1 / 17

Skólafundur föstudaginn 25. febrúar 2011

Skólafundur föstudaginn 25. febrúar 2011. Framhaldsskólalög. 22. gr. Skólanámskrá Sérhver framhaldsskóli skal gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá skiptist í tvo hluta, almennan hluta og námsbrautarlýsingar .

ownah
Download Presentation

Skólafundur föstudaginn 25. febrúar 2011

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Skólafundur föstudaginn 25. febrúar 2011

  2. Framhaldsskólalög 22. gr.Skólanámskrá • Sérhver framhaldsskóli skal gefa út skólanámskrá. • Skólanámskrá skiptist í tvo hluta, almennan hluta og námsbrautarlýsingar. • Í almennum hluta skólanámskrár skal gerð grein fyrir starfsemi skólans, helstu áherslum og stefnumörkun, stjórnskipan, námsframboði og skipulagi náms, kennsluháttum, námsmati, stuðningi, ráðgjöf og þjónustu við nemendur, réttindum og skyldum nemenda, foreldrasamstarfi og samstarfi við utanaðkomandi aðila, sjálfsmati og gæðamálum og öðru sem skóli kýs að kveða á um í skólanámskrá.

  3. Almennur hluti aðalnámskrá MMR 9.2 Skólanámskrá • Sérhver framhaldsskóli skal gefa út skólanámskrá og skiptist hún í almennan hluta annars vegar og námsbrautar- og áfangalýsingar hinsvegar. Auk þess að taka mið af lögum og reglugerðum um framhaldsskóla, skulu önnur lög, reglugerðir og reglur hafðar til hliðsjónar við gerð skólanámskrár eftir því sem efni standa til og nauðsyn krefur (sjá viðauka 1). • Skólanámskráin er unnin af starfsmönnum skólans undir stjórn skólameistara og skal staðfest af skólanefnd að fenginni umsögn skólafundar. Hún skal birt á aðgengilegan hátt, á vef skólans og vera uppfærð reglulega.

  4. Almennur hluti skólanámskrár • Menntastefna • Starfsumhverfi • Skólareglur • Mat og úttektir • Þjónusta við nemendur • Húsnæði og aðstaða

  5. Menntastefna • FÁ hefur ávallt verið trúr uppruna sínum og tekið við nemendum sem þurfa annað tækifæri. • Stór hluti þeirra nemenda sem útskrifast úr FÁ hafa brotinn námsferil.

  6. Það sækja ekki margir útskriftarnemar grunnskóla með háar einkunnir um FÁ. • Margir eru ósáttir við þá staðreynd.

  7. Á það ber hins vegar að líta að hinn fjölbreytti nemendahópur sem er í FÁ er örugglega eitt af því sem gerir hann að góðum skóla.

  8. Samkvæmt lögum er hlutverk framhaldsskóla að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi.

  9. Erum við að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi? • Ég býst við að þið séuð sammála mér um að svo er ekki. • Í námskrárvinnunni þurfum við að hafa það ofarlega í huga að bjóða hverjum nemenda nám við hæfi.

  10. Framhaldsskólar skulu leitast við að • efla færni nemenda í íslensku máli, • efla siðferðisvitund, ábyrgð, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, • þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, • stuðla að jafnrétti og gagnrýninni hugsun, • kenna nemendum að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja þá til þekkingarleitar.

  11. Nemendur FÁ eru ekki einsleitur hópur og það gerir miklar kröfur til allra um að vera sveigjanleg og sýna umburðarlyndi. • Ég er á þeirri skoðun að þessi samsetning nemendahópsins efli siðferðiskennd, ábyrgð, víðsýni og jafnrétti.

  12. FÁ metinnskýrsla í janúar 2011 • Það verður að telja skólanum til tekna hve vel hefur tekist til með mótun skólastefnu og hversu skýrar áherslur skólans hafa verið frá upphafi og eru enn. • Skólastefnan virðist samtvinnuð öllu skólastarfinu og þau gildi sem þar eru sett fram virðast í heiðri höfð og tengjast beint Lögum um framhaldsskóla 92/2008, 2.gr. um hlutverk framhaldsskóla.

  13. Stjórnskipan FÁ er skýr og kemur ágætlega fram á vefsíðu skólans. • Sterkt kennararalið starfar við skólann og viðhorf kennara til nemenda endurspeglast í virðingu fyrir þeim. • Nemendur hafa tileinkað sér virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og taka eftir ef framkoma starfsmanna er ekki í takt við stefnu skólans.

  14. Aðkoma nemenda að mótun skólastefnu mætti vera tryggari. • Skólastarf FÁ er vel skipulagt og kemur fram í brautalýsingum og áfangalýsingum sem eru aðgengilegar á heimasíðu skólans. Samræmi er milli námsmarkmiða, kennsluhátta og námsmats. • Virða ber óskir nemenda um meira símat á kostnað prófa. • Stoðkerfi skólans er vel skilgreint og nemendavænt.

  15. Skólinn á í ákveðnum ímyndarvanda sem þarf að taka á enda kemur fram í viðtölum við kennara að þeir vilji sjá fleiri sterka bóknámsnemendur og meiri stöðugleika í nemendahópnum til þess að styrkja grunnstoðirnar. • Nemendum finnst ómaklegt að heyra neikvætt umtal um skólann. • Sérdeildin sem starfar við skólann er að mati allra viðmælenda í þessari úttekt mikill ávinningur fyrir skólann. Þeir telja að menntunargildi hennar fyrir alla nemendur skólans sé ótvírætt.

  16. Fjárframlög til FÁ taki tillit til hins víðtæka þjónustuhlutverks sem skólinn gegnir í samfélaginu.

  17. Í dag ætlum við að ræða ýmis mál sem stuðla að góðu gengi nemenda skólans. • Það sem fram kemur í hópumræðum í dag verður notað við endurskoðun á almennum hluta skólanámskrár. Við stefnum að því að drög að þeim hluta námskrár verði til í vor.

More Related