1 / 24

Rósapöntun haustið 2007

Rósapöntun haustið 2007. Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands. Bjarmarós - Rosa x alba ‘ Félicité Parmentier ‘ Louise-Joseph-Ghislain Parmentier, Belgía frá því fyrir 1836. Nr. 1 Undurfalleg bjarmarós. Ljósbleik þéttfyllt blóm sem lýsast með aldri. Meðalstór blóm í stórum klösum.

muniya
Download Presentation

Rósapöntun haustið 2007

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Rósapöntun haustið 2007 Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands

  2. Bjarmarós - Rosa x alba ‘FélicitéParmentier‘Louise-Joseph-Ghislain Parmentier, Belgía frá því fyrir 1836 Nr. 1 • Undurfalleg bjarmarós. • Ljósbleik þéttfyllt blóm sem lýsast með aldri. • Meðalstór blóm í stórum klösum. • Blómstrar á eldri greinar. • Blómstrar júlí. • Sterkur sætur ilmur. • Þéttvaxinn runni (1,2 x 0,9 m). • Skuggþolin. • Harðgerði 5 • Óreynd hérlendis.

  3. Bjarmarós - Rosa x alba‘Pompon Blanc Parfait’Louise-EUGÉNE-Jules Verdier, Frakkland ca. 1876 Nr. 2 • Ljósbleik fyllt blóm sem lýsast upp. • Blómstrar í júlí-ág. • Meðalsterkur kryddilmur • 1,5 x 1,2 m • Þéttvaxinn runni. • Blómgun júlí-ág. • Skuggþolin. • Harðgerði 5

  4. Rosa centifolia‘Cristata’syn. Chapeau de Napoléon – Fannst árið 1827 af Kirche Nr. 3 • Sérstök rós þar sem knúpar minna á hatt Napoléons. • Fannst við klausturvegg í Sviss í kringum 1820. • Bleik þéttfyllt blóm. • Blómstrar í júlí – ágúst. • Yndislegur sterkur ilmur. • Runnakenndur vöxtur. • 1,5 x 1,2 m • Harðgerði 5

  5. Skáldarós - Rosa x fracofurtana‘Agata‘ frá 1880, óþekktur uppruni Nr. 4 • Karminbleik til lillableik blóm. • Meðalstór- stór hálffyllt blóm, blómviljug. • Blómgun júlí-ágúst. • Sætur blómailmur. • Runnarós 2 x 1,5 m. • Skuggþolin. • Harðgerði 6 • Þrífst í mögrum og sendnum jarðvegi. • Hentar við sumarbústaði.

  6. Þyrnirós – Rosa pimpinellifolia‘Irish Rich Marbled’ Nr. 5 • Dökk rósableik. • Meðalstór blóm, blómstrar mikið. • Blóm hálffyllt. • Ilmur sætur og meðalsterkur. • Fær mikið af nýpum. • 1,5 x 1,2 m • Harðgerði 6, skuggþolin. • Líkist ‘Double Pink’.

  7. Þyrnirósrós – Rosa pimpinellifolia‘Kerisalo’ Nr. 6 • Finnsk rós. • Blóm laxableik. • Blómin tvöföld og yfir 7 cm stór. • Blómstrar í júní-júlí. • Góður ilmur. • Runni sem getur orðið yfir 2 m hár. • Harðgerði ekki vitað. • Talin geta vaxið í norður Finnlandi.

  8. Þyrnirósrós – Rosa pimpinellifolia‘Old Yellow Scotch’ Nr. 7 • Skosk þyrnirós. • Blómin ljósgul sem lýsast ekki upp. • Hálffyllt. • Snemmblómstrandi í júni. • Sveigður vöxtur. • Þéttvaxinn runni. • 1,5 x 1,5 m • Harðgerði ekki vitað, líklega ca. H6.

  9. Þyrnirós - Rosa pimpinellifolia ‘Papula’ – syn. ‘Pfingstrose’ Nr. 8 • Finnsk rós. Var flutt til bóndagarðsins Papula í Finnlands frá Þýskalandi í kringum 1859-1880. Þá var rósin kölluð Pfingstrose. • Frændur okkar telja hana eina af sínum bestu rósum. Fær einkunina 5 á skala 1-5 fyrir blómgun, harðgerði og heilbrigði. • Getur orðið 2m há.

  10. Þyrnirós - Rosa pimpinellifolia‘Ristinummi‘ Nr. 9 • Finnsk rós sem fannst nálægt Helsinki. • Ljósbleik blóm með hvítri miðju. • Blómin einföld og yfir 7 cm stór. • Blómgun júní-júlí. • Stór kröftugur runni. • Harðgerði 6 • Þyrnirósablendingur sem líklega má rekja til rugosu.

  11. Þyrnirósrós - Rosa pimpinellifolia‘Ruskela’ - Hendikson (1998) Nr. 10 • Gæti hugsanlega verið ‘Lady Hamilton’ sem var seld í St. Pétursborg fyrir byltinguna. • Ljósbleik-lillableik blóm þar sem krónublöð eru ljós að neðan. • Lítill ilmur. • Rauðar nýpur. • Ein af þeim rósum sem frændur okkar Finnar mæla sterklega með sökum harðgerði, blómgunar og heilbrigði. • Harðgerði 5 á finnska skalanum 1-5.

  12. Þyrnirós- Rosa pimpinellifolia ‘Seager Wheeler’ - Percy Wheeler, Kanada (1947) Nr. 11 • Kanadísk rós • Ljósbleik blóm sem lýsast upp með aldrinum. • Tvöföld, 5 - 5,5 cm stór blóm. • Lítill ilmur. • Hæð 1,85 m. • Harðgerði er ekki vitað. Líklega ca. H5-6. • Foreldrar R. spinosissima var. altaica Rehder x Betty Bland.

  13. Þyrnirós- Rosa pimpinellifolia‘William III’ Nr. 12 • Karminrauð blóm sem lýsast yfir í violett blómlit. Hvítt auga. Bakhlið krónublaðanna er ljós með einstaka rauðri rönd. • Lítil hálffyllt blóm. • Þéttvaxinn runni um 0,8 m. • Getur skriðið. • Harðgerði 6 • Kryddaður ilmur. • Fær brúnar nýpur. • Reynd hér á landi. Svíar mæla með henni í norður Svíþjóð.

  14. Ígulrósablendingur - Rosa rugosa‘Dr. Eckener‘Vincenz Berger / Teschendorff, Þýskaland (1930) Nr.13 • Gul, kopar- appelsínugul með bleikum lit á blómum. • Stór hálffyllt blóm, yfir 13 cm stór . • Harðgerði líklega ca. H4-5. • 2,5 x 2 m • Léttilmandi • Myndar sjaldan nýpur. • Foreldrar Golden Emblem x Hybrid af Rosa rugosa Thunberg. • Getur endurtekið blómstrun síðsumars.

  15. Ígulrósablendingur- Rosa rugosa‘Hunter’Mattok, Bretland (1961) Nr. 14 • Rauð fyllt blóm. Óvenjulega rauð fyrir ígulrós. • Meðal stór fyllt blóm. • Endurtekur blómstrun stundum síðla sumars. • Harðgerði líklega í kringum H4-5. • 1,5 x 1,2m  • Sterkur ilmur. • Foreldrar R. paulii x Indipendence.

  16. Ígulrós- Rosa rugosa‘Lac Majeau’ - George Bugnet, Kanada Nr. 15 • Hvít blóm. • Hálfyllt • Harðgerði 5 • Reynist harðgerð í Svíþjóð. • Vakti mikla hrifningu hjá þeim sem sáu hana í ferðinni til Finnlands!

  17. Ígulrós - Rosa rugosa‘Ritausma’ syn Polareis, Polar Ice , Dr Dzidra A. Rieskta, Lettlandi (1963) Nr. 16 • Rós frá Lettlandi sem hefur líka verið kölluð Polareis og var pöntuð undir því nafni haustið 2004. • Ljósbleik – hvít blóm. • Meðal stór tvöföld-fyllt blóm 7-8 cm stór. • Runnavöxtur kröftugur. • Harðgerði a.m.k. 4. • 2,5 x 4 m  • Ilmur í meðalagi. • Hefur reynst vel hér á landi.

  18. Ígulrós- Rosa rugosa‘Rosaeraie de l´Hay’Cochet-Cochet 1901 Nr. 17 • Karminrauð fyllt blóm. • Sterkur ilmur sem minnir á krydd og plómur. • Runnavöxtur 2 x 1,8 m • Harðgerði 6 • Hefur gengið vel í norður Svíþjóð.

  19. Ígulrós – Rosa rugosa‘Rote Apart’ syn. ‘Scarlet Pavement’ Nr. 18 • Ræktuð í Þýskalandi af Uhl. • Reynd hér á landi. • Bleikfyllt blóm. • Harðgerði ekki vitað, líklega ca. H6-7 • Stærð 1,5 x 1,5 m • Foreldrar Fru Dagmar Hastru x Moje Hammarberg

  20. Ígulrós - Rosa rugosa‘Polarsonne’ syn Polar Sun eða STRolenBKN Strobel GmbH & co, Þýskaland (1991) Nr. 19 • Upprunni Rússland. • Reynd hér á landi. • Meðalbleik hálffyllt blóm í klösum. • Ilmar. • Runnkenndur vöxtur. • Hraustar plöntur. • Harðgerði ekki vitað, líklega ca. H6-7 .

  21. Runnarós- Rosa x reversaSuðaustur evrópa 1820 Nr. 20 • Einföld dökkbleik til bleik með áberandi gulum fræflum. • Þéttvaxinn runni um 2 x 1,8 m. • Mikið af dökkrauðum-brúnrauðum nýpum. • Blómstrar í júní-júlí. • Ilmar lítið. • Skuggþolin og heilbrigð í Evrópu. • Harðgerði 7 • Náttúrulegur blendingur milli R. pendulina og R. pimpinellifolia.

  22. Rosa x paulii var. Roseasyn. Rosa rugosa repens rosea, ‘Newry Pink’Óþekktur ræktandi fyrir 1912 Nr. 21 • Mjöf falleg rósa-ljósbleik blóm með kremgulu auga. • Blóm stór einföld ca. 7-10 cm. • Klasablómstrun. • Ilmur lítill-meðalsterkur. • Notuð sem þekjuplanta. • Blómgun júlí. • Harðgerði 4-5. • Stærð 0,90-2,0 x 1,85-4m • Þyrnótt. • Blendingur af rosa paulii Rehder’.

  23. Villirós - Rosa woodsii var. Fenderliisyn. R. fimbriatula Greene, R. deserta Lunell, R. woodsii Lindley, R. woodsii var woodsii Nr. 22 • Í ræktun síðan 1880. Upprunnin frá vestur hluta Bandaríkjana og Kanada. • Lillableik einföld blóm ca. 5 cm. • Blómstrar seinni part júni-júli • Lítill ilmur. • Skrautlegar 1 cm nýpur sem hanga lengi á runnanum. • Harðgerði 6 • Stærð 2 -1,8 m, Runnarós / klifurrós.

  24. Klifurrós/ Rambler - Rosa ‘American Pillar’Dr. Walter Van Fleet, USA 1902. Nr. 23 • Klifurrós. • Reynd hérlendis. • Rauð-dökk karminbleik blóm með hvíta miðju. • Stór einföld-tvöföld blóm, í blómaklösum. • Blómstrar á eldri greinar. • Ilmur lítill. • Harðgerði 3 • Stærð 5 x 3,5 m • Þarf að standa við vegg. • Foreldri (Rosa wichuriana x setigera) x rauð remontant rós

More Related