1.34k likes | 2.02k Views
VII. Krabbameinslyf. LHF 213. VII. Krabbameinslyf og lyf notuð í krabbameinsmeðferð. 1. Æxlishemjandi lyf (L 01) 2. Lyf með verkun á innkirtla (L 02) 3. Ónæmisörvandi lyf (L 03) 4. Lyf til ónæmisbælingar (L 04) 5. Uppsöluhemjandi lyf (A 04). Almennt um krabbamein.
E N D
VII. Krabbameinslyf LHF 213 © Bryndís Þóra Þórsdóttir
VII. Krabbameinslyf og lyf notuð í krabbameinsmeðferð 1. Æxlishemjandi lyf (L 01) 2. Lyf með verkun á innkirtla (L 02) 3. Ónæmisörvandi lyf (L 03) 4. Lyf til ónæmisbælingar (L 04) 5. Uppsöluhemjandi lyf (A 04) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Almennt um krabbamein • Krabbamein hefur sennilega fylgt lífríki jarðar frá upphafi mannsins. • Fyrstu heimilidir um krabbamein í mönnum fengust við rannsóknir á meira en 5000 ára gömlum egypskum múmíum. • Yngri heimildir eru frá því um 500 f.Kr. frá Inkum í Perú. • Grikkir gáfu fyrstir þessum sjúkdómi nafn og kenndu við skeldýrið krabba, þ.e. karkinos. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Almennt um krabbamein • Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem einkenn-ast af stjórnlausum og skaðlegum vexti fruma. • Þessar frumur hafa glatað þeim eðlilega eiginleika að vinna sitt verk af hendi og deyja síðan. • Krabbameinsfrumur fara að vaxa inn í aðra vefi og hafa einnig ríka tilhneigingu til að sá sér til annarra líffæra og vaxa þar. • Þær geta því bæði skaðað það upphaflega líffæri sem þær uxu í, sem og önnur líffæri sem þær sá sér til. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Almennt um krabbmein • Talað er um góðkynja krabbamein og illkynja. • Þegar um góðkynja krabbamein er að ræða, er vöxtur krabbameinsins mjög hægur eða þá hann stöðvast. • Illkynja krabbamein vex hins vegar stjórnlaust inn í önnur líffæri eða vefi. • Illkynja krabbamein getur þó verið staðbundið eða dreift sér um líkamann sem meinvörp (ífarandi sjúkdómur). © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Almennt um krabbmein • Margir þættir koma við sögu í meingerð krabbameina. • Eðlilegar frumur hafa í sér svokölluð “krabbameinsgen”, þ.e. erfðavísa sem valda stjórnlausum vexti. • Hinsvegar er venjulega “slökkt” á þessum erfðavísum. • Ekki er vitað hvers vegna “kveikt” er á þessum erfða-vísum í sumum frumum sem geta þannig breyst í krabbameinsfrumur. • Líklega koma margir þættir við sögu, bæði erfða- og umhverfisþættir. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Almennt um krabbmein • Víða um heim er unnið ötullega að þróun nýrra aðferða í baráttunni við krabbamein. • Hundruð nýrra efnasambanda sem unnin hafa verið úr náttúrunni eða smíðuð á rannsóknastofum munu á næstu árum verða reynd á mönnum. • Mörg þessara nýju lyfja munu ekki gagnast mönnum, en á meðal þeirra leynast krabbameinslyf framtíðarinnar. • Bjartsýnustu menn áætla að þegar erfðarannsóknir og líftæknin fara að skila árangri, verði hægt að hafa stjórn á um 90% krabbameina. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Tíðni krabbameina • Á Íslandi greinast nú á ári hverju um 1000 einstaklingar með krabbamein. • Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. • Fjórðungur Íslendinga mun deyja af völdum krabbameins. • Framfarir í læknisfræði hafa nú orðið til þess að um helmingur krabbameinssjúklinga læknast. • Í heildina er lítill munur á körlum og konum, en á aldrinum 15-54 ára greinast mun fleiri konur en karlar. Frá 55-69 ára er nýgengi krabbameins hjá kynjunum nokkuð jafnt, en á efri árum greinist krabbamein hjá helmingi fleiri körlum en konum. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Tíðni krabbameina • Á síðastliðnum 40 árum hefur nýgengi krabbameina í heild aukist en dánartíðni lækkað. • Mestu breytingarnar felast í fækkun á nýgengi maga- og leghálskrabbameins en aukningu á nýgengi krabbameins í lungum, brjóstum, blöðruhálskritli og sortuæxla í húð. • Um 10% kvenna á Íslandi geta búist við því að fá brjóstakrabba. • Frá 1977-1996 jókst nýgengi krabbameins hjá körlum um 10,2% og hjá konum um 11%. • Spáð er ennþá meiri nýgengi krabbameina á næstu árum… • Spáð er 30% aukningar næstu 10 árin. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Einkenni krabbameina • Fyrstu einkenni krabbameins eru yfirleitt staðbundin, t.d. blóð í þvagi (ef nýrnakrabbamein). • Þegar krabbameinið hefur hins vegar dreift sér, koma almenn einkenni í ljós; lystarleysi, þyngdartap, þreyta, hiti, blóð-leysi og húðkláði. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Einkenni krabbameina • Átta einkenni sem geta verið merki um krabbamein hjá körlum (og konum að einhverju leyti): • Langvarandi óþægindi í munni og koki eða breyting á rödd (hæsi) • Þrálátur hósti (e.t.v. lungnakrabbamein) • Óþægindi frá maga eða ristli • Blóð í þvagi (e.t.v. krabbamein í þvagblöðru) • Erfiðleikar við þvaglát (e.t.v. blöðruhálskirtilskrabbamein) • Hnútur í eista / pung (e.t.v. krabbamein í eistum) • Einkennileg varta eða breyting á fæðingarbletti á líkamanum • Hnútar eða þykkildi á líkamanum (e.t.v. eitilfrumukrabbamein). © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Einkenni krabbameina • Algengustu krabbamein hjá konum eru í brjóstum, lungum, ristli og eggjastokkum. • Einkennibrjóstakrabbameins; • Hnútar í brjósti / holhönd. Útferð úr geirvörtu. • Breyting ástærð eða lögun brjósts. • Breyting á húðlit og áferð. • Einkenni ristilkrabbameins; • Breyting á hægðavenjum. • Hægðatregða og/eða niðurgangur. • Blóðugareða svartar hægðir. • Blóðleysi, þyngdartap, verkir í kvið og við endaþarm.. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Einkenni krabbameina • Einkenni eggjastokkakrabbameins; • Þaninn kviður eða verkir. • Óútskýrð, óljós einkenni frá meltingarvegi, eins og ógleði, uppköst, lystarleysi, þyngdartap. • Einkenni leghálskrabbameins; • Óeðlileg blæðing eða blettablæðing, sérstaklega eftir samfarir. • Langvarandi útferð. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Áhættuþættir krabbameina • Áhættuþáttum er yfirleitt skipt í tvennt; • Þættir sem við höfum enn ekki stjórn á, s.s. aldur og erfðir (5%) • Þættir sem tengjast lífsstíl og umhverfi og eru meginorsakirallra krabbameina. • Áætlað er að 80-90% krabbameina orsakist af umhverfis-þáttum og lífsstíl! • Áætlað er að um 2/3 dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja til reykinga, mataræðis og hreyfingarleysis. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Áhættuþættir krabbameina • Mataræði (30-50%) • Reykingar (30-40%) • Reykingar + áfengi/asbest (6-10%) • Atvinnuumhverfi (1-5%) • Lyf og geislar (1%) • Annað (10-15%) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Forvarnir krabbameina • Hefðbundnum krabbameinsforvörnum er skipt í þrennt; fyrsta og annars stigs forvörnum og þriðja stigs sem eiga við þá sem eru með krabbamein. • Fyrsta stigs forvarnir (primary): • Eru taldar geta fækkað krabbameinum um 20-30%. • Taka mið af því að minnka hættu á krabbameini hjá almenningi. • Eiga að koma í veg fyrir sjúkdóminn áður en merki hans koma í ljós. • Um er að ræða að fjarlægja áhættuþætti og orsakir krabbameina, breyta lífsstíl eða nota verndandi efni. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Fyrsta stigs forvarnir • Reykjum ekki • Notum áfengi í hófi • Virðum öryggisreglur á vinnustað • Forðumst geisla • Notum östrógen einungis ef nauðsyn krefur • Stundum hófleg sólböð, notum sólarvarnir • Borðum trefjaríkt fæði • Borðum fjölbreytta fæðu, ávexti og grænmeti daglega. • Stundum hreyfingu / líkamsrækt reglulega • Höfum stjórn á streitunni. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Annars stigs forvarnir • Snúa að áhættuhópum og þeim sem eru með forstigseinkenni krabbameins. • Felastí því að greina krabbamein á forstigi, að stöðva framgang sjúkdómsins og skilgreina einstaklinga sem eru í hættu. • Dæmi: Fræðsla og kembileit (krabbameinsleit). • Talið er að um 6% af heildarkrabbameinsdauðsföllum á Norðurlöndum megi fyrirbyggja með leit (2% hjá kk og 9,7% hjá kvk). © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Krabbameinsmeðferð • Skurðaðgerðir • Geislameðferð • Lyfjameðferð • Gjarnan er notuð combinationsmeðferð (samsett meðferð). • Þá eru notuð lyf við meininu + hjálparlyf (verkjalyf, ógleðilyf, uppsöluhemjandi lyf o.fl.). • Morfín er mikilvægt í þessu sambandi. • Einnig eru notuð lyf við angist og kvíða o.s.frv. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Markmið lyfjameðferðar • Læknandi meðferð (curative therapy) • Líknandi meðferð (palliative therapy) • Viðbótarmeðferð eftir eða fyrir skurðaðgerð (adjuvant therapy) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Líknandi meðferð • Sjúklingur með alvarlegan ólæknandi sjúkdóm, t.d. krabbamein, taugasjúkdóm eða hjarta- og lungnasjúkdóm. • Tíðni einkenna: Verkir 50-70% Þyngdartap 45-70% Þreyta / slappleiki 40-50% Lystarstol 40-75% Svefnleysi 30-60% Hægðatregða 25-50% Þunglyndi 20-30% Ógleði og uppköst 15-45% Mæði / andnauð 20-50% Kvíði 10% • Einnig: orkuleysi, munnþurrkur, eirðarleysi o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Notkun náttúruefna meðal krabbameinssjúklinga • Íslenskir krabbameinssjúklingar nota náttúruefni meira en sjúklingar í öðrum löndum. • Algengasta náttúruefnið er innlent og fæst gefins; lúpínuseyðið! • Konur nota náttúruefni meira en karlar, 75% kvenna en 61% karla. • Meiri menntun sjúklinga virðist einnig ýta undir notkun náttúruefna. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Fimm flokkar náttúruefna (krabbameinsmeðferð) • 1. Náttúruefni sem koma í veg fyrir nýmyndun æða • Meðal náttúruefna sem gera þetta, má nefna hákarlabrjósk og hákarlalýsi. • 2. Náttúruefni með fyrirbyggjandi verkun • Efni sem eiga að koma í veg fyrir krabbamein, t.d. mjólkurþistill og hvítlaukur. • 3. Sindurvarar (andoxandi efni) • T.d. háskammta C-vít., E-vít., selen og ólífulauf. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Fimm flokkar náttúruefna (krabbameinsmeðferð) • 4. Efni sem hvetja ónæmiskerfið • Hvetja varnarkerfi líkamans – auka styrk og mótstöðuafl • a) Meðal þessara efna eru Noni, en það er ávaxtasafi úr plöntu… • b) MGN-3. Efni unnið úr hrísgrjónaklíði… • c) Lúpínuseyði. • d) Angelica. Þetta efni er extrakt úr fræjum ætihvannar. • 5. Birkiaska • Birkiaska er framleidd í Finnlandi. Hún er sögð vera kraftaverkalyf; virka á allt, frá kvefi til krabbameins. • Hugsanlegt er að hún geti dregið úr virkni krabbameinslyfja og annarra lyfja sem gefin eru um munn. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Aukaverkanir krabbameinslyfja • Krabbameinslyf hafa þröngan lækningalegan stuðul. • Líffræðilegur munur á heilbrigðum og sýktum frumum er mjög lítill. • Þess vegna er mjög erfitt að ná fram verkun einungis á sýktu frumurnar. • Þetta veldur mörgum og slæmum aukaverkunum, sérstak-lega í líffærum þar sem frumuskipting er tíð. • Hárfrumur, frumur í meltingarvegi og frumur í beinmerg. • Sum krabbamein framleiða efnasambönd sem valda lystar-leysi og auka bruna líkamans. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Aukaverkanir krabbameinslyfja 1. Hárlos (Alopecia) 2.Meltingartruflanir 3. Ógleði - uppköst 4. Blóðleysi 5. Tilhneyging til smitunar eykst 6. Ófrjósemi. Sæðisfrumum og eggfrumum fækkar. 7. Hindrun á umbroti DNA. Þetta leiðir til krabbameins- myndunar, fósturskemmda og stökkbreytinga. 8. Hyperurikemia. Frumurnar sundrast - cytolysa. Þvagsýra fer út í blóðið (e.t.v. þvagsýrugigt og nýrnakvillar). © Bryndís Þóra Þórsdóttir
1. Hárlos • Frumur í hárbeði skemmast. • Ekki hættulegt, en sálrænt. • Hár sem vex aftur getur hafa breyst; slétthærðir fá liðað hár, ljóshærðir dökkt o.s.frv. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
2. Meltingartruflanir • Sérstaklega niðurgangur. • Frumur í meltingarvegi eru í mjög hraðri skiptingu, lifa í ca. 2 daga. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
3.Ógleði - uppköst • Mikið vandamál! • Óþægilegasta aukaverkun lyfja- og geisla-meðferðar. • Gjarnan notuðógleðilyf og uppsöluhemjandi lyf í krabbameinsmeðferðinni. • T.d. Primperan®(metóklópramíð) og Zofran®(ondansetron). © Bryndís Þóra Þórsdóttir
4.Blóðleysi • Blóðleysið getur stafað af krabbameininu sjálfu, eða lyfjameðferðinni. • Blóðleysi er yfirleitt meðhöndlað með blóðgjöf, ef sjúklingurinn hefur einkenni s.s. þreytu og mæði. • Sum krabbameinslyf minnka framleiðslu rauðra blóðkorna í mergnum. • Hægt er að nota vaxtarþáttinn erýtrópóetín við þessu (Eprex®). • Ef blóðleysið er af völdum járnskorts þá verður að bæta það upp með járngjöf. • Ef blóðleysið er af völdum fólínsýruskorts, þarf að gefa fólínsýru. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
5. Tilhneyging til smitunar eykst • Fækkun verður á B- og T- eitilfrumum og átfrumum í blóði vegna ónæmisbælingar. • Mesta áhyggjuefni krabbameinsmeðferðar og reyndar eru sýkingar algengasta dánarmein krabba-meinssjúklinga. • Fylgjast þarf með fjölda hvítra blóðkorna í blóði. • Hægt er að gefa vaxtarþætti sem hvetja myndun hvítra blóðkorna... © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Aðrar aukaverkanir krabbameinslyfja • Fyrir utan þessar átta aukaverkanir sem teknar eru fyrir hér að framan, má nefna: • Þreyta – algengasta kvörtun krabbameinssjúklinga • 90% sjúklinga kvartar yfir þessu. Oft afleiðing blóðleysis. • Þunglyndi og kvíði • Um helmingur sjúklinga þjáist af þessu. • Oft fara þunglyndi og kvíði saman. • Verkir (algengur fylgikvilli krabbameina) • Talið er að rúmlega helmingur sjúklinga hafi verki. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Aukaverkanir krabbameinslyfja • Krabbameinslyf sem gefin eru í æð geta lent utan æðaveggs. Þetta getur leitt til dreps í vefjum. • Einnig hægt að tala um síðbúnar aukaverkanir: • Ófrjósemi • Síðkomnir illkynja sjúkdómar • Vaxtar- og þroskatruflanir hjá börnum. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Meðferð cytostatica • Árið 1940 komu cytostatica (orðið þýðir að stöðva frumur, og er þá átt við frumuvöxtinn) á markað. • Þetta eru frumueyðandi efni (hindra nýmyndun og starfsemi DNA og RNA) eða frumubælandi lyf. • Meðferð þessara lyfja er bundin við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar úti á landi. • Umgangast þarf þessi efni með mikilli varúð. • Þetta eru gjarnan stungulyfsstofnar, sem leystir eru upp rétt fyrir notkun (mjög hvarfgjörn efni). • Þessi lyf geta valdið krabbameini (verið carcinogen sjálf) • Lyfin verka einnig á heilbrigðar frumur. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Verkunarmáti krabbameinslyfja • Sum krabbameinslyf hindra frumuvöxt m.þ.a. hindra myndun fólínsýru, sem er nauðsynleg fyrir kjarnsýru-framleiðslu. • Þessi lyf kallast fólínsýru-antagónistar (eða fólínsýruhliðstæður). Dæmi: metótrexat. • Sum hindra frumuskiptingu, t.d. vínkristín, sem er mítósu-hemill. • Önnur skaða frumulitninga, t.d. cýklófosfamíð. • Þá eru sum krabbameinslyf andhormónar; • And-östrógen eru notuð við brjóstakrabbameini (t.d. tamoxífen) • And-andrógen við blöðruhálskirtilskrabbameini (t.d. Zoladex®). © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Skammtar krabbameinslyfja • Skammtar eru oft miðaðir við líkamsyfirborð í fermetrum. Töflur (m2) sem miða við hæð og þyngd. • Fyrir hvern kúr þarf að meta; • Ástand sjúklings • Ástand beinmergs (blóðhagur) • Starfsemi lifrar og nýrna (bílirúbín, kreatín). • Aldraðir fá stundum léttari kúra, þola þó lyfin oft vel. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Nokkrar tegundir krabbameina • Carcinoma; illkynja æxli í þekjufrumum • Algengasta formið, t.d. brjóstakrabbamein, lungnakrabbamein, blöðruhálskirtilskrabbamein og ristilkrabbamein • Sarcoma; illkynja æxli í bandvef (sarkmein) • Er myndað úr bandvef og frumum er líkjast hvítum blóðkornum. Venjulega mjög illkynjað • Myeloma; illkynja æxli í mergfrumum • Neurogen tumor; illkynja æxli í taugakerfinu • Hemoblastosur; illkynja vöxtur í blóði • Lymphomur; illkynja vöxtur í sogæðakerfinu • Eitilfrumukrabbamein. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Gerðir krabbameina • Krabbamein í brjóstum • Krabbamein í leghálsi • Krabbamein í blöðruhálskirtli • Krabbamein í lungum • Krabbamein í skjaldkirtli • Húðkrabbamein – sortuæxli • Eitilfrumukrabbamein • Hvítblæði • Krabbamein í börnum • O.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Krabbamein í brjóstum • Algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum • Um þriðjungur allra krabbameina í konum er brjóstakrabbamein • Árlega greinast 150-160 konur með krabbamein í brjóstum (´03). • Ætla má að 10% kvenna fái brjóstakrabbamein. • Fimm ára lífshorfur kvenna sem greinast með brjósta-krabbamein eru nú um 80%. • Brjóstakrabbamein er helsta dánarorsök kvenna innan við fimmtugt. • Brjóstakrabbamein uppgötvast oft seint, en því fyrr sem það greinist, því betri eru horfurnar. • Góð heimasíða: http://www.breastcancer.org/ © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Orsakir brjóstakrabbameins • Orsakir brjóstakrabbameins eru ekki þekktar. • Margir áhættuþættir hafa þó verið greindir. • Hins vegar má einungis rekja innan við 40% tilfella til aðaláhættuþáttanna... • Þ.e.a.s. ca. 75 % kvenna með sjúkdóminn hafa enga þekkta áhættuþætti. • Talið er að áhrif hormóna skipti máli, svo og erfðir. • Langt frjósemistímabil, barnleysi, seinkun barneigna og notkun hormóna (t.d. p-pillan) eru talin auka líkur á brjóstakrabbameini. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Orsakir brjóstakrabbameins • Talið er að um 15% brjóstakrabbameina séu ættlæg. • Af þessum 15% er líklegt að 6-10% beri áhættugen (arfgengt krabbamein). • Tvö brjóstakrabbameinsgen, BRCA1 og BRCA2 tengjast stórum hluta brjóstakrabbameina sem erfast. • Konur sem hafa stökkbreytingu í BRCA1 hafa 55-85% líkur á að fá brjóstakrabbamein. • Hætta kvenna, sem bera BRCA2, á að fá brjóstakrabba-mein er ca. 37%. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Orsakir brjóstakrabbameins • Í sumum rannsóknum hefur fundist fylgni á milli fituneyslu og áhættu á brjóstakrabbameini og jafnvel tengsl við neyslu áfengis. • Margar rannsóknir hafa gefið til kynna að aukin grænmetisneysla geti minnkað hættuna á brjósta-krabbameini um allt að 20%. • Niðurstöður norskrar rannsóknar leiddu í ljós að konur sem stunduðu reglulega líkamsrækt, voru í 37% minni hættu á að fá brjóstakrabbamein en þær sem ekki stunduðu líkamsrækt. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Einkenni brjóstakrabbameins • Hnútar í brjósti / holhönd (oftast góðkynja). • Útferð úr geirvörtu. • Breyting ástærð eða lögun brjósts. • Herpingur eða inndráttur í geirvörtu eða á húð. • Breyting á húðlit og áferð. • Hvers kyns sár á brjóstum sem ekki gróa. • Hafa ber í huga að brjóstakrabbamein er “lúmskur” sjúkdómur og geta konur gengið með slík æxli um langa hríð án þess að finna til sjúkdómseinkenna. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Rannsóknaraðferðir - greining - • Læknisskoðun – læknir þreifar brjóstin. • Finnist eitthvað athugavert eru gerðar frekari rannsóknir. • Röntgenmyndataka brjósta – á að greina minnstu breytingar á brjóstum. • Frumuskoðun – stungið er á grunsamlegan hnút í brjósti og frumur sogaðar út. Skoðað í smásjá. • Skoðun vefjasýna – skorið er inn á hnúta eða þeir jafnvel fjarlægðir. “Sent í ræktun”. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Sjálfsskoðun brjósta • Ameríska krabbameinsfélagið mælir með mánaðarlegri sjálfsskoðun brjósta frá tvítugu. • Á 10 ára tímabili (´89-´98) framkvæmdu einungis 35% kvenna á aldrinum 40-69 ára reglulega sjálfskoðun. • Æskilegt er að sjálfskoðun brjósta sé framkvæmd 7-10 dögum eftir að blæðingar hefjast og konur, sem eru þungaðar eða hættar á blæðingum, hafi ákveðinn dag mánaðarlega. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Brjóstamyndataka • Er álitin áreiðanlegasta greiningaraðferðin og er talin geta greint æxli 1-2 árum áður en þau verða þreifanleg. • Sum þreifanleg æxli (10%) sjást þó ekki í brjóstamynda-töku. • Regluleg myndataka hefur reynst áreiðanlegust fyrir konur 50-69 ára og dregið úr dánartíðni um 25-30%. • Með kembileit greina menn forstigsbreytingar brjósta-krabbameins sem eru algengar. • Forstigsbreyting er ekki sama og krabbamein… © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Flokkun brjóstakrabbameins • Brjóstakrabbameini er gjarnan skipt í fjóra flokka eða stig: 1. stig: Minni háttar æxlisvöxtur er í brjósti og engin einkenni um dreifingu. Langflestir fá bata... 2. stig: Æxlið hefur dreifst til eitla í holhönd. 3. stig: Æxlið hefur vaxið inn í vöðvann sem liggur undir brjóstinu og dreifst til eitla ofan við viðbeinið. 4. stig: Æxlið hefur dreifst til annarra líffæra, svo sem lungna, lifrar eða beina. Illlæknanlegt. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Meðferð brjóstakrabbameins • Skurðaðgerð – til greina kemur að fjarlægja; • æxlið eingöngu (fleygskurður) • allt brjóstið • brjóstið ásamt holhandareitlum • brjóstið ásamt undirliggjandi vöðva og holhandareitlum. • Geislameðferð – mjög oft beitt eftir skurðaðgerð. • Lyfjameðferð – Oftast frumueyðandi meðferð eða hormónameðferð. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Frumueyðandi lyfjameðferð • Hefðbundin krabbameinslyfjameðferð hefur verið fjöllyfjameðferðin CMF (cýklófosfamíð, metó-trexat og flúóróúracíl). • Lyfin eru gefin í æð á þriggja vikna fresti, oftast í 6-9 skipti. • Antracýklín eins og doxórúbicin eða epíurúbicín hafa einnig sannað gildi sitt og eru í vaxandi mæli gefnir með cýklófosfamíði eða cýklófosfamíði og flúóróúracíl (FEC), sérstaklega í útbreiddum sjúkdómi. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Hormónameðferð • Hluti krabbameina í brjóstum, sérstaklega hjá konum sem komnar eru yfir tíðahvörf, er háður kvenhormóninu östrógen hvað varðar vöxt æxlisins • Hægt er að mæla, þegar tekið er sýni úr æxlinu til greiningar, svonefnda östrógen- og prógesterón viðtaka. • Svo kölluð SERM lyf eru mikið notuð við brjósta-krabbameini. • SERM = Selective Estrogen Receptor Modulator. • Lyfið tamoxífen er and-östrógen og keppir við östrógenið um bindingu á östrógenviðtaka og dregur það úr vexti æxlisins. © Bryndís Þóra Þórsdóttir