1 / 15

6. febrúar, 2004 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Axel Hall og Ásgeir Jónsson

Flug- og ferðaþjónusta á Íslandi: Umfjöllun í tilefni af beiðni Ryanair um lækkun gjalda á Keflavíkurflugvelli. 6. febrúar, 2004 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Axel Hall og Ásgeir Jónsson. Verkefnið. Leggja mat á tilboð sem Ryanair hefur gert íslenskum stjórnvöldum

andie
Download Presentation

6. febrúar, 2004 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Axel Hall og Ásgeir Jónsson

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Flug- og ferðaþjónusta á Íslandi: Umfjöllun í tilefni af beiðni Ryanair um lækkun gjalda á Keflavíkurflugvelli 6. febrúar, 2004 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Axel Hall og Ásgeir Jónsson

  2. Verkefnið • Leggja mat á tilboð sem Ryanair hefur gert íslenskum stjórnvöldum • Gera úttekt á aðstæðum við gjaldtöku á Keflavíkurflugvelli • Greina aðstæður í flug- og ferðaþjónustu hérlendis • Skoða hlutverk ríkisins í ferðaþjónustunni • Samgönguráðherra skipaði vinnuhóp í samvinnu við utanríkisráðuneytið um þetta verkefni en í þeim hópi sátu: • Björn Knútsson flugvallarstjóri, Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli • Hrönn Ingólfsdóttir markaðsstjóri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. • Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. • Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu • Magnús Oddsson, ferðamálastjóri • Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri • Sigrún Traustadóttir, framkvæmdastjóri FMS

  3. Tilboð Ryanair • Tilboð Ryanair • Flugvallarskattur (1.250 krónur) og öryggisgjöld (300 krónur) verði felld niður til þess að örva umferð um völlinn utan háannatíma. • Flugvallargjöld (lendingar- og farþegagjöld) verði í samræmi við þá staðreynd að lendingar Ryanair eru á þeim tíma dags sem er utan við megin annatíma flugstöðvarinnar. • Ryanair semji sérstaklega um gjöld fyrir meðhöndlun farangurs. • Allur mismunur á ofangreindum kostnaðarmarkmiðum Ryanair og flugvallargjöldum verði bættur með þeim auka sölutekjum sem viðbótar farþegafjöldi á vegum Ryanair muni skila til fríhafnarinnar. • Á móti gefur Ryanair eftirfarandi loforð: • Að fjölga farþegum til Íslands um 250.000 - 300.000 manns á ári eða um 20%. Og þar með auka fjölda erlendra ferðamanna um 40%. • Kynna Ísland fyrir 1 milljarð króna á hverju ári. • Veita Íslendingum aðgang að Evrópu á fargjöldum sem kosta frá 5000 íslenskum krónum.

  4. Tilboð Ryanair • Það er mat skýrsluhöfunda að ekki sé hægt að taka óskir og loforð Ryanair sem samning. Í loforðum félagsins felast engin sérákvæði utan þess sem telst eðlilegar afleiðingar af því að félagið hefji flug hingað til lands: • Ferðamönnum hefur fjölgað um 7% á ári að meðaltali síðustu 5 árin. Þannig mun fjöldi ferðamanna vaxa um 40% innan næstu 5 ára án þátttöku Ryanair. (Til að mynda er allt útlit fyrir að ferðamannastraumur til landsins hafi aukist um 15% á árinu 2003.) • Ryanair auglýsir ekki áfangastaði nema á sölusíðu sinni þar sem allir hljóta sömu afgreiðslu. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem nýta sér heimasíðu félagsins eru látnir borga fyrir kynninguna með hlut af veltu. Sú kynning sem félagið hefur í huga fyrir Ísland hlýtur því að felast í auglýsingum á vefsíðu félagsins sem félagið metur sem styrk. • Nú þegar er eitt fyrirtæki, Iceland Express, sem flýgur til Evrópu fyrir svipað fargjald og greint er frá í tilboði Ryanair. Af þeim sökum eru lággjaldafargjöld Ryanair ekki nýlunda hérlendis.

  5. Samsetning gjalda Keflavíkurflugvelli • Notendur Keflavíkurflugvallar og flugstöðvarinnar þurfa að inna af hendi gjöld af ýmsu tagi. • Um er að ræða fimm megin gjaldflokka: • Lendingargjald, • Öryggis- og vopnaleitargjald • Innritunargjald • Afgreiðslugjald • Flugvallargjald sem er skattur á brottfararfarþega. Ef tekið er dæmi af Boeing 737-800 flugvél með 189 farþega innanborðs, er heildarkostnaður við slíka þotu í brottflugi og afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli rúmir 8000 Bandaríkjadalir, eða um 22 Bandaríkjadalir á farþega.

  6. Flugvallargjaldið • Flugvallargjaldið er skattur sem leggst á flugfarþega en tengist ekki beint veittri þjónustu. • Almennt má segja að samfélagslegur kostnaður skatta sé því meiri þeim mun næmari sem eftirspurn er gagnvart verðbreytingum. • Aukin alþjóðleg samkeppni í flugrekstri og tilkoma lággjaldaflugfélaga hefur aukið samkeppni og fjölgað valmöguleikum neytenda. • Neytendur eru nú næmari fyrir flugvallarsköttum vegna þess að þau eru nú stærri hluti af verði flugmiða. • Skaðsemi flugvallargjaldsins fyrir íslenska ferðaþjónustu er því að aukast. • Lággjaldaflugfélög með lága framlegð eiga sérstaklega erfitt að bera kostnað sem þennan. • Ryanair byggir einmitt afkomu sína á því að fá undanþágu frá slíkum gjöldum á aukaflugvöllum Evrópu. • EFTA-dómstóllinn hefur þó úrskurðað flugvallagjaldið í núverandi mynd í andstöðu við EES samkomulagið.

  7. Sjónarmið verðlagningar á Keflavíkurflugvelli • Flugvallargjaldið er skattur og byggir ekki á þeirri meginreglu að notandi greiði fyrir þann kostnað sem hann skapar • Lendingargjaldið sem innheimt er af Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli stendur ekki undir rekstri þeirrar stofnunar um þessar mundir vegna gengisþróunar dollars • Ekki er innheimt fyrir flugleiðsögu af hálfu Flugmálastjórnar Íslands • Fyrir ríkisvaldið er mikilvægt að rekstur eins og sá sem stundaður er í kringum Keflavíkurflugvöll standi undir tilheyrandi kostnaði og eðlilegri arðgjöf fjármagns • Gjöldin þurfa að byggja á kostnaðargreiningu og vera í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO. Byggt á þeirri grunnreglu að notandi greiði fyrir þann kostnað sem af honum skapast • Skattlagning umfram það er líkleg til þess að draga úr straumi ferðamanna til landsins

  8. Gjöld í flugstöðinni samanburður • Skattar á farþega eru innheimtir í Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Bretlandi. • Skatturinn er hærri í Bandaríkjunum og á Bretlandi. • Hér er um að aðalflugvelli þar sem notendagjöldin eru fremur há. • Á héraðsflugvöllum eru þau mun lægri Ef litið er á Keflavíkurflugvöll sem „héraðsflugvöll” eru gjöldin há í erlendum samanburði. Ef litið er á Keflavíkurflugvöll sem aðalflugvöll er gjöldin þar fremur lág.

  9. Umferð um flugstöðina er sveiflukennd • Mikill kostnaður fylgir sveiflukenndri umferð • Spurning hvort verðlagning þjónustu eigi að endurspegla mismunandi kostnaði og beita eigi verðagreiningu út frá tíma

  10. Þjóðhagsleg áhrif ferðamennsku: Fjöldi ferðamanna Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um rúmlega 6% á ári frá 1960. Vöxturinn hefur þrátt fyrir allt verið ótrúlega stöðugur.

  11. Þjóðhagslegur ávinningur ferðaþjónustunnar • Bætt framleiðni vinnuafls: Sköpun nýrra starfa í ferðaþjónustu gefur fólki tækifæri til að afla sér hærri tekna en ella hefði orðið, að gefinni menntun, búsetu og starfsþjálfun. Ennfremur kann staðbundið atvinnuleysi að vera til staðar. • Bætt framleiðni einkafjármagns: Aukin nýtni fjármuna vegna meiri veltu, s.s. þjónustu-, flutninga- og afþreyingarfyrirtækja. Úti á landi eru margs konar mannvirki, t.d. skólar og félagsheimili, sem eru vannýtt af íbúum, en henta ferðaþjónustu á háönn. • Bætt framleiðni opinbers fjármagns og innviða: Með notkun sinni taka ferðamenn þátt í kostnaði vegna íslenskra innviða (infrastructure), s.s. samgöngumannvirkja, og velferðarkerfis. Til dæmi með því að borga bensíngjald og virðisaukaskatt til íslenska ríkisins. Hagræðið kemur einkum þar sem umferð er lítil eins og á landsbyggðinni. • Sterkari grundvöllur fyrir sérhæfingu og fjölbreytni: Sérhæfing krefst lágmarksfjölda af viðskiptavinum til þess að fastur kostnaður dreifist á nægilega margar einingar. Þjóðin er fámenn og hefur lítið svigrúm til þess að skapa fjölbreytileika í verslun og þjónustu sem krefst fjárfestingar og byggir á stærðarhagkvæmni.

  12. Hlutverk ríkisins í ferðaþjónustunni • Þegar til heildar er litið ættu stjórnvöld að fylgja ákveðnu hlutleysi gagnvart ferðaþjónustunni líkt og öðrum atvinnugreinu og leyfa greininni að þróast á eigin forsendum. • Stjórnvöld eiga ekki að ívilna greininni á þeirri einni forsendu að hún skapi gjaldeyri, en jafnframt ekki refsa henni með skattheimtu umfram það sem þekkist hjá öðrum greinum. • Í þessu efni verða stjórnvöld að móta almennar reglur og móta stefnuna með forsjálum hætti fremur en að hrekjast frá einni undantekningu til annarrar. • Þau þurfa að huga sérstaklega vel að markaðsbrestum sem gætu hindrað þróun í greininni og ennfremur stýra notkun innviða og framleiðslufjármuna til þess að auka þjóðhagslegan ábata sem greinin gefur af sér. • Stærsti og augljósasti markaðsbresturinn í þessu tilliti felst í því að illfært er að ná nægilegri landkynningu. • Þegar til framtíðar er litið er líklegt að aðalviðfangsefni stjórnvalda verði ekki að fjölga ferðamönnum heldur að tryggja hámarksafrakstur í greininni og jafna álagið á land og þjóð.

  13. Áhrifagreining • Þegar skoðuð er atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu ber að hafa í huga að áhrif ferðamanna ná langt út fyrir þann atvinnugeira • Hægt er með stærðfræðilegum aðferðum og tiltölulega ströngum hagrænum forsendum að slá einhvers konar mati á þessi áhrif og áhersla lögð á það um leið að hér er um mat að ræða og niðurstaða mjög háð því líkani sem beitt er • Þessar niðurstöður má ekki túlka sem minnkun umsvifa ef útgjöld ferðamanna væru ekki til staðar, heldur er þessum tölum eingöngu ætlað að meta efnahagslegan sess ferðaþjónustunnar í hagkerfinu við núverandi aðstæður • Hér er heldur ekki um að ræða samanburð við aðrar atvinnugreinar, umfang þeirra og áhrif

  14. Efnahagsáhrif ferðamanna • Bein áhrif eru efnahagsáhrif þeirrar starfsemi sem verður til í beinum tengslum við ferðaþjónustuna. Hér er átt við bein efnahagsáhrif þeirra fyrirtækja sem starfa við þessa þjónustu. • Óbein áhrif eru sú starfsemi sem verður til utan ferðaþjónustunnar vegna starfsemi í henni. Dæmi um þetta er m.a. aðföng í ferðaþjónustunni sem skapa tekjur í fyrirtækjum utan hennar. Þessi fyrirtæki nota svo aðföng frá öðrum fyrirtækjum og þannig gengur efnahagshringrásin koll af kolli • Afleidd áhrif. Með afleiddum áhrifum er átt við áhrif sem verða til vegna beinna og óbeinna áhrifa. Auðveldast er að hugsa sér þessi áhrif þannig að þegar eftirspurn eftir vöru eða þjónustu eykst reynist nauðsynlegt að auka framleiðslu þeirrar vöru eða þjónustu. Aukning framleiðslu kallar á aukið vinnuafl sem aftur eykur tekjur heimila. Aukning á tekjum heimilanna eykur svo neyslu heimilanna sem kallar á enn meiri framleiðslu fyrirtækjanna.

  15. Tölulegar niðurstöður, efnahagsáhrif útgjalda erlendra ferðamanna innanlands Hver króna útgjalda skapar um þrjár krónur í sölu og veltu í efnahagslífinu Þetta svarar til um 5% sölu og veltu árið 2002 Bein áhrif af ferðamönnum nema 82 þúsund krónum í eyðslu á ferðamann. Ef á hinn bóginn er tekið tillit til efnahagsáhrifa útgjalda innanlands af hverjum ferðamanni á veltu og sölu nemur sú fjárhæð um 330 þúsund krónum á hvern ferðamann Ef einnig er tekið tillit til tekna af flugfargjöldum svara heildaráhrifin til um 8,22% af sölu og veltu árið 2002

More Related