1 / 29

Kafli 1

Kafli 1. Heimastjórnartímabilið 1904 – 1918. Hannes Hafstein var fyrsti ráðherra Íslendinga. Hann var eini ráðherrann og bar ábyrgð gagnvart Alþingi. Þetta þýddi að á Íslandi ríkti þingræði . Íslendingar réðu sjálfir sínum innanríkismálum. Heimastjórnartímabilið 1904-1918.

mahina
Download Presentation

Kafli 1

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kafli 1 Heimastjórnartímabilið 1904 – 1918

  2. Hannes Hafstein var fyrsti ráðherra Íslendinga. Hann var eini ráðherrann og bar ábyrgð gagnvart Alþingi. Þetta þýddi að á Íslandi ríkti þingræði. Íslendingar réðu sjálfir sínum innanríkismálum. Heimastjórnartímabilið1904-1918

  3. Stjórnmálaflokkar • Heimastjórnarflokkurinn – stuðningsmenn Hannesar Hafstein • Þjóðræðisflokkur – andstæðingar Hannesar H. • Landvarnarflokkurinn – Hörðustu andstæðingar Dana. • Þjóðræðis- og Landvarnarflokkurinn runnu síðar saman í Sjálfstæðisflokkinn eldri

  4. Síminn . Bændur óttuðust jarðrask, sumir héldu að lagning símans yrði of dýr. Meirihluti alþingismanna samþykkti lagningu símans. Málefni Heimastjórnarinnar

  5. Málefni Heimastjórnarinnar • Virkjanir. Virkjanir eru kostnaðarsamar og því hefði þurft erlent fjármagn til að hrinda þeim í framkvæmd. Alþingi þorði ekki í útlendingana og því varð ekkert úr framkvæmdum.

  6. Uppkastið • Samband Íslendinga við Dani byggði á hinum svokölluðu stöðulögum frá 1871. • 1908 hófust svo samningaviðræður um stöðu Íslands gagnvart Danmörku. • Þeim lauk með samkomulagi sem kallað var Uppkastið. • Þar var tekið fram að Ísland væri sjálfstætt ríki en hefði sameiginlegan konung með Dönum.

  7. Einnig var gert ráð fyrir að t.d. utanríkismál, fáninn og hæstiréttur væru sameiginleg. Deilur spruttu upp um Uppkastið og var helsta málefni kosninganna 1908 (fyrstu leynilegu kosningarnar á Íslandi). Andstæðingar Uppkastsins unnu kosningarnar og Hannes Hafstein sagði af sér. Uppkastið framh.

  8. Fyrri heimstyrjöldin (1914) • Þá tókust á tvö bandalög: • Miðveldin: Þýskaland, Austurríki, Ungverjaland, Búlgaría og Tyrkland • Bandamenn: Bretar, Frakkar, Rússar, Ítalir og Bandaríkin • Íslendingar gátu á þessum tíma ekki siglt til Danmerkur • Það varð til þess að stofnuð var Landsverslun sem stofnaði til viðskipta við Breta og Bandaríkjamenn. • Afleiðingin var sú að það losnaði um sambandið við Dani. • Margir Íslenskir sjómenn létust á þessum árum vegna stríðsreksturs á sjó.

  9. Kosningarnar 1916 • Þá komu fram tveir nýir stjórnmálaflokkar Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkur • Mynduð var fyrsta ríkistjórn Íslands með þremur ráðherrum og var Jón Magnússon fyrsti forsætisráðherra Íslands • Málefni stjórnarinnar voru: • Fyrri heimstyrjöldin, dýrtíð og vöruskortur • Sambandsmálin við Dani.

  10. Ísland fullvalda ríki 1918 • Samningur við Dani sem innihélt eftirfarandi atriði: • Ísland yrði frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku • Sami þjóðhöfðingi – Danski kóngurinn • Ríkisborgararétturinn yrði gagnkvæmur • Danir hefðu umsjón með: utanríkismálum, landhelgisgæslu og hæstarétt • Samningurinn yrði endurskoðaður 1940

  11. Kafli 2 Árin milli stríða

  12. 1927 vann Framsókn stórsigur! Stjórnin reyndist mjög framkvæmdaglöð! Stofnuðu mörg ríkisfyrirtæki: Síldarverksmiður ríkisins, Skipaútgerð ríkisins, Sundhöll Reykjavíkur, Landspítalann, Búnaðarbankann, verkamannabústaðir, héraðsskólar Voru á móti þéttbýlismyndun Jónas frá Hriflu

  13. Kreppan • Haustið 1929 skall á heimskreppa • Margar þjóðir heims settu á innflutningstolla og sumar þjóðir tóku upp jafnvirðisverslun. • Á Íslandi ollu innflutningstollar og verðfall á íslenskum vörum miklum vandræðum. • Atvinnuleysi jókst auk fátæktar • Kreppan varð til þess að það slitnaði upp úr samstarfi Alþýðuflokks og Framsóknar. Þar sem Alþýðuflokkur sakaði Framsókn um að láta kreppuna einungis bitna á einstaklingum.

  14. Stéttabarátta • Verkafólki fannst að stjórnin og fyrirtækin leggja alla kreppuna á fólkið. • Því voru verkföll og átök tíð á krepputímanum. • Gúttóslagurinn var í nóvember 1932 en þá lá fyrir bæjarstjórnarfundi að lækka launin í atvinnubótavinnunni. Það endaði allt í slagsmálum og hætt var við lækkunina.

  15. Stjórn hinna vinnandi stétta • 1934 var kosið eftir nýju kjördæma-fyrirkomulagi og vann Alþýðuflokkurinn stórsigur. • Alþýðuflokkur og Framsókn myndaði stjórn. • Þeir gerðu eftirfarandi: • Juku ríkisafskipti m.a. skipulögðu og sáu um dreifingu og sölu landbúnaðarafurða • Settu lög um almannatryggingar • Settu strangar reglur um innflutning

  16. Kafli 3 Stríðið og hernámsárin

  17. Seinni heimstyrjöldin • Í seinni heimstyrjöldinni börðust Bandamenn sem voru Bretar, Frakkar, Sovétmenn og Bandaríkin á móti Þýskalandi, Ítalíu og Japan kölluð Möndulveldin • Á Íslandi tók við stjórn árið 1939 sem kölluð var þjóðstjórnin • Snemma í stríðinu var Danmörk hernumin af Þjóðverjum þannig að þá slitnaði samband okkar við Dani og við tók sjálf stjórn mála sem áður höfðu verið í höndum Dana t.d. utanríkismál.

  18. Hernámið • 10. maí 1940 hernámu Bretar Ísland • Með Bretum kom Bretavinnan sem fólst í ýmis konar vega- flugvalla- og byggingaframkvæmdum. • Atvinnuleysið hvarf og illa gekk að fá fólk í hefðbundin störf. • Bandaríkjamenn tóku við af Bretum 1941 þar sem Bretar þurftu að snúa sér að mikilvægari verkefnum í Evrópu

  19. Þjóðstjórnin leystist upp 1942 og ekki tókst að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar sama ár. Svo fór að ríkisstjóri myndaði utanþings-stjórn sem er einstakt í stjórnmálasögu Íslands. Það fól í sér að í stjórn voru merkir menn í samfélaginu sem ekki voru kosnir á þing. Sveinn Björnsson var gerður að ríkisstjóra þegar Danmörk var hernuminn. Utanþingsstjórnin

  20. Stofnun lýðveldis • Árið 1941 fóru að heyrast raddir um það að Íslendingar hefðu öðlast rétt til að slíta sambandinu við Dani • Hraðskilnaðarmenn vildu slíta sambandinu eins fljótt og hægt var • Lögskilnaðarmenn vildu bíða eftir að styrjöldinni lyki. • Í þjóðaratkvæðagreiðslu vildi 97% kjósenda slíta sambandinu og því var lýðveldið stofnað 1944 og Sveinn Björnsson varð fyrsti forsetinn.

  21. Styrjaldarlok • Styrjöldinni í Evrópu lauk í maí 1945 en í Asíu um haustið. • Evrópa var rústir einar • Hlutfallslega dóu fleiri Íslendingar í styrjöldinni en Bandaríkjamenn. Flestir voru sjómenn. • Sigurvegararnir stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar í þeirri von að tryggja friðinn í framtíðinni

  22. Nýsköpunarstjórnin • Sjálfstæðisflokkur, sósíalistar og Alþýðuflokkur mynduðu stjórn síðla árs 1944 og tóku þá við af utanþingsstjórninni. • Þeirra hlutverk var að nýta það fé sem Ísland hafði grætt á stríðinu. Það fór í að: • Togaraflotinn var endurnýjaður • Reist voru frystihús og síldarverksmiðjur • Einnig gerðar umbætur í mennta- landbúnaðar- og iðnaðarmálum.

  23. Kafli 4 Ísland í köldu stríði

  24. Kalda stríðið • Deilur á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna – kom þó aldrei til átaka – mikið um hótanir. • Berlínardeilan var upphafið og bygging Berlínarmúrsins afleiðing. • Sovétmenn óttuðust að Vesturveldin mundu einangra þá. • Vesturveldin óttuðust að Sovétmenn stefndu að heimsyfirráðum

  25. Marshallaðstoðin • Var stuðningur Bandaríkjanna við stríðshrjáða Evrópu. • Einnig var markmið Bandaríkjanna með henni að draga úr áhrifum kommúnista í álfunni • Miðað við mannfjölda fengu Íslendingar hlutfallslega mest af þessari aðstoð. • Marshallaðstoðin var bæði formi peninga og gjafa (verkfæra o.þ.h.)

  26. Atlantshafsbandalagið • 1949 stofnuðu Vesturveldin hernaðar-bandalag gegn Sovétríkjunum kallað NATO. • Ísland gerðist stofnaðili að því og um það brutust út miklar deilur. • Margir óttuðust að þessi innganga yrði til þess að Ísland (herstöðin) yrði skotmark ef til styrjaldar kæmi.

  27. Um aldamótin var efnahagslögsaga Íslands um 3 sjómílur 1952 er hún síðan færð í 4 sjómílur 1958 færð í 12 sjómílur 1972 færð í 50 sjómílur 1976 færð í 200 sjómílur Fiskveiðilögsaga

  28. Velferðarkerfið • Fyrirmyndin var sótt til Norðurlanda • Allir 67ára og eldri fengu ellilífeyri • Barnmargar fjölskyldur fengu barnabætur • Í lok verkfalls 1955 var samið um atvinnuleysistryggingar • Í kringum 1950 beittu verkalýðsfélög sér fyrir stofnun lífeyrissjóða til að auka hag eftirlaunamanna og til að fá lán (lífeyrissjóðslán)

  29. Verðbólga • Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar var verðbólga ákveðið vandamál í íslensku hagkerfi. Þetta kallaði á aðgerðir: • Gjaldeyrir var skammtaður. • Fólk fékk skömmtunarseðla til að kaupa innfluttar vörur. • Framkvæmdir voru bannaðar nema með leyfi yfirvalda (t.d. að girða garðinn sinn) Þessar aðgerðir kölluðu á spillingu!

More Related