130 likes | 269 Views
Höfundaréttur og menningararfur. Eiríkur Tómasson, prófessor við Háskóla Íslands. Hvað er menningararfur?. Orðabók: Sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) sem samanstendur af andlegum verðmætum og verklegri kunnáttu
E N D
Höfundarétturogmenningararfur Eiríkur Tómasson, prófessor við Háskóla Íslands
Hvað er menningararfur? • Orðabók: Sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) sem samanstendur af andlegum verðmætum og verklegri kunnáttu • Þrengri merking: Listaverk og aðrar afurðir andlegrar (og verklegrar) sköpunar sem ein kynslóð tekur í arf frá fyrri kynslóðum og skilar, í breyttri mynd, til næstu kynslóða
Höfundaréttur er alþjóðlegur: • Bernarsáttmálinn um vernd bókmennta- og listaverka 1886 • Rómarsáttmálinn um vernd listflytjenda, hljóðritaframleiðenda og útvarpsstofnana 1961 • Sáttmálar á vegum Alþjóðahugverka-stofnunarinnar (WIPO) 1996 • TRIPS-samningurinn á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar 1994
Þótt reglur um höfundarétt séu alþjóðlegar getur verið erfiðleikum bundið að veita höfundarverkum vernd á alþjóðlega vísu
Ákvæði 1. gr. höfundalaga: Höfundur að bókmenntaverki eða listaverki á eignarrétt á því með þeim takmörkunum, sem í lögum þessum greinir. Til bókmennta og lista teljast samið mál í ræðu og riti, leiksviðsverk, tónsmíðar, myndlist, byggingarlist, kvikmyndir, ljósmyndalist, nytjalist og aðrar samsvarandi listgreinar, á hvern hátt og í hverju formi sem verkið birtist.
Ákvæði 3. gr. höfundalaga: Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum. (Fjárhagslegur réttur höfundar)
Ákvæði 4. gr. höfundalaga: Skylt er, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á eintökum verks og þegar það er birt. Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. (Sæmdarréttur höfundar)
Ákvæði 43. gr. höfundalaga: Höfundaréttur helst uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir lát höfundar. Nú er um verk að ræða sem ákvæði 7. gr. taka til [samverk] og skal þá telja greint 70 ára tímabil frá næstu áramótum eftir lát þess höfundar sem lengst lifir. (Gildistími höfundaréttar)
Ákvæði 53. gr. höfundalaga: Ákvæði 2. mgr. 4. gr. skulu gilda um bókmenntaverk og listaverk, sem ekki eru háð höfundarétti. Mál út af brotum gegn 1. mgr. skal aðeins höfða eftir kröfu menntamálaráðherra, enda telji hann þess þörf vegna tillits til almennrar menningarverndar. (Undantekning frá þeirri meginreglu að höfundarétti sé markaður tími)
Sá sem skapað hefur verk á höfundarrétt að því Það þýðir að sé höfundur verks ókunnur, þá nýtur það almennt ekki verndar höfundalaga, t.d. hér á landi
Þjóðlegur menningararfur (svo sem þjóðsögur, þjóðlög o.s.frv.) nýtur almennt ekki verndar höfundalaga í „þróuðum ríkjum“, en gerir það hins vegar í ýmsum „þróunarríkjum“
Togstreita milli „þróaðra ríkja“ og „þróunarríkja“ Hugmyndir um að veita þjóðlegum menningararfi sérstaka vernd, þannig að ekki megi nýta hann á ótilhlýðilegan hátt
Hvernig horfir framtíðin við, t.d. með tilliti til þess að veita menningararfi okkar Íslendinga viðeigandi vernd?