1 / 28

Líkamlegt ofbeldi -réttarvernd barna

Líkamlegt ofbeldi -réttarvernd barna. Erindi á starfsdegi barnaverndarstarfsmanna 16. október 2009 Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu. Löggjöf á Íslandi Löggjöf í framkvæmd Tveir nýlegir íslenskir dómar Samanburður mála Samantekt. Löggjöfin.

ashton
Download Presentation

Líkamlegt ofbeldi -réttarvernd barna

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Líkamlegt ofbeldi-réttarvernd barna Erindi á starfsdegi barnaverndarstarfsmanna 16. október 2009 Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu

  2. Löggjöf á Íslandi • Löggjöf í framkvæmd • Tveir nýlegir íslenskir dómar • Samanburður mála • Samantekt

  3. Löggjöfin • Barnaverndarlög nr. 80/2002 • Almenn hegningarlög nr. 19/1940 • Sáttmáli Sþ um réttindi barnsins

  4. Barnaverndarlög-ákvæði fyrir 1. maí 2009 1. gr. Réttindi barna og skyldur foreldra. • Börn eiga rétt á vernd og umönnun. Þau skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska. • Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna. Aðrir sem koma að uppeldi barna skulu sýna þeim virðingu og umhyggju.

  5. Barnaverndarlög (2) 98. gr. Brot umsjáraðila gagnvart barni. • Ef þeir sem hafa barn í sinni umsjá misþyrma því andlega eða líkamlega, misbjóða því kynferðislega eða á annan hátt, vanrækja það andlega eða líkamlega þannig að lífi eða heilsu þess er hætta búin þá varðar það fangelsi allt að fimm árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

  6. Barnaverndarlög (3)-ákvæði fyrir 1. maí 2009 99. gr. Brot gagnvart börnum. • Hver sem beitir barn refsingum, hótunum eða ógnunum og ætla má að slíkt skaði barnið andlega eða líkamlega skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. • Ef maður hvetur barn til lögbrota, lauslætis, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða leiðir það með öðrum hætti á glapstigu þá varðar það sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. • Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.

  7. Almenn hegningarlög 200. gr. • Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja skal sæta fangelsi allt að 8 árum og allt að 12 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára. • Önnur kynferðisleg áreitni manns gagnvart barni sínu eða öðrum niðja en sú er greinir í 1. mgr. varðar allt að 4 ára fangelsi og allt að 6 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára. • Samræði eða önnur kynferðismök milli systkina varða fangelsi allt að 4 árum. Hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18 ára aldri þegar verknaður átti sér stað má ákveða að refsing falli niður að því er þau varðar.

  8. Almenn hegningarlög (2) 201 gr. • Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 18 ára, sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða tengt honum þannig fjölskylduböndum í beinan legg eða barn, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 8 árum og allt að 12 ára fangelsi sé barn yngra en 16 ára. • Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 4 árum og allt að 6 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.

  9. Almenn hegningarlög (3) 202. gr. • Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi. • Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 6 árum. • Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir barn yngra en 18 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.

  10. Almenn hegningarlög (4) 217. gr. • Hver, sem gerist sekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil sem í 218. gr. segir, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum, en fangelsi allt að 1 ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð. • Ákæruvaldið höfðar mál út af broti skv. 1. mgr. og skal það ekki gert nema almenningshagsmunir krefjist þess.

  11. Almenn hegningarlög (5) 218. gr. • Hafi maður með vísvitandi líkamsárás valdið öðrum manni tjóni á líkama eða heilbrigði, og þessar afleiðingar árásarinnar verða taldar honum til sakar vegna ásetnings eða gáleysis, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru. • Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.

  12. Samningur Sþ um réttindi barnsins 19. gr. • 1. Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanrækslu, skeytingarleysi, illri meðferð eða notkun, þar á meðal kynferðislegri misnotkun, meðan það er í umsjá annars eða beggja foreldra, lögráðamanns eða lögráðamanna, eða nokkurs annars sem hefur það í umsjá sinni. • 2. Eftir því sem við á skulu meðal slíkra verndarráðstafana vera virkar ráðstafanir til að koma á félagslegri þjónustu til að veita barni og þeim sem hafa það í sinni umsjá nauðsynlegan stuðning, og til að koma á öðrum forvörnum, svo og til að greina, tilkynna, vísa áfram, rannsaka, taka til meðferðar og fylgjast með tilfellum er barn hefur sætt illri meðferð svo sem lýst hefur verið, svo og ef við á til að tryggja afskipti dómara.

  13. Samningur Sþ um réttindi barnsins (2) 28. gr. • [...] • 2. Aðildarríki skulu gera allt það sem við á til að tryggja að námsaga sé haldið uppi með þeim hætti sem samrýmist mannlegri reisn barnsins og í samræmi við samning þennan. • [...]

  14. Samningur Sþ um réttindi barnsins (3) 37. gr. • Aðildarríki skulu gæta þess að: • a) Ekkert barn sé látið sæta pyndingum eða annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Ekki skal ákveða dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi án möguleika á lausn fyrir afbrot sem yngri menn en 18 ára hafa framið. • [...]

  15. Löggjöf í framkvæmd • Tveir nýlegir íslenskir dómar • Kynferðisleg misnotkun • Héraðsdómur Reykjaness 9. febrúar 2009 (mál nr. S-1357/2008) • Líkamlegar refsingar • Hæstiréttur 22. janúar 2009 (mál nr. 506/2008)

  16. Kynferðisleg misnotkun • Faðir ákærður fyrir að misnota 31/2 árs dóttur sína • Sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 200. gr. og 1. mgr. 202. gr. hgl. • Dæmdur í tveggja ára fangelsi

  17. Kynferðisleg misnotkun (2) • Saga um afskipti barnaverndaryfirvalda • Faðir aðaluppalandi stúlkunnar • Barn vistað utan heimilis frá því að grunur kemur upp • Könnunarviðtöl og skýrslutökur í Barnahúsi • Læknisskoðun í Barnahúsi • Líklegt að stúlkan hafi verið misnotuð

  18. Kynferðisleg misnotkun (3) • Faðir handtekinn og færður í gæsluvarðhald • Fleiri en einn grunaðir í upphafi • Stúlkan ekki fær um að nefna geranda með skýrum og afgerandi hætti • Ólíklegt að aðrir en faðir hafi haft tækifæri til að misnota stúlkuna ítrekað • Engin efnisleg sönnunargögn, s.s DNA

  19. Kynferðisleg misnotkun (4) • Vitnisburður: • Fósturforeldra • Félagsráðgjafa • Forstöðumanns Barnahúss • Hafði ekki áður séð svona sterka kynferðislega hegðun hjá svo ungu barni • Læknis • Sálfræðinga • Faðir dæmdur sekur

  20. Líkamlegar refsingar • Karlmaður ákærður fyrir að hafa rassskellt 4 og 6 ára syni kærustu sinnar • 2. mgr. 202. gr. og 217. gr. hgl. • 1. og 3. mgr. 99. gr. bvl. • Sýknaður í héraðsdómi og Hæstarétti

  21. Líkamlegar refsingar (2) • Forsjá hjá föður • Drengir reglulega í umgengni til móður • Kærasti ákærður fyrir að rassskella drengina tvisvar eða þrisvar sinnum sumarið 2006 og bera olíu á þá á eftir • Kærasti viðurkenndi hneigð til flenginga í kynlífi

  22. Líkamlegar refsingar (3) • Kærasti viðurkenndi flengingar í eitt skipti • Í refsingarskyni • Á beran rassinn með flötum lófa • Að beiðni móður og móðir viðstödd • Bar olíu á drengina eftir flengingar • Hafði ekki áhrif á samband hans við drengina • Móðir staðfesti að hafa samþykkt flengingarnar og að hún hafi verið viðstödd í eitt skipti • Vitnisburður beggja drengja skýr

  23. Líkamlegar refsingar (4) • Héraðsdómur: • Upplýst að kærasti flengdi drengina a.m.k. tvisvar sinnum og bar olíu á þá á eftir • Samþykki móður lá fyrir • Taka þarf tillit til þess • Tilefni; drengirnir óþekkir • Kynferðisleg áreitni ekki sönnuð – sýknað • Flengingar almennt refsiverðar skv. 217. gr. hgl.

  24. Líkamlegar refsingar (5) • Héraðsdómur: • Hugsanlega tíðkast eitthvað, eða hefði tíðkast, að flengja börn • Líkamlegar refsingar ekki fortakslaust bannaðar í 99. gr. bvl. • Ekki líkamlegt eða andlegt tjón • Flengingar ekki alltaf yfirgangur, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi • Sýknað • Hæstiréttur staðfesti sýknudóm • Flengingar einungis refsiverðar þegar háttsemin er til þess fallin að skaða barn andlega eða líkamlega

  25. Barnaverndarlögum breytt-ákvæði frá 1. maí 2009 1. gr. Réttindi barna og skyldur foreldra. • Börn eiga rétt á vernd og umönnun. Þau skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska. • Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum skulu sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna. 99. gr. Brot gagnvart börnum. • Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. • Ef maður hvetur barn til lögbrota, lauslætis, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða leiðir það með öðrum hætti á glapstigu þá varðar það sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. • Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.

  26. Samanburður Kynferðislegt ofbeldi: • Efnisleg sönnunargögn +/÷ • Hegðun barns + • Vitnisburður sérfræðinga + • Vitnisburður barns ÷ • Staðfest tilvik ÷ • Játning sakbornings ÷ Líkamlegar refsingar: • Efnisleg sönnunargögn ÷ • Hegðun barns +/÷ • Vitnisburður sérfræðinga ÷ • Vitnisburður barns + • Staðfest tilvik + • Játning sakbornings +

  27. Að lokum • Kynferðislegt ofbeldi • Aukin vitund og þekking í samfélaginu • Barnahús • Rannsókn og meðferð undir sama þaki • Verkferlar skýrir • Líkamlegt ofbeldi • Ekki sama vitundarvakning og þekking og í KOF málum • Ekki sama þróun í rannsókn og meðferð og í KOF málum • Mjög fá mál

  28. Takk fyrir

More Related