1 / 20

Borgarafundur á Akranesi Kynning á drögum að starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar

Borgarafundur á Akranesi Kynning á drögum að starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar. Sigurður Ingason 8. september 2008. Forsaga. Starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar gilti til 1.ágúst 2008 og þarf því að setja fyrirtækinu nýtt leyfi. Ný drög að leyfi voru auglýst í júlílok.

thais
Download Presentation

Borgarafundur á Akranesi Kynning á drögum að starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Borgarafundur á AkranesiKynning á drögum að starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar Sigurður Ingason 8. september 2008

  2. Forsaga Starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar gilti til 1.ágúst 2008 og þarf því að setja fyrirtækinu nýtt leyfi. Ný drög að leyfi voru auglýst í júlílok. Frestur til að gera athugasemdir er til 19.september 2008.

  3. Sjónarmið við frágang leyfisins • Umhverfissjónarmið • Íslensk lög og reglugerðir • Alþjóðlegar reglur um sementsverksmiðjur • Tilmæli og tilskipanir Evrópusambandsins • Skilgreiningar og afmarkanir á heimildum í leyfinu • Endurnýjun tækjabúnaðar • Reynsla af starfsemi fyrirtækisins • Niðurstöður eftirlits, kvartanir • Þarfir fyrirtækisins, einkum hátt verð á kolum

  4. Breytingar á framleiðsluheimildum Gamla leyfið Ný drög • Sementsgjall • 125.000 tonn • Sement • 240.000 tonn • Koladuft • 25.000 tonn • Sérefnavinnsla • Að fengnu leyfi • Sementsgjall • 160.000 tonn • Sement • 250.000 tonn • Koladuft • 32.000 tonn • Forvinnslaflokkaðsúrgangs • 25.000 tonn

  5. Breytingar á framleiðsluheimildum • Framleiðsluheimildir eru almennt rýmkaðar vegna endurnýjunar á tækjabúnaði verksmiðjunnar þar sem nýting eykst. • Felld er niður heimild til sérefnavinnslu. • Veitt er heimild til forvinnslu flokkaðs úrgangs.

  6. Gjallframleiðsla • Að mestu sömu heimildir og áður (orðalag). • Leyft að nota mengaðan jarðveg til gjallframleiðslu. • Sömu heimildir og áður. Sementsframleiðsla

  7. Eldsneyti

  8. Gæði eldsneytis • Tiltekið er hámarksmagn þungmálma (Cd, Hg, Pb, Cr, Ni, Cu, V og halógena (sem eru ekki F)). • Almennt miðast þessi ákvæði við að ekki sé verið að brenna eldsneyti sem hafi verri umhverfisáhrif en brennsla á kolum. • Ákvæðin eru þau sömu og í eldra leyfi nema hvað ákvæði um brennisteinsinnihald er fellt út. • Eldsneytisbruni skal ekki valda lyktarmengun.

  9. Eyðing úrgangsefna • Heimil nú sem fyrr. Má skv. drögum vera 10% af massa eldsneytis. • Sambrennsluákvæði og sérákvæði um sementsofna gilda sbr. rg. 739/2003. • Ekki heimilt með núverandi hreinsunarbúnaði • Breyting innbyggð í reglugerð sem kemur fram í starfsleyfi: Heildarryk á að lækka úr 50 mg/Nm3 í 30 mg/Nm3 þegar sambrennsla á sér stað.

  10. Eyðing úrgangsefna • Heimil nú sem fyrr. Má skv. drögum vera 10% af massa eldsneytis. • Fyrra ákvæði: Brennsla (sem ekki er kol, kolefni, gasolía, svartolía eða úrgangsolía sem nær mörkum um gæði eldneytis) mátti ekki vera yfir 40% af orkuþörfinni á hverjum tíma og ekki yfir 20% í ársmeðaltali. • Hert ákvæði í nýju drögunum.

  11. Eyðing úrgangsefna Þrengdareru heimildir til eyðingar úrgangsefna og sérstök upptalning á úrgangsflokkum í grein 2.7.

  12. Gæði aukaeldsneytis (flokkast sem úrgangsbrennsla) Eins og í fyrra leyfi. Hér er þetta í grein 2.8 og markmiðið er sem fyrr að eldsneytið sé í heild ekki verra en kol. Hafa skal í huga að þetta eldsneyti fellur undir 10% hámarkið. Ákvæði um sambrennslu, sem eru strangari varðandi ryk og vöktun á díoxíni og fúran, taka þá við af starfsleyfisákvæðum.

  13. Gæði aukaeldsneytis (flokkast sem úrgangsbrennsla) • Óbreytt ákvæði frá fyrra leyfi • Hámark 10% af massa • Ákvæði reglugerðar um sambrennslu taka gildi • Rykhreinsun þarf að bæta • Mæla þarf díoxín og fúran mun oftar • Ekki leyft í núverandi tækjabúnaði verksmiðjunnar

  14. Ákvæði um útblástur um stromp Í drögum að leyfi eru losunarmörk miðuð við 10% súrefnismagn (til að auðvelda samanburð við mörk í rg. 739/2003, um brennslu úrgangs). Í eldra leyfi var miðað við „eðlilegt loftmagn” sem er 3% súrefnisinnihald að jafnaði.

  15. Ákvæði um útblástur um stromp(Taflan er reiknuð m.v. 10% súrefnismagn; viðmiðun við eldra leyfi er 3% súrefni) [mg/Nm3] Eldra leyfi Ný drög Kadmíum + þallíum 0,061 0,05 Ni + Cr + As...(þungmálmar) 0,61 0,5 Kvikasilfur 0,61 0,5 Saltsýra 25 10 Flússýra 1,22 1 Brennisteinsdíoxíð 244 400 Köfnunarefnisoxíð980 800 Heildarryk61 50 Heildarryk við sambr. úrgangs61 30

  16. Ákvæði um annan útblástur Gjallkælir: Ákvæði óbreytt. Mölun: Heimild þrengd 50%. Aðrar uppsprettur: Heimild þrengd 20%.

  17. Einnig má nefna… • Sérstakt ákvæði um tímasetta og sundurliðaða áætlun um ryk á verksmiðjusvæðinu á meðal annars að taka á sandþró fyrirtækisins á verksmiðjulóðinni. • Ákvæði um hávaða eru óbreytt. • Samráðsfundir: Fundum fækkað • Gildistími skv. tillögu er til 2024. • Í samræmi við leyfi Umhverfisstofnunar undanfarið til sambærilegs reksturs • Endurskoðun á 4 ára fresti

  18. Niðurstaða? Heildarniðurstaðan er að í drögum eru settar strangari kröfur hvað varðar losun í loft og úrgangsbrennslu. Þess í stað kemur rýmkun framleiðsluheimilda. Nánari afmörkun og skilgreiningar fyrir aðaleldsneyti.

  19. Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman

More Related