1 / 11

Auðlind í sameign þjóðar Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra

Auðlind í sameign þjóðar Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra. Fundur með starfsfólki Brim hf 5. júní 2012. 1. greinin.

kiet
Download Presentation

Auðlind í sameign þjóðar Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Auðlind í sameign þjóðarSteingrímur J. Sigfússonsjávarútvegsráðherra Fundur með starfsfólki Brim hf 5. júní 2012

  2. 1. greinin • Markmið þessara laga er:a. að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu fiskistofna við Ísland, b. að stuðla að farsælli samfélagsþróun með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi, c. að treysta atvinnu og byggð í landinu, d. að hámarka þjóðhagslegan ávinning af sjávarauðlindinni og tryggja þjóðinni eðlilega auðlindarentu, e. að sjávarútvegurinn sé arðsamur og búi við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi. • Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Íslenska ríkið veitir tilskilin leyfi, fer með og ráðstafar hvers kyns heimildum til nýtingar. Slík veiting eða ráðstöfun myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim.

  3. 1. greinin frh • Megingrein frumvarps um stjórn fiskveiða er 1. gr. þess en hún tryggir að nytjastofnar við Ísland séu ævarandi sameign þjóðarinnar og að ríkið fyrir hönd þjóðarinnar ráðstafi veiðheimildum með tilteknum markmiðum að leiðarljósi. Þetta orðalag tekur mið af tillögu Stjórnlagaráðs frá 2011 að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár, en sú tillaga á sér rætur í umræðu um auðlindamál á síðustu árum. Þannig var lagt til í skýrslu Auðlindanefndar frá árinu 2000 að tekið yrði upp nýtt form eignarréttar, svonefndur þjóðareignarréttur.

  4. Til verður nýr leigupottur

  5. Veiði- og auðlindagjald • Veiðigjöld verða tvískipt; • grunngjaldsem allir greiða 9,5 kr. á þorskígildiskíló og hins vegar • sérstakt veiðigjald, sem verður tengt áætlaðri rentu hvers árs og skilar þjóðinni hluta þess umframarðs sem aðgangur að auðlindinni skapar. Sérstaka gjaldinu er skipt eftir afkomu bolfiskveiða annars vegar og uppsjávarveiða hins vegar og tekur það á rentu bæði í veiðum og að hluta til í vinnslu þótt það sé eingöngu lagt á veiðarnar. Grunngjaldið er hugsað til að standa undir stofnunum ríkisins við stjórn fiskveiða. Sérstaka gjaldið mun skila ríkissjóði verulega auknum tekjum miðað við núverandi afkomu í sjávarútvegi sem er afar góð. Hið sérstaka gjald er mjög næmt fyrir afkomu greinarinnar og því sveiflast það í takt við gengi hennar. Grunnveiði- og sérstaka veiðigjaldið mun renna óskipt í ríkissjóð. Áætlað er að veiðigjaldið skili ríkissjóði um 15 mia. kr. á næsta ári skv. breytingartillögum sem nú liggja fyrir.

  6. Sérstaka veiðigjaldið • Sérstakt veiðigjald reiknast af rentu í veiðum og vinnslu: Renta = + Söluverðmæti afla eða afurða - Rekstrarkostnaður (svo sem eins og laun sjómanna og fiskvinnslufólks, olíukostnaður osfrv) = Framlegð (EBIDTA) • reiknuð ávöxtun á verðmæti stofnverðs/uppfærðra rekstrarfjármuna og almennt veiðigjald.

  7. Góðæri í sjávarútvegi

  8. Fer allt á hausinn og er ástæða til að binda skipin?

  9. Auðlindagjaldið tekur mið af rentu

  10. Hagnaðurinn verður áfram að mestu hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum

  11. Samantekt • Auðlindagjaldið er mjög næmt fyrir afkomu greinarinnar. Gott gengi í sjávarútvegi þessi árin vegna hagstæðra markaðsskilyrða, ágætra aflabragða og lágs raungengis getur skilað umtalstalsverðu veiðigjaldi. • Útgerðin hefur búið við mjög lágt veiðigjald allra síðustu ár en jafnframt verið með sterka afkomu. Skuldir útgerðarinnar hafa að sama skapi lækkað hratt eftir hrun. Sjávarútvegurinn nánast kominn í þrot árið 2008. • Tekjur af veiðigjaldi koma sér vel fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður hefur tekið á sig miklar byrðar eftir hrun til að halda efnahagslífinu gangandi. Útgerðin hefur aftur á móti fengið tekjuauka vegna falls krónunnar. Eðlilegt að þjóðin krefjist þess að útgerðin leggi því meira af mörkum. Grunnur að þjóðarsátt um kerfið. • Bjart framundan í íslenskum sjávarútvegi. Þorskstofninn á uppleið, aukningin í loðnunni nú síðast og vonandi heldur makríllinn áfram að gleðja okkur. • Mesta óvissan sem nú ríkir fyrir íslenskan sjávarútveg er í Evrópu – lækkandi afurðaverð gæti haft neikvæð áhrif á afkomu sjávarútvegs á Íslandi.

More Related