1 / 14

Kristján Þórarinsson Stofnvistfræðingur LÍÚ

Fundur Sjávarnytja, LÍÚ, FFSÍ, SSÍ og VSFÍ um hvalveiðar, Grand Hótel í Reykjavík, 26. maí 2004 Hvalir og ábyrgar fiskveiðar. Kristján Þórarinsson Stofnvistfræðingur LÍÚ. Mikilvægi fiskveiða.

jaxon
Download Presentation

Kristján Þórarinsson Stofnvistfræðingur LÍÚ

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fundur Sjávarnytja, LÍÚ, FFSÍ, SSÍ og VSFÍ um hvalveiðar,Grand Hótel í Reykjavík, 26. maí 2004Hvalir og ábyrgar fiskveiðar Kristján Þórarinsson Stofnvistfræðingur LÍÚ

  2. Mikilvægi fiskveiða • Vegna afgerandi mikilvægis fiskveiða í íslenska hagkerfinu er nauðsynlegt að hafa góða þekkingu á vistkerfi sjávar og fæðuvef á íslenska hafsvæðinu. • Draga má úr óvissu í stofnmati fiskistofna og veiðiráðgjöf með því að auka vitneskju um þætti sem hafa áhrif á framleiðslu og náttúruleg afföll, sérstaklega afrán.

  3. Kröfur um ábyrgar fiskveiðar • Mikil samstaða hefur verið á alþjóðavettvangi um að gera kröfur um ábyrgar fiskveiðar. • Kröfur koma bæði úr fiskveiðigeiranum og frá umhverfisverndarmönnum. • Ákvæði um ábyrgar fiskveiðar eru í mörgum alþjóðasamþykktum.

  4. Dagskrá 21, grein 17.87 • Ríki ... skulu (a) stuðla að aukinni söfnun og skiptum gagna sem eru nauðsynleg fyrir verndun og sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins í lögsögu þeirra...

  5. Úr siðareglum FAO um ábyrgar fiskveiðar • 6. Grein: Almennar grunnreglur • Í grein 6.4 segir meðal annars: “Ríki ættu að gera það að forgangsverkefni að ráðast í rannsóknir og gagnasöfnun til þess að bæta vísindalega og tæknilega þekkingu á [fiskveiðum] og gagnvirkum áhrifum þeirra á vistkerfið.”

  6. Reykjavíkuryfirlýsingin um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi hafsins • Alþjóðleg ráðstefna á vegum FAO 2001. • Í yfirlýsingunni er að finna margvíslega hvatningu til að huga að vistkerfinu í heild, rannsaka það og skilja,- þar með talið fæðuvefi og fæðusamsetningu, samskipti tegunda og afrán,- í því augnamiði að stuðla að ábyrgum fiskveiðum.

  7. Stór þáttur hvala í vistkerfinu • Hvalir af öllum tegundum éta gríðarlegt magn fæðu. • Heildarneysla þeirra á íslenska hafsvæðinu er talin vera 6 milljón tonn, þar af 2 milljónir tonna af fiski. • Heildarafli íslenska fiskveiðiflotans þetta 1.5 – 2 milljónir tonna undanfarin ár.  • Mikilvægasta rándýrið er hrefnan, sem talin er éta 2 milljónir tonna á ári og af því er um helmingur fiskur.

  8. Afrán hrefnu • Þau takmörkuðu gögn sem til eru benda til að 35% af fæðu hrefnu séu áta, 23% loðna, 33% sandsíli og 6% mismunandi tegundir þorskfiska. • Þorskur er hluti af þeim 6% sem eru þorskfiskar, en ekki hefur verið unnt að meta hversu stór hluti. • Það er ljóst að hvert prósentustig þorsks í fæðu hrefnu skiptir miklu máli.

  9. Áhrif á þorskstofninn • Ef t.d. er gert ráð fyrir að þroskur sé 3% af fæðu hrefnu, eins og takmörkuð gögn benda til, þá benda fjölstofnalíkön til að breytingar á stofnstærð hrefnu geti haft mikil áhrif á afrakstursgetu þorskstofnsins til lengri tíma litið. • Af þessum sökum er aðalmarkmið vísindaveiða á hrefnu að afla gagna um fæðuvistfræði hrefnustofnsins við Ísland.

  10. Áhrif á þorskafla • Stofnstærð hrefnu er talin nálægt því sem var áður en veiðar hófust. • Fjölstofnalíkön benda til þess að hrefnustofninn geti haft veruleg áhrif á framtíðarafrakstur þorskstofnsins. • Munað getur 20% á langtímaafrakstri þorskstofnsins eftir því hvort hrefnustofninum er haldið í 70% eða 100% af upprunalegri stofnstærð. • Töluverð óvissa fylgir þessu tölum, sem aftur gerir frekari rannsóknir nauðsynlegar.

  11. Vísindaveiðar eru nauðsynlegar • Mælingar á geislavirkum samsætum gefa einungis upplýsingar um úr hvaða þrepi fæðukeðjunnar fæðan er. • Til þess að fá upplýsingar um tegundasamsetningu fæðunnar, sem eru nauðsynlegar til nota í fjölstofnalíkönum, þarf að stunda vísindaveiðar.

  12. Vísindaveiðar eru löglegar • Á síðasta ári hófu Íslendingar vísindaveiðar á hrefnu. • Samkvæmt grein VIII í stofnsáttmála Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa aðildarríki óskoraðan rétt til að stunda vísindaveiðar.

  13. Niðurstaða • Íslendingum ber siðferðileg skylda til að stunda fiskveiðar á ábyrgan hátt. • Áreiðanlegt mat á stofnstærð og afföllum, þar með talið breytilegum afföllum vegna afráns hvala, er ein af forsendum ábyrgra fiskveiða. • Íslendingum ber því siðferðileg skylda til að stunda hvalveiðar í vísindaskyni.

More Related