1 / 12

Námsferð til Danmerkur 22.apríl – 28.apríl 2012

Námsferð til Danmerkur 22.apríl – 28.apríl 2012. Hópurinn fór af stað frá Hvalfjarðargöngunum kl. 4:30 aðfaranótt sunnudags, þann 22.apríl. 9 nemendur 10.bekkjar Heiðarskóla ásamt umsjónakennara Sigurði Tómassyni og dönskukennara og fararstjóra Katrínu Rós Sigvaldadóttur.

slade
Download Presentation

Námsferð til Danmerkur 22.apríl – 28.apríl 2012

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Námsferð til Danmerkur22.apríl – 28.apríl 2012 Hópurinn fór af stað frá Hvalfjarðargöngunum kl. 4:30 aðfaranótt sunnudags, þann 22.apríl. 9 nemendur 10.bekkjar Heiðarskóla ásamt umsjónakennara Sigurði Tómassyni og dönskukennara og fararstjóra Katrínu Rós Sigvaldadóttur.

  2. Við tókum lestar og strætó til að komast á áfangastað (Zleep Hotel Ballerup) og gengum í 20 mínútur , fyrst í slyddu svo rigningu. Þegar komið var á hótelið komum við okkur fyrir og hættum okkur ekki aftur út í rigninguna. Allir þreyttir eftir ferðalagið.

  3. Mánudagsmorgun mættum við svo klukkan 8:00 í Hedegårdsskole. Það tók okkur um 20 mínútur að ganga í skólann og fórum við göngustíg alla leið. Krakkarnir byrjuðu á að kynna sig, svo var farið út í leiki. Okkar krakkar kynntu svo Ísland fyrir Dönunum og gerðu það með prýði.

  4. Eftir hádegi var svo farið í útileiki og er Hedegårdsskole með frábæra aðstöðu úti. Á hverjum degi fer umsjónakennari með bekkinn sinn út og er þetta viðbót við íþróttakennslu.

  5. Eftir skóla fóru krakkarnir saman í Ballerup Center og um kvöldið hittust þau í fritidsklúbbnum (félagsmiðstöðinni).

  6. Þriðjudagurinn var eins uppbyggður nema þá kynntu Danir Kaupmannahöfn fyrir okkur. Okkar nemendur fóru líka og heimsóttu 1.bekk (7ára) og hjálpuðu þeim við reikningsdæmi.

  7. Við kvöddum 9.bekk Hedegårdsskole á þriðjudag og heldum út á Amager á Danhostel. Það voru erfið skipti…En hér eru þessir frábæru krakkar ásamt kennurum sínum.

  8. Á miðvikudag fórum við í bátsferð og sáum þá staði sem 10.bekkur Heiðarskóla kynnti fyrir eldriborgurum í kaffiboði í marsmánuði. Einnig staði sem Danir fóru yfir í kynningunni sinni.

  9. Á fimmtudag fórum við á ráðhústorgið og Strikið. Um kvöldið hittu svo krakkarnir nokkra af dönsku nemendunum í tívolí.

  10. Á föstdag vorum við mætt í dýragarðinn í Fredriksberg kl. 10. Þar sáum við m.a. ljón, fíla, gíraffa, nashyrning, flóðhesta, apa, strúta, tígrisdýr, leðurblökur og meget meget mere…

  11. Á föstudaginn gerðum við svo vel við okkur og borðuðum saman á Jensens Böfhus

  12. Á laugardag hélt hópurinn heim, allir þreyttir en GLAÐIR Já það er margt sem gerist í Köben 

More Related