250 likes | 940 Views
1. Kafli: Skipulag mannslíkamans. Líffæra og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir. Líffæra- og lífeðlisfræði. Tvær skyldar fræðigreinar Líffærafræði (anatomia) fjallar um byggingu líkamans Lífeðlisfræði (physiologia) fjallar um starfsemi líkamans. Skipulagsstig líkamans.
E N D
1. Kafli: Skipulag mannslíkamans Líffæra og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir
Líffæra- og lífeðlisfræði Tvær skyldar fræðigreinar • Líffærafræði (anatomia) fjallar um byggingu líkamans • Lífeðlisfræði (physiologia) fjallar um starfsemi líkamans
Skipulagsstig líkamans Sex skipulagsstig mynda líkamann 1. Efnastig: frumeindir og sameindir 2. Frumustig: smæsta lifandi einingin 3. Vefjastig: samhangandi hópur skyldra frumna ásamt millifrumuefni myndar vef 4. Líffærastig: líffæri er úr tveim eða fleiri vefjagerðum, hefur ákveðna lögun og skilgreinda starfsemi 5. Líffærakerfisstig: myndað af líffærum sem starfa saman 6. Lífverustig
Líffærakerfin 1. Þekjukerfi (integumentary system) 2. Beinakerfi (skeletal system) 3. Vöðvakerfi (muscular system) 4. Taugakerfi (nervous system) 5. Innkirtlakerfi (endocrine system) 6. Hringrásarkerfi (cardiovascular system) 7. Vessakerfi (lymphatic system) 8. Öndunarkerfi (respiratory system) 9. Meltingarkerfi (digestive system) 10.Þvagkerfi (urinary system) 11.Æxlunarkerfi (reproductive system)
Einkenni lífs Ákveðin ferli eiga sér stað í lífverum en ekki í lífvana hlutum: 1. Efnaskipti (metabolism) 2. Viðbrögð við ytra eða innra áreiti 3. Hreyfing 4. Vöxtur 5. Sérhæfing (differentation) 6. Æxlun (reproduction)
Umhverfi líkamans • Ytra umhverfi er bæði utan líkamans og innan • Ytri umhverfisþættir eru síbreytilegir • Meltingarhol og innihald þess tilheyrir ytra umhverfi • Innra umhverfi er nánasta umhverfi frumnanna (utanfrumuvökvinn) • Í innra umhverfi ríkir stöðugleiki • Stöðugleiki í innra umhverfi er forsenda fyrir lífi og starfsemi frumna
Homeostasis • Homeostasis (samvægi / jafnvægishneigð) lýsir stöðugleika í innra umhverfi og sjálfkrafa viðleitni líkamans til að viðhalda þeim stöðugleika • Samvægiskerfi líkamans (fyrst og fremst tauga- og innkirtlakerfi), halda þáttum í innra umhverfi innan lífeðlisfræðilegra marka þrátt fyrir talsverðar sveiflur í ytri umhverfisþáttum • Ákveðnum þáttum í innra umhverfi er stundum haldið í jafnvægi á kostnað annarra þátta • Dæmi: sviti stuðlar að stöðugum líkamsshita, en getur hins vegar valdið röskun á vökvavægi • Ytra eða innra áreiti getur raskað homeostasis, svo og sálræn streita • Ef röskun á homeostasis er smávægileg og tímabundin, eru frumur líkamans fljótar að leita í fyrra jafnvægi. Mikil röskun á homeostasis getur hins vegar reynst líkamanum ofviða
Stjórnun á homeostasis með afturvirku kerfi (feedback system) Í afturvirku kerfi er: • Nemi (receptor) sem nemur breytingar á stjórnuðu ástandi (controlled condition) • Stjórnstöð (control center) sem ákvarðar gildið á hinu stjórnaða ástandi, tekur á móti upplýsingum og sendir viðeigandi andsvar þegar þörf krefur • Svari (effector) sem tekur á móti skipun frá stjórnstöð. Frá honum kemur svar sem breytir hinu stjórnaða ástandi
Neikvæð / sjálfletjandi afturvirkni • Ef svarinn snýr við breytingum í hinu stjórnaða ástandi er afturvirknin neikvæð (sjálfletjandi) • Dæmi: stjórnun líkamshita, stjórnun blóðsykurs og stjórnun blóðþrýstings • Kerfið vinnur þannig að stöðugt er verið að → mæla (nemi) → meta (stjórnstöð) og → leiðrétta (svari) • Neikvæð afturvirkni mjög mikilvæg við stjórnun á homeostasis (ath. að orðið “neikvæð” afturvirk getur verið villandi – það er alls ekkert slæmt við hana)
Jákvæð / sjálfhvetjandi afturvirkni • Jákvæð (sjálfhvetjandi) afturvirkni eykur enn frekar breytingar í stjórnuðu ástandi • Jákvæð afturvirkni viðheldur ekki homeostasis, en virkar sem mögnunarkerfi þegar ferli eiga að gerast stuttum tíma • Dæmi um atburði sem stjórnast af jákvæðri afturvirkni eru egglos, fæðing, mjólkurlosun og blóðstorknun
Anatómísk líkamsstaða • Í líffærafræðinni eru notuð ákveðin heiti yfir áttir og afstöðu líffæra og líkamshluta hvers til annars • Alltaf er miðað við að líkaminn sé í anatómískri stöðu: • Líkaminn uppréttur • Nef og tær vísa fram • Handleggir niður með síðum og lófar snúa fram
Svæðaskipting líkamans • Portio axialis (möndulhluti) • Caput / cephalus (höfuð) • Cervix (háls) • Truncus (bolur) • Thorax (brjóst) • Abdomen (kviður) • Pelvis (grind)
Svæðaskipting líkamans frh. • Portio appendicularis (viðhengihluti) • Membri superioris (efri útlimir) • Axilla (holhönd) • Brachium (upphandleggur) • Antebrachium (framhandleggur) • Manus (hönd) • Membri inferioris (neðri útlimir) • Femur (læri) • Crus (leggur) • Pes (fótur)
Skurðfletir • Skurðfletir eru ímyndaðir fletir sem skipta líkama eða líffærum í hluta • Planum sagittale: langskurður, skiptir líkama eða líffæri í hægri og vinstri hluta • Planum midsagittale: miðjulangskurður skiptir líkama eða líffæri í jafna hægri og vinstri hluta • Planum parasagittale: skiptir líkama eða líffæri í ójafna vinstri og hægri hluta • Planum frontale / coronale: breiðskurður / krúnuskurður skiptir líkama eða líffæri í fram- og afturhluta • Planum transversum: þverskurður skiptir líkama eða líffæri í efri og neðri hluta
Helstu áttir líffærafræðinnar • Dexter (hægri) • Sinister (vinstri) • Superior (efri): í átt að efri hluta • Inferior (neðri): í átt að neðri hluta • Anterior (fram): nær framhlið líkama • Posterior (aftur): nær bakhlið líkama • Ventral (kviðlægur): nær kviði • Dorsal (baklægur): nær baki • Medial (miðlægur): nær miðlínu líkama • Lateral (hliðlægur): fjær miðlínu líkama
Helstu áttir frh. • Intermedius (á milli): milli tveggja hluta • Ipsilateral: sömu megin • Contralateral: hinum megin • Proximal (nærlægur): nær upptökum • Distal (fjærlægur): fjær upptökum • Superficial (grunnlægur): nær yfirborði • Profundus (djúplægur): fjær yfirborði • Externus (ytri): nær yfirborði • Internus (innri): fjær yfirborði
Líkamsholin • Holrými líkamans sem vernda, styðja og aðskilja líffæri kallast líkamshol. • Líkamsholin skiptast í afturhol og framhol • Afturhol • Skiptist í kúpuhol (hýsir heila) og hrygggöng (hýsa mænu) • Er fóðrað að innan með heilahimnum (meninges) • Framhol • Skiptist í brjósthol annars vegar og kviðar- og grindarhol hins vegar • Þind aðskilur brjósthol frá kviðar- og grindarholi • Í framholi eru iðrin (viscera) • Framhol er fóðrað með háluhimnu (serosa) sem tengist líffærunum
Brjósthol • Skiptist í þrjú smærri hol: • Gollurshússhol umlykur hjarta • Tvö fleiðruhol umlykja lungu • Mediastinum (miðmæti) er milli lungna í miðju brjóstholi • Þetta er vefjamassi sem nær frá bringubeini að hrygg og frá hálsi að þind • Í miðmæti eru öll líffæri brjósthols nema lungu
Kviðar- og grindarhol • Skiptist í kviðarhol annars vegar og grindarhol hins vegar • Í kviðarholi er m.a. magi, lifur, briskirtill, nýru, milta, gallblaðra, smáþarmar og mestur hluti digurgirnis • Í grindarholi er þvagblaðra, hluti digurgirnis og innri æxlunarfæri • Háluhimnur (serosa) klæða veggi brjósthols,kviðar- og grindarhols og þekja líffæri þeirra, Himnurnar vernda líffærin og minnka núning: • Fleiðrur (brjósthimnur) tengjast lungum • Gollurshús tengist hjarta • Lífhimna tengist kviðarholi
Svæðaskipting kviðar- og grindarhols • Til að átta sig á stöðu líffæra í kviðar- og grindarholi er svæðinu skipt í 9 reiti • Tvær lóðréttar línur eru dregnar gegnum miðju viðbeina • Láréttar línur eru dregnar undir rifbein og milli mjaðmarnibba • Við klínískar rannsóknir er svæðinu skipt í 4 reiti með því að draga lóðrétta og lárétta línu sem skerast í nafla