1 / 34

Er virðisauki í tónlistinni?

Er virðisauki í tónlistinni?. Bjarni Amby Lárusson. Hvað er virðisaukaskattur?. Almennur neysluskattur Innheimtur af innlendum viðskiptum á öllum stigum Almenna skattkerfið - landið eitt skattumdæmi RSK sér um álagningu skatta o.fl.

odina
Download Presentation

Er virðisauki í tónlistinni?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Er virðisaukií tónlistinni? Bjarni Amby Lárusson

  2. Hvað er virðisaukaskattur? • Almennur neysluskattur • Innheimtur af innlendum viðskiptum á öllum stigum • Almenna skattkerfið - landið eitt skattumdæmi • RSK sér um álagningu skatta o.fl. • Atvinnurekstur er í Hafnarfirði en launþegar á Laugavegi – starfsstöðvar í gömlu umdæmunum • Innheimtur af innflutningi • Tollakerfið, þ.e. tollstjórinn/sýslumenn og ríkistollanefnd

  3. Útskattur - Innskattur • Útskattur:Er sá skattur sem fyrirtæki innheimtir af skattskyldri sölu sinni. • Innskattur:Er sá virðisaukaskattur sem fyrirtæki greiðir öðrum skattaðilum eða tollstjóra við kaup á vörum til endursölu og öðrum aðföngum til nota í rekstrinum.

  4. Skattskyld sala • Allar vörur og verðmæti, nýjar og notaðar • Allar vörur og óhlutbundin verðmæti eru vsk-skyld • fasteign telst ekki vara • Öll vinna og þjónusta • Meginr. er að öll vinna og þjónusta er vsk-skyld en veigamiklar undanþágur eru frá þeirri meginr.

  5. Vinna og þjónusta undanþegin vsk. • Kennsla (3. tölul. 3. mgr. 2. gr.) • ,,Rekstur skóla og menntastofnana, svo og ökukennsla, flugkennsla og danskennsla.” • Viðmið – almennt kennt í skólum landsins, fagleg menntun/endurmenntun • Sum kennslustarfsemi, sem í eðli sínu felur í sér fræðslu vegna tómstunda manna, hefur verið talin undanþegin vegna þess að boðið er upp á sambærilegt nám innan almenna skólakerfisins • Tónlistarkennsla er undanþegin á þeim grundvelli

  6. framhald • Menningarstarfsemi (4. tölul. 3. mgr. 2. gr.) • ,, Starfsemi safna, svo sem bókasafna, listasafna og náttúrugripasafna, og hliðstæð menningarstarfsemi. Sama gildir um aðgangseyri að tónleikum, íslenskum kvikmyndum, listdanssýningum, leiksýningum og leikhúsum, enda tengist samkomur þessar ekki á neinn hátt öðru samkomuhaldi eða veitingastarfsemi.” • Aðgangseyrir • Tónleikar ≠ dansleikir • Tónleikar í tengslum við veitingastarfsemi eða annað samkomuhald • Útihátíðir

  7. framhald • Starfsemi tónskálda o.fl. (12. tölul. 3. mgr. 2. gr.) • ,,Starfsemi rithöfunda og tónskálda við samningu hugverka og sambærileg liststarfsemi” • Uþ. nær til framsals á réttindum • Starfsemi tónlistarmanna, þ.e. flutningur eigin tónlistar eða annarra er uþ. • Verktakagreiðslur eða launagreiðslur • Sala tónlistarmanna á CD er vsk-skyld (uþ. nær ekki til vörusölu)

  8. Hverjir eru skattskyldir? • Rekstraraðili sem stundar með sjálfstæðri starfsemi sinni sölu á skattskyldum vörum eða þjónustu í atvinnuskyni hefur með höndum virðisaukaskattsskylda starfsemi. • Á honum hvílir skylda til að skrá sig á grunnskrá virðisaukaskatts. • RSK 5.02 – einnig tilkynning inn á launagreiðendaskrá staðgreiðslu

  9. Aðilar undanþegnir skráningarskyldu • Aðilar sem stunda uþ. starfsemi, sbr. 3. mgr. 2. gr. VSKL • Aðilar undir lágmarksveltu, 1.000.000 kr. (prjónakonureglan) • Á 12 mánaða tímabili, þ.e. ekki almanaksárið • Valkvætt • Þegar fyrirsjáanlegt er að sala nái 1.000.000 kr.

  10. Áhrif þess að vera utan skattskyldu • Aðili þarf ekki að tilkynna starfsemi sína • Aðili leggur ekki vsk. á seldar vörur og þjónustu • Aðili getur ekki talið virðisaukaskatt vegna innkaupa á aðföngum og rekstrarfjármunum til innskatts. Innskattsbann.

  11. Skatthlutfallið • Meginregla: • 25,5% vsk. • Undantekningar: • 7% vsk.

  12. Útleiga hótel- og gisti-herbergja og önnur gisti-þjónusta ef leigt er til skemmri tíma en mánaðar. Afnotagjöld útvarpsstöðva. Sala tímarita, dagblaða og landsmála- og héraðsfrétta-blaða. Sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, þ.m.t. nótnabóka með og án texta, sem og hljóðupptökur af lestri slíkra bóka. Sala á cd og öðrum sambærilegum miðlum með bókartexta og sala á rafrænum útgáfum slíkra bóka Sala á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns. 7% vsk.

  13. Matvörur og aðrar vörur til manneldis - nánar í viðauka með VSKL. Aðgangur að vegamann-virkjum (Hvalfjarðargöng). CD og aðrir sambærilegir miðlar með tónlist. Sala á rafrænni útgáfu tónlistar án myndar. Myndin (DVD) er í hærra þrepinu. 7% vsk. – frh.

  14. Skattverð • Skattverð - er það verð sem virðisaukaskattur er reiknaður af við sölu á vörum og verðmætum, skattskyldri vinnu og þjónustu. • Skattverð - miðast við heildarendurgjald eða heildarandvirði hins selda án virðisaukaskatts. • Virðisaukaskattur er því viðbót við það verð sem seljandi setur upp fyrir vörur og/eða þjónustu. • Sérreglur um útlagðan kostnað

  15. Skattskyld velta • Sala á vörum og þjónustu gegn greiðslu • Afhending vöru til umsýslu- eða umboðsmanns • Sérstakar uppgjörsreglur • Sala vöru frá umsýslu- eða umboðsmanni • Skipti á vörum eða þjónustu • Eigin úttekt • Hlunnindi eigenda og starfsmanna

  16. framhald • Sala eða afhending á rekstrarfjármunum • sérreglur um ökutæki • Sala eða afhending á rekstrarfjármunum þegar skattskyld starfsemi hættir. • reglur um yfirtöku á rekstri þegar kaupandi er skráningarskyldur – enginn vsk.

  17. Hvenær reiknast útskattur? • Meginreglan er afhendingarreglan: • ekki má bíða með útgáfu reiknings þrátt fyrir ógjaldfærni kaupanda. Þá koma til skoðunar reglur um tapaðar kröfur. • Veltan er leiðrétt á því tímabili sem að krafa telst sannanlega töpuð • Undantekningar: • sölureikningur gefinn út fyrir afhendingu • innborgun • í lok hvers mánaðar

  18. Undanþegin velta- núllskattur - • Dæmi: • útflutningur á þjónustu • útflutningspappírar eða sambærileg gögn • Útflutningur á tónlist • sjá fleiri tilvik á bls. 23-24 í bæklingi • Áhrif núllskatts: • útskattur er ekki innheimtur við sölu • innskattur fæst frádreginn

  19. Helstu tekjuskráningargögn • Sölureikningar • Rafrænir sölureikningar • Sjóðvélar • Gíróseðlar • Afreikningar • Annað tekjuskráningarkerfi

  20. Sölureikningar • Reikningseyðublöð fyrirfram tölusett (áprentuð númer) • Efni sölureiknings • Nafn, kt. og vsk-nr. útgefanda • Útgáfudagur • Nafn og kt. kaupanda • Tegund sölu • Magn, einingarverð og heildarverð • Fjárhæð vsk. og skatthlutfallið

  21. Sölureikningar – frh. • Sölureikningar eru almennt í þríriti • Reikningsnúmer skal áprentað á allt upplagið • Ekki sama númeraröð á sama reikningsári • Hvert vsk-nr. þarf sérstaka númeraröð reikningseyðublaða • Viðskiptamaður (kaupandi) fær frumrit sölureiknings • Annað eintakið (samrit) skal varðveita í réttri töluröð • Þriðja eintakið fer í bókhaldið (í fylgiskjalaröð) • Söluuppgjörsyfirlit í stað þriðja eintaks, bókhaldsgagn

  22. Innskattur • Frádráttarheimildin • Aðeins þeir sem hafa skráð sig á vsk-skrá eiga rétt á innskatti • Viðsemjandi verður að vera skráður á vsk-skrá á því tímamarki þegar að viðskipti eiga sér stað • Hvenær reiknast innskattur? • Dagsetning reiknings segir til um það á hvaða tímabili færa má vsk. til innskatts

  23. Sönnun fyrir innskatti • Hægt er byggja innskattsrétt á eftirfarandi fylgiskjölum: • frumrit sölureiknings, rafrænn sölureikningur, frumrit gíróseðils eða afrit afreiknings • frumrit kvittunar vegna innborgunar • greiðsluskjal frá tollyfirvöldum • skjal úr tekjuskráningarkerfi sem ríkisskattstjóri hefur samþykkt • kaupsamningar og afsöl eru EKKI fullnægjandi gögn

  24. Frádráttarheimild virðisaukaskatts • Frádráttur að fullu • Frádráttur að hluta • kaup v/vsk-skyldrar starfsemi og undanþ. • veltureglan • kaup v/vsk-skyldrar starfsemi og eigin nota • matsreglan • Frádráttur óheimill

  25. Veltureglan - dæmi Skattskyld velta (án vsk.) 5.000.000 Undanþegin velta 1.000.000 Sala undanþeginnar þjónustu 4.000.000 Heildarvelta 10.000.000 Frádráttur innkaupa vegna blandaðra nota verður: (5.000.000 + 1.000.000) x 100 = 60% 5.000.000 + 1.000.000 + 4.000.000

  26. Óheimill frádráttur • Aðföng er varða: • kaffistofu eða mötuneyti – öll fæðiskaup • íbúðarhúsnæði fyrir eiganda eða starfsmenn • bygging, endurbætur, viðgerðir eða viðhald • hlunnindi til eiganda og starfsmanna • orlofshús, barnaheimili o.þ.h. fyrir eiganda og starfsmenn • risnu og gjafir • öflun, rekstur eða leigu hópbifreiða og fólksbifreiða, þ.m.t. skutbifreiða og jeppabifreiða. Einnig sendi- og vörubifreiðir sem ekki eru vsk-bifreiðir. • undanþága: sala og leiga ofangr. bifreiða í atvinnuskyni

  27. Ökutæki. Innskattur – útskattur. • Fólksbifreiðir o.fl. • innskattsbann • engin útskattsskylda • Vsk-ökutæki • innskattur • öflun (kaup eða leiga) • ökut. eingöngu notað í þágu skattskyldrar starfsemi • vsk-skráningarmerki • rekstur • almennar reglur • einkanot • takmarkast við akstur milli heimilis og starfsstöðvar • útskattur • Önnur ökutæki • almennar reglur

  28. Framtal og skil • Vsk. á að gera upp fyrir fyrirfram ákveðin uppgjörstímabil. • Meginreglan: • Almennt uppgjörstímabil • Nær til einstaklinga og félaga • Hvert uppgjörstb: 2 mánuðir; jan-feb, mar-apr, maí-jún, júl-ágú, sept-okt, nóv-des • Gjalddagi: 1 mánuði og 5 dögum síðar • Helstu undantekningar: • Ársskil – breyttar reglur • Fjárhæðarmörk 3.000.000 kr. • Hvert uppgjörstímabil: almanaksárið • Gjalddagi: 5. febrúar vegna viðskipta ársins á undan

  29. Bókhaldsskylda • Bókhaldsskyldir aðilar • Atvinnurekstur • Þeir sem fara með fé annarra • Félög og sjóðir, í rekstri eða ekki í rekstri • Einstaklingar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi • Tvíhliða bókhald • Undanþágur frá tvíhliða bókhaldi

  30. Skyldur bókhaldsskyldra aðila • Bókhald sé fært á skýran og öruggan hátt • Tekjuskráning og færslur í bókhaldi byggðar á öruggum gögnum • Fylgiskjöl í skipulegu númerakerfi • Tvíhliða bókhald skipulagt, skrifleg lýsing (reikningslyklar og lýsing á tilhögun bókh.)

  31. Geymsla bókhaldsgagna • Allar bókhaldsbækur og bókhaldsgögn skulu varðveitt hérlendis í sjö ár • Ársreikning skal ætíð varðveita í 25 ár • Innri sjóðvélastrimla skal geyma í þrjú ár • Dagsöluyfirlit skal geyma í sjö ár • Rafræna dagbók skal geyma í sjö ár

  32. Lesefni • Leiðbeiningar um virðisaukaskatt (RSK 11.19) • Ákvarðandi bréf RSK (á www.rsk.is) • Nr. 868/98 frá 28. júlí 1998 (tónleika- eða dansleikjahald) • Nr. 923/99 frá 22. nóvember 1999 (innskattheimildir hljómsveita, samkomuhald, blönduð starfsemi) • Nr. 935/00 frá 1. mars 2000 (innskattsréttur samkomuhaldara vegna erlendra tónlistarmanna) • Nr. 1028/03 frá 11. mars 2003 (þátttaka í söngvakeppni)

More Related