1 / 5

HRAFNKELS SAGA

HRAFNKELS SAGA. Um söguna. Hrafnkels saga er stysta Íslendingasagan. Hún er mjög hnitmiðuð , hefur samfellda atburðarás. Sagan segir frá voldugum höfðingja, Hrafnkeli Freysgoða , hvernig hann fellur frá völdum og rís aftur.

mab
Download Presentation

HRAFNKELS SAGA

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. HRAFNKELS SAGA

  2. Um söguna • Hrafnkels saga er stysta Íslendingasagan. • Hún er mjög hnitmiðuð, hefur samfellda atburðarás. • Sagan segir frá voldugum höfðingja, Hrafnkeli Freysgoða, hvernig hann fellur frá völdum og rís aftur. • Sagan gerist á Íslandi á dögum Haralds hárfagra sem ríkti frá 860 – 930. • Ytri tíminn (almanakstíminn) er annars ónákvæmur í sögunni. Hrafnkell er 15 vetra þegar hann kemur til Íslands seint á landnámsöld (870 – 930) því að land er víðast hvar numið. Sámur stefnir Hrafnkeli til alþingis en það var stofnað 930. • Innri tími (þ.e. sjálf atburðarásin) spannar aðeins 6 ár; Eyjólfur fer utan í byrjun sögunnar en kemur aftur að 6 árum liðnum, undir lok sögunnar.

  3. Frh. • Sagan er illa varðveitt. Handritin eru frá 17. öld að einu blaði undanskildu en það er talið vera frá fyrri hluta 15. aldar. • Líklega var sagan samin undir lok 13. aldar. • Löngum þótti Hrafnkels saga með trúlegustu Íslendingasögunum. Hún vekur með ýmsum hætti traust lesandans svo að ekki virðist í fljótu bragði ástæða til þess að rengja hana. Í henni er ekkert yfirnáttúrulegt efni, s.s. trölla- eða draugasögur, engir kynlegir fyrirburðir og engar ýkjukenndar sögur um hreysti manna eða afrek. Sagan er með miklum veruleikablæ, kemur heim við kunna staðhætti og fjölda örnefna. Hún er stutt og samfelld og persónur óvenju fáar, einkum aðalpersónur. Slíka sögu er auðvelt að muna og endursegja án þess að aðalefni raskist. Menn héldu þess vegna lengi að hinir eftirminnilegu atburðir sögunnar hefðu lifað í munnmælum allt þangað til þeir voru færðir í letur.

  4. Frh. • Árið 1940 birti Sigurður Nordal hins vegar ritgerðina Hrafnkötlu þar sem hann dró sannfræði Hrafnkels sögu mjög í efa. Þar hafnaði hann hinni hefðbundnu skoðun að Hrafnkels saga væri reist á arfsögnum, heldur hefði hún verið samin sem skáldrit og lyti því fremur lögmálum listarinnar en sagnfræðinnar. Rökin gegn sannfræði Hrafnkels sögu felast m.a. í því að sum atriði hennar eru ekki samhljóða frásögn Landnámabókar, t.d. um uppruna Hrafnkels, atburðinn í Geitdal og nafnið á bæ Hrafnkels, sem í Landnámabók heitir Steinröðarstaðir.

  5. Frásögnin af landnámi Hrafnkels í Fljótsdal og hinum skjóta uppgangi hans þar fær ekki staðist þar sem land var þar albyggt um miðja 10. öld og þar ríktu að sögn Landnámabókar aðrir þjóðhöfðingjar. Í Hrafnkels sögu er því einnig haldið fram að Þorkell og Þorgeir Þjóstasynir hafi verið höfðingjar í Þorskafirði á Vestfjörðum. Þeirra er hins vegar hvergi getið í öðrum fornritum og ekkert rúm virðist hafa verið fyrir ríki þeirra við hlið hinna voldugu Reyknesinga. Er því allt eins líklegt að þeir hafi aldrei verið til. Þormóðar Þjóstasonar er að vísu getið í Landnámabók en þar er hann sagður hafa búið annars staðar og átt annað kvonfang en Hrafnkels saga gerir ráð fyrir.

More Related