1 / 13

Áhrif siglingaverndar á kaupskipaútgerð og siglingar. Morgunverðarfundur Samtaka atvinnulífsins

Áhrif siglingaverndar á kaupskipaútgerð og siglingar. Morgunverðarfundur Samtaka atvinnulífsins 10. febrúar 2004. Ólafur J. Briem Samband íslenskra kaupskipaútgerða. Markmið siglingaverndar er að:

diem
Download Presentation

Áhrif siglingaverndar á kaupskipaútgerð og siglingar. Morgunverðarfundur Samtaka atvinnulífsins

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Áhrif siglingaverndar á kaupskipaútgerð og siglingar. Morgunverðarfundur Samtaka atvinnulífsins 10. febrúar 2004. Ólafur J. Briem Samband íslenskra kaupskipaútgerða

  2. Markmið siglingaverndar er að: • Koma á samræmdum reglum og aðgerðum til að greina og bregðast við ógnunum við öryggi skipa og hafna; • Skilgreina hlutverk og ábyrgð stjórnvalda, kaupskipaútgerða og hafna að því er varðar áhættumat, fyrirbyggandi ráðstafanir, skráningar, tilkynningar um váatvik, viðbrögð við ógnunum, æfingar og eftirlit; • Tryggja skjóta og markvissa söfnun og miðlun upplýsinga um grunsamleg atvik og ógnanir; • Skilgreina aðferðir við áhættumat og gerð viðbragðsáætlana, (verndaráætlana) • Skapa öryggiskennd og auka fælingamátt. Fjallar fyrst og fremst um fyrirbyggjandi aðgerðir, og síður um aðgerðir er ráðstafanir gagnvart skipi eða höfn eftir að tilkynnt hefur verið um váatvik eða ógnun.

  3. Grundvallarhugsun að baki siglingavernd: • Skip, sem fullnægja ákvæðum um siglingavernd, fá útgefið “heilbrigðisskírteini”. Skipin skulu helst aðeins eiga tengsl við önnur skip og hafnir með gilt “heilbrigðisskírteini”. • Hafnir, sem fullnægja ákvæðum um siglingavernd, fá útgefið “heilbrigðisskírteini”. Þær skulu forðast að eiga tengsl við önnur skip en þau sem hafa gilt “heilbrigðisskírteini”. Sérstök vandamál við framkvæmd siglingaverndar: • Þegar skip, sem hafa gilt “heilbrigðisskírteini” eiga tengsl við skip, eða koma í hafnir, sem ekki hafa gilt “heilbrigðis-skírteini”. Dæmi: Tengsl kaupskips og hafnar sem ekki fullnægir ákvæðum um siglingavernd. • Þegar hafnir, sem hafa gilt “heilbrigðisskírteini”, fá eða eiga á hættu að fá til hafnar skip, sem eru án “heilbrigðisskírteinis”. Dæmi: fiskiskip, flutninga- og olíuskip minna en 500 BT

  4. Hverjir koma að framkvæmd siglingaverndar? • Siglingastofnun Íslands – Samgönguráðuneyti • Tollstjórinn í Reykjavík – Fjármálaráðuneyti • Ríkislögreglustjóri - Dómsmálaráðuneyti • Lögregluembættin á landinu – Dóms- og fjármálar. • Landhelgisgæslan- Dómsmálaráðuneyti • Hafnir landsins – Sveitarfélög, einkaaðilar • Kaupskipaútgerðir • Rekstraraðilar hafna • Flutningsaðilar • Útflyjendur og innflytjendur

  5. Gildistaka 1. júlí 2004.

  6. Fyrirbyggjandi ráðstafanir siglingaverndar greinast í 3 flokka: • Skipavernd: • Forvarnir til að tryggja vernd skipa, áhafna, farþega og farms gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum. • Hafnavernd: • Forvarnir til að tryggja vernd hafnaraðstöðu gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða ólögmætum aðgerðum. • Farmvernd: • Forvarnir til verndunar farms gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum.

  7. Skipavernd: • Ráðstafanirnar hafa að markmiði að hindra að: • skipum sé rænt eða þau tekin herskildi; • skipum verði beitt sem árásartækjum eða vopni; • skip flytji ólögleg vopn eða búnað, og • skip flytji menn ólöglega milli landa t.d sem laumufarþega og ólöglega innflytjendur. • Ráðstafanirnar beinast að: • skipinu sjálfu; • þeim sem á skipunum starfa; • þeirri vöru sem tekin er til flutnings; og • þeim höfnum sem skipið siglir til

  8. Hafnavernd: • Ráðstafnirnar hafa að markmiði að: • hindra óviðkomandi aðgang að skipum innan hafnarinnar; • tryggja að í vörum sem koma til hafnarinnar sé aðeins það sem þar á að vera og ekkert það, sem ógnað getur skipinu; • koma í veg fyrir að inn á hafnarsvæðið fari menn eða hlutir, sem geta valdið tjóni á mannvirkjum hafnarinnar eða skipum sem þar eru; og • tryggja öryggi áhafna skipa og farþega. • Ráðstafanirnar beinast að: • skipum sem koma til hafnarinnar; • starfsmönnum hafnar og/eða rekstaraðilum; • mannvirkjum og flutningstækjum innan hafnar; • farmi sem kemur til hafnarinnar á leið úr landi, og • farmeigendum og flutningsaðilum.

  9. Farmvernd: • Ráðstafnirnar hafa að markmiði að: • tryggja að vara, sem tekin er til flutnings, sé sú sem fram kemur í farmbréfi og að í farminum leynist ekkert það sem þar á ekki að vera. • Ráðstafanirnar beinast að: • höfninni, sem varan er flutt til; • framleiðanda/útflytjanda vörunnar; • umbúðum utan um vöruna og frágangi hennar; • flutningi á farmi frá framleiðana/útflytjanda að höfn • geymslustað vöru á hafnarsvæði; og • vottun vörunnar áður en hún fer í skip (Tollgæslan)

  10. Áhrif siglingaverndar á kaupskipaútgerð og siglingar. • Rekstur skipa • Aukinn tilkostnaður vegna aukinnar vaktstöðu og eftirlits um borð í skipum, þjálfunar og æfinga; • Gífurleg aukning í upplýsingamiðlun og pappírsgerð; • Aukning í kröfum um eftirlit með farmi og skipum, sem getur raskað ferðaáætlun skipanna; • Öll frávik frá settum reglum eða atvik sem upp kunna að koma, geta valdið töfum á afgreiðslu skipa, að skipi verði bannað að koma til hafnar eða það kyrrsett; • Aukin tilkostnaður við áhafnaskipti og við að koma t.d. varahlutum, vistum eða farangri um borð í skip; • Aukin tilkostnaður og tafir við afgreiðslu skemmtiferðaskipa í höfnum.

  11. Áhrif siglingaverndar á kaupskipaútgerð og siglingar. • Rekstur hafna • Aukinn tilkostnaður vegna aukinnar vaktstöðu og eftirlits með skipum og vörum í höfnum; • Auknar ráðstafanir til að hindra óviðkomandi frá því að hafa aðgang að hafnarsvæði og vörum sem þar eru; • Aukið eftirlit með allri umferð inn á hafnarsvæði og innan; • Aukið eftirlit með farmi, sem þýðir að vörur þurfa að hafa borist inn á hafnarsvæðið tímanlega fyrir brottför skips; • Öll frávik frá settum reglum eða atvik sem upp kunna að koma, geta valdið töfum á afgreiðslu skipa, að skipi verði bannað að koma til hafnar eða það kyrrsett; • Aukið eftirlit með farþegum skipa og handfarangri þeirra; • Auknir erfiðleikar við að samhæfa strandflutninga með skipum og útflutning, þar sem kröfur til eftirlits með strandflutningi og útflutningi eru mismunandi.

  12. Áhrif siglingaverndar á kaupskipaútgerð og siglingar. • Farmvernd • Aukin tilkostnaður útflytjanda og innflytjanda vegna skoðunar og vottunar á farmi við komu til hafnar eða hjá útflytjanda; • Auknar kröfur um upplýsingar og formsatriði; • Stykkjavörur þurfa að berast til hafnar tímanlega fyrir brottför skips, og • Hætta á að farmur verði skilinn eftir ef formatriðum er ekki fullnægt.

  13. Áhrif siglingaverndar á kaupskipaútgerð og siglingar. • Stefna kaupskipaútgerða. • Leita samstarfs til alla þá sem að siglingaverndinni koma; • Leita leiða til að lágmarka kostnað; • Tryggja að lágmarkskröfum sé fullnægt og að ráðstafanir og framkvæmd þeirra sé trúverðug; • Hafa fullnægt öllum ákvæðum fyrir 1. júlí 2004, og • Gefa skýr skilaboð til þeirra sem hafa illan ásetning um að ákvæðum siglingaverndar sé vandlega framfylgt á Íslandi.

More Related