1 / 20

Jafnréttisáætlun Álftamýrarskóla

Jafnréttisáætlun Álftamýrarskóla. Bakgrunnur. Hvað merkir orðið “jafnrétti”? Jöfn tækifæri til lífsins gæða. Jöfn tækifæri til að koma skoðunum sínum og hugsjónum í framkvæmd. Jöfn tækifæri til að nýta reynslu sína, þekkingu og menntun. Jafnrétti eru mannréttindi. Lög og reglugerðir.

ingo
Download Presentation

Jafnréttisáætlun Álftamýrarskóla

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. JafnréttisáætlunÁlftamýrarskóla

  2. Bakgrunnur • Hvað merkir orðið “jafnrétti”? • Jöfn tækifæri til lífsins gæða. • Jöfn tækifæri til að koma skoðunum sínum og hugsjónum í framkvæmd. • Jöfn tækifæri til að nýta reynslu sína, þekkingu og menntun. • Jafnrétti eru mannréttindi.

  3. Lög og reglugerðir • Öll lög og reglugerðir hér á landi kveða á um jafnrétti. Stjórnarskrárbundið og alþjóðlegar skuldbindingar s.s. Mannréttindasáttmáli SÞ. • Lög um jafna stöðu karla og kvenna frá árinu 2000. • Í fyrrgreindum lögum er kveðið á um jafnréttisáætlanir í fyrirtækjum og stofnunum með fleiri en 25 starfsmenn – þar með skóla! • Áætlun sem liggur ónýtt ofan í skúffu eða á heimasíðu gerir ekkert gagn. • Í samfélaginu er ákveðin tregða þrátt fyrir að lagaramminn sé til staðar.

  4. Lög og reglugerðir • Hvað segja grunnskólalög um jafnrétti kynjanna? • Sjá 29. grein. • Hvað er að finna um jafnrétti kynjanna í námskrá grunnskóla? • Sjá kaflann “Jafnrétti til náms” í almennan hlutanum. • Sjá kaflann “ Kennsla og kennsluhættir í alm. hluta. • Sjá kaflann “ Námsgögn” í alm. hluta. • Sjá námskrár fyrst og fremst í lífsleikni • Hvar er hægt að leita sér aðstoðar við gerð jafnréttisáætlunar? • Jafnréttisstofa – sjá heimasíðu www.jafnretti.is.

  5. Jafnréttisstefna Reykjavíkurfrá janúar 2003 • Reykjavíkurborg ætlar sér að verða í fremstu röð hvað varðar frumkvæði og faglegt starf á sviði jafnréttismála. • Allt uppeldis- og tómstundastarf, menntun og fræðsla sem fram fer á ábyrgð borgarinnar verða að hafa jafna stöðu kynjanna að leiðarljósi. • Skólastjórnendur eiga að leitast við að styrkja jákvæða kynímynd stelpna og stráka og vinna sérstaklega gegn áhrifum klámvæðingar.

  6. Jafnréttisstefna Reykjavíkurfrá janúar 2003 • Sérstök ábyrgð er lögð á herðar skólastjórnenda. • Allt innra starf á að vera í anda jafnréttis. • Námsefni má ekki mismuna kynjum. • Náms- og starfsfræðsla á að taka mið af því að brjóta á bak aftur staðlaðar kynbundnar hugmyndir og gildismat. • Þeir sem hljóta styrki frá Reykjavíkurborg verða að sýna að jafnréttissjónarmið séu virt í öllu starfi styrkþega.

  7. Bakgrunnur • Vinnustaður – nemenda og starfsfólks – sem starfar í anda jafnréttislaga er betri vinnustaður en sá sem lætur jafnrétti sig engu skipta. • Þegar vinna við gerð jafnréttisáætlunar hefst fer ávinningurinn strax að skila sér. • Aukin umræða, skoðanaskipti og vangaveltur. • Viðhorfsbreyting og meðvitaðra starfsumhverfi bæði í hópi starfsmanna og nemenda.

  8. Undirbúningur- vinnan í skólanum - • Skólastjórnendur fóru fyrir tveimur árum á málþing Jafnréttisráðs um jafnréttisáætlanir. • Mér var síðan falið að halda utan um vinnuna og halda utan um endurskoðun og að uppfæra hana með reglulegu millibili. • Áður en vinnan hefst þarf að kanna þá þætti er snúa að jafnrétti kynjanna, mæla og leggja mat á stöðuna. Aðeins þannig er hægt að mæla árangur. • Áætlunin unnin fyrst og fremst með skólastjórnendum – samstarf við FÁ.

  9. Kynning meðal starfsmanna – nemenda - foreldra • Kynning og umræða á almennum starfsmannafundi. • Drög sett út á netið – farið fram á athugasemdir og ábendingar. • Nú er jafnréttisáætlunin á heimasíðunni enda hluti af skólanámskrá skólans. • Áætlunin var kynnt á haustfundi foreldra í 8. til 10. bekk. • Kynnt sérstaklega í lífsleikni í unglingadeild í tengslum við ýmis verkefni.

  10. Nemendur – markmið og leiðir • Árlega skal fara yfir bekkja- og hóplista og reikna út kynjahlutföll. • Árlega á að fara yfir hóplista í valgreinum í 9. og 10. bekk. Sú staða gæti komið upp að það þjóni jafnréttishugsun að kynskipta hópum. • Greina árlega einkunnir eftir kynjum í 7. og 9. bekk í ísl. og stæ. • Leggja fyrir ýmsar smærri kannanir eða sjálfsmat um t.d. líðan, áform, heimanám og prófkvíða – tengist m.a. lífsleikni og foreldra- og nemendadögum.

  11. Nemendur – markmið og leiðir • Kanna árlega í 8. til 10. bekk; • félagslega virkni s.s. þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. • tónlistanám, dans eða myndlistanám. • vinnu með skóla. • Niðurstöður kynsundurgreindar, kynntar starfsfólki skólans, foreldrum, starfsfólki Tónabæjar og Fram. • Skoða samkennslu í leikfimi, sundi, list-og verkgreinum. Kanna viðhorf nemenda, kennara og foreldra.

  12. Nemendur – markmið og leiðir • Vinna sérstaklega með náms- og starfsfræðslu. • Ýmis verkefni í lífsleikni sem taka á gildismati, sjálfsmynd, fordómum og fyrirmyndum. • Vinna gegn hefðbundnum hugmyndum nemenda um karla- og kvennastörf. • Nemendur í 8. til 10. bekk fá kynningu á framhaldsskólakerfinu og heimsækja fyrirtæki og skóla. • Ýmis verkefni sem tengjast mismunandi störfum fyrir yngri nemendur.

  13. Nemendur – markmið og leiðir • Námsefni skólans verður að skoða og meta út frá jafnréttissjónarmiðum – á ábyrgð allra kennara! • Fjölbreyttir kennsluhættir - fanga sem best áhuga þeirra og næmni til náms. Þannig er líklegra að bæði kynin fái kennslu við hæfi og ólík reynsla og lífssýn fái að njóta sín.

  14. Nemendur – markmið og leiðir • Það er nauðsynlegt að hafa “jafnréttisgleraugun” í öllum námsgreinum og vinna þannig gegn fordómum og ríkjandi kynímyndum. • Fylgjast með kosningu / vali í nemendaráð, Tónabæjarráð og við hvert tækifæri þegar nemendur koma fram fyrir hönd skólans. • Þegar skólinn tilnefnir nemendur sem veita á viðurkenningar. • Samkvæmt skólanámskrá skólans á allt skólastarf að taka mið af jafnrétti.

  15. Nemendur – markmið og leiðir • Með jöfnu millibili þarf að skoða stoðþjónustu skólans. Kemur fram munur á milli kynja? Skoða ástæður – inngrip t.d. á vettvangi nemendaverndarráðs. • Gera nemendum ljóst að kynferðislegt áreiti – ofbeldi - verði aldrei liðið innan skólans. Ræða, kynna og fræða. • Ef upp koma mál í skólanum verður farið með þau sk. áfallaáætlun.

  16. Starfsmenn – markmið og leiðir • Árlega þarf að fara yfir starfsmannalista – hafa niðurstöður að leiðarljósi við mannaráðningar. • Skoða orðalag starfsauglýsinga. Ljóst er að lögin leyfa að auglýst sé eftir öðru kyninu til að jafna kynjahlutfall eða vegna sérstöðu starfsins. • Hugsa meðvitað um kynin þegar skólastjórnendur úthluta sérstækri upphæð sem fylgir hverju stöðugildi kennara sk. kjarasamningi. • Öllum starfsmönnum á að vera ljóst að kynferðisleg áreitni – ofbeldi er ekki liðið í skólanum. Farið með slík mál eftir áfallaáætlun.

  17. Starfsmenn – markmið og leiðir • Hópskipting starfsmanna / kennara endurspegli kynjahlutföll í starfsliði. • Hafa kynjahlutföll í huga þegar kosið er í embætti á vegum skólans. • Í reglulegu innra mati á starfi skólans eða í starfsmannasamtölum þarf að kanna viðhorf til jafnréttis og stöðu jafnréttismála á vinnustaðnum. Hafa sem almenna reglu að greina niðurstöður eftir kyni.

  18. Starfsmenn – markmið og leiðir • Allt starf í skólanum þarf að taka mið af því að samræma sem best fjölskyldulíf og atvinnu starfsmanna t.d. má nefna fundartíma, símenntun og fjarvinnu. • Stjórnendur leitast við að gera ráðstafanir þannig að starfsmenn, jafnt karlar sem konur, geti samræmt sem best starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu. • Halda uppi upplýstum og gefandi umræðum um jafnréttismál.

  19. Hver ber ábyrgðin? • Jafnréttisáætlun er viljayfirlýsing sem byggir á lögum og stefnu borgarinnar. • Skólastjóri ber endanlega ábyrgð á jafnréttisáætlun skólans en getur falið starfsmanni / starfsmönnum utanumhald. • Árleg endurskoðun – uppfæra tölulegar upplýsingar.

  20. Heimildir • Jafnréttisáætlun Álftamýrarskóla byggir á: • Lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 Jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar. • Lögum um grunnskóla nr. 66/1995 • Áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum til fjögurra ára – frá vorþingi 2004. • Skólanámskrá Álftamýrarskóla. • Um gerð jafnréttisáætlana fyrirtækja og stofnana. útg. Jafnréttisstofa. www. jafnretti.is. • Jafnréttisáætlanir: Aðferð til árangurs. útg. Jafnréttisstofa. www. jafnretti.is.

More Related