1 / 19

Leiðsögutækni LES 102 Stefán Helgi Valsson 2008

Leiðsögutækni LES 102 Stefán Helgi Valsson 2008. Félag leiðsögumanna Siðareglur leiðsögumanna Skyldur leiðsögum. og launagreiðenda. Félag leiðsögumanna. Stofnað 1972 www.touristguide.is Um 500 félagar Stéttarfélag & fagfélag

zwi
Download Presentation

Leiðsögutækni LES 102 Stefán Helgi Valsson 2008

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Leiðsögutækni LES 102Stefán Helgi Valsson 2008 Félag leiðsögumanna Siðareglur leiðsögumanna Skyldur leiðsögum. og launagreiðenda

  2. Félag leiðsögumanna • Stofnað 1972 www.touristguide.is • Um 500 félagar • Stéttarfélag & fagfélag • Núverandi formaður er Ragnheiður Björnsdóttir, fyrst kjörin 2006 og endurkjörin á aðalfundi vorið 2008 til setu til ársins 2010. • Félag leiðsögumanna stendur vörð um fagleg vinnubrögð sem og um réttindi leiðsögu-manna og fararstjóra erlendis. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  3. Nánar um einkennisklæðnað leiðsögumanna. Einkennisklæðnaður leiðsögumanna LES 102: Stefán Helgi Valsson

  4. Verksvið leiðsögumanna • Leiðsögumaður „tourist guide“ - miðlar staðbundnum fróðleik um menningu og náttúrufar til gesta, oftast á þeirra eigin tungumáli og hefur til þess réttindi, útgefin af þar til bærum yfirvöldum. Á Íslandi gefur menntamálaráðuneytið út námskrá og Ferðamálastjóri, yfirmaður Ferðamálastofu, skrifar undir skírteinið. • Tourist guide - person who guides visitors in the language of their choice and interprets the cultural and natural heritage of an area, which person normally possesses an area-specific qualification usually issued and/or recognised by the appropriate authority. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  5. Siðareglur ýmissa starfsstétta • Heilbrigðisstétta. • Kennara. • SÍA (auglýsingastofa). • Blaðam. félag Íslands. • Alþingis? • Fasteignasala. • Háskólans í Reykjavík. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  6. Siðareglur almennt • Sérhverju starfi fylgja tilteknar skyldur og þá um leið tilteknar siðareglur þó svo að oft sé þar um að ræða augljósa framlengingu á þeim siðareglum sem almennt gilda í samfélaginu. • Siðareglur stofnunar, samtaka, félags eða fyrirtækis eru leiðbeiningar um það hvernig æskilegt er að starfsfólk bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þess. Í siðareglum birtast gjarnan þau gildi sem eiga að einkenna samskipti á vinnustað. Slíkar reglur ná til allra starfsmanna vinnustaðarins. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  7. Siðareglur almennt • Siðareglum er ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja störf sín vel. Þær leysa fólk þó ekki undan þeirri ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðislegum efnum. • Mikilvægasta hlutverk skráðra siðareglna er að veita almennari viðmiðanir um breytni og faglega ábyrgð en lagareglum er ætlað, enda gilda þær áfram þegar hinum lögfestu reglum sleppir. Heimild: Unicef á Íslandi. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  8. Siðareglur leiðsögumannaBoðorðin 11 Siðareglur leiðsögumanna: 1. Leiðsögumaður skal ávallt vinna starf sitt af alúð og fylgja í hvívetna reglum þessum á þann veg að til álitsauka sé fyrir hann sjálfan og stéttina í heild. 2. Leiðsögumanni ber að vera snyrtilegur til fara við störf sín og haga svo klæðaburði sínum, málfari og allri framkomu að hann komist hjá að vekja andúð farþega, almennings, starfsfólks ferðaþjónustunnar eða atvinnurekenda síns. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  9. Boðorðin 11 3. Leiðsögumaður skal jafnframt gæta stundvísi í starfi. 4. Réttindamerki Félags leiðsögumanna skal félagsmaður ætíð bera við störf sín svo að það sjáist. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  10. Boðorðin 11 5. Leiðsögumanni ber að sýna lipurð og tillitsemi í umgengni við farþega og starfsmenn og gæta fyllstu reglusemi í ferðum. Leiðsögumanni ber að tileinka sér þá háttsemi að aðstoða og vinna með öðrum leiðsögumönnum þegar svo ber undir og sé þess óskað. Þegar margir ferðamannahópar eru samtímis á tilteknum stað skulu leiðsögumenn sýna hverjir öðrum fyllstu tillitsemi. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  11. Boðorðin 11 6. Mikilvægt er að gott samstarf ríki milli leiðsögumanns og bifreiðarstjóra og á leiðsögumaður að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Sjá nánar í kaflanum „Samskipti við bílstjóra“ í kennslu-bókinni Andlit þjóðar. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  12. Boðorðin 11 7. Leiðsögumaður uppfylli skyldur sínar gagnvart atvinnurekanda sínum af nákvæmni og samviskusemi. Leiðsögumanni ber að fara að fyrirmælum og ferðaáætlunum atvinnurekanda síns svo sem frekast er kostur og hafa við hann samráð um allar aðkallandi breytingar. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  13. Boðorðin 11 8. Leiðsögumaður skal forðast orð og athafnir sem kasta rýrð á land okkar, þjóð og lífsvenjur. Leiðsögumaður skal ávallt miðla upplýsingum um land og þjóð á grundvelli staðreynda og haldbærrar þekkingar sinnar. Hann skal skýra satt og rétt frá því sem fyrir augu ber og sýna óhlutdrægni í starfi. Forðast ber að særa þjóðernisvitund manna sem og að mismuna farþegum. Veita ber farþegum réttar upplýsingar um þjónustu. Ekki er við hæfi að leiðsögumaður stundi eigin sölumennsku né gangi erinda einstakra viðskiptahagsmuna, áskilji sér ókeypis veitingar eða umboðsþóknun. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  14. Boðorðin 11 9. Leiðsögumaður má ekki taka að sér verkefni sem hann er ófær um að leysa á fullnægjandi hátt, t.d. vegna ónógrar tungumálakunnáttu, nema óhjákvæmilegt sé og þá í samráði við viðkomandi atvinnurekanda. 10. Hafi leiðsögumaður tekið að sér verkefni er honum óheimilt að setja eða ráða annan í sinn stað, án samráðs við atvinnurekanda, nema um neyðartilvik sé að ræða. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  15. Boðorðin 11 11. Brot á reglum þessum getur varðað við áminningu frá stjórn félagsins og sé um ítrekað brot að ræða getur það varðað við brottvikningu viðkomandi úr Félagi leiðsögumanna. Málefni er varða ófélagsbundna leiðsögumenn skulu teki upp við viðkomandi atvinnurekanda og/eða viðsemjenda félasins. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  16. Einkunnarorð Félags leiðsögum. • Leiðsögumönnum ber ávallt að hafa í heiðri einkunnarorð félagsins: „Landinu virðing, lífinu hlýja.“ • (Siða)Reglur þessar voru samþykktar á framhalds-aðalfundi Félags leiðsögumanna 17. mars 1999. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  17. Kjarasamningur FL • Nýjasti Kjarasamningur Félags leiðsögu-manna annars vegar og Samtaka atvinnu-lífsins (SA) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) hins vegar, gildir frá 1. maí 2008 til 30. nóvember 2010. Sagt var frá því í fréttum 29. júlí að Kjarasamningurinn er brostinn. • Launatöflur Kjarasamninganna. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  18. Ákvæði kjarasamningsins • Röðun í launaflokka. Launaflokkar fara eftir starfsreynslu. Einn punktur jafngildir 17.5 dagsverkum. Fyrsti flokkur er 0-8.99 punktar, annar flokkur 9-19.99 punktar, þriðji flokkur 20-31.99 punktar, fjórði flokkur 32 punktar eða fleiri. • Á eftirtöldum hátíðisdögum og frídögum skal greiða 100% álag á alla vinnu. Nýjársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, 1. maí, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, 17. júní, aðfangadagur jóla, jóladagur og gamlársdagur. LES 102: Stefán Helgi Valsson

  19. Launakjör leiðsögumanna 2008 • Flokkur 183.882 • Flokkur 190.674 • Flokkur 202.186 • Flokkur 208.040 Tímalaun í 4 fl. með orlofi: Dagvinna 1544,17 Álagskaup 2343,93 LES 102: Stefán Helgi Valsson

More Related