1 / 19

Kynning á verkefni á vegum Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja

Kynning á verkefni á vegum Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja. Morgunverðarfundur á Grand Hotel 19. nóvember 2008 Margrét Linda Ásgrímsdóttir. Megintilgangur verkefnisins. Að skoða aldurshópinn 50 ára og eldri á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum með eftirfarandi atriði í huga:

boyce
Download Presentation

Kynning á verkefni á vegum Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kynning á verkefni á vegum Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja Morgunverðarfundur á Grand Hotel 19. nóvember 2008 Margrét Linda Ásgrímsdóttir

  2. Megintilgangur verkefnisins Að skoða aldurshópinn 50 ára og eldri á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum með eftirfarandi atriði í huga: • Er þetta fólk virkt í atvinnuleit? • Vill það raunverulega fara að vinna? • Hafa elstu einstaklingarnir hugað að því að færa sig yfir á ellilífeyri? • Hvert er viðhorf fólksins gagnvart því að vera atvinnulaust? Hvernig líður því?

  3. Tilgangur, frh. • Vekja athygli atvinnurekenda á þessum hópi á vinnumarkaði • Leitast við að finna störf handa þeim sem raunverulega vilja fara að vinna • Kanna áhuga fólks á námskeiðum

  4. Undirbúningur verkefnisins • Nokkrar skýrslur og ritgerðir varðandi hópinn 50 ára og eldri og tengsl hans við vinnumarkaðinn skoðaðar • Vinnumálastofnun v/Engjateig • Tilkynning til Persónuverndar • Skrá yfir fyrirtæki á Suðurnesjum

  5. Framkvæmd verkefnisins • Í byrjun fólk á aldrinum 55 til 70 ára (f. 1938-1953) • Viðtöl við 44 einstaklinga, 22 konur og 22 karla • Fólk á aldrinum 50 til 54 ára (f. 1954-1958) bættist við • Viðtöl við 12 einstaklinga , sex konur og sex karla • Samtals 56 einstaklingar mættu í viðtöl • Miðað við að hvert viðtal tæki um 30 mínútur

  6. Framkvæmd verkefnisins frh. • Spurningalisti með 12 spurningum lagður fyrir í viðtölum • Svörin skoðuð með viðkomandi einstaklingi og þau rædd ásamt mörgu öðru. Flestir voru mjög tilbúnir til að ræða málin • Tilgangur viðtala að kanna viðhorf og líðan þessara einstaklinga • Haft samband við valda vinnustaði að viðtölum loknum • Samstarf við Reykjanesbæ

  7. Spurningalistinn Markmiðið með spurningalistanum var að fá yfirsýn yfir nokkur atriði hjá hópnum s.s: • lengd atvinnuleysistímabils • virkni í atvinnuleit • áhugasvið • óskir um starfshlutfall/vinnutíma • starfsorku • bjartsýni/svartsýni á að fá vinnu • ástæður atvinnuleysis • áhuga á að sækja námskeið • menntunarstig hópsins

  8. Samantekt á svörum:1. Lengd atvinnuleysistímabils 55 ára og eldri: • 50% hópsins án atvinnu í 1 ár eða minna og 50% í 1 ár eða meira • 35 einstaklingar af 44 (80%) teljast til langtímaatvinnulausra, þ.e. atvinnulausir í 6 mán. eða meira • Enginn atvinnulaus í meira en tvö ár

  9. frh. 50-54 ára: • 58% hópsins án atvinnu í minna en hálft ár • 17% í ½ til 1 ár • 25% hópsins án atvinnu í eitt og hálft til tvö ár • 5 einstaklingar af 12 (42%) teljast til langtímaatvinnulausra • Enginn atvinnulaus í meira en tvö ár

  10. 2. Virkni í atvinnuleit • Langflestir töldu sig vera virka í atvinnuleit: 82% í eldri hópnum og 92% í yngri hópnum • Flestir skoða atvinnuauglýsingar í blöðum en fæstir leita að vinnu á internetinu • Margir spyrjast fyrir hjá vinum og kunningjum og sumir fara á vinnustaði og spyrjast fyrir

  11. 3. Vilji til að nýta sér úrræði Vinnumálastofnunar • Spurt var hvort fólk væri tilbúið að nýta sér úrræði vinnumálstofnunar svo sem starfsþjálfun, starfskynningu eða reynsluráðningu. Langflestir voru tilbúnir til þess ; 77% í eldri hópnum en 100% í yngri hópnum

  12. 4. Óskir um störf - starfshlutfall/vinnutími- starfsorka • Nokkurrar kynjaskiptingar gætir í óskum um störf. • Konur hafa meiri áhuga á að vinna verslunar eða skrifstofustörf. • Karlar hafa meiri áhuga á vinnu við vélar og tæki eða bílstjórastörf. • Meiri hluti vill vinna fullt starf en vaktavinna er ekki ofarlega á blaði. • 57% svarenda í eldri hópnum telja sig ekki hafa fulla starfsorku en 58% í yngri hópnum

  13. 5. Ástæður atvinnuleysis nú • Í eldri hópnum var 50% fólksins, 22 einstaklingum, sagt upp vegna samdráttar. Í þeim hópi eru 14 einstaklingar sem unnu hjá Varnarliðinu • Tveimur einstaklingum var sagt upp vegna aldurs (4%) • Í yngri hópnum merktu 58% við valkostinn annað, s.s. tímabundin ráðning, samskiptaörðugleikar á vinnustað, veikindi. • 33%fólksins í yngri hópnum var sagt upp vegna samdráttar

  14. 6. Bjartsýni.... 55 ára og eldri: • 62% þessa hóps eru mjög eða frekar vongóð með að fá vinnu • 33% hafa litla von • 5% eru vissir um að þeir muni ekki fá vinnu 50-54 ára: • 67% þessa hóps eru mjög eða frekar vongóð með að fá vinnu • 33% hafa litla von • Enginn hefur gefið upp alla von um að fá vinnu

  15. 7. Áhugi á námskeiðum • Mikill áhugi er í báðum aldurshópum • Flestir hafa áhuga á að sækja grunnnámskeið í tölvunotkun (internetið, tölvupóstur, ritvinnsla) • Margir hafa áhuga á tungumálanámskeiðum og handverksnámskeiðum

  16. 8. Formleg menntun • 70% eldri hópsins hefur einungis lokið grunnmenntun • 84% yngri hópsins hefur einungis lokið grunnmenntun • 23% eldri hópsins hefur lokið iðnmenntun • Enginn í yngri hópnum hefur lokið iðnmenntun • 7% eldri hópsins hefur lokið stúdentsprófi • 8% yngri hópsins hefur lokið stúdentsprófi • Enginn í eldri hópnum hefur lokið háskólanámi • 8% yngri hópsins hefur lokið háskólanámi

  17. Samantekt • Afar fjölbreyttur hópur • Misjafnar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður • Flestir vilja fá vinnu við hæfi • Þörf fyrir að ,,tilheyra” ákveðnum hópi/vinnustað • Sumum finnst niðurlægjandi að vera á atvinnuleysisbótum

  18. Staðan hjá aldurshópnum í dag • 80 einstaklingar 55 ára og eldri (f.1938-1953) á skrá en voru 56 í vor 33 konur (voru 27 í maí) 47 karlar (voru 29 í maí) 48 einstaklingar 50-54 ára (f. 1954-1958) á skrá en voru 16 í vor 23 konur (voru 9 í maí) 25 karlar (voru 7 í maí)

  19. Takk fyrir ! Margrét Linda Ásgrímsdóttir

More Related