo hægt sé að greiða nemanda rétt laun. • Reynslan hefur sýnt að fyrirtækin vilja vera sem mest í samskiptum við tengiliði skólanna fremur en óháðan verkefnisstjóra sem hefur takmarkaðar upplýsingar um nemandann. • Skólinn er drifkraftur verkefnisins !
Vinnufyrirkomulag • 1 – 4 dagar í vikusamhliðaskólagöngu • Tímafjöldi eftir bekkjum • Nemandi í 10.bekk má vinna allt að 16 klst á viku. • Nemandi í 9.bekk má vinna allt að 12 klst á viku. Sumir nemendur mæta bara í vinnu einhverja daga og aðrir tvinna saman skóla og vinnu. Sumir nemendur halda áfram í sumarstarfi á sínum vinnustöðum. • Laun nemenda • 10.bekkur –510kr. á tímann. • 9.bekkur – 384 kr. á tímann. • Enginn veikindaréttur er í Atvinnutengdu námi.
Verkferlar atvinnutengds náms Nemandi Verkefnisstjórn Umsjónarkennari Tengiliður skóla • Námsráðgjafi • Deildarstjóri • Umsjónarkennari • Skólastjórnandi Nemendaverndarráð skóla Verkefnisstjóri Atvinnutengds náms Tengiliður á þjónustumiðstöð Tengiliður á vinnustað Launadeild Reykjavíkurborgar -Verkefnisstjóri -Kennsluráðgjafi -Sálfræðingur -Framkvæmdarstj.
Vinnustaðirnir • Vinnustaður er valinn með tilliti til áhugasviðs nemandans, stundum tekst það ekki og þá verða nemendur að taka því sem býðst hverju sinni. • Um er að ræða bæði einkafyrirtæki og borgarstofnanir. Skólarnir sjálfir hafa verið að koma meir og meir inn sem vinnustaðir fyrir nemendur sína. • Sumir vinnustaðir hafa það sem hefð að taka inn grunnskólanema í Atvinnutengdu námi á veturna og svo finna skólar og verkefnisstjóri nýja vinnustaði sem vilja taka þátt á hverju ári. • Dæmi um störf í fyrirtækjum • Leikskólar, í mötuneytum stofnanna, veitingahúsum, tölvuverkstæðum, fjölskyldu- og húsdýragarðinum, á bifreiðaverkstæðum, verslunum o.fl. • Dæmi um störf í skólum: • Aðstoða á bókasafni, aðstoða húsvörð, aðstoða kennara, vinna í mötuneytum og jafnvel aðstoða í almennra bekkjarkennslu.
Skólaárið 2011-2012 • 89 nemendur voru skráðir inn í Atvinnutengt nám skólaárið 2011-2012 • 85 fengu starfshæfnismat • 26 skólar í Reykjavík tóku þátt í verkefninu • 75 fyrirtæki tóku þátt í verkefninu, - 51 fyrirtæki, 10 grunnskólar, 14 leikskólar • 21 stúlka tók þátt í verkefninu • 68 drengir tóku þátt í verkefninu • 11 nemendur voru skráðir áfram á sínum vinnustað í sumar 2012
Fjöldi og dreifing nemenda í Atvinnutengdu námi skólaveturinn 2011-2012
Upplýsingar um verkefnisstjóra Arna Hrönn Aradóttir arna.hronn.aradottir@reykjavik.is Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts 411-1200/ 411-1236
Takk fyrir og með ósk um gott samstarf skólaárið 2012-2013