F stbr rasaga kaflar 3 8
Download
1 / 8

- PowerPoint PPT Presentation


  • 154 Views
  • Uploaded on

Fóstbræðrasaga kaflar 3-8. Ísl 202/203 HH. 3. kafli. „...og fékk mörgum manni exin náttverð“ þetta er sagt um exi Þorgeirs. Þorgeir segist heita Vígfús þegar hann kemur til Jaðar. Jöður vill ekki bæta víg Hávars. Þorgeir hefnir föður síns, 15 ára.

loader
I am the owner, or an agent authorized to act on behalf of the owner, of the copyrighted work described.
capcha
Download Presentation

PowerPoint Slideshow about '' - amil


An Image/Link below is provided (as is) to download presentation

Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author.While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server.


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - E N D - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Presentation Transcript
F stbr rasaga kaflar 3 8

Fóstbræðrasaga kaflar 3-8

Ísl 202/203

HH


3 kafli
3. kafli

„...og fékk mörgum manni exin náttverð“ þetta er sagt um exi Þorgeirs.

Þorgeir segist heita Vígfús þegar hann kemur til Jaðar.

Jöður vill ekki bæta víg Hávars.

Þorgeir hefnir föður síns, 15 ára.

Menn undrast hugrekki svo ungs drengs, en þó ekki þar sem „...því að hinn hæsti höfuðsmiður hafði skapað og gefið í brjóst Þorgeiri svo öruggt hjarta og hart að hann hræddist ekki og hann var svo öruggur í öllum mannraunum sem hið óarga dýr “.

Þormóður yrkir um hefndina.


3 kafli1
3. kafli

Þorgeir er hjá Þormóði og fá þeir sér lítinn bát, fara víða um, eru óvinsælir.

Ingólfur sviðinn og Þorbrandur sonur hans eru kynntir til sögunnar, bjuggu í Jökulfjörðum, þingmenn Vermundar. Kúguðu og rændu fólk.

Sigurfljóð í Jökulfjörðum er kynnt til sögunnar, vitur og vinsæl.

Þorgeir og Þormóður ætla á veiðar norður á Strandir fá ekki byr, fara um með ófriði í Ísafirði um sumarið.

Komast af stað um haustið en lenda í vondum veðrum: „Reyndu Ránar dætur drengina og buðu þeim sín faðmlög“.

Lenda að lokum hjá Sigurfljóði, sem spyr hvort þeir hafi verið veðursælir eða vinsælir þann dag. Þeir fá góðan aðbúnað hjá Sigurfljóði.


4 kafli
4. kafli

„Gó elris hundur alla þá nótt óþrotnum kjöftum og tögg allar jarðir með grimmum kuldatönnum“.

Þegar veður lagast vilja fóstbræður fara á Strandir að leita hvala, Sigurfljóð segir: „Undarlegir menn eruð þér, viljið fara á Strandir að hvölum en taka eigi nálægari föng og drengilegri“.

Sigurfljóð eggjar drengina til að drepa þá Sviðinsstaðafeðga: „Þér þykist vera garpar miklir þá er þér eruð í þeim veg að kúga kotunga en hræðist þegar er í mannraunir kemur“.

Viðbrögð Þorgeirs við frýju húsfreyju: „Standið upp sveinar og launið húsfreyju gisting.“

Þeir fara og bjóða Ingólfi tvo kosti, ath. draum Þorgeirs. „...mun Hel, húsfreyja þín,leggja þig sér í faðm og muntu svo láta fé þitt allt því að firnum nýtur þess er firnum fær.“


5 kafli
5. kafli

Fóstbræður drepa feðgana, aðstæður mjög svipaðar og þegar Þorgeir hefndi föður síns.

Þormóður yrkir um drápin.

Sigurfljóð fer til Vermundar og bætir mennina, ekki vegna þess að þeir væru bóta verðir, heldur til að halda frið við Vermund. Þetta var þjóðþrifaverk.

Fóstbræður dvelja þar um veturinn en fara svo norður á Strandir og ber vel í veiði, bæði á sjó og landi, fyrir þeim. Óttuðust menn þá ...„sem fénaður er león kemur í þeirra flokk“.

Bersi, faðir Þormóðs, þarf að flytja sig um set því Vermundur vill ekki hafa „hráskinn“ þeirra Þorgeirs og Þormóðar nálægt sér.

Þeir ákveða að hittast að vori og fara til fanga á Ströndum.

Þeir sem áttu sakir við Þorgeir út af drápinu á Þorgilsi Mássyni voru Þorsteinn Kuggason og Ásmundur hærulangur (faðir Grettis).


6 kafli
6. kafli

  • Þorkell í Gervidal er kynntur.„...vel fjáreigandi en lítill í þegnskap en eirinn í skaplyndi, huglaus í hjarta“.

  • Butraldi er kynntur. „...einhleypingur, mikill maður vexti, rammur að afli, ljótur í ásjónu, harðfengur í skaplyndi, vígamaður mikill, nasbráður og heiftúðigur“.

    • Hann var undir verndarvæng Vermundar og „því var honum eigi skjótt goldið það verkkaup sem hann gerði til“.

    • Kemur til Þorkels, þarf gistingu og mat, Þorkell sem var nískur og blauður varð mikið um. „Þá drap stall úr hjarta hans og þótti ill seta þeirra því að í hans hjarta mættist sínka og lítilmennska“.

  • Þorgeir Hávarsson ber að garði. „Þá kemur æðra í brjóst Þorkeli og dattaði hjarta hans við“.


6 kafli1
6. kafli

Þorkell er hræddur um að Þorgeir og Butraldi fari að berjast „...eg má eigi manns blóð sjá og mun eg í öngvit falla ef þér berist á“.

„Skammur er skutull minn“. Sagt ítarlega frá því hvernig Þorgeir og Butraldi matast. Níska og aumingjaskapur Þorkels dreginn fram.

Svo virðist sem spennan sem magnast upp á milli Þorgeirs og Butralda hjá Þorkeli birtist þegar þeir eru á leið frá honum og Þorgeir drepur Butralda. Butraldi ögrar Þorgeiri „Rann nú kappinn“, eða að Þorgeir ráði ekki við sig og þetta sé afleiðing hvatvísi hans.

Förunautar Butralda þora ekki að hefna, því illt var „að eiga náttból undir vopnum Þorgeirs“.

Þormóður yrkir um drápið.


7 kafli
7. kafli

Fóstbræður mætast á ný við skip sitt að vori og halda á Strandir í leit að hvalreka.

Þorgils Másson kynntur til sögunnar.

Þorgeir og Þorgils berjast um hvalreka sem Þorgils hafði fundið.

Þorgeir vegur Þorgils og verður sekur skógarmaður.

Fóstbræður fara um með miklum ófriði, Þorgeir missir sig í vígahamnum og vill að þeir reyni með sér.

Þormóði líst ekki á það og leiðir skilja.

Þormóður yrkir um vinaslitin.