1 / 30

Hvað kostar íslenska krónan?

Hvað kostar íslenska krónan?. Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2. apríl 2003. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur SI. Yfirlit. Þróun alþjóðlega viðskiptaumhverfisins Að skilgreina kostnað af peningum Íslenska hagkerfið á tímum hnattvæðingar Söguleg reynsla af krónunni og peningastjórn

jess
Download Presentation

Hvað kostar íslenska krónan?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hvað kostar íslenska krónan? Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2. apríl 2003 Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur SI

  2. Yfirlit • Þróun alþjóðlega viðskiptaumhverfisins • Að skilgreina kostnað af peningum • Íslenska hagkerfið á tímum hnattvæðingar • Söguleg reynsla af krónunni og peningastjórn • Rannsóknir á líklegum áhrifum ESB aðildar og evru á efnahag Íslendinga • Niðurstaða

  3. Hnattvæðing er aukin alþjóðaviðskipti með bættum samgöngum og samskiptum. Alþjóðaviðskipti eru uppspretta hagvaxtar Sérhæfing á alþjóðamarkaði eykur framleiðni og hagvöxt: Adam Smith (1776): Því stærri sem markaður er því meiri sérhæfing er möguleg. David Ricardo (1814): Alþjóðaviðskipti leiða til sérhæfingar þjóða. Paul Krugman (1994): Fyrirtæki sérhæfa sig og keppa á alþjóðamarkaði, ekki þjóðir. Alþjóðaviðskipti veita fyrirtækjum tækifæri að nýta stærðarhagkvæmni og erlendatækniþekkingu. Af hverju hnattvæðing?

  4. Alþjóðaviðskipti bæta efnahag og lífsskilyrði Því hærra sem hlutfall alþjóðaviðskipta er af landsframleiðslu því meiri efnahagslegur ávinningur og lífsgæði Heimild: Gwartney and Lawson, 2002

  5. Margar hindranir í vegi alþjóðaviðskipta: Tungumál og menning Fjarlægð Tollar Landamæri Mynt (gengissveiflur) Laga-, stofnana-, skatt- og stjórnsýslukerfi Alþjóðaviðskipti og hagvöxtur í heiminum hafa aukist við að markvisst hefur verið dregið úr hindrunum Stofnun sameiginlegs markaðar er viðleitni Evrópubúa að laga sig að hnattvæðingunni Evran,sem sameiginleg mynt,eykur virkni sameiginlegs markaðar Evrópubúa Hindranir í vegi alþjóðaviðskipta

  6. Hagfræði: samband verðs og vöru (framboð og eftirspurn) Markaður: Hagkvæmni eykst með stærð markaðar frjáls og gegnsær markaður virkar betur Samkeppni: Alþjóðleg viðskipti auka samkeppni knýr fyrirtæki og einstaklinga áfram Myntsvæði (ein mynt á sameiginlegum markað): Auðveldar viðskiptin Hagkvæmari ráðstöfun verðmæta Alþjóðhagkerfið: Vörur, þjónusta og fjármagn flæða yfir landamæri vinnuaflið er staðbundnara Sameiginlegur markaður: möguleikar vinnandi fólks að finna störf aukast Aðlögun á markaði: stuðlar að jafnvægi og auðveldar hagstjórn Lykil hugtök og staðreyndir

  7. Peningar eru mikilvægasta tæki hagkerfisins. Peningar gegna þríþættu hlutverki: Gjaldmiðill: notaður við kaup og sölu Bókhaldseining: grundvöllur verðlagningar Verðmætageymsla: á milli ráðstöfunar Mynt sem er stöðug að verðgildi sinnir hlutverki sínu best. Markmið peningastjórnar: stöðugt verðlag Markmið hagstjórnar: sjálfbær hagvöxtur Vandi peningastjórnar í alþjóðlegu umhverfi: togstreita milli verð- og gengisstöðugleika. Verðbólgumarkmið og flotgengi: innri verðstöðugleiki en ekki ytri. Gengissveiflur draga úr hagkvæmni og sjálfbærum hagvexti. Fórnarkostnaður af lítilli mynt: minni sjálfbær hagvöxtur en með stærri mynt . Hagstjórn og stöðugleiki peninga

  8. Sveilfur á raungengi krónunnar (12 mánaða breyting) Staðalfrávik Heimild: OECD

  9. Raungengi krónunnar (Staðalfrávik 12 mánaða breytinga 1970 - 2002) Heimild: OECD

  10. EFTA aðild árið 1970: Tollar voru lækkaðir í áföngum Iðnaður í óhefta samkeppni Mikil aðlögun og sumar greinar hurfu. Iðnaður sterkari og fjölbreyttari grein í dag. EES samningurinn árið 1994: EFTA ríki fá aðgang að sameiginlegum markaði. Góð reynsla af EES aðild, en hefur sín takmörk Ekki fullgildir þátttakendur utan ESB- og evrusamstarfs. ESB: Fimmtán ríki aðilar, tíu á leiðinni og fleiri í biðröð EFTA þjóðir tregar til nánari þátttöku ESB-aðild: Stjórnsýsla, laga- og stofnanagerð einsleitari Evran: Gegnsæi í verðlagningu eykst Áhætta í milliríkjaviðskiptum hverfur Samkeppnisstaða batnar Staða Íslands í Evrópusamstarfi

  11. Fjórðungur í beinni alþjóðlegri samkeppni 3/4 verðmætasköpunar í ,,vernduðum” greinum 1/4 verðmætasköpunar í samkeppnisgreinum Heimild: Hagstofa Íslands *) áætlun SI

  12. Útflutningstekjur og samkeppnisgreinar • Frá 1996 hefur hlutdeild samkeppnisgreina í útflutningstekjum aukist um 15 prósentustig • Samkeppnisgreinarnar standa nú undir 60% útflutningstekna • Útflutningur samkeppnisgreina tók kipp eftir þátttöku Íslands í EES samningnum. • Gengisstöðugleiki til ársins 2000 var jákvæður fyrir samkeppnisgreinarnar • Breytileg starfskilyrði undanfarin ár

  13. Reynslan 1994-2002:Launahækkanir umfram framleiðniþróun • Laun hækkuðu 56,3% og neysluverð hækkaði 28,9%. Mismunurinn er kaupmáttur launa, sem jókst um 27,4%. • Framleiðni vinnuafls jókst 18,1% • Aukning kaupmáttar 9,3% umfram framleiðni. • Hækkun launahlutfalls: • - Minnkar hagnað fyrirtækja í samkeppnisgreinum • - Hækkar verð og kostnað þar sem samkeppni hindrar það ekki • Verðbólga á Íslandi hækkaði 12,7% meira en í viðskiptalöndum. • Stjórn peningamála í höndum okkar allan þann tíma. • Vandinn tengdur smæð vinnumarkaðarins: ,,Íslenska veikin” er hækkun raungengis þegar laun og verð hækka meira en gengið lækkar.

  14. Verðlag hátt í alþjóðlegum samanburði ESB aðild lækkar bæði verð og kostnað!

  15. Erfið starfsskilyrði samkeppnisgreina Raungengið sveiflast mikið og að meðaltali of hátt Heimild: Seðlabanki Íslands, Þjóðhagsstofnun og Fjármálaráðuneytið

  16. Innlendar skuldir heimila og fyrirtækja(skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu, %) Fjórtán hundruð milljaðrar kr. báru íslenska vexti 2002 Heimild: Seðlabanki Íslands

  17. Fjármagnskostnaður í íslensku bankakerfi Fjármálaþjónusta er mun dýrari á Íslandi en í Evrópu sem hlutfall af meðalstöðu efnahagsreiknings Heinild: OECD

  18. Vextir á Íslandi eru mun hærri (jafnvel eftir að leiðrétt er fyrir verðbólgu) Raunstýrivaxtamunur var að meðaltali 2,5% fyrir stýrivexti. Fákeppniálag fjármálastofnana er áætlað 1%. Samanlagt var virkur vaxtamunur að meðaltali 3,5% Heimild: Seðlabanki Íslands. Útreikningar: SI

  19. Fjármagnskostnaður vegna krónunnar Fyrirtæki og heimili borga meira vegna krónunnar (Milljarðar króna á föstu verðlagi ársins 2002) Heimild: Seðlabanki Íslands. Útreikningar: SI

  20. Framleiðsluslaki og -spenna Markmið hagstjórnar er að framleiðslugetan aukist og framleiðslan víki ekki (mikið) frá henni Spenna Jafnvægi Slaki Heimild: OECD

  21. Hagkvæmt myntsvæði er skilgreint sem sameiginlegur markaður þar sem notkun sameiginlegrar myntar leiðir ekki til verri lífskjara Fjallar um vanda hagstjórnar við ólík(a): Búhnykki eða áföll Vinnu- eða fjármagnsmarkaði Skattkerfi Stöðugt verðlag sem markmið: vandi hagstjórnar sá sami með eða án krónu. Kostnaðurinn við aðlögun ekki umflúinn Hagstjórn: Króna: peningastjórn Seðlabanka Íslands, ríkisfjármál og aðlögun á markaði Evra: peningastjórn Seðlabanka Evrópu, ríkisfjármál og aðlögun á markaði Umræðan um hagkvæmt myntsvæði hefur smám saman fallið í skuggann af áhrifum sameiginlegrar myntar á hagvöxt Hagkvæmt myntsvæði

  22. Sjálfstæð peningastjórn hverfur Aukið aðhald í opinberum fjármálum Bein fjárhagslega þáttaka eykst, sbr. skýrsla Deloitte Touche ESB: sameiginleg ákvarðanataka og reglur um alla þætti stjórnsýslunnar en ákvarðanataka alltaf heima þegar hægt að koma því við. Þurfum að beita okkur meira í Evrópusamstarfi. Allir geirar opnast fyrir fjárfestingu evrópskra aðila. Áskorun um að finna leiðir til að auka innlenda verðmætasköpun í sjávarútvegi. Hverju er fórnað með ESB aðild og evru?

  23. EMU: skýr umgjörð fyrir stjórn efnahagsmála. Stöðugleika- og hagvaxtarsáttmálinn: markmið opinberrar stjórnsýslu. Einsleitari laga- og stofnanagerð og stjórnsýsla Full aðkoma að sameiginlegum ákvörðunum. Tollar sem eftir standa verða felldir niður. Íslendingar fá landbúnaðar- og byggðastyrki. Ísland tekur upp evruna. Íslensk fyrirtæki fá aukið vægi í umheiminum. Okkur standa allir vegir færir í fjárfestingum og sölu á stærsta markaði í heimi. Auðveldar að laða að erlenda starfskrafta með æskilega þekkingu á íslenska vinnumarkaðinn og ,,íslenska veikin’’ rénar. Ábyrgari launastefna í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og minni verðbólguhætta Hvað ávinnst með ESB aðild og evru?

  24. Vandi hagstjórnar með evru er ofmetinn: Ytri áföll eru ekki daglegt brauð Hagstjórn stöðugleika krefst aga, hvort sem við höfum krónu eða evru Aukin stöðugleiki skapar innbyggða sveiflujöfnun með þróttmeiri samkeppnisgreinum Aukið innflæði vinnuafls stríðir á móti ofþennslu Stjórn ríkisfjármála og aðlögun á markaði fá aukið vægi en verðbólguhætta minnkar Íslenskur vinnumarkaður er sveigjanlegur á evrópskan mælikvarða Vandi hagstjórnar með krónu er vanmetinn: Meiri hætta á ofþennslu Gengissveiflur tíðar, raungengi og vextir of há Á ráðstefnu Útflutningsráðs um evruna 31/10 2001: ,,Niðurstaða mín er því sú að jafnvel þótt íslenski seðlabankinn framfylgi ábyrgri stjórn peningamála mun sá vandi hagstjórnar sem byggist á krónunni og það óhagræði sem henni fylgir halda áfram að gera fyrirækjum okkar erfitt fyrir.” Áhrif evru eða krónu á innlenda hagstjórn

  25. Það sem ávinnst með evrunni! Hvað kostar íslenska krónan?

  26. Kostnaðarlækkun: Aukið gegnsæi í verðlagningu Víðtækari samkeppni og hagræðing á markaði Varanleg lækkun á vaxtastigi og verðlagi Sterkari samkeppnisgreinar Stöðugleiki: Um 70% af viðskiptum verða ónæm fyrir gengissveiflum Raunhæfari áætlana- og samningsgerð á grundvelli stöðugs gjaldmiðils Meiri þjóðhagslegur sparnaður, fjárfesting og útflutningur Niðurstaða: Meiri framleiðslugeta Sjálfbær hagvöxtur eykst Áhrif evrunnar á íslenskt efnahagslíf

  27. Framleiðslugeta(vísitala 1990 = 100) Stóraukin framleiðslugeta minni ESB þjóða Heimild: OECD

  28. Útflutningur vöru og þjónustu(sem hlutfall af landsframleiðslu) Áhrif ESB aðildar og myntsamstarfs % af VLF Heimild: OECD

  29. Svarið er: Meiri sparnaður Aukin erlend fjárfesting Meiri framleiðslugeta Meiri útflutningur samkeppnisgreina Aukin sjálfbær hagvöxtur Betri lífskjör Mat SI á áhrifum evru á hagvöxt: Varanleg aukning um 0,4% á ári með tilkomu evrunnar, eða 10% á tveimur áratugum Þetta er hóflegt mat Hvað ávinnst með evrunni?

  30. Takk fyrir! Hvað kostar íslenska krónan?

More Related