Download

Lyfhrifafræði 203


Advertisement
/ 112 []
Download Presentation
Comments
darrius
From:
|  
(110) |   (0) |   (0)
Views: 296 | Added:
Rate Presentation: 0 0
Description:
Lyfhrifafræði 203. LHF 203 Lyfjatæknabraut. LYFHRIFAFRÆÐI 203. I. Lyf með áhrif kynhormóna (G02, G03, H01) II. Sýklalyf (J01) III. Sykursýkislyf (A10) IV. Skjaldkirtilslyf (H03). I. Lyf með áhrif kynhormóna. 1. Kynhormón 2. Kvensjúkdómalyf (önnur en sýklalyf)
Lyfhrifafræði 203

An Image/Link below is provided (as is) to

Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use only and may not be sold or licensed nor shared on other sites. SlideServe reserves the right to change this policy at anytime. While downloading, If for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server.- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - E N D - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Lyfhrifafr i 203 l.jpgSlide 1

Lyfhrifafræði 203

LHF 203

Lyfjatæknabraut

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Lyfhrifafr i 2032 l.jpgSlide 2

LYFHRIFAFRÆÐI 203

 • I. Lyf með áhrif kynhormóna (G02, G03, H01)

 • II. Sýklalyf (J01)

 • III. Sykursýkislyf (A10)

 • IV. Skjaldkirtilslyf (H03)

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

I lyf me hrif kynhorm na l.jpgSlide 3

I. Lyf með áhrif kynhormóna

 • 1.Kynhormón

 • 2.Kvensjúkdómalyf (önnur en sýklalyf)

 • 3.Kynhormónar og lyf, sem hafa mótandi áhrif á kynfæri

 • 4.Hormónar heiladinguls og undirstúku og skyld lyf

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Ii s klalyf l.jpgSlide 4

II. Sýklalyf

 • 1.Örverur

 • 2.Flokkar og verkun sýklalyfja

 • 3. Sýklalyf

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Iii sykurs kislyf l.jpgSlide 5

III. Sykursýkislyf

 • 1.Insúlín

 • 2. Sykursýki

 • 3. Insúlínlyf

 • 4. Sykursýkislyf til inntöku

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Iv skjaldkirtilslyf l.jpgSlide 6

IV. Skjaldkirtilslyf

 • 1.  Skjaldkirtilssjúkdómar

 • 2.  Skjaldkirtilslyf

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

I lyf me hrif kynhorm na7 l.jpgSlide 7

I.Lyf með áhrif kynhormóna

1.  Kynhormón

 • Eru hormón sem hafa áhrif á kynfæri

 • Þau skiptast í:

  • Östrógen

  • Andrógen (testósterón)

  • Gestagen (prógesterón)

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

1 kynhorm n l.jpgSlide 8

1. Kynhormón

a) Undirstúkuhormón

 • GnRH

  b) Heiladingulshormón

 • stjórnam.a.kynkirtlum, t.d. follikúltrópín (FSH) og lúteótrópín (LH)

  c) Eggjastokkahormón

 • eruöstrógen og prógesterón

  d) Fyrirtíðaspenna

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

A undirst kuhorm n l.jpgSlide 9

a) Undirstúkuhormón

 • Undirstúka er stjórnstöð sem stýrir m.a. tíðni og lengd tíðahrings

 • Stýrihormón hennar nefnist GnRH (gónadótrópín leysihormón) eða gónadórelín

  • GnRH hefur áhrif á heiladingul og þar með kynfæri

  • GnRH stjórnar m.a. leysingu heiladinguls-hormónanna FSH og LH, sem stundum eru kölluð gónadótrópín

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Undirst kuhorm n l.jpgSlide 10

Undirstúkuhormón

 • Til eru lyf sem hafa áhrif á heiladingul og líkja þannig eftir áhrifum sem undirstúka hefur á heiladingul

 • Einnig eru til afbrigði af GnRH (gónadórelíni) sem eru notuð í meðferð á ófrjósemi:

  • Í konum hvetja lyfin egglos

  • Í körlum hvetja lyfin myndun sæðisfrumna

   (sjá síðar í þessum glærum)

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

B heiladingulshorm n l.jpgSlide 11

b) Heiladingulshormón

 • Heiladingullinn viðheldur réttri stjórnun á nær öllum líffærum í líkamanum

 • Hormónalosun er stjórnað með svo kallaðri neikvæðri afturvirkni (negative feedback) - Sjá mynd 102 í bók

 • Í afturhluta heiladinguls eru framleidd hormónin vasó-pressín og oxýtócín

 • Í framhluta heiladinguls myndast a.m.k. 6 hormón

  • Meðal þeirra eru sómatrópín, prólaktín, FSH og LH

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Heiladingulshorm n fsh og lh l.jpgSlide 12

Heiladingulshormón (FSH og LH)

 • FSH hvetur vöxt eggbús í eggjastokkum

 • Framleiðsla LH nær hámarki í miðjum tíðahring

 • LH hefur þau áhrif að eggbú breytist yfir í gulbú

 • Ef sæði nær að frjóvga egg og það myndar fóstur og fylgju, gefur hún frá sér hormónið hCG (kóríó-gónadótrópín)

 • hCG viðheldur vexti gulbús og kemur í veg fyrir fósturlát

 • hCG skilst út í þvagi – þungunarpróf

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

C eggjastokkahorm n l.jpgSlide 13

c) Eggjastokkahormón

 • Í eggjastokk myndast helstu kynhormón kvenna, östrógen og prógesterón (prógestín)

 • Myndun þeirra er stjórnað af heiladingulshormón-unum FSH og LH

 • Eggjastokkahormónin hafa aftur hamlandi áhrif á myndun FSH og LH (neg. feedback)

 • Þetta samspil er mjög flókið, en magn hormóna í blóði sveiflast mikið yfir einn tíðahring

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Str gen l.jpgSlide 14

Östrógen

 • er framleitt af eggbúi á fyrrihluta tíðahrings og síðan af gulbúi á seinnihluta tíðahrings

 • er einnig framleitt af nýrnahettuberki og fylgju

 • í líkamanum getur verið á formi östradíóls, östróns eða östríóls, en nafnið östrógen er notað yfir öll þessi efni

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Hrif str gens l.jpgSlide 15

Áhrif östrógens

 • Vefaukandi áhrif á leg, eggjaleiðara, leggöng og brjóst

 • Hárvöxtur við sköp og kvenleg einkenni

 • Vefaukandi áhrif á bein og vöðva

 • Örvar myndun slímhúðar í legi, leghálsi og leggöngum

 • Eykur myndun slíms (sem sæðið getur synt í…)

 • Veldur þykkari legslímhúð og hún verður blóðrík

 • Ýmis efnaskiptaáhrif; m.a. safnar vatni og salti í líkamann

 • Jákvæð áhrif á kólesterólhlutfall

 • Eykur myndun storkuefna í lifur

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Notkun lyfja sem innihalda str genefni l.jpgSlide 16

Notkun lyfja sem innihalda östrógenefni

 • Til getnaðarvarna

 • Til að minnka tíðaverki (dysmenorrhea)

 • Ef bilun verður á starfsemi eggjastokka eða þeir brottnumdir (til að viðhalda kvenkynseinkennum)

 • Við tíðahvarfaeinkennum

 • Gegn gelgjubólum (acne)

 • Gegn krabbameini í blöðruhálskirtli karla

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Aukaverkanir str genlyfja l.jpgSlide 17

Aukaverkanir östrógenlyfja

 • Algengasta aukaverkun östrógenlyfja er ógleði eða klígja (oftast væg og hverfur við áframhaldandi notkun lyfjanna)

 • Einnig;

  • brjóstaspenna

  • bjúgur

  • höfuðverkur

  • svimi

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Pr gester n l.jpgSlide 18

Prógesterón

 • Myndast í eggbúi fyrir egglos og síðan tekur gulbú við framleiðslu þess

 • Ef egg frjóvgast myndast hCG sem tekur við stjórnun á gulbúinu

  • Fylgjan tekur síðan við að framleiða östrógen og prógesterón

 • Verði engin frjóvgun fellur magn prógesteróns í blóði og við það dettur legslímhúð af og tíðir hefjast

 • Heldur reglu á blæðingum

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Hrif pr gester ns l.jpgSlide 19

Áhrif prógesteróns

 • Prógesterón er stundum kallað meðgönguhormón

 • Nauðsynlegt til að þykkja og þroska slímhúð legs frekar og búa legið undir að taka við frjóvguðu eggi.

 • Bælir niður efnaferli sem annars myndu hafna fóstrinu

 • Myndar límkennt slím í leggöngum og leghálsi og myndar tappa í legopi (sæði getur ekki synt í því!)

 • Áhrif á þroska brjósta

 • Engin vefaukandi áhrif (eins og östrógen og testósterón)

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Gestagen l.jpgSlide 20

Gestagen

 • Prógesterón er ekki hægt að taka inn á virku formi

 • Til eru nokkur lyf sem hafa prógesterón áhrif og líkjast prógesteróni að mörgu leyti

 • Á markaði eru m.a. lyfin norestísterón, levónorgestrel, desógestrel, gestódenum og lýnestrenól

 • Lyf sem hafa svipuð áhrif og prógesterón

  eru nefnd gestagen

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

Notkun gestagena pr gester ns l.jpgSlide 21

Notkun gestagena (prógesteróns)

 • Til getnaðarvarna (aðallega, ásamt östrógenum)

 • Við tíðaverkjum (dysmenorrhea)

 • Við endómetríósis (legslímuvilla, flökkuslímhúð)

 • Við ýmsum vandamálum vegna legslímhúðar, t.d. við upphaf frjósemisaldurs eða við tíðahvörf

 • Við millitíðablæðingum

 • Til að minnka blæðingar (lykkja)

 • Eftir tíðahvörf

 • Litlar aukaverkanir: Breyting á geðslagi...

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

D fyrirt aspenna pms l.jpgSlide 22

d) Fyrirtíðaspenna (PMS)

 • PMS = Pre-Menstrual-Syndrome

 • Einkenni sem sumar konur finna fyrir

  nokkrum dögum fyrir tíðir;

  • höfuðverkur

  • eymsli í brjóstum

  • aukin þyngd

  • geðvonska

  • þunglyndi

 • Orsökin eru ekki þekkt, en tengsl eru talin milli þeirra og hormónabreytinga

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

2 kvensj kd malyf l.jpgSlide 23

2. Kvensjúkdómalyf

a) Oxýtócíka (Lyf sem valda samdrætti í leginu)

i) Ergotalkalóíðar

ii) Prostaglandín – ekki lengur á skrá!

b) Staðvirk getnaðarvarnalyf

i) Hlutir í leg (lykkjur) til getnaðarvarna

ii) Getnaðarvarnalyf með staðbundna verkun

c) Önnur kvensjúkdómalyf

i) Lyf sem draga úr mjólkurmyndun (Prolactine inhibitors)

ii) Önnur kvensjúkdómalyf

© Bryndís Þóra Þórsdóttir

A ox t c ka l.jpgSlide 24

a) Oxýtócíka

i) Ergotalkalóíðar

 • Metýlergómetrín (Methergin stungulyf, töflur)

  Methergin

 • Ergotalkalóíðar draga saman leg

 • Metýlergómetrín er afleiða af ergómetríni;

  • hefur sérhæfða verkun á leg og eykur samdrátt þess

  • flýtir fyrir losun fylgju og minnkar blóðtap við fæðingu

 • © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Methergin l.jpgSlide 25

  Methergin

  • Ábendingar:

   • Til að flýta fyrir losun fylgju

   • Til að minnka blóðtap eftir fæðingu

   • Við lélegum samdráttum í legi

   • Við blæðingum frá legi eftir keisaraskurð og fósturlát

  • Aukaverkanir:

   • Kviðverkir (samdráttarverkir)

   • Háþrýstingur

   • Höfuðverkur, svimi…

   • Ógleði og uppköst (sjaldgæft)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  B sta virk getna arvarnalyf l.jpgSlide 26

  b) Staðvirk getnaðarvarnalyf

  i) Hlutirí leg (lykkjur) tilgetnaðarvarna

  • Plast lyfjalykkja með prógestógeni (Mirena) - leginnlegg

  • Mirenainniheldurlevónorgestrel (gestagen)

  • Hormónalykkjasemendistí 5 ár

   ii) Getnaðarvarnalyfmeðstaðbundnaverkun

  • Skeiðarinnlegg með prógestógeni og östrógeni (NuvaRing)

  • NuvaRinger skeiðarinnlegg (skeiðarhringur)

  • Mánaðar getnaðarvörn

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  C nnur kvensj kd malyf l.jpgSlide 27

  c) Önnur kvensjúkdómalyf

  i) Lyfsemdragaúrmjólkurmyndun

  • Kabergólín (Dostinextöflur)

   ii) Önnurkvensjúkdómalyf

  • Atosíban (Tractocilestungulyf,

   innrennslisþykkni)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Lyf sem draga r mj lkurmyndun l.jpgSlide 28

  Lyf sem draga úr mjólkurmyndun

  • Þetta eru prólaktín letjarar

   (prolactine inhibitors)

  • Prólaktín er mjólkurmyndunarvaki;

   það örvar mjólkurmyndun

  • Prólaktín myndast í framhluta heiladinguls

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Dostinex kaberg l n l.jpgSlide 29

  Dostinex(kabergólín)

  • Kabergólínerhálfsamtengdurkorndrjólaalkalóíði, langvirkur, meðsérhæfðaprólaktínhemjandiverkun

  • Áhriflyfsinshaldast í 1-3 vikur

  • Skammtastærðir:

   • ½ tafla 2svar á dag í 2 daga (tilaðstöðva

    mjólkurmyndun)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Dostinex kaberg l n30 l.jpgSlide 30

  Dostinex(kabergólín)

  • Ábendingar:

   • Mjólkurflæðimeðeðaántíðateppu; tilaðdragaúreðastöðvamjólkurmynduneftirfæðingu

   • Heiladingulsæxli, vegnaofframleiðsluprólaktína

   • Ófrjósemi, samfarahækkunprólaktíns í blóði

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Dostinex kaberg l n31 l.jpgSlide 31

  Dostinex(kabergólín)

  • Aukaverkanir:

   • Kviðverkir, ógleði, hægðatregða, uppköst

   • Höfuðverkur

   • Stöðubundinnlágþrýstingur (orthostatismi)

   • Þunglyndi

   • Svimi, þreyta, syfja….

  • Milliverkanir:

   • Erýthrómýcíneykuraðgengikabergólínsverulega…

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Tractocile atos ban l.jpgSlide 32

  Tractocile(atosíban)

  • Flokkast sem önnur kvensjúkdómalyf

  • Er stungulyf og innrennslisþykkni

  • Er Z-lyf

  • Lyfið er samkeppnisblokki oxýtócíns í mönnum og hefur þau áhrif að lækka samdráttartíðni og vöðva-spennu í legi og draga þannig úr legsamdrætti

  • Ábendingar:

   • Lyfið er notað til þess að seinka yfirvofandi fyrirburafæðingu hjá þunguðum konum

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  3 kynhorm nar og lyf sem hafa m tandi hrif kynf ri l.jpgSlide 33

  3. Kynhormónar og lyf, sem hafa mótandi áhrif á kynfæri

  a) Hormónar, notaðir til getnaðarvarna

  b) Östrógen

  c) Prógestógen

  d) Prógestógen og östrógen í blöndum

  e) Gónadótrópín og önnur lyf sem hafa örvandi

  áhrif á egglos

  f) Andandrógen lyf

  g) Aðrir kynhormónar og lyf með mótandi áhrif á

  kynfæri

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Horm nar nota ir til getna arvarna l.jpgSlide 34

  Hormónar, notaðir til getnaðarvarna

  • Ýmsir valmöguleikar eru hvað varðar getnaðarvarnir;

   • pillur, lykkjur, hettur, forðasprautur, ígræðsla í vef o.fl.

  • Fyrsta pillan kom á markað í byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar

  • Getnaðarvarnapillur í dag innihalda minna hormónamagn en forverar þeirra...

  • Um 90% ísl. kvenna fæddar eftir 1944, hafa einhvern tíma notað pilluna og um 20% kvenna á barnseignaraldri nota pilluna á hverjum tíma

  • P-pillur eru nefndar eftir Bandaríkjamanninum Pincus sem var einn af þeim fyrstu til að rannsaka pilluna

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Getna arvarnalyf l.jpgSlide 35

  Getnaðarvarnalyf

  • Skipta má tegundum getnaðarvarna í þrjá flokka:

   • i. Samsetta pillan (p-pillan)

   • ii. Pilla sem inniheldur eingöngu gestagen

    (míni-pillan)

   • iii. Önnur lyf notuð til getnaðar-

    varna

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  I samsetta pillan p pillan l.jpgSlide 36

  i. Samsetta pillan (p-pillan)

  • Á markaði í dag eru ca. 13 pillutegundir sem innihalda blöndu af gestageni og östrógeni

  • Östrógenið er eins, en gestagenið er mismunandi

  • Styrkur hormónanna er mismunandi eftir tegundum

   • Einfasa pillur (sami litur, sami hormónaskammtur)

   • Tveggja- eða þriggja fasa (mismunandi litur, kaflaskiptar, mis-munandi hormónaskammtar)

  • Östrógen eitt og sér dugar sem getnaðarvörn, en gestagen er haft með til að halda reglu á tíðahringnum

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  I samsettar pillur p pillur l.jpgSlide 37

  i. Samsettar pillur (p-pillur)

  ♀ innihalda östrógen (yfirleitt etinýlestradíól)

  ♀ innihalda gestagen (noretísterón, desógestrel…)

  ♀ eru teknar samfellt í 21 dag og svo hlé í 7 daga (flestar)

  ♀ östrógenið í þeim kemur í veg fyrir egglos

  ♀ gestagenið í þeim gerir slímið í leghálsinum þykkara…

  ♀ östrógen og gestagen hafa þau áhrif á legslímhúð að

  egg nær ekki að festast þar

  ♀ eru mjög öruggar, séu þær teknar rétt inn

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  P pillan l.jpgSlide 38

  P-pillan

  • Yfirleitt er byrjað að taka pilluna á 1.degi tíðahrings

  • Pillan verður í flestum tilfellum örugg

   strax frá fyrsta degi

  • Ef gleymist að taka töflu að kvöldi,

   er í lagi að taka hana næsta morgun

   (mega líða mest 36 klst.)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Ii pilla sem inniheldur eing ngu gestagen m ni pillan l.jpgSlide 39

  ii. Pilla sem inniheldur eingöngu gestagen (míni-pillan)

  • inniheldur desógestrel (gestagen)

  • er tekin samfellt – engir „hvíldardagar‟

  • hefur fyrst og fremst áhrif á slímið í leghálsinum, en hefur einnig áhrif á legslímhúð => minnkar líkur á bólfestu eggs

   • kemur einnig í veg fyrir egglos

   • er ekki alveg jafn áreiðanleg og samsetta pillan

  • hefur ekki áhrif á mjólkurframleiðslu konunnar

  • er betri kostur fyrir konur sem ekki geta tekið p-pilluna

  • veldur ekki aukinni hættu á blóðtappamyndun…

  • Lyf: Cerazetteog Gestrina

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Iii nnur lyf notu til getna arvarna l.jpgSlide 40

  iii. Önnur lyf notuð til getnaðarvarna

  i) „Daginn eftir‟ pillan – Neyðargetnaðarvörn!

  • Nafn: Postinor, NorLevo (levónorgestrel)

  • Eru tekin inn minna en 72 klst. eftir óvarðar samfarir (1 tafla 1 sinni, eða 2 töflur 1 sinni)

  • Geta valdið ógleði og uppköstum

   ii) RU486 eða „franska pillan‟

  • Einn skammtur mífepristón (antiprógestógen)

  • Framkallar fósturlát => „öruggt‟ ef gefið innan 49 daga frá seinustu blæðingum - Ekki skráð hérlendis

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Iii nnur lyf notu til getna arvarna41 l.jpgSlide 41

  iii. Önnur lyf notuð til getnaðarvarna

  iii) Medroxýprógesterón (Depo-Provera)

  • Gefið i.m. sem getnaðarvörn (á þriggja mán. fresti)

   iv) Levónorgestrel (Mirena)

  • Hormónalykkja, endist í 5 ár.

   v) Etónógestrel

  • Vefjalyf, endist í 3 ár – Implanon NXT

  • Skeiðarinnlegg (skeiðarhringur) – mán. getnaðarvörn NuvaRing

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Val p pillum l.jpgSlide 42

  Val á p-pillum

  • Læknar ávísa yfirleitt pillu með sem minnstu hormónainnihaldi;

   • T.d. Mercilon, (Benidette) og Harmonet

   • Henta oftast ungum stúlkum

   • Ef bera fer á milliblæðingum eða óreglulegum blæðingum

    => prófa pillur með meiri hormónaskammt s.s.

    Microgyn og Marvelon

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Konur mega ekki taka inn p pilluna ef l.jpgSlide 43

  Konur „mega ekki“ taka inn p-pilluna, ef...

  • þær þjást af lifrarsjúkdómum

  • grunur leikur á þungun

  • þær eru með blæðingatruflanir eða önnur vandamál…

  • þær eru með segamyndun eða sögu um slíkt

  • þær eru með krabbamein næm fyrir hormónum

  • þær reykja og eru eldri en 35 ára

  • þær eru með háan blóðþrýsting (>140/90 mmHg)

  • þær eru með mígreni (stundum…)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Helstu kostir p pillunnar l.jpgSlide 44

  Helstu kostir p-pillunnar

  • Pillan veitir örugga getnaðarvörn sé hún tekin rétt

  • Minni tíðaverkir

  • Minni blæðingar (blóðleysi er sjaldgæfara)

  • Góð áhrif á legslímuvillu (endómetríósis)

  • Getur fyrirbyggt blöðrur á eggjastokkum

  • Getur haft góð áhrif á bólótta húð (sumar teg.)

  • Minni líkur á ákveðnum tegundum krabbameins, s.s. krabbameini í legbotni, eggjastokkum eða legslímu (?)

  • Minni líkur á móðurlífsbólgum

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Helstu kostir p pillunnar aukaverkanir l.jpgSlide 45

  Helstu ókostir p-pillunnar (aukaverkanir)

  • Milliblæðingar, sérstaklega í upphafi (fyrstu 3 mán.)

  • Þyngdarbreyting (1-2 kg)

  • Ógleði

  • Spenna í brjóstum

  • Vandamál í húð; fita og bólur

  • Skapsveiflur

  • Minnkuð kynhvöt

  • Augnþurrkur

  • Aukin tíðni brjóstakrabbameins (Umdeilt…)

  • Lítillega aukin hætta á að fá blóðtappa (segamyndun)

  • Hækkaður blóðsykur og minnkað glúkósaþol (?)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Milliverkanir p pillunnar vi lyf l.jpgSlide 46

  Milliverkanir p-pillunnar við lyf

  • Lyfjakol geta minnkað frásog pillunnar

  • Sum lyf auka niðurbrot p-pillunar => minni verkun

  • Dæmi um lyf:

   • Sýklalyf (rífampisín, tetracýklín og ampicillín)

   • Flogaveikilyf (barbítúröt, fenýtóín)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Hva getur haft hrif ryggi p pillunnar l.jpgSlide 47

  Hvað getur haft áhrif á öryggi p-pillunnar?

  • Pillurnar teknar óreglulega og stakar pillur gleymast

  • Uppköst og niðurgangur innan þriggja stunda frá pillutöku

  • Ýmis lyf geta haft áhrif á öryggi pillunnar…

  • Konur sem eru á skammvinnri meðferð með breið-virkum sýklalyfjum ættu að nota aðrar getnaðar-varnir samtímis töku pillunnar meðan á meðferð stendur og í 7 daga eftir að henni lýkur

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  A horm nar til getna arvarna lyf l.jpgSlide 48

  a) Hormónar til getnaðarvarna - Lyf

  i) Blöndurafprógestógeni og östrógeni

  • Levónorgestrel og östrógen (Microgyno.fl.)

  • Desógestrel og östrógen (Benidette, Marvelon,

   Mercilon)

  • Gestóden og östrógen (Harmonet)

  • Dróspírenón og östrógen (Yasmin, Yasmin 28,

   Yasminelle, YAZ)

  • Norelgestrómín og östrógen (Evra)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  I bl ndur af pr gest geni og str geni l.jpgSlide 49

  i) Blöndur af prógestógeni og östrógeni

  • Yasmin

   • Pilla sem kom á markað fyrir nokkru

   • Er ekki talin valda þyngdarbreytingum og talin hafa góð áhrif á húðina

   • Er nokkuð dýr

  • Microgyn, Benidette, Marvelon, Mercilon, Harmonet

   • Öruggar frá fyrsta degi

  • Evra er getnaðarvarnaplástur

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  A horm nar til getna arvarna lyf50 l.jpgSlide 50

  a) Hormónar til getnaðarvarna - Lyf

  ii) Kaflaskipt lyf, prógestógen og östrógen

  • Levónorgestrel og östrógen (Triquilar)

  • Noretísterón og östrógen(Trinovum, Trinovum 28)

  • Desógestrel og östrógen (Gracial)

  • Dienogest og östrógen (Qlaira)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Ii kaflaskipt lyf pr gest gen og str gen l.jpgSlide 51

  ii) Kaflaskipt lyf, prógestógen og östrógen

  • Gracial

   • Eina tvífasa pillan á markaðnum

   • Hentar einkum konum sem fá milliblæðingar við notkun annarra lágskammta getnaðarvarnartafla

  • Triquilar

  • Trinovum

   • Eru báðar þriggja fasa pillur

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  A horm nar til getna arvarna lyf52 l.jpgSlide 52

  a) Hormónar til getnaðarvarna - Lyf

  iii) Prógestógen

  • Levónorgestrel (Postinor, NorLevo)

  • Etónógestrel (Implanon NXT)

  • Desógestrel (Cerazette, Gestrina)

 • Sjá umfjöllun um þessi lyf framar…

 • © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  B str gen l.jpgSlide 53

  b) Östrógen

  • Breytingaskeið kvenna – Tíðahvörf

  • Breytingaskeið kvenna hefst samfara minnkandi hormónaframleiðslu eggjastokka, oftast í kringum fimmtugsaldur og stendur yfir í 8-10 ár

  • Talið er að breytingaskeiðið sé að verða búið þegar konan hefur ekki haft tíðablæðingar í eitt ár

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Breytingaskei i ors k l.jpgSlide 54

  Breytingaskeiðið - orsök

  • Það er talið byrja vegna þess að eggvísum hefur fækkað niður í ákveðinn fjölda;

   => eggjastokkarnir hætta að framleiða östrógen og

   prógesterón

   => nýrnahettur og fituvefur framleiða meira af östrógeni

   en áður

  • Ýmsir þættir eru taldir hafa áhrif á hvenær breyt-ingaskeiðið hefst, hversu lengi það varir og hve svæsin einkennin eru;

   • arfgengir þættir, barneignir, þjóðfélagsstétt, reykingar o.fl.

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Breytingaskei i einkenni l.jpgSlide 55

  Breytingaskeiðið - einkenni

  • Óþægindi vegna breytingaskeiðsins eru einstaklings-bundin

  • Einkennin geta gert vart við sig þó nokkru áður en breyting verður á blæðingum

   • Premenopaus (< 5 ár): óreglulegar blæðingar, skapsveiflur...

   • Perimenopaus (+/- 1-2 ár): hita- og svitakóf, þreyta, andlega vanlíðan

   • Postmenopaus (> 5 ár): sama og ofan...

    + rýrnunareinkenni östrógennæmra líffæra

    Beinþynning, aukin tíðni hjarta- og æðasjúkdóma

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Breytingaskei i einkenni56 l.jpgSlide 56

  Breytingaskeiðið - einkenni

  • Helstu einkennin eru:

   • Hitakóf og svitaköst

   • Hjartsláttarköst

   • Kvíði

   • Þreyta – höfuðverkur

   • Þunglyndi – geðsveiflur

   • Svefntruflanir

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Breytingaskei i einkenni57 l.jpgSlide 57

  Breytingaskeiðið - einkenni

  • Síðkomin einkenni:

   • Þynning á slímhúð þvag-og kynfæra

   • Breytingar á húð (húðþynning, hárvöxtur í andliti…)

   • Lið-og vöðvaverkir, fótakrampar

   • Beinþynning (osteoporosis)

   • Aukin tíðni hjarta-og æðasjúkdóma

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Breytingaskei i horm name fer l.jpgSlide 58

  Breytingaskeiðið - hormónameðferð

  • Árið 1932 kom fyrst fram sú hugmynd að gefa konum östrógen vegna óþæginda tengdum breytingaskeiðinu

  • Um 1970 var notkun orðin almenn

  • Íslenskar konur eyða yfir 100 milljónir króna árlega í hormóna!

  • Tugþúsundir kvenna hérlendis taka hormónalyf vegna tíðahvarfa (meira en helmingur...);

   • hefur e.t.v. minnkað eitthvað!

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Breytingaskei i horm name fer59 l.jpgSlide 59

  Breytingaskeiðið - hormónameðferð

  • Er talin áhrifarík gegn einkennum tengdum breytinga-skeiði og síðkomnum einkennum östrógenskorts

  • Sumar konur kjósa að fá hormónameðferð sem fram-kallar tíðahring, aðrar ekki

  • Sé leg enn til staðar, er prógesterón gefið með östrógeni, þar sem östrógenið eitt sér veldur þykknun á legbolsslímhúð og eykur líkur á krabbameini

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Horm name fer l.jpgSlide 60

  Hormónameðferð

  • Östrógenlyfsemnotuðeru; östradíól og estríól

  • Efeinkennifráleggöngum og slímhúðþvagfæra

   => östrógeniðer oft gefiðstaðbundið (stílar, krem)

  • Einkennitíðahvarfamámeðhöndlameðöstrógen-lyfjum

   • Æskilegteraðfjarlægjalegslímhúðsemmyndast...

    • Gefagestagen í 10-12 daga í loktíðahrings => tíðirbyrja

  • Tilerusamsettlyfmeðöstrógeni og gestageni

   • Kostur: Einungisþarfað taka einatöflu á dag

   • Ókostur: Ekkierhægtaðstjórnamagnihvershormóns

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Horm name fer61 l.jpgSlide 61

  Hormónameðferð

  • Á markaðnumerutilhormónalyf á ýmsumformum;

   • skeiðarstílar og skeiðarkrem

   • töflur

   • skeiðarhringureðaskeiðarinnlegg (Estring)

   • hlaup (Estrogel)

   • forðaplástrar (Evorelo.fl.)

  • Forðaplástrarnirerusettir á þurra og hárlausahúð

   • Plástrarnirgefafrásérlyfstöðugt í 3-4 daga

   • Þáerskipt um og nýrplástursettur á, en ekki á samastað

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Notkun horm na me al s nskra kvenna 2000 l.jpgSlide 62

  Notkun hormóna meðal sænskra kvenna (2000)

  Hópur: Hormónameðferð:

  • Almennt 55 ára kvk. 35 %

  • Kvensjúkdómalæknar 88 %

  • Eiginkonur kvensjúkd.lækna 86 %

  • Kvenlæknar 72 %

  • Eiginkonur lækna 68 %

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Hvers vegna taka konur ekki horm n eftir t ahv rf l.jpgSlide 63

  Hvers vegna taka konur ekki hormón eftir tíðahvörf?

  • Skortseinkenni eru lítil

  • Áframhaldandi blæðingar af hormónum

  • „Aukaverkanir“

  • „Tíðahvörf eru náttúrulegt fyrirbæri“

  • Fyrirbyggjandi áhrif eru ekki nægileg rök fyrir ævilangri lyfjatöku

  • Hræðsla við brjóstakrabbamein

  • Aðrar aðferðir duga jafnvel gegn óþægindunum

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Hva a konur mega ekki taka horm na l.jpgSlide 64

  Hvaða konur mega ekki taka hormóna...

  • Konur sem eru þungaðar

  • Konur með óútskýrðar óreglulegar blæðingar

  • Konur með nýgreint brjóstakrabbamein

  • Konur með legbolskrabbamein

  • Konur með virkan lifrarsjúkdóm

  • Konur með porphyria (blóðsjúkdómur)

  • Konur með sögu um blóðtappa

  • Meningioma (himnuæxli)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Hversu lengi tti kona a vera horm num l.jpgSlide 65

  Hversu lengi ætti kona að vera á hormónum?

  • Einkennameðferð í a.m.k. 1-5 ár

  • Fyrirbyggjandi meðferð í 5 ár eða lengur

  • Einkennameðferð getur breyst yfir í fyrirbyggjandi meðferð

  • Eftir 53 ára aldur er ráðlagt að skipta úr kaflaskiptri östrógen-gestagen meðferð í samfellda meðferð, svo konan þurfi ekki að hafa blæðingar lengur

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Kostir horm name fer ar l.jpgSlide 66

  Kostir hormónameðferðar

  ☺ Dregur úr einkennum tíðahvarfa; bætir líðan

  ☺ Jákvæð áhrif á bein og bandvef

  ☺ Jákvæð áhrif hvað varðar hjarta- og æðakerfi (?)

  ☺ Minnkar líkur eða seinkar þróun á

  Alzheimer sjúkdómi (?)

  ☺ Dregur úr ristilkrabbameini?

  ☺ Dregur úr líkum á slitgigt…?

  ☺ Bætir kynlíf

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Gallar horm name fer ar l.jpgSlide 67

  Gallar hormónameðferðar

  ☹ Aukin hætta á krabbameini í legi

  • minnkuð áhætta ef prógesterón er gefið með

   ☹ Aukin hætta á brjóstakrabbameini (?)

   ☹ Aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum (?)

   ☹ Mánaðarlegar blæðingar

  • ef prógesterón er gefið með

   ☹ Aukin áhætta á blóðtappa

   ☹ Einkenni frá meltingarvegi og skapsveiflur…

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Fyrir 2002 l.jpgSlide 68

  Fyrir 2002...

  • Mælt með hormónameðferð sem annars stigs forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum;

   • Konur eftir tíðahvörf með einn eða fleiri neðantaldra áhættuþætti ættu að taka hormóna:

    • Hækkað kólesteról

    • Sykursýki

    • Háþrýstingur

    • Reykingar

    • Fjölskyldusaga hjarta- og æðasjúkdóma (1 ættingi < 60 ára)

    • Ótímabær tíðahvörf

   • Þörf á að endurskoða þetta?

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  N legar ranns knir l.jpgSlide 69

  Nýlegar rannsóknir

  • Samkvæmt nýlegum rannsóknum (bandarískum) þykir sýnt að samsett hormónameðferð vegna tíðahvarfa getur gert meiri skaða en gagn sem fyrsta stigs heilsuvernd

   • Aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum...

   • Aukin hætta á brjóstakrabbameini...

   • Aukin hætta á heilablóðföllum...

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  N legar ranns knir70 l.jpgSlide 70

  Nýlegar rannsóknir

  • Samkvæmt sænskum rannsóknum eru minni líkur á að konur sem taka hormónalyf sem innihalda eingöngu östrógen fái brjóstakrabbamein, en þær sem taka lyf sem innihalda samsetta hormóna

   • Að það sé prógesterónið sem sé krabbameinsvaldurinn...

   • ???

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Slenskar ranns knir l.jpgSlide 71

  Íslenskar rannsóknir

  • Í niðurstöðum rannsóknar íslenskra lækna kom ekki fram munur á tíðni kransæðasjúkdóma eða blóðtappa, eftir því hvort konur voru á hormónameðferð eða ekki

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  R leggingar landl knisemb ttisins l.jpgSlide 72

  Ráðleggingar Landlæknisembættisins

  • Heimilislæknar ættu að endurmeta ábendingar fyrir homónameðferð við tíðahvörfum og upplýsa konur um kosti og galla þessar meðferðar

  • Sala hormónalyfja fyrir konur á breytingaskeiði hefur minnkað frá því sumarið 2002...

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Hvernig er best a h tta horm name fer l.jpgSlide 73

  Hvernig er best að hætta á hormónameðferð...

  • Ráðlagt er að draga úr hormónameðferðinni hægt og sígandi á 6-12 vikum, jafnvel lengri tíma

   • Væg hita- og svitakóf geta gert vart við sig á tímanum...

  • Töflumeðferð:

   • Minnka hormónamagnið fyrstu 3 vikurnar, taka síðan töflu annan hvern dag, láta síðan tvo daga líða á milli...

  • Plástrar:

   • Klippa ræmu af plástrinum, t.d. ¼ fyrstu 2-4 vikurnar, ½ næstu vikur þar á eftir o.s.frv.

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Lei beiningar til kvenna l.jpgSlide 74

  Leiðbeiningar til kvenna

  • Konur sem taka hormóna vegna brottnáms legs og/eða eggjastokka;

   • Ekki vitað um æskilega lengd hormónameðferðar

   • Líklegt er talið að hormónameðferð gagnist þessum konum til fimmtugs

  • Staðbundin östrógenmeðferð (krem/hringir);

   • Notuð til að koma í veg fyrir þurrk í slímhúð og til að hindra endurteknar þvagfærasýkingar

   • Slík meðferð í hæfilegum skömmtum er talin örugg við langtímanotkun

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Me fer arvalkostir l.jpgSlide 75

  Meðferðarvalkostir

  I. Eftir brottnám legs

  • Samfelld östrógen meðferð án hlés, ekki þörf á gestagenum

  • Lyfjaform; töflur, forðaplástur, hlaup...

  • Dæmi: Estrofem 2 mg, Estrogel, Evorel,

   Femanest...

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Me fer arvalkostir76 l.jpgSlide 76

  Meðferðarvalkostir

  II. Leg til staðar (fyrir og við tíðahvörf)

  • Samsett kaflaskipt (cýklísk) meðferð:

   • Östrógen gefið í 21-28 daga og gestagen gefið cýklískt í 10-14 daga (blæðing)

   • Lyf: Femasekvens, Trisekvens...

  • Sveigjanleg meðferð:

   • Östrógen í töflum, plástrum eða hlaupi, síðan gestagen í töfluformi í 10-14 daga á 1-3ja mán. fresti (blæðing)

   • Lyf (östrógen): Evorel, Estrofem 2 mg o.fl.

   • Lyf (gestagen): Primolut N, Cerazette

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Me fer arvalkostir77 l.jpgSlide 77

  Meðferðarvalkostir

  II. Leg til staðar (eftir tíðahvörf)

  • Samsett kaflaskipt (cýklísk) meðferð:

   • Sama og hér á undan...

  • Sveigjanleg meðferð:

   • Östrógen í töflum, plástrum eða hlaupi, gefið stöðugt

   • Blæðingum komið af stað á 2-3ja mán. fresti með gestagenum í 10-14 daga Lyf: sama og hér á undan...

  • Samfelld samsett meðferð (nokkuð liðið frá tíðahvörfum):

   • Östrógen og gestagen í hverri töflu gefið án hlés - Hætta á blæðingum fyrstu mán.

   • Lyf: Femanor, Kliogest, Activelle

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Me fer arvalkostir78 l.jpgSlide 78

  Meðferðarvalkostir

  III. Meðferð staðbundinna einkenna frá þvag- og kynfærum(notuð östrógen)

  • Stílar, krem; gefið daglega í 1-2 vikur

   • Viðhaldsmeðferð; 1-2svar í viku

   • Lyf: Ovestin (krem, stílar), Vagifem (skeiðartafla)

  • Skeiðarinnlegg; sett upp á 3ja mán. fresti

   • Lyf: Estring

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Me fer arvalkostir79 l.jpgSlide 79

  Meðferðarvalkostir

  IV. Aðrir valkostir

  • Hormónalykkja í legi; gefur frá sér gestagen, notuð ásamt östrógeni einu sér

   • Lyf: Mirena

  • Tíbólón; samtengdur steri sem hefur bæði östrógen og gestagen verkun, auk þess að hafa andrógen áhrif

   • Hefur jákvæð áhrif á skap og kynhvöt

   • Lyf: Livial (töflur)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Me fer arvalkostir80 l.jpgSlide 80

  Meðferðarvalkostir

  V. Meðferð á svitakófum og hitasteypum þegar östrógen eru ekki æskileg

  • Lyf;

   • Primolut N (gestagen); 5-10 mg á dag

   • Catapresan (klónidín)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Framt areftirlit l.jpgSlide 81

  Framtíðareftirlit

  • Á 6-12 mán. fresti við endurnýjun lyfseðils

  • Meðferðarfylgni

  • Blóðþrýstingseftirlit

  • Brjóstaskoðun og fylgja eftir brjóstamyndatöku á 2ja ára fresti + sjálfskoðun

  • Vaginal ómskoðun, ef ekki notað gestagen með östrógeni

  • > 53 ára aldur => skipta úr kaflaskiptri meðferð í samfellda meðferð => blæðing stöðvast (Kliogest)

  • Hægt er að mæla FSH til að fá vísbendingu um hvort tíðahvörf hafi orðið hjá konum á hormónameðferð

   • (ef ↑ FSH => samfelld meðferð)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  B str gen lyf l.jpgSlide 82

  b) Östrógen - Lyf

  i) Náttúruleg og hálfsamtengd östrógen, óbl. lyf

  • Estradíól (Estring, skeiðarinnlegg, Estrofem 2 mg, töflur, Estrogel, hlaup, Evorel, forðaplástur, Femanest, töflur, Vagifem, skeiðartafla, Vivelle dot, forðaplástur)

  • Estríól (Ovestin, skeiðarkrem, skeiðarstílar, töflur)

   ii) Önnur östrógen

  • Tíbólón (Livial, töflur)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  I n tt ruleg og h lfsamtengd str gen bl ndu lyf l.jpgSlide 83

  i) Náttúruleg og hálfsamtengd östrógen, óblönduð lyf

  • Estrogel

   • Hlaup í túpu

   • Minnisveiflur í blóðþéttnisamanborið

    við töflur => minniaukaverkanir

   • Efkonaermeð leg, skalgefagestagen

    a.m.k. 10-14 síðustudagatíðahringsins

   • Eftíðahvörfumerlokið, málengjatíðahringinn í 3 mán.

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  I n tt ruleg og h lfsamtengd str gen bl ndu lyf84 l.jpgSlide 84

  i) Náttúruleg og hálfsamtengd östrógen, óblönduð lyf

  • Estring(skeiðarinnlegg eða skeiðarhringur)

   • Notaður við óþægindum (breytingum) frá leggöngum af völdum östrógenskorts

   • Innlegginu er komið fyrir djúpt inni í leggöngunum og haft í 3 mán.

  • Vagifem (skeiðartafla)

   • Notaðir við einkennum frá leggöngum sem stafa af östrógenskorti

   • 1 stíll daglega í 2 vikur, svo 1 stíll 2svar í viku

   • Hafa ekki almenna östrógenverkun

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Ii nnur str gen l.jpgSlide 85

  ii) Önnur östrógen

  • Livial(tíbólón)

  • Tíbólón brotnar niður í þrjú efni sem stuðla að verkun lyfsins. Tvö umbrotsefnanna hafa aðallega östrógenáhrif, en þriðja efnið og virka efnið sjálft hafa prógesterón og andrógen áhrif

   • Lyfið hefur sértæka verkun á ýmsa vefi;

    • östrógen áhrif í fæðingarvegi, á bein og þá hluta heilans sem stjórna hita (hitakóf)

    • aðallega prógesterón áhrif í brjóstunum

    • kemur í veg fyrir ofvöxt í slímhúð legs

    • lækkar LDL-kólesteról, þríglýseríð og lípóprótein

    • eykur fibrin sundrun í blóði

    • jákvæð áhrif á skap og kynhvöt

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Livial t b l n l.jpgSlide 86

  Livial(tíbólón)

  • Ábendingar

   • Uppbótarmeðferð við einkennum östrógenskorts hjá konum meira en ári eftir tíðahvörf

   • Til varnar beinþynningu eftir tíðahvörf…

  • Skammtar

   • Konur sem fá eðlileg tíðahvörf eiga ekki að byrja meðferð með lyfinu fyrr en 12 mán. eftir síðustu eðlilegu blæðingar

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  C pr gest gen l.jpgSlide 87

  c) Prógestógen

  i) Pregnen (4) afleiður

  • Medroxýprógesterón (Depo-Provera, stungulyf)

  • Prógesterón (Lutinus, skeiðartafla) – Nýlegt!

   ii) Pregnadíenafleiður

  • Díenógest (Visanne, töflur) – Nýlegt!

   iii) Estrenafleiður

  • Noretísterón (Primolut N, töflur)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  I depo provera medrox pr gester n l.jpgSlide 88

  i) Depo-Provera(medroxýprógesterón)

  • Búinaðfaraaðeins í...

   Ábendingar:

  • Getnaðarvörn, þegarnotkun

   getnaðarvarnataflnahentarekki

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  I lutinus pr gester n l.jpgSlide 89

  i) Lutinus(prógesterón)

  Ábendingar:

  • Lyfið er ætlað til að aðstoða við

   festingu (hreiðrun) fósturvísa í leginu,

   sem þáttur í tæknifrjóvgun hjá konum

   er eiga við frjósemisvandamál að

   stríða

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Ii visanne d en gest l.jpgSlide 90

  ii) Visanne(díenógest)

  • Er nortestósterón afleiða, án andrógenvirkni

  • Hefur prógestógenáhrif in vivo

  • Verkar á legslímuvillu með því að draga úr myndun líkamans sjálfs á estradíóli og bælir þannig áhrif estradíóls á vöxt, bæði innan og utan legslímu

   • Gefið 1 tafla á dag, samfellt, án tilliti til blæðinga

  • Ábendingar:

   • Legslímuvilla

  • Aukaverkanir:

   • Höfuðverkur (9,0%), óþægindi í brjóstum (5,4%), depurð (5,1%), þrymlabólur (5,1%) o.fl.

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Iii primolut n noret ster n l.jpgSlide 91

  iii) Primolut N(noretísterón)

  • Samtengtgestagensemhindrarseytingugónadótrópína (FSH og LH) í framhlutaheiladinguls

  • Einnigstaðbundináhrif á legslímhúð og stöðvarblæðingartruflanir

  • Ábendingar

   • Blæðingartruflanirafvöldumprógesterónskorts

   • Tíðateppa

   • Tilfærsla á blæðingum (viðbót)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  D pr gest gen og str gen bl ndum l.jpgSlide 92

  d) Prógestógen og östrógen í blöndum

  i) Blöndurafprógestógenogöstrógen

  • Noretísterónogöstrógen (Activelle, töflur, Evorel Conti, forðaplástur, Femanor, töflur, Kliogest, töflur)

  • Dróspírenón og östrógen (Angemin, töflur)

   ii) Kaflaskiptlyf, prógestógenogöstrógen

  • Noretísterón og östrógen (EvorelSequi, forðaplástur,

   Femasekvens, töflur, Trisekvens, töflur, Novofem,

   töflur)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  I bl ndur af pr gest gen og str gen l.jpgSlide 93

  i) Blöndur af prógestógen og östrógen

  Kliogest og Femanoreru samheitalyf og Activelleer sama lyfið nema helmingi daufara

  • Lyfin eru blöndur af hormónum til samfelldrar notkunar sem uppbótarmeðferð og er tilgangurinn að komast hjá reglu-legum tíðablæðingum

  • Eftir 9-12 mán. meðferð hafa blæðingar hætt hjá um 80% kvennanna;

   • vegna áhrifa gestagensins, það veldur í flestum tilvikum legslímhúðarvisnun og viðheldur síðan þunnri slímhúð

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Ii kaflaskipt lyf pr gest gen og str gen94 l.jpgSlide 94

  ii) Kaflaskipt lyf, prógestógen og östrógen

  Femasekvensertveggjafasalyf, en

  Trisekvensþriggjafasa

  • Notuðsemuppbótarmeðferð við einkennumöstrógenskortsBlæðingverður

   EvorelSequi

  • Gildirþaðsama

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  E g nad tr p n og nnur lyf me rvandi hrif egglos l.jpgSlide 95

  e) Gónadótrópín og önnur lyf með örvandi áhrif á egglos

  i) Gónadótrópín

  • Menótrópín (Menopur, stungulyfsstofn og leysir)

  • Follitrópín alfa (GONAL-f, stungulyf, stungulyfsstofn)

  • Follitrópín beta (Puregon, stungulyf o.fl.)

  • Kóríógónadótrópín (Ovitrelle, stungulyfsstofn)

   ii) Samtengd efni með örvandi áhrif á egglos

  • Klómífen (Pergotime, töflur)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  I g nad tr p n l.jpgSlide 96

  i) Gónadótrópín

  • GONAL-f(follitrópín alfa)

   • er framleitt með samrunaerfðatækni í kínverskum hömstrum

   • hefur sérhæfða FSH-virkni

   • örvar vöxt og þroska eggbúa

   • er stundum gefið með kóríógónadótrópíni (hCG)

  • Ábendingar

   • Ófrjósemi hjá konum, sem stafar af því að ekki

    verður egglos

   • Örvun margra eggbúa samtímis til nota við tæknifrjóvgun

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Ii samtengd efni me rvandi hrif egglos l.jpgSlide 97

  ii) Samtengd efni með örvandi áhrif á egglos

  • Pergotime(klómífen, töflur)

   • Er efni óskylt sterum sem hvetur myndun gonadótrópína í heiladingli, sennilega með því að hindra östrógenviðtaka í undirstúku og heiladingli

   • Þetta leiðir til þess að eggjastokkarnir fara að framleiða eggbú og síðan egg

  • Ábendingar

   • Ófrjósemi, eða skert frjósemi vegna truflana í starfsemi heiladinguls (kemur af stað egglosi við ófrjósemi hjá konum)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Pergotime l.jpgSlide 98

  Pergotime

  • Skammtar

   • Klómífener í töfluformi og eruskammtarnirteknir á 5.-9. degi í tíðahring

  • Varúð

   • Eggjastokkargetastækkaðóeðlilega

   • Hugsanlegaaukinhætta á krabbameini í eggjastokkum

   • Tíðnifjölburafæðingaeykst

   • Sjóntruflanir og hættaviðakstur

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  F andandr gen lyf l.jpgSlide 99

  f) Andandrógen lyf

  i) Andandrógen, óblönduð lyf

  • Cýpróterón (Cyproteron Mylan, töflur)

   ii) Andandrógen og östrógen

  • Cýpróterón og östrógen (Cypretyl, Diane mite, töflur)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  I andandr gen bl ndu lyf l.jpgSlide 100

  i) Andandrógen, óblönduð lyf

  Cyproteron Mylan (cýpróterón)

  • kemur í veg fyrir áhrif andrógena

  • hefur einnig gestagen og andgónadótrópísk áhrif

  • minnkar kynhvöt og kyngetu

  • hindrar starfsemi kynkirtla

  • Hlífir blöðruhálskirtlinum fyrir áhrifum andrógena frá kynkirtlum og/eða nýrnahettuberki

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Cyproteron mylan l.jpgSlide 101

  Cyproteron Mylan

  • Ábendingar

   • Krabbamein í blöðruhálskirtli

   • Sjúklega aukin kynhvöt hjá karlmönnum

  • Varúð

   • Áhrif lyfsins á kynhvöt geta minnkað sé alkóhól tekið inn samtímis

   • Fylgjast skal reglulega með starfsemi lifrar, nýrnahettubarkar og gildum rauðra blóðkorna á meðan á meðferð stendur

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  Ii andandr gen og str gen l.jpgSlide 102

  ii) Andandrógen og östrógen

  • Diane miteog Cypretyl(cýpróterón og östrógen)

   • dregur úr aukinni starfsemi svitakirtla, sem gegnir mikilvægu hlutverki í myndun á bólum og flösu í hársverði

   • minnkar hárlos

   • hefur einnig gestagen áhrif

  • Ábendingar

   • Andrógenháðir kvillar í húð kvenna: Gelgjubólur, flasa á háu stigi, hárvöxtur í andliti, feit húð, karlmannaskalli

   • Getnaðarvörn hjá konum með ofannefnda kvilla

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  G a rir kynhorm nar og lyf me m tandi hrif kynf ri l.jpgSlide 103

  g) Aðrir kynhormónar og lyf með mótandi áhrif á kynfæri

  i) Sérhæfð lyf með mótandi áhrif á östrógenviðtaka

  • Raloxífen (Evista, töflur)

   Evista(raloxífen)

  • er sértækur östrógenviðtaka mótari

  • hefur sértæk örvandi eða hemjandi áhrif á östrógennæma vefi

  • hefur örvandi áhrif á bein og að hluta á kólesteról efnaskipti

  • hefur ekki áhrif á undirstúku eða leg og vefi í brjóstum

 • Ábendingar:

  • Til meðhöndlunar og til að fyrirbyggja beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf

 • © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  4 horm nar heiladinguls og undirst ku og skyld lyf l.jpgSlide 104

  4. Hormónar heiladinguls og undirstúku og skyld lyf

  a) Hormónar framhluta heiladinguls og skyld lyf

  b) Hormónar afturhluta heiladinguls og skyld lyf

  c) Hormónar undirstúku

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  4 horm nar heiladinguls og undirst ku og skyld lyf105 l.jpgSlide 105

  4. Hormónar heiladinguls og undirstúku og skyld lyf

  a) Hormónarframhlutaheiladinguls og hliðstæður

  i) Sómatrópín og sómatrópínvirklyf

  • Sómatrópín (Genotropin,

   Humatrope 12 mg, Norditropin

   SimpleXx, Omnitrope,

   Saizen-click.easy 8 mgo.fl.)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  4 horm nar heiladinguls og undirst ku og skyld lyf106 l.jpgSlide 106

  4. Hormónar heiladinguls og undirstúku og skyld lyf

  b) Hormónar afturhluta heiladinguls og skyld lyf

  i) Vasópressín og skyld lyf

  • Desmópressín (Minirin, Octostim)

  • Terlípressín (Glypressin)

   ii) Oxýtócín og hliðstæður

  • Oxýtócín (Syntocinon)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  4 horm nar heiladinguls og undirst ku og skyld lyf107 l.jpgSlide 107

  4. Hormónar heiladinguls og undirstúku og skyld lyf

  c) Hormónar undirstúku

  i) Gónadótrópínleysandi hormón

  • Nafarelín (Synarela)

   ii) Lyf sem hindra myndun vaxtarhormóna

  • Oktreótíð (Sandostatin, Sandostatin Lar)

  • Pasireotid (Signifor) – NÝTT!

   iii) Lyf sem hindra myndun gónadótrópínleysandi hormóna

  • Ganirenlix (Orgalutran)

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  A horm nar framhluta heiladinguls og skyld lyf l.jpgSlide 108

  a) Hormónar framhluta heiladinguls og skyld lyf

  i) Sómatrópín og skyld lyf

  Genotropin (sómatrópín) (stungulyfsstofn)

  • Er vaxtarhormón

  • Er framleitt með genabreyttum bakteríum

  • Er mikilvægt fyrir efnaskipti fitu, kolvetna og próteina

  • Örvar lengdarvöxt og eykur vaxtarhraða hjá börnum með ónóga myndun vaxtarhormóns

  • Viðheldur eðlilegri líkamssamsetningu, með því að draga úr útskilnaði köfnunarefnis og örva vöxt beinagrindar og vöðva...

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  B horm nar afturhluta heiladinguls og skyld lyf l.jpgSlide 109

  b) Hormónar afturhluta heiladinguls og skyld lyf

  i) Vasópressín og skyldlyf

  Minirin (desmópressín) (nefdropar, töflur)

  • Þvagskerðihormón (ADH), semhefuráhrif á nýrun

  • Dregurúrþvaglátum en hefurlíkaáhrif á blóðþrýsting

  • Ábendingar

   • Flóðmiga / þvaghlaup (diabetes insipidus)

   • Ósjálfráðnæturþvaglát (enuresis nocturna)

  • Skammtar

   • Fereftirþyngd

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  B horm nar afturhluta heiladinguls og skyld lyf110 l.jpgSlide 110

  b) Hormónar afturhluta heiladinguls og skyld lyf

  ii) Oxýtócín og hliðstæður

  Syntocinon (oxýtócín) (nefúði, stungulyf)

  • Oxýtócín veldur samdrætti í legi og hefur áhrif á vöðva mjólkurkirtla í brjóstum

  • Ábendingar

   • Nefúði; til að auðvelda brjóstagjöf (fastmjólkandi konur) og til að hindra bólgur í brjóstum vegna mjólkurstíflu

    • gefið sem nefúði fimm mín. fyrir brjóstagjöf

   • Stungulyf; til að gangsetja eða flýta fyrir fæðingu

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  C horm nar undirst ku l.jpgSlide 111

  c) Hormónar undirstúku

  i) Gónadótrópínleysandihormón (GnRH)

  Synarela (nafarelín) (nefúði) Z- og S-lyf

  • Nafarelínhefursvipaðaverkun og GnRH

  • Lyfiðörvarlosun á LH og FSH, semauka

   östrógen og testósterónframleiðslu

  • Ábendingar

   • Legslímuvilla

   • Formeðferðfyrirglasafrjóvgun

   • Tilmeðferðarfyriraðgerð á vöðvaæxlum í legi

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  C horm nar undirst ku112 l.jpgSlide 112

  c) Hormónar undirstúku

  ii) Lyf sem hindra myndun vaxtarhormóna

  Sandostatin (oktreótíð) (stungulyf) Z- og S-lyf

  • Oktreótíð hemur;

   • losun insúlíns

   • losun glúkagons

   • losun gastríns og annarra peptíða

   • losun vaxtarhormóna…

   • losun skjaldvakaforkveikju (TRH)

  • Ábendingar

   • Heilaæxli sem framleiða of mikið af sómatrópíni (acromegaly) o.fl.

  © Bryndís Þóra Þórsdóttir  Presentation Statistics
  Views on SlideServe : 296
  Views from Embeds : 0

  Presentation Categories


  Copyright © 2015 SlideServe. All rights reserved | Powered By DigitalOfficePro