150 likes | 331 Views
Námsmat á grunnskólastigi: Hver er staðan? Hvert stefnir? „Hvað eru allir að stressa sig á þessum samræmdu prófum?“ Stúlka í 10. bk. vorið 2006. Ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun 14. ágúst 2006 Meyvant Þórólfsson meyvant@khi.is.
E N D
Námsmat á grunnskólastigi: Hver er staðan? Hvert stefnir?„Hvað eru allir að stressa sig á þessum samræmdu prófum?“ Stúlka í 10. bk. vorið 2006 Ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun 14. ágúst 2006 Meyvant Þórólfsson meyvant@khi.is
Skúffureglan (Pigeonhole principle)Reglan um „dúfnahólfin“ • n hólf og m>n dúfur. Hér er n=9 og m=25
„Dúfnahólf“ og einkunnadreifing • Samræmd próf í 9. bekk 1977-1984 (n=5 og m≈4000). Tíðnidreifing löguð að normaldreifingu: • Samræmdar einkunnir í stærðfræði vorið 2006 (n=19 og m=4508
„Dúfnahólf“ og viðmiðatöflur (Rubrics) John A. Van de Walle 2001
Vísbendingar um stöðuna í grunnskólum árið 2006 Helstu heimildir og uppsprettur upplýsinga: • Umsjón með námskeiðum í nokkrum grunnskólum 2003-2006 (MÞ/JK/IS o.fl.) • Rannsókn IS/JK/MÞ á stöðu námsmats (Stendur yfir) • Rannsókn Ernu I. Pálsdóttur Námsmat í höndum kennara (Meistaraprófsritgerð við HA vorið 2006) • Þóra Björk Jónsdóttir o.fl. – Evrópskt samstarfsverkefni um námsmat í skóla fyrir alla (Skýrsla væntanleg) • B.Ed.-verkefni Maríu Lapas – viðtöl við foreldra barna sem hafa þreytt samræmd próf í 4., 7. og 10. bekk. (Ekki komið til birtingar) • Skýrsla starfshóps um tónlistaruppeldi – Niðurstöður könnunar á fyrirkomulagi tónmenntakennslu í grunnskólum Reykjavíkur 2003 • B.Ed.-verkefni Sigríðar Rafnsdóttur – Innan eða utan rammans 2005 • Opinberar námskrár, starfsáætlanir, reglugerðir, skólanámskrár o.fl. gögn
Vísbendingar um stöðuna í grunnskólum árið 2006 • Mat er að stórum hluta byggt á skriflegum verkum nemenda (próf, verkefni...) • Kennarar segja samræmd próf stýra matsaðferðum að miklu leyti, skrifleg próf virðast því vega þungt og einnig verkefni sem miða að undirbúningi fyrir samræmd próf • Hin megindlega (kvantítatífa) sýn á námsmat birtist m.a. í upplýsingum um vægi: Árseinkunn 40%, lokapróf 60%... • Hugtakið símat kemur mjög víða fyrir, en sjaldnast nógu vel útskýrt hvað í því felst
Vísbendingar um stöðuna í grunnskólum árið 2006 • Algengt er að kennarar tilgreini vinnubrögð, virkni, framfarir og iðni sem grundvöll námsmats, einkum í list- og verkgreinum og yngri stigum • Skv. könnun á tónmenntakennslu 2003 er námsmat í tónmennt mjög fjölbreytilegt, sums staðar ekkert, símat, mat á verkefnum, virkni, félagsfærni, áhugi, samvinna, hegðun, frumkvæði. Skrifleg próf stöku sinnum nefnd • Munur er eftir aldursstigum á hugmyndum kennara um námsmat og fyrirkomulag þess
Vísbendingar um stöðuna í grunnskólum árið 2006 • Námsmat í skóla fyrir alla með virkri blöndun (inclusion) vefst fyrir mörgum. Svipað er að segja um einstaklingsmiðað nám (differentiation) og sveigjanlega kennsluhætti • Í samantekt um Norðurlönd kemur fram að þátttaka nemenda og foreldra í námsmati gefist vel, virk tjáskipti, samskipti og samvinna (collaboration) skipti máli • Svolítil umræða fer fram um aðkomu annarra en kennara að mati (sbr. sjálfsmat, jafningjamat, foreldramat...), en tregða að stíga það skref, þekking og reynsla e.t.v. of lítil
Vísbendingar um stöðuna í grunnskólum árið 2006 • Í viðtölum við foreldra kemur m.a. í ljós undrun vegna einhæfra kennsluaðferða og matsaðferða á unglingastigi. Ein móðir leggur til að nemendur séu „látnir kynna og kenna“. Þannig læri þeir betur en við stöðuga miðlun frá kennara • Slakur nemandi í 10. bekk vorið 2006 setti þessa yfirskrift á spjallsíðu á Netinu: „Hvað eru allir að stressa sig á þessum samræmdu prófum?“ • Mjög sterkur nemandi sem valdi öll prófin sagðist ekki sjá tilgang með sjálfum samræmdu prófunum, hún væri ekki að læra til að ná háum einkunnum á þeim, heldur vegna áhuga á að læra efnið og vegna inntökuskilyrða framhaldsskóla
Vísbendingar um stöðuna í grunnskólum árið 2006 • Í viðtölum við foreldra koma fram áhyggjur af því að skipulag náms og námsmats sé kerfismiðað og staðlað, ekki nemendamiðað þrátt fyrir umræðu um einstaklingsmiðað nám • Kennari nefnir í viðtali að svokölluð geislabaugsáhrif (halo effect) og skyld áhrif vegi talsvert í námsmati. Það virðist stundum skipta máli hvaða nemandi eigi í hlut þegar ákveðið sé í hvaða „hólfi“ hann lendir
Samandregið... • Skólinn hefur nokkuð skýran tilgang og markmið skv. lögum og námskrám. Námsreynsla sem nemendur gangast undir á vegum skólans er margbreytileg, þótt ákveðnir drættir virðist meira áberandi þar en aðrir og svipaða sögu er að segja um kennsluhætti/kennsluaðferðir • En kennarar virðast að einhverju leyti ráðvilltir þegar fella á námsmat að öllum þessum markmiðum, námsreynslu og kennsluháttum. Þess vegna vakna spurningar um réttmæti þegar námsmat er annars vegar
Hvert stefnir? Enn betri skóli. Þeirra réttur-okkar skylda 1998: • Kröfur um undirbúning nemenda úr grunnskóla hafa nær eingöngu miðast við árangur í bóklegum greinum, þ.e. íslensku, erlendum tungumálum og stærðfræði, enda er stærstur hluti náms sem völ hefur verið á í framhaldsskóla fólginn í fræðilegu námi sem að mestu leyti er sett fram á óhlutlægan hátt. Sett verða inntökuskilyrði á námsbrautir framhaldsskóla og þannig reynt að tryggja að nemandi hafi öðlast nægjanlegan undirbúning til að takast á við það nám sem hann innritast í. Inntökuskilyrði miðast við einkunnir á samræmdum prófum og skólaeinkunnir við lok grunnskóla. (Bls. 21-22)
Hvert stefnir? Samkeppni mun halda áfram um sæti í eftirsóknarverðum „hólfum“ sem hlýtur að leiða til: • ...prófkennslu og ytri stýringar á hugsun nemenda, sem getur sljóvgað eðlilegt vitsmunastarf • ...að nemendur forðast að taka áhættu í námi sínu, enda eru samræmd próf áhættupróf (high-stake tests) • ...aukinnar hættu á áhugaleysi nemenda gagnvart raunverulegu námi, orkan fer í að leita leiða til að lenda í réttu „hólfunum“, ekki í að brjóta hugmyndir til mergjar eða leit að vitrænni merkingu og samhengi
Hvert stefnir? Þrátt fyrir vaxandi umræðu um aðrar leiðir í námsmati en þær hefðbundnu (próf, skrifleg verkefni...) þarf meira til: • ... Gagngera „jarðvegsvinnu“ til að þessar leiðir skili sér í skólastarf (menntun kennara, jafningjakennsla um „best practices“ o.fl.) • ...Tekið verði mið af kenningum um nám og hvaða þýðingu þær hafa fyrir námsmat • ...Rækileg umræða fari fram um tilgang námsmats, hvað eigi að meta, hvernig og hverjir o.s.frv.
Hvert stefnir? • ... Möguleikar eigindlegs (kvalítatífs) mats verði reyndir og því VONANDI BEITT TIL AÐ RÆKTA OG LAÐA FRAM MARGBREYTILEGA HÆFILEIKA BARNA Í STAÐ ÞESS AÐ SKIPA ÞEIM Í HÓLF EFTIR ÞRÖNGUM VIÐMIÐUM • ... Jón Gunnar Kristinsson (Jón Gnarr): Mér fannst skólar leiðinlegir...hef alltaf átt erfitt með að einbeita mér að einhverju sem ég hef ekki beinan áhuga á...Ég hef sjálfmenntað mig...stundað fjarnám í gegnum Google...Wikipedia hefur líka reynst mér haukur í horni...Það er hræðileg líðan að hafa eitthvað að segja en kunna ekki að segja það.-Fréttablaðið 6. júlí 2006