1 / 37

Eftir hrun: Ný stjórnarskrá

Eftir hrun: Ný stjórnarskrá. Þorvaldur Gylfason. 1. hrun. Þjóðir bregðast oft við skakkaföllum með því að skoða lög sín og stjórnarskrá til að leita að brestum, sem vörðuðu veginn fram af bjargbrúninni

indra
Download Presentation

Eftir hrun: Ný stjórnarskrá

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Eftir hrun: Ný stjórnarskrá Þorvaldur Gylfason

  2. 1. hrun • Þjóðir bregðast oft við skakkaföllum með því að skoða lög sín og stjórnarskrá til að leita að brestum, sem vörðuðu veginn fram af bjargbrúninni • Þess var krafizt á fundum búsáhaldabyltingarveturinn 2008–2009, að ný stjórnarskrá yrði samin handa Íslandi

  3. 1. hrun • Rannsóknarnefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184) lagðist á sömu sveif: • “Taka þarf stjórnarskrána til skipulegrar endurskoðunar í því skyni að treysta grundvallaratriði lýðræðissamfélagsins og skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa” • Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur lengi verið á stefnuskrá helztu stjórnmálaflokka landsins, en ekkert orðið úr

  4. 1. hrun • Þrír bankar 85% bankakerfisins hrundu á einni viku, hin 15% kerfisins skömmu síðar • Hlutabréfamarkaðurinn gufaði upp á einni nóttu • Ótryggðir peningamarkaðssjóðir rýrnuðu stórlega • Samanburður við flugslys • Öll flugslys eru rannsökuð • Þurfum að þekkja sannleikann til að tryggja öryggi • Útlendingar yfirleitt um borð • Enginn kvartar yfir, að rannsóknarnefndir flugslysa persónugeri vandann (!) • Enginn biður um, að við horfum heldur fram á veginn • Nei, við rannsökum slysin, köfum til botns

  5. 1. hrun • Hrunið var á ýmsa kvarða eitt hið mesta, sem sögur fara af • Fjárhagstjón lánardrottna, hluthafa og innstæðueigenda heima og erlendis nam um sjöfaldri landsframleiðslu, sem er heimsmet • Kostnaður skattgreiðenda, þ. á m. kostnaðurinn við endurreisn bankanna og seðlabankans, nam 64% of VLF, annað heimsmet • Kostnaður skattgreiðenda er metinn sem aukning skulda ríkissjóðs í hlutfalli við VLF • Bankarnir þrír, hefðu þeir verið bandarískir, kæmust á listann yfir 10 stærstu gjaldþrot fyrirtækja í BNA frá öndverðu • Við erum 320 þúsund ;-)

  6. Tíu stærstu gjaldþrotin (milljarðar bandaríkjadala) Aðaleigandi Landsbankans lýsti persónulegu gjaldþroti upp á 750 milljónir dala, þar af eru 500 milljónir vegna skuldar við Landsbankann; eitt stærsta einstaklingsgjaldþrot allra tíma Heimild: Fjármálaeftirlitið.

  7. 2. forsaga: sjö áfangar • Eftir að kommúnisminn hrundi í Evrópu 1989–1991 voru skömmu síðar samþykktar nýjar stjórnarskrár þar í um 25 ríkjum, öll nema Ungverjaland • Nú eru nokkur Norður-Afríkulönd á sömu leið • Þjóðir semja oft nýjar stjórnarskrár í kjölfar mikilla umskipta eða áfalla • Sjaldgæft er, að ríki semji sér nýja stjórnarskrá nánast upp úr þurru líkt og gert var í Svíþjóð 1974 og Kanada 1982

  8. 2. forsaga • Elster (1995) lýsir sjö áföngum í stjórnarskrárgerð eftir sjálfstæðisyfirlýsingu BNA 1776 • Fyrst tóku Bandaríkin, Pólland og Frakkland upp stjórnarskrár 1780–1791 og síðan Svíþjóð 1809 og Noregur 1814 • Næst samþykktu ýmis Evrópuríki nýjar stjórnarskrár í kjölfar byltinga í álfunni 1848, en þær urðu fæstar langlífar • Fjöldi nýrra stjórnarskráa varð til í Evrópu eftir fyrra stríð 1914–1918, í Póllandi, Tékkóslóvakíu, Þýzkalandi og víðar • Eftir seinna stríð 1939–1945 lásu sigurvegarar hinum sigruðu þjóðum, Ítölum og Japönum, fyrir nýjar stjórnarskrár og settu Þjóðverjum einnig fyrir að semja sér nýja stjórnarskrá • Nýfrjáls ríki í Afríku og Asíu tóku upp stjórnarskrár eftir að hafa losnað undan yfirráðum Breta, Frakka og annarra nýlenduvelda eftir 1945 • Grikkland, Portúgal og Spánn tóku upp nýjar stjórnarskrár eftir að einræðisstjórnir þar voru hraktar frá völdum 1974–1978 • Eftir að kommúnisminn hrundi í Evrópu 1989–1991 voru skömmu síðar samþykktar nýjar stjórnarskrár þar í um 25 ríkjum • Ungverjaland rak lestina með nýrri stjórnarskrá 2012

  9. 2. forsaga • Fjárhagshrun hafa sjaldan fætt af sér nýjar stjórnarskrár • Yfirleitt virðist þurfa meira til, t.d. ósigur í stríði eða kerfishrun • Kreppan mikla 1929 leiddi ekki til stjórnarbóta, hvorki í Ameríku né Evrópu • Breytingar á almennum lögum voru taldar nægja • Glass-Steagall-lögin 1933 bönnuðu bönkum að stunda bankastarfsemi og fjárfestingar hlið við hlið • Hefði verið betra að breyta stjórnarskránni? • Ísland er undantekning – eða hvað? • Fjármálakreppan 2008 átti sér djúpar rætur • Þess vegna heimtaði búsáhaldabyltingin eftir hrun m.a. nýja eða endurskoðaða stjórnarskrá

  10. 2. forsaga • Stjórnarskrár hljóta að endurspegla aðstæður á hverjum stað, siði, hefðir og sögu • Stjórnarskrár eru ólíkar, en eiga það sammerkt að vega salt milli stöðugleika og sveigjanleika • Þær þurfa að vera nógu skýrar og traustbyggðar til að ekki fylgi þeim óvissa varðandi lagasetningu og ... • ... nógu sveigjanlegar til að standast tímans tönn • Danir eru öguð þjóð (lítil verðbólga) og þurfa e.t.v. fáar reglur, stutta stjórnarskrá • Íslendingar eru agalausir (mikil verðbólga) og kunna því að þurfa fleiri reglur, lengri stjórnarskrá • E.t.v. þurfa verðbólgulönd ítarlegri stjórnarskrá en önnur lönd 99,95%

  11. 2. forsaga • Skortur á skýrum ákvæðum um valdmörk og mótvægi í stjórnarskránni frá 1944 gerði framkvæmdarvaldinu kleift að ryðja sér um of til rúms á kostnað löggjafarvalds og dómsvalds • Tveir ráðherrar ákváðu að setja Ísland á lista yfir „bandalag hinna viljugu“ við innrás BNA í Írak 2003 • Hæstiréttur hafði úrskurðað 1998, að kvótakerfið bryti í bága við stjórnarskrána, en eftir mikinn þrýsting frá sömu tveim ráðherrum sneri Hæstiréttur úrskurði sínum við 2000 – Svartur dagur • Pólitískar stöðuveitingar og klíkuskapur hafa grafið undan trausti almennings á dómskerfinu • Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur réðu dómsmálaráðuneytinu nær óslitið 1926–2008, ef 6 ár eru undanskilin (1944–47, 1956–58, 1979–80 og 1987–88) og réðu því skipan nær allra dómara

  12. 2. forsaga • Framkvæmdarvaldið var svo yfirgnæfandi í skiptum sínum við löggjafarvaldið og dómsvaldið, að íslenzkt stjórnkerfi fór að bera meiri svip af forsetaræði en forsetaþingræði • “Þjóðkjörið einræði” • Allsráðandi framkvæmdarvald átti sinn þátt í því, hve stjórnvöld áttu auðvelt með að koma hér á gjafakvótakerfi og síðar að ganga í vanheilagt bandalag með bankamönnum, sem olli hruninu

  13. 2. forsaga • Fyrst voru bankarnir “seldir” vildarvinum með rússnesku yfirbragði, líkt og kvótinn • Ró bankanna var ekki raskað með bindiskyldu eða óþægilegu fjármálaeftirliti • Að launum fengu stjórnmálaflokkar og einstakir stjórnmálamenn höfðinglega fyrirgreiðslu í bönkum eins og rakið er í skýrslu RNA • Styrkir til flokka og manna (8. bindi, bls. 164-170) • Þegar bankarnir féllu, skulduðu 10 af 63 þingmönnum bönkunum meira en 100 mkr. hver (2. bindi, bls. 200-201) • Ekki er vitað, hve margir þingmenn skulduðu bönkunum t.d. 50-100 mkr.

  14. 2. forsaga • Í Bandaríkjunum hefur komið fram, að 2010 hafi fjármálafyrirtæki þar úthlutað 180 milljónum dala til stjórnmálabaráttu eða 60 sentum á hvern bandarískan íbúa • Nokkurn veginn sambærileg upphæð á Íslandi fyrir 2006 voru skv. skýrslu RNA átta dollarar á mann eða 14 sinnum hærri fjárhæð • Heimild: RNA (2010, 8. bindi, bls. 164–170)

  15. 2. forsaga • Stjórnarskráin var samþykkt í þjóðaratkvæði 1944 og átti aðeins að standa til bráðabirgða • Hún er byggð á stjórnarskránni, sem Íslendingar fengu frá Dönum 1874, en hafði verið endurskoðuð 1920 • Lítt breytt frá því sem var 1874, nema forseti kom í stað konungs • Sveinn Björnsson ríkisstjóri krafðist þess, að forsetinn yrði þjóðkjörinn, en ekki valinn af Alþingi eins og stjórnmálamennirnir vildu • Alþingi lofaði endurskoðun eigi síðar en 1945, en það heit var ekki efnt fyrr en eftir hrunið 2008, þegar Alþingi ákvað að efna til Stjórnlagaþings

  16. 3. ferli • Alþingi afréð 2009 að stíga þrjú skref • Blása til þjóðfundar • 1000 einstaklingar valdir af handahófi úr þjóðskrá til að koma saman og setja fram skoðanir sínar á því, hvernig stjórnskipan landsins skyldi háttað • Skipa sjö manna stjórnlaganefnd • Skilaði 700 blaðsíðna skýrslu, þar sem m.a. voru settar fram hugmyndir um ýmisleg ákvæði nýrrar stjórnarskrár -- Góð og gagnleg skýrsla • Fulltrúar úr heimi bókmennta, laga og raunvísinda • Halda kosningu til Stjórnlagaþings • 25 fulltrúar kosnir úr hópi 523 frambjóðenda með STV (SingleTransferable Vote) aðferð til að lágmarka fjölda dauðra atkvæða

  17. 3. ferli • Kosningaþátttaka var 37% • Til samanburðar • Í þrem síðustu alþingiskosningum var þátttaka á bilinu 83–87% • Í tveim síðustu sveitarstjórnarkosningum var þátttaka 73–78% • Nærtækari samanburður: Sérkosningar • Í kosningum til þjóðfundarins 1851 var þátttaka um 30% líkt og í Danmörku • Í þjóðaratkvæðagreiðslu um sambandslagasamning Íslands og Danmerkur 1918 var þátttakan 44%

  18. 3. ferli • Varla var um eiginlega kosningabaráttu að ræða • Frambjóðendur kostuðu flestir litlu sem engu til og litu á sig sem bandamenn, ekki keppinauta • Sárafáir auglýstu • Sumir blogguðu eða skrifuðu í vefmiðla • Blöðin lokuðu á flesta • Þeir, sem náðu kjöri, voru læknar, lögfræðingar, prestar og prófessorar og einnig baráttukona fyrir bættum hlut fatlaðra, bóndi, fjölmiðlamenn, fyrrum alþingismenn, heimspekingur, hjúkrunarfræðingur, leikstjóri, skáld og listamenn, stjórnarmenn í fyrirtækjum, stjórnmálafræðingar, stærðfræðingar og verkalýðsleiðtogi • Býsna góður þverskurður af íslenzku samfélagi

  19. 3. ferli • Þráðurinn þykknar: Þrjár kærur • Kærurnar vörðuðu hönnun kjörklefanna og gengu út á að kosningin hefði í reynd ekki verið leynileg • Allir þrír, sem kærðu, tengdust Sjálfstæðisflokknum • Hæstiréttur ógilti kosninguna í heilu lagi • Engin dæmi eru um, að almennar kosningar hafi verið ógiltar með þeim hætti í lýðræðisríki • Rökstuðningur Hæstaréttar þótti mörgum hæpinn

  20. 3. ferli Stjórnlagaþing varð að Stjórnlagaráði • Reynir Axelsson telur, að ákvörðun Hæstaréttar „sé ekki einungis illa grunduð, heldur hljóti hún að teljast röng í meginatriðum“ • Mörgum sýndist Hæstiréttur hafa tekið að sér að grafa undan lýðræðinu með því að reyna að drepa Stjórnlagaþingið í fæðingu • Ekki bara það: Ógildingin var sennilega ólögleg • Lögin leyfa ógildingu aðeins ef frambjóðandi var ekki kjörgengur eða ef kosningasvindl telst sannað • Meðalhófsregla: Endurtalning – Annar svartur dagur • Alþingi brást við ákvörðun Hæstaréttar með því að skipa í Stjórnlagaráð þá 25 frambjóðendur, sem náð höfðu kjöri á Stjórnlagaþing

  21. 4. inntak Breið samstaða um gagngerar breytingar • Ljóst var frá byrjun, að fólk vildi breytingar • Niðurstöður þjóðfundar voru skýrar • Svör frambjóðenda við spurningum DV voru einnig skýr, þeir vildu • Breyta stjórnarskránni (19/23) • Jafnt vægi atkvæða alls staðar á landinu (22/23) • Auðlindir í þjóðareigu (22/23) • Fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur (21/23) • Greiðari aðgang almennings að upplýsingum (20/23) • Skerða heimild ráðherra til að skipa dómara upp á sitt eindæmi (23/23) – Fullt hús! • Skoðanakannanir spegluðu svipuð viðhorf

  22. 4. inntak • Valdmörk og mótvægi (e. checks and balances) • Valdmörk hinna þriggja greina ríkisvaldsins skerpt og skýrð og áherzla lögð á innbyrðis mótvægi þeirra • Lykilorð frumvarpsins • Ábyrgð • Gegnsæi • Sanngirni • Umhverfisvernd • Valddreifing • Hagkvæm, réttlát og sjálfbær nýting auðlinda í þjóðareign • Frumvarpið sker upp herör gegn spillingu og leynd • Því er jafnframt ætlað að tryggja samfellu og stöðugleika með því að varðveita og efla forsetaþingræðisskipulagið skv. Gömlu Gránu

  23. Forsetaþingræði er þingræði, þar sem forsetinn er þjóðkjörinn og hefur umtalsvert vald, einkum til að skjóta lögum til þjóðaratkvæðis 4. inntak • Ráðið fékk 4 mánuði til að vinna verkið • Nægur tími, gekk vel • Bandaríska stjórnarskráin var samin á 4 mánuðum 1787 • Ráðið ákvað • Að skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni frekar en að endurskrifa skrána frá 1944 • Eigi að síður var haldið í aðalsmerki Gömlu Gránu, forsetaþingræðisskipulagið • Að færa mannréttindakaflann fremst • Að hefja stjórnarskrána á formála í fyrstu persónu fleirtölu • “Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.”

  24. 4. inntak • Tvær allra mikilvægustu greinarnar varða mannréttindi og kveikja mesta andstöðu • Jafnt vægi atkvæða alls staðar á landinu • Auðlindir í þjóðareigu • Önnur mikilvæg ákvæði • Gegnsæi og réttur til upplýsinga • Náttúruvernd • Valdmörk og mótvægi • Skipun dómara og annarra embættismanna • Sjálfstæði ríkisstofnana

  25. 4. inntak • Hverju sætir andstaðan gegn sjálfsögðum mannréttindum? • Einn maður, eitt atkvæði • Persónukjör við hlið listakjörs • Endurkjörsmöguleikar sumra sitjandi þingmanna dvína • Öruggum sætum fækkar • Rjúpan og jólin • Auðlindir í þjóðareigu • “Frambjóðendur í prófkjörum þurftu og þurfa að leita fjárstuðnings ..., þar á meðal hjá handhöfum kvóta. Það jafngilti pólitísku sjálfsmorði að rísa upp gegn handhafa kvóta á landsbyggðinni.“ (Styrmir Gunnarsson, Umsátrið, bls. 206)

  26. 4. inntak • Jafnt vægi atkvæða • Með þessu er ætlunin m.a. að sporna gegn pólitískri spillingu, sem fylgir gjarnan litlum kjördæmum og miklu flokksræði skv. erlendum rannsóknum • Á 20. öld þurfti tvisvar, þrisvar og allt upp í fjórum sinnum fleiri atkvæði til að ná kjöri til setu á Alþingi í Reykjavík en í landsbyggðarkjördæmum • Ójafn atkvæðisréttur hefur hvílt eins og mara á þjóðinni í meira en 100 ár … • … og felur í sér mannréttindabrot eins og erlendir kosningaeftirlitsmenn hafa lýst • Frumvarpið býður upp á persónukjör við hlið listakjörs, jafnvel þvert á lista, og tryggir einnig kjördæmum tiltekinn lágmarksfjölda þingsæta

  27. 4. inntak Full eða sanngjarnt gjald? • Mannréttindi og náttúruauðlindir • “Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. … • Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.”

  28. 4. inntak • Greinarmunur á „þjóðareign“ og „ríkiseign“ • Ríkiseignir, svo sem skrifstofuhúsnæði, getur ríkið selt eða leigt að vild eða veðsett • Ýmis lönd skilgreina auðlindir náttúrunnar sem ríkiseign, t.d. Kína, Kúveit og Rússland • Þjóðareign er eign, sem „aldrei má selja eða veðsetja“ • Orðalagið „ævarandi eign þjóðarinnar“ er fengið úr lögum frá 1928 um þjóðgarðinn á Þingvöllum • Núlifandi fólk deilir jafnt náttúruauðlindunum sem Þingvöllum með komandi kynslóðum og má ekki eyða þeim eða tefla þeim frá sér • Veðsetning eigna, sem aðrir eiga, er ávísun á bólgið bankakerfi – og siðferðilega röng

  29. 4. inntak • Hliðstæð grein um menningarverðmæti m.a. til að undirstrika samsvörunina, svo ekkert fari milli mála • “Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja.”

  30. 4. inntak Mannréttindanefnd SÞ getur þó ekki þvingað Alþingi til hlýðni, heldur aðeins úthrópað það • Mannréttindahlið málsins • Hæstiréttur úrskurðaði 1998, að fiskveiðistjórnarkerfið fæli í sér mismunun og gengi því gegn stjórnarskránni (Valdimarsmál) • Með vísan til jafnréttis- og atvinnufrelsisákvæða • Hæstiréttur sneri við blaðinu 2000 undir sýnilegum þrýstingi frá ráðherrum (Vatneyrarmál) • Mannréttindanefnd SÞ tók 2007 undir fyrri dóm Hæstaréttar í bindandi áliti, þar sem lýst er, hvernig ójafnræði í fiskveiðistjórninni felur í sér brot gegn mannréttindum, og fyrirskipaði stjórnvöldum að lagfæra fiskveiðistjórnina • Það hefur ekki enn verið gert að gagni

  31. 5. aðferð Frumvarpið í heild var samþykkt einum rómi, með 25 atkvæðum gegn 0 • Stjórnlagaráð bauð fólkinu í landinu að hjálpa til við smíði stjórnarskrárfrumvarpsins á Netinu • Vitað var, að fjöldi fólks víðs vegar að hafði brennandi áhuga á endurskoðun stjórnarskrárinnar • Annars hefðu varla 523 manns boðið sig fram til Stjórnlagaþings • Þrjár lotur • Fyrst setti Stjórnlagaráð á Netið ýmsar bráðabirgðatillögur • Eftir að hafa fengið uppástungur og athugasemdir utan úr samfélaginu var ný gerð tillagnanna birt 2-3 vikum síðar • Að lokum voru frumvarpsdrögin í heild rædd í þaula og sett saman lokagerð, sem Stjórnlagaráð greiddi atkvæði um • Sérhver grein var samþykkt með miklum meiri hluta og oft mótatkvæðalaust

  32. 5. aðferð • Almenningur tók boði ráðsins vel • Ráðinu bárust 323 formleg erindi • Þá voru 3600 athugasemdir gerðar við ýmis ákvæði á vefsetrinu • Ráðsfulltrúar ræddu þau öll og svöruðu þeim • Ef enginn gerði athugasemd, var það einnig á sinn hátt gagnlegt, því þá hlutum við að álykta, að við værum e.t.v. á réttri leið • Sjónvarpað var beint á Netinu frá fundum ráðsins • Yfirleitt horfðu 150–450 manns á útsendingarnar • Meira en 50 viðtöl við ráðsfulltrúa og aðra, sem við sögu komu, voru settar á YouTube • Í lok árs 2011 hafði verið horft á þau 5000 sinnum

  33. 5. aðferð • Stöðugt var líka leitað ráða hjá sérfræðingum • Lögfræðingar og aðrir • Fundir og skriflegar greinargerðir • Ráðið gat að sjálfsögðu ekki leitað til allra sérfræðinga sem til greina komu, ... • ... en allir, sem vildu leggja eitthvað til málanna, gátu gert það • Ráðið ákvað til að tryggja jafnræði að bjóða ekki til sín fulltrúum hagsmunaaðila • Þeir höfðu þó sama aðgang að ráðinu og aðrir • Allir sátu við sama borð – í anda frumvarpsins

  34. 6. hindranir • Tvær hindranir • Alþingi • Einfaldan meiri hluta atkvæða tveggja þinga með kosningum á milli þarf til að ný stjórnarskrá taki gildi • Sumar stjórnarskrár úti í heimi taka gildi í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár, ekki hinnar gömlu • Hagsmunahópar • Útvegsmenn, með vasana fulla, hafa mikil ítök á Alþingi • Alþingi ályktaði að halda þjóðaratkvæði samhliða forsetakjöri í lok júní 2012 • Málið strandaði: Hvað gerist næst? • 16 þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast ráða för

  35. E.t.v. ein ástæða enn: Upplýsingaákvæðið tekur fyrir leynd 6. hindranir • Sumir þingmenn hafa tvær ríkar ástæður til að leggjast gegn frumvarpinu • Kosningaákvæðið með jöfnu vægi atkvæða spillir endurkjörsmöguleikum þeirra • Það er verið að biðja þessa þingmenn að greiða atkvæði gegn eigin hagsmunum – þess vegna m.a. var Stjórnlagaráð fengið til verksins • Auðlindaákvæðið gleður ekki heldur suma þingmenn, sbr. ummæli Styrmis Gunnarssonar um örlög landsbyggðarþingmanna, sem rísa gegnkvótahöfum • Því segi ég við þingmenn • Hugsið stórt, breytið rétt, víkið eigin hagsmunum til hliðar • Sælla er að gefa en þiggja • Skoðanakönnun í október 2011 sýndi, að 75% vilja fá að greiða atkvæði um frumvarpið

  36. 6. hindranir • Frumvarpið er til á ensku • http://stjornarskrarfelagid.is/english/constitutional-bill/ • Erfitt að greina efnisleg rök gegn samþykkt frumvarpsins og fyrir að halda gömlu Gránu • Frumvarpið hefur legið frammi í bráðum 9 mánuði • Engin umtalsverð, áþreifanleg, tæknileg gagnrýni hefur enn komið fram, né heldur hafa andstæðingar frumvarpsins afhjúpað bresti eða innbyrðis mótsagnir • Gagnrýnisraddir virðast enduróma sérhagsmunahópa (útvegsmenn, stjórnmálamenn, bankamenn), sem vilja í eiginhagsmunaskyni halda í óbreytt ástand • Andstæðingum frumvarpsins (einkum 16 þingmönnum af 63) tókst að tefja þjóðaratkvæðagreiðslu með málþófi • Klassísk viðureign samhags gegn sérhag

  37. 7. niðurlag Þessar glærur má nálgast á vefsetri mínu: www.hi.is/~gylfason • Svipur með BNA 1787-88 • Frumvarp var 4 mánuði í smíðum • Lagt í þjóðaratkvæði 9 mánuðum síðar, að loknum áköfum almennnum umræðum og skrifum • Sambandssinnar sigruðu fylkissinna naumlega • Virginía: 89 atkvæði gegn 79 • NewYork: 30 gegn 27 • Massachusetts: 187 gegn 168 • NewHampshire: 57 gegn 47 • RhodeIsland: Frumvarpi hafnað í almennri atkvæðagreiðslu • Samþykkt 9 fylkja af 13 dugði endir

More Related