1 / 13

Námsmat-II Námskeið við Klébergsskóla Ágúst 2006

Námsmat-II Námskeið við Klébergsskóla Ágúst 2006. Meyvant Þórólfsson. Námsmat og einkunnagjöf.

mireya
Download Presentation

Námsmat-II Námskeið við Klébergsskóla Ágúst 2006

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Námsmat-IINámskeið við Klébergsskóla Ágúst 2006 Meyvant Þórólfsson

  2. Námsmat og einkunnagjöf • “Einkunn er ófullkominn vitnisburður um ónákvæman dómhlutdrægs og óstöðugs dómara um það hversu vel nemandi hefur náð óskilgreindu kunnáttustigi í óþekktum hluta af óákveðnu magni námsefnis.”"...a grade {is}...an inadequate report of an inaccurate judgment by a biased and variable judge of the extent to which a student has attained an undefined level of mastery of an unknown proportion of an indefinite amount of material." -Paul Dressel 1957 í BASIC COLLEGE QUARTERLY, Michigan State University, Winter 1957, p.6

  3. Námsmat – Assessment for/of/as learning • Námsmat: Mat á námsárangri og námsframvindu. Nær bæði til nemenda sjálfra, hegðunar þeirra, hugsunar og frammistöðu og einnig til verka þeirra, til dæmis skriflegra svara á prófum, hugverka eða handverka. D. Rowntree, N. Gronlund, W. Harlen, Ó.Proppé • Norman Gronlund: Mikilvægt er að greina að árangur sjálfs námsins annars vegar og hegðunarþætti hins vegar.

  4. Til hvers námsmat... Wynne Harlen 2000: • Assessment for learning (Námsmat í þágu náms) • Assessment of learning (Námsmat sem vottun/dómur um námsárangur) • Harlen hefur skrifað mikið um námsmat í náttúruvísindum (science): “Gaining access to children’s ideas is not an easy task...” • Ath. einnig Assessment as learning (Námsmat sem nám eða námstækifæri)

  5. Formlegt/hefðbundið námsmat eða óformlegt og óhefðbundið...? • Formlegt, hefðbundið námsmat oftast próf eða eitthvað sambærilegt sem framkvæmt er við uppstilltar og formlegar aðstæður. • Óformlegt, óhefðbundið námsmat getur verið mjög fjölbreytilegt, framkvæmt við eðlilegar starfsaðstæður í sem raunverulegustu umhverfi. Ýmis orð á ensku: Alternative assessment, authentic assessment, performance-based assessment o.fl.

  6. Mat og mælingar á fólki – afstætt mat eða beinn aflestur? Mæla má og meta: • Hæð, þyngd, líkamshita, höfuðstærð, hjartslátt, blóðþrýsting, þol... • Minni, hugsun, greind... Getum við mælt eða metið: • Siðferðiskennd, félagsþroska, samhygð, tilfinningaþroska?

  7. Mat og mælingar Huglægt? Hlutlægt? Eigindlegt? Megindlegt? Áreiðanlegt? Réttmætt (gilt)? Hvaða viðmið...?

  8. Að meta mannlega hugsun og hegðun... Lýsandi og einstaklingsbundið (Kvalítatíft / qualitative): • Er mat á mannlegri hugsun og hegðun lík mati á kaffi? Er um að ræða óformlegt og fremur óáreiðanlegt mat með óljósum viðmiðum? • Gerum við ráð fyrir margbreytileika og afstæðum smekk þeirra sem meta og ófyrirséðum margbreytileika þeirra sem eru metnir? • Hvað getum við þá sagt um réttmæti og áreiðanleika?

  9. Að meta mannlega hugsun og hegðun... Megindlegt/magnbundið samanburðarmat Kvantítatíft / quantitative: • Getum við metið mannlega hugsun og hegðun líkt og hæð hennar og þyngd? Er um að ræða formlegt mat með skýrum viðmiðum? Aflestur? • Getum við alltaf útilokað margbreytileika og ólíkan smekk þeirra sem meta? • Hvað getum við sagt hér um réttmæti og áreiðanleika?

  10. Vandamál: Réttmæti og áreiðanleiki • Hugsum okkur baðvog sem er vanstillt og sýnir 2 kg of lítið við endurteknar mælingar. Er matið áreiðanlegt (stöðugt)? • Er matið réttmætt/gilt? • Hvað ef vogin sýnir mismunandi tölur við endurteknar mælingar. Er mælingin áreiðanleg (stöðug)? Réttmæt?

  11. Viðmið við túlkun á námsárangri • Hópmiðað mat/samanburðareinkunnir (norm-referenced interpretation/relative grading):Árangur túlkaður út frá niðurstöðum alls hópsins. Dæmi: Jón var þriðji hæsti í krossaprófi í eðlisfræði. Einkunn ræðst af árangri alls viðmiðunarhópsins • Markviðmiðað mat/markbundnar einkunnir (criterion-referenced interpretation/absolute grading): Árangur túlkaður út frá því hvað hver getur af því efni sem lagt var fyrir. Dæmi: Jón sýnir þekkingu og skilning á mismunandi myndum orku o.s.frv. ...Einkunn ræðst af því • Loks: Nemandinn sjálfur sem viðmið – framför frá einum tíma til annars

  12. Lykilspurningar • Hver er tilgangur námsmatsins? • Hvað á að meta? • Hvernig eigum við að meta? • Hverjir eiga að meta? • Hvenær á að meta? • Hvaða viðmið eru við hæfi? • Hvernig tökum við á álitamálum? • Hvernig eigum við að vinna úr niðurstöðum og túlka þær? O.s.frv. Derek Rowntree o.fl.

  13. Spurningar til nánari skoðunar nú • Hvað hefur reynst vel í námsmati Klébergsskóla og þarf að halda í? • Hvað hefur reynst miður og þarf að endurskoða? • Formlegt / hefðbundið námsmat (próf); hvernig viljum við haga því? • Óformlegt /Óhefðbundið námsmat (próf); hvernig viljum við haga því? • Niðurstöður námsmats. Hvernig, fyrir hvern? • Hvernig má nýta námsmat og niðurstöður þess við áframhaldandi skipulag? • Hvað þarf að samræma í skipulagi námsmats við skólann í heild og hvað ekki? • Hver (hverjir) eiga að meta og hvenær? • Álitamál tengd námsmati, t.d. hvaða álitamál þarf að taka inn í myndina í ”Skóla fyrir alla”?

More Related