1 / 20

Heilsa óháð holdafari (eða meðferð vegna offitu?)

Heilsa óháð holdafari (eða meðferð vegna offitu?). Íris Judith Svavarsdóttir Sjúkraþjálfari B.S. Lýðheilsufræðingur MPH. Um offitu. Í sögulegu samhengi nýtt að litið sé á offitu sem vandamál Undanfarin ár hefur verið fjallað um offitu sem faraldur

helen
Download Presentation

Heilsa óháð holdafari (eða meðferð vegna offitu?)

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Heilsa óháð holdafari(eða meðferð vegna offitu?) Íris Judith Svavarsdóttir Sjúkraþjálfari B.S. Lýðheilsufræðingur MPH

  2. Um offitu • Í sögulegu samhengi nýtt að litið sé á offitu sem vandamál • Undanfarin ár hefur verið fjallað um offitu sem faraldur • Mikil áhersla hefur verið lögð á að meðhöndla offitu vegna þeirrar áhættu sem talið var -og er- að hún hafi við sjúkdóma og kvilla Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  3. Offita og sjúkdómar • Fleiri einstaklingar nálægt “kjörþyngd” greinast nú með vandamál sem hafa verið tengd offitu • Háþrýstingur, sykursýki af tegund II, óheppilegar blóðfitur • Aukin umræða um heilbrigða feita einstaklinga • Feitir í formi Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  4. Offitumeðferð með lífsstílsbreytingum • Markmiðið er þyngdartap • Yfirleitt stefnt að lífsstílsbreytingum til frambúðar: • Breytingar á mataræði • Aukin dagleg hreyfing • Algengur meðferðartími ½ - 1 ár Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  5. Offitumeðferð með lífsstílsbreytingum • Áhersla á ytri stýringu og skráningu • Oftast mælt með reglulegri vigtun • Skráning • Matardagbók • Æfingadagbók • Matartengd hegðun • Fyrirfram ákveðnir matseðlar og skammtastærðir • Bannlistar , nammidagar......

  6. Offitumeðferð með lífsstílsbreytingum • Flestar rannsóknir hafa sýnt 5-10% þyngdartap að meðaltali • Dæmi: Einstaklingur sem vegur 150 kíló getur búist við að léttast um 7,5 - 15 kíló • Flestir þyngjast aftur • Þátttakendur með væntingar um meira þyngdartap og upplifa oft að þeim hafi mistekist þegar þeir léttast ekki meira Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  7. Offitumeðferð með lífsstílsbreytingum • Oft töluverður heilsufarslegur ávinningur af offitumeðferð með lífsstílsbreytingum • Háþrýstingur, sykursýki af tegund II, hagstæðari blóðfitur • Þyngdartapi hefur oft verið eignaður þessi árangur – með réttu eða röngu??

  8. Hvers vegna léttist fólk ekki meira? • Fólk er að “gera allt rétt” • Borða samkvæmt ráðleggingum • Hreyfa sig daglega • Líkaminn er ekki gerður til að léttast, hefur fáar leiðir til þess • Líkamsstarfsemin miðar að því að búa okkur undir mögru árin Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  9. Hvað þarf til að viðhalda þyngdartapi? • Til að viðhalda þyngdartapi þarf: • Hreyfa sig 60-90 mínútur á dag. Ganga eða ákafari hreyfing (WHO, 2007) Thechallenge of obesityinthe WHO europeanregionandstrategies for response- summary. Branca, Nikogosian og Lobstein (ritstj). • Að takmarka inntöku hitaeininga við minna en 800 kcal á dag (Anderson o.fl. (2001) Long termweightmaintenance:a meta analysis of US studies. TheAmericanJournal of clinicalnutrition, 74,579-584) • Borða reglulega, vigta sig og/eða halda matardagbók (Elfhag og Rössner 2005. Whosucceedesinmaintainingweight loss? A conceptualreview of factorsassociatedwithweight loss maintenanceandweightregain. Obesityreviews, 6,67-85)

  10. Hvað eigum við þá að gera ? • Fara aftur í megrun? • Muna skaðsemi megrunarkúra og þá staðreynd að megrun er öruggasta leiðin til að þyngjast! • Getum við unnið að bættri heilsu og auknu heilbrigði án þess að líkamsþyngdin sé þar í aðalhlutverki? Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  11. Heilsa óháð holdafari • Ný nálgun að heilbrigði sem hafnar þeirri hugmynd að grannur vöxtur sé forsenda heilsu og hamingju • Áhersla á að aðskilja samband sjálfsvirðingar og líkamsþyngdar • Ekki er búist við þyngdartapi • http://blog.eyjan.is/likamsvirding/2009/03/ Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  12. Heilsa óháð holdafari • “Health at every size” • Nánari upplýsingar á síðunum • http://blog.eyjan.is/likamsvirding • www.likamsvirding.is • www.lindabacon.org Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  13. Heilsa óháð holdafari • Nokkur lykilatriði í þeirri hugmyndafræði: • Að bæta heilsuna • Að bæta sjálfs- og líkamsmynd • Að njóta þess að borða • Að njóta þess að hreyfa líkamann • Að sporna gegn fitufordómum Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  14. Heilsa óháð holdafari • Að bæta heilsuna • Unnið er að því að bæta líkamlega, andlega og félagslega heilsu án áherslu á líkamsþyngd eða þyngdartap Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  15. Heilsa óháð holdafari • Að bæta sjálfs- og líkamsmynd • Borin er virðing fyrir fjölbreytilegum líkamsvexti • Lífið er núna – getum við lifað því til fulls án tillits til líkamsþyngdarstuðuls ? • Þegar ég verð grönn, þá....... Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  16. Heilsa óháð holdafari • Að njóta þess að borða • Að borða samkvæmt innri merkjum svengdar og saðningar • Þarf markvissa þjálfun til að átta sig á tilfinningum um svengd og saðningu • Að njóta matar Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  17. Heilsa óháð holdafari • Að njóta þess að borða • Er það “sigur” að borða ekki þó maður sé svangur ? • Er það “sigur” að borða ekki þegar maður fer í veislu? • Að borða meira þó maður sé saddur • til að bregðast við öðrum tilfinningum en svengd? • vani ? Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  18. Heilsa óháð holdafari • Að njóta þess að hreyfa líkamann • Að finna og stunda þá reglulegu hreyfingu sem gefur gleði, vellíðan og ánægju í stað þess að hreyfa sig í þeim eina tilgangi að grennast • Gleði, vellíðan og ánægja eru bestu hvatarnir til að hreyfing geti orðið hluti af daglegu lífi Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  19. Heilsa óháð holdafari • Að sporna gegn fitufordómum • Líkamsstærð og þyngd segja ekki til um matarvenjur, hreyfingu, persónuleika eða mannkosti fólks • Fegurð og manngildi koma fyrir í öllum stærðum og gerðum • Tekið af www.likamsvirding.is Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

  20. Lokaorð • Markmið mitt er að hvetja fólk til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl óháð holdafari • Sátt við sjálfan sig skiptir meginmáli • Lífið er núna – njótum þess til fulls • “Hamingjan er leiðin” • Minni á megrunarlausa daginn 6.maí • Nánar á www.likamsvirding.is Íris Judith Svavarsdóttir, apríl 2010

More Related