1 / 44

Kafli 1 (2)

Kafli 1 (2). Félagsfræði, sjónarhorn og aðferðir (bls. 28-45). . Er félagsfræðin vísindagrein? (bls. 28). Er raunverulega hægt að rannsaka líf manna á vísindalegan hátt? Hvað felst í hugtakinu vísindi?. Er félagsfræðin vísindagrein? (bls. 28).

kalb
Download Presentation

Kafli 1 (2)

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kafli 1 (2) Félagsfræði, sjónarhorn og aðferðir (bls. 28-45).

  2. Er félagsfræðin vísindagrein?(bls. 28) • Er raunverulega hægt að rannsaka líf manna á vísindalegan hátt? • Hvað felst í hugtakinu vísindi? FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  3. Er félagsfræðin vísindagrein?(bls. 28) • Í vísindum felst að skapa þekkingu sem við getum treyst að sé rétt við allar aðstæður óháð tíma. • Með vísindalegum aðferðum getum við spáð fram í tímann. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  4. Er félagsfræðin vísindagrein?(bls. 28) • Félagsfræði er vísindagrein að því leyti að hún notar kerfisbundnar rannsóknar-aðferðir, greiningu gagna og mat á kenningum út frá upplýsingum og fræðilegum röksemdum. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  5. Rannsóknarferlið(bls. 29) • Viðfangsefni skilgreind • Allar rannsóknir fást við ákveðin viðfangsefni. • Bestu rannsóknirnar eru þær sem eru ráðgátur – það er viðfangsefni þar sem er ekki bara skortur á upplýsingum heldur líka gat í þekkingu okkar áákveðnum samfélagslegum þáttum. • Lykilatriði við velheppnaða rannsókn er að geta skilgreint vandamálið og spurt réttra spurninga. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  6. Rannsóknarferlið(bls. 30) • Heimildir kannaðar • Hvað hefur verið gert áður á því sviði sem þú vilt rannsaka? • Hvað hefur verið gert og hvað á eftir að gera? FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  7. Rannsóknarferlið(bls. 30) • Tilgáta sett fram • Rannsóknarefnið sett fram á skýran og skilmerkilegan hátt. • Tilgáta er eiginlega ágiskun um hvort og hvaða samband eða tengsl séu milli ólíkra þátta sem rannsakandinn hefur áhuga á að skoða. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  8. Rannsóknarferlið(bls. 31) • Tilgáta sett fram • Eigi rannsókn að hafa eitthvert gildi verður að vera hægt að sannprófa allt sem rannsakandinn hefur áhuga á að skoða. • Tilgáta: Aukinn áróður gegn kynþáttafordómum dregur úr kynþáttafordómum hjá þeim sem áróðurinn nær til. • Hvaða vandamál eru tengd ofangreindri tilgátu? FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  9. Rannsóknarferlið(bls. 31) • Tilgáta sett fram • Vinnuskilgreining (aðgerðarbinding): Hugtak sett þannig fram að hægt sé að mæla það. • Rannsakendur búa ekki alltaf til sömu vinnuskilgreiningar á sömu hugtökum í rannsóknum á sama efni. Það er skýring þess hvers vegna athuganir á sama viðfangsefni gefa mismunandi niðurstöður. • Er glasið hálf fullt eða hálf tómt? FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  10. Rannsóknarferlið(bls. 31) 4. Rannsóknaraðferð valin • Hvaða aðferðir ætlum við að beita við að safna saman upplýsingum sem þarf til svo hægt sé að framkvæma rannsóknina? • Til eru margar aðferðir, stundum velja rannsakendur eina en stundum blanda þeir saman mörgum aðferðum. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  11. Rannsóknarferlið(bls. 31) • Rannsóknaraðferðir • Kannanir • Athuganir (með eða án þátttöku) • Notkun skráðra heimilda • Tilraunir • Leitaðu upplýsinga um ofantaldar aðferðir (t.d. á netinu), veldu eina og lýstu henni nánar. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  12. Rannsóknarferlið(bls. 33) • Rannsóknaraðferðir • Val á rannsóknaraðferð, skipulag á söfunun og greining upplýsinga er hornsteinn rannsóknarferlisins. Niðurstöður rannsóknar verða ekki áreiðanlegri en gögnin sem þær eru byggðar á. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  13. Rannsóknarferlið(bls. 33) 5. Rannsókn framkvæmd • Ýmis ófyrirséð vandamál geta skotið upp kollinum: • Getur verið erfitt að nálgast þá sem við ætlum að senda t.d. spurningalista til. • Fyrirtæki/opinberar stofnanir geta hindrað vinnu okkar með að neita allri samvinnu. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  14. Rannsóknarferlið(bls. 33) 5. Rannsókn framkvæmd • Ýmis ófyrirséð vandamál geta skotið upp kollinum: • Hvernig myndir þú t.d. nálgast upplýsingar ef rannsókn þín fæli í sér að skoða lifnaðarhætti ríkra einstaklinga á Íslandi? • En er þú ætlaðir að kanna heiðarleika samnemenda þinna? FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  15. Rannsóknarferlið(bls. 33) 6. Túlkun upplýsinga • Í lok rannsóknar þarf að greina gögn og tengja þau við þau markmið sem við markmiðin sem við settum okkur þegar við hófum rannsóknina. • Það þarf að flokka staðreyndir, skýra vísbendingar og samhengi og setja upplýsingar í töflu svo auðveldara sé að greina þær og túlka. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  16. Rannsóknarferlið(bls. 33) 6. Túlkun upplýsinga • Á heimasíðu Félags félagsfræðikennara er að finna nokkrar rannsóknir. Skoðaðu þær nánar út frá rannsóknarlíkaninu. Slóðin er: http://www2.ismennt.is/not/soc/_felag/erindi.htm • Sjá einnig: Gender role on sexual behaviour. Slóðin er: http://www.simnet.is/japan/Gender-Rolls-Toplines-Survey.pdf. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  17. Rannsóknarferlið(bls. 34) 7. Niðurstöður kynntar • Rannsóknarskýrslur eru oft gefnar út í bókum eða birtast sem greinar í tímaritum. Í skýrslunni er nákvæm lýsing á hvernig rannsóknin var framkvæmd ásamt tilraun til að gera niðurstöður trúverðugar. • Á að birta niðurstöður er þær stangast á við hagsmuni rannsakandans eða þess sem pantaði rannsóknina? FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  18. Rannsóknarferlið(bls. 34) • Skoðaðu vel teikninguna af rannsóknarlíkaninu á bls. 32. • Lýsingin er mjög einfölduð mynd af því sem raunverulega gerist við vísindalegar rannsóknir. • Rannsóknarferlið er eins og mataruppskrift og matreiðslu. Sumir fylgja uppskriftinni nákvæmlega en aðrir ekki. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  19. Rannsóknarferlið(bls. 34) • Vandamál við félagsfræðirannsóknir: • Við getum ekki rannsakað fólk á sama hátt og hluti. • Kostur: hægt er að spyrja viðfangsefnin spurninga. • Gallar: Fólk hegðar sér oft öðruvísi en það er vant ef það veit að verið sé að rannsaka það. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  20. Rannsóknarferlið(bls. 35) • Hawthorne áhrifin: • Þegar rannsókn mistekst vegna þess að þeir sem verið er að rannsaka geta sér til um markmið rannsakadans. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  21. Rannsóknarferlið(bls. 35) • Hawthorne: Rannsóknin fór fram í Hawthorn deildinni hjá Western Electric í Bandaríkjunum. • Rannsakandinn Elto Mayo valdi úr hóp kvenna úr starfsliðinu og gerði nokkrar tilraunir með hvða áhrif breygingar á lýsingu, matar – og kaffitíma, launafyrirkomulag og fleira hefði á afköst kvenanna. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  22. Rannsóknarferlið(bls. 35) • Hawthorne: • Hver einasta breyting jók afköstin. • Framleiðni jókst vegna athygli sem konurnar fengu: Þær urðu samrýmdar og samvinna batnaði. Þær vissu hvað verið var að rannsaka og lögðu sig því allar fram. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  23. Einstaklingseðlið í félagslegu samhengi(bls. 36) • Félagslegt sjónarhorn sýnir okkur að mannleg hegðun er ekki eins einstaklingsbundin og fólk hefur almennt talið hingað til. • Fólk er hins vegar stolt af einstaklingseðlinu – við verjumst þeirri hugmynd að líf okkar stýrist af einhverju fyrirfram ákveðnu mynstri. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  24. Rannsókn Durkheims á sjálfsvígum(bls. 37) • Margar ástæður fyrir af hverju Durkheim valdi að rannsaka sjálfsvíg: • Félagsfræðin var ný grein og Durkheim vildi styrkja hana í sessi með því aðsýna fram á að nálgun hans á viðfangsefninu stóð mun framar öðrum aðferðum til að fjalla um sjálfsvíg. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  25. Rannsókn Durkheims á sjálfsvígum(bls. 37) • Margar ástæður fyrir af hverju Durkheim valdi að rannsaka sjálfsvíg: • Með öðrum orðum, hann vildi sýna fram á að til væru félagsfræðilegar aðferðir sem væru öðruvísi en aðferðir annarra fræðigreina og sem væru gagnlegar við að útskýra og skapa skilning á félagslegum fyrirbærum. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  26. Rannsókn Durkheims á sjálfsvígum(bls. 37) • Durkheim neitaði því ekki að vissar aðstæður gætu leitt til þess að fólk ákveddi að fyrirfara sér, en persónubundnar ástæður gætu ekki útskýrt sjálfsvígstíðni. • Og tíðni sjálfsvíga, það er fjöldi einstaklinga sem taka eigið líf miðað við t.d. 1000 íbúa, var mjög misjafn eftir samfélögum. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  27. Rannsókn Durkheims á sjálfsvígum(bls. 37) • Margir sálfræðingar töldu tengsl milli útbreiðslu geðveiki og tíðni sjálfsvíga. Durkheim sýndi fram á að geðveiki væri til dæmis útbreiddari meðal gyðinga en annarra trúarhópa en samt var tíðni sjálfsvíga lægri hjá þeim. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  28. Rannsókn Durkheims á sjálfsvígum(bls. 37) • Í mörgum Evrópulöndum voru til tölfræðilgar upplýsingar um sjálfsvíg. Durkheim leit á þessar upplýsingar sem félagslegar staðreyndir. • Durkheim reyndi að finna tengsl milli samfélagslegra þátta sem leiddu til sjálfsvíga og taldi að með notkun tölfræðilegra aðferða væri hægt að sýna fram á orsakatengsl. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  29. Rannsókn Durkheims á sjálfsvígum(bls. 37) • Durkheim komst að þeirri niðurstöðu að sjálfsvíg voru algengari hjá sumum hópum en öðrum. Þau voru algengari hjá: FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  30. Rannsókn Durkheims á sjálfsvígum(bls. 38) • Sjálfsvíg algengari hjá: • Körlum en konum • Mótmælendum en kaþólikkum eða gyðingum • Ríkum fremur en fátækum • Ógiftu fólki fremur en giftu • Barnlausum einstaklingum fremur en barnafólki • Af hverju? Sést eitthvert mynstur í upptalningunni? FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  31. Rannsókn Durkheims á sjálfsvígum(bls. 38) • Durkheim dró þá ályktun að munurinn fælist í félagslegum tengslum einstaklinganna. • Sterk félagsleg tengsl voru einkennandi fyrir hópa með lága sjálfsvígstíðni. • Í hópum með lítlil félagsleg tengsl var sjálfsvígstíðnin há. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  32. Rannsókn Durkheims á sjálfsvígum(bls. 38) • Því meiri einstaklingshyggja (eins og hjá lúthersku kirkjunni) leiddi til hærri sjálfsvígstíðni. • Einstaklingshyggja: stefna sem leggur áherslu á rétt einstaklinsins. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  33. Durkheim – helstu gerðir sjálfsvíga (bls. 39) Eigingjarnt sjálfsvíg: • Á sér einkum stað meðal þeirra einstaklinga sem hafa lítil eða léleg tengsl við aðra einstaklinga eða hópa í samfélaginu • Dæmi: mótmælendur/kaþólikkar eða giftir/ógiftir FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  34. Durkheim; helstu gerðir sjálfsvíga (bls. 40) Sjálfsvíg teng siðrofi - siðrof: Samfélagslegar aðstæður þar sem samheldni og hefðbundið skipulag, sérstaklega það sem tengist viðmiðum og gildum, hefur veikst. • Siðrof venjulega fylgifiskur snöggra félagslegra breytinga, svo sem efnahags-þrenginga eða góðæra í samfélaginu FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  35. Durkheim – helstu gerðir sjálfsvíga (40) • Sjálfsvíg tengd eigingirni eða siðrofi eru vandamál sem snerta öll iðnvædd samfélög meira eða minna. • Ástæða: Flókin atvinnuskipting í iðnvæddum löndum leiðir til lélegri félagslera tengsla en fólk átti að venjast í ,,frumstæðari” samfélagsgerðum. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  36. Durkheim; helstu gerðir sjálfsvíga (41) Óeigingjörn sjálfsvíg • Eiga sér stað meðal einstaklinga sem búa við svo sterk félagsleg tengsl í samfélaginu að þeir fórna eigin lífi til að þóknast öðrum án nokkurrar skynsemi. • Dæmi: Ekkjubrennur á Indlandi/sjálfsvíg trúarhópa FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  37. Durkheim; helstu gerðir sjálfsvíga (41-2) Sjálfsvíg tengd forlagatrú • Samfélagið setur of miklar hömlur á einstaklinginn. • Einstaklingar sem eiga sér engar framtíðar-vonir og verða að lúta boðum og bönnum í öllu. • Dæmi: þrælar FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  38. Durkheim – helstu gerðir sjálfsvíga • Sjálfsvígstíðni endurspeglar félagslegt mynstur samfélaga, sem þó er mismunandi eftir löndum. • Allt annað mynstur í Kína en á Vesturlöndum FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  39. Sjálfsvíg – harmleikur (bls. 42) • Tíðni sjálfsvíga á Íslandi er í lægri kanntinum miðað við önnur Norðurlönd eða 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. • Þetta þýðir að 3-4 einstaklingar að meðaltali munu svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  40. Sjálfsvíg – harmleikur (bls. 42) • Karlar mun líklegri en konur til að svipta sig lífi. Konur eru mun líklegri til að gera sjálfsvígstilraun sem ekki endar með dauða. • Áhyggjuefni hvað sjálfsvígstíðni karla undir 25 ára aldri hefur aukist undanfarin áratug. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  41. Sjálfsvíg – harmleikur (bls. 43) • Skoðaðu töfluna á bls. 43. Hvað er hægt að lesa út úr henni? • Hvernig er hlutfallið á sjálfsvígum milli karla og kvenna? • Í hvaða ríkjum er sjálfsvígstíðni hæst? En lægst? Er hægt að draga einhverjar ályktanir út frá því? FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  42. Hlutverk félagsfræðinnar • Eiga félagsfræðingar að beita sér fyrir félagslegum umbótum eða ekki? Hvað finnst þér? FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  43. Hin vísindalega krafa • Alþýðuskýringar eru ekki vísindi. Þær byggjast á reynsluheimi og trú einstaklinga og eru því hlutlæg sjónarmið. FEL 203. Kafli 1.2 Félagsfræði... Garðar Gíslason

  44. Við erum komin að bls. 45

More Related