1 / 134

VII. Krabbameinslyf

VII. Krabbameinslyf. LHF 213. VII. Krabbameinslyf og lyf notuð í krabbameinsmeðferð. 1. Æxlishemjandi lyf (L 01) 2. Lyf með verkun á innkirtla (L 02) 3. Ónæmisörvandi lyf (L 03) 4. Lyf til ónæmisbælingar (L 04) 5. Uppsöluhemjandi lyf (A 04). Almennt um krabbamein.

misha
Download Presentation

VII. Krabbameinslyf

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. VII. Krabbameinslyf LHF 213 © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  2. VII. Krabbameinslyf og lyf notuð í krabbameinsmeðferð 1. Æxlishemjandi lyf (L 01) 2. Lyf með verkun á innkirtla (L 02) 3. Ónæmisörvandi lyf (L 03) 4. Lyf til ónæmisbælingar (L 04) 5. Uppsöluhemjandi lyf (A 04) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  3. Almennt um krabbamein • Krabbamein hefur sennilega fylgt lífríki jarðar frá upphafi mannsins. • Fyrstu heimilidir um krabbamein í mönnum fengust við rannsóknir á meira en 5000 ára gömlum egypskum múmíum. • Yngri heimildir eru frá því um 500 f.Kr. frá Inkum í Perú. • Grikkir gáfu fyrstir þessum sjúkdómi nafn og kenndu við skeldýrið krabba, þ.e. karkinos. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  4. Almennt um krabbamein • Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem einkenn-ast af stjórnlausum og skaðlegum vexti fruma. • Þessar frumur hafa glatað þeim eðlilega eiginleika að vinna sitt verk af hendi og deyja síðan. • Krabbameinsfrumur fara að vaxa inn í aðra vefi og hafa einnig ríka tilhneigingu til að sá sér til annarra líffæra og vaxa þar. • Þær geta því bæði skaðað það upphaflega líffæri sem þær uxu í, sem og önnur líffæri sem þær sá sér til. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  5. Almennt um krabbmein • Talað er um góðkynja krabbamein og illkynja. • Þegar um góðkynja krabbamein er að ræða, er vöxtur krabbameinsins mjög hægur eða þá hann stöðvast. • Illkynja krabbamein vex hins vegar stjórnlaust inn í önnur líffæri eða vefi. • Illkynja krabbamein getur þó verið staðbundið eða dreift sér um líkamann sem meinvörp (ífarandi sjúkdómur). © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  6. Almennt um krabbmein • Margir þættir koma við sögu í meingerð krabbameina. • Eðlilegar frumur hafa í sér svokölluð “krabbameinsgen”, þ.e. erfðavísa sem valda stjórnlausum vexti. • Hinsvegar er venjulega “slökkt” á þessum erfðavísum. • Ekki er vitað hvers vegna “kveikt” er á þessum erfða-vísum í sumum frumum sem geta þannig breyst í krabbameinsfrumur. • Líklega koma margir þættir við sögu, bæði erfða- og umhverfisþættir. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  7. Almennt um krabbmein • Víða um heim er unnið ötullega að þróun nýrra aðferða í baráttunni við krabbamein. • Hundruð nýrra efnasambanda sem unnin hafa verið úr náttúrunni eða smíðuð á rannsóknastofum munu á næstu árum verða reynd á mönnum. • Mörg þessara nýju lyfja munu ekki gagnast mönnum, en á meðal þeirra leynast krabbameinslyf framtíðarinnar. • Bjartsýnustu menn áætla að þegar erfðarannsóknir og líftæknin fara að skila árangri, verði hægt að hafa stjórn á um 90% krabbameina. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  8. Tíðni krabbameina • Á Íslandi greinast nú á ári hverju um 1000 einstaklingar með krabbamein. • Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. • Fjórðungur Íslendinga mun deyja af völdum krabbameins. • Framfarir í læknisfræði hafa nú orðið til þess að um helmingur krabbameinssjúklinga læknast. • Í heildina er lítill munur á körlum og konum, en á aldrinum 15-54 ára greinast mun fleiri konur en karlar. Frá 55-69 ára er nýgengi krabbameins hjá kynjunum nokkuð jafnt, en á efri árum greinist krabbamein hjá helmingi fleiri körlum en konum. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  9. Tíðni krabbameina • Á síðastliðnum 40 árum hefur nýgengi krabbameina í heild aukist en dánartíðni lækkað. • Mestu breytingarnar felast í fækkun á nýgengi maga- og leghálskrabbameins en aukningu á nýgengi krabbameins í lungum, brjóstum, blöðruhálskritli og sortuæxla í húð. • Um 10% kvenna á Íslandi geta búist við því að fá brjóstakrabba. • Frá 1977-1996 jókst nýgengi krabbameins hjá körlum um 10,2% og hjá konum um 11%. • Spáð er ennþá meiri nýgengi krabbameina á næstu árum… • Spáð er 30% aukningar næstu 10 árin. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  10. Einkenni krabbameina • Fyrstu einkenni krabbameins eru yfirleitt staðbundin, t.d. blóð í þvagi (ef nýrnakrabbamein). • Þegar krabbameinið hefur hins vegar dreift sér, koma almenn einkenni í ljós; lystarleysi, þyngdartap, þreyta, hiti, blóð-leysi og húðkláði. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  11. Einkenni krabbameina • Átta einkenni sem geta verið merki um krabbamein hjá körlum (og konum að einhverju leyti): • Langvarandi óþægindi í munni og koki eða breyting á rödd (hæsi) • Þrálátur hósti (e.t.v. lungnakrabbamein) • Óþægindi frá maga eða ristli • Blóð í þvagi (e.t.v. krabbamein í þvagblöðru) • Erfiðleikar við þvaglát (e.t.v. blöðruhálskirtilskrabbamein) • Hnútur í eista / pung (e.t.v. krabbamein í eistum) • Einkennileg varta eða breyting á fæðingarbletti á líkamanum • Hnútar eða þykkildi á líkamanum (e.t.v. eitilfrumukrabbamein). © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  12. Einkenni krabbameina • Algengustu krabbamein hjá konum eru í brjóstum, lungum, ristli og eggjastokkum. • Einkennibrjóstakrabbameins; • Hnútar í brjósti / holhönd. Útferð úr geirvörtu. • Breyting ástærð eða lögun brjósts. • Breyting á húðlit og áferð. • Einkenni ristilkrabbameins; • Breyting á hægðavenjum. • Hægðatregða og/eða niðurgangur. • Blóðugareða svartar hægðir. • Blóðleysi, þyngdartap, verkir í kvið og við endaþarm.. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  13. Einkenni krabbameina • Einkenni eggjastokkakrabbameins; • Þaninn kviður eða verkir. • Óútskýrð, óljós einkenni frá meltingarvegi, eins og ógleði, uppköst, lystarleysi, þyngdartap. • Einkenni leghálskrabbameins; • Óeðlileg blæðing eða blettablæðing, sérstaklega eftir samfarir. • Langvarandi útferð. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  14. Áhættuþættir krabbameina • Áhættuþáttum er yfirleitt skipt í tvennt; • Þættir sem við höfum enn ekki stjórn á, s.s. aldur og erfðir (5%) • Þættir sem tengjast lífsstíl og umhverfi og eru meginorsakirallra krabbameina. • Áætlað er að 80-90% krabbameina orsakist af umhverfis-þáttum og lífsstíl! • Áætlað er að um 2/3 dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja til reykinga, mataræðis og hreyfingarleysis. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  15. Áhættuþættir krabbameina • Mataræði (30-50%) • Reykingar (30-40%) • Reykingar + áfengi/asbest (6-10%) • Atvinnuumhverfi (1-5%) • Lyf og geislar (1%) • Annað (10-15%) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  16. Forvarnir krabbameina • Hefðbundnum krabbameinsforvörnum er skipt í þrennt; fyrsta og annars stigs forvörnum og þriðja stigs sem eiga við þá sem eru með krabbamein. • Fyrsta stigs forvarnir (primary): • Eru taldar geta fækkað krabbameinum um 20-30%. • Taka mið af því að minnka hættu á krabbameini hjá almenningi. • Eiga að koma í veg fyrir sjúkdóminn áður en merki hans koma í ljós. • Um er að ræða að fjarlægja áhættuþætti og orsakir krabbameina, breyta lífsstíl eða nota verndandi efni. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  17. Fyrsta stigs forvarnir • Reykjum ekki • Notum áfengi í hófi • Virðum öryggisreglur á vinnustað • Forðumst geisla • Notum östrógen einungis ef nauðsyn krefur • Stundum hófleg sólböð, notum sólarvarnir • Borðum trefjaríkt fæði • Borðum fjölbreytta fæðu, ávexti og grænmeti daglega. • Stundum hreyfingu / líkamsrækt reglulega • Höfum stjórn á streitunni. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  18. Annars stigs forvarnir • Snúa að áhættuhópum og þeim sem eru með forstigseinkenni krabbameins. • Felastí því að greina krabbamein á forstigi, að stöðva framgang sjúkdómsins og skilgreina einstaklinga sem eru í hættu. • Dæmi: Fræðsla og kembileit (krabbameinsleit). • Talið er að um 6% af heildarkrabbameinsdauðsföllum á Norðurlöndum megi fyrirbyggja með leit (2% hjá kk og 9,7% hjá kvk). © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  19. Krabbameinsmeðferð • Skurðaðgerðir • Geislameðferð • Lyfjameðferð • Gjarnan er notuð combinationsmeðferð (samsett meðferð). • Þá eru notuð lyf við meininu + hjálparlyf (verkjalyf, ógleðilyf, uppsöluhemjandi lyf o.fl.). • Morfín er mikilvægt í þessu sambandi. • Einnig eru notuð lyf við angist og kvíða o.s.frv. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  20. Markmið lyfjameðferðar • Læknandi meðferð (curative therapy) • Líknandi meðferð (palliative therapy) • Viðbótarmeðferð eftir eða fyrir skurðaðgerð (adjuvant therapy) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  21. Líknandi meðferð • Sjúklingur með alvarlegan ólæknandi sjúkdóm, t.d. krabbamein, taugasjúkdóm eða hjarta- og lungnasjúkdóm. • Tíðni einkenna: Verkir 50-70% Þyngdartap 45-70% Þreyta / slappleiki 40-50% Lystarstol 40-75% Svefnleysi 30-60% Hægðatregða 25-50% Þunglyndi 20-30% Ógleði og uppköst 15-45% Mæði / andnauð 20-50% Kvíði 10% • Einnig: orkuleysi, munnþurrkur, eirðarleysi o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  22. Notkun náttúruefna meðal krabbameinssjúklinga • Íslenskir krabbameinssjúklingar nota náttúruefni meira en sjúklingar í öðrum löndum. • Algengasta náttúruefnið er innlent og fæst gefins; lúpínuseyðið! • Konur nota náttúruefni meira en karlar, 75% kvenna en 61% karla. • Meiri menntun sjúklinga virðist einnig ýta undir notkun náttúruefna. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  23. Fimm flokkar náttúruefna (krabbameinsmeðferð) • 1. Náttúruefni sem koma í veg fyrir nýmyndun æða • Meðal náttúruefna sem gera þetta, má nefna hákarlabrjósk og hákarlalýsi. • 2. Náttúruefni með fyrirbyggjandi verkun • Efni sem eiga að koma í veg fyrir krabbamein, t.d. mjólkurþistill og hvítlaukur. • 3. Sindurvarar (andoxandi efni) • T.d. háskammta C-vít., E-vít., selen og ólífulauf. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  24. Fimm flokkar náttúruefna (krabbameinsmeðferð) • 4. Efni sem hvetja ónæmiskerfið • Hvetja varnarkerfi líkamans – auka styrk og mótstöðuafl • a) Meðal þessara efna eru Noni, en það er ávaxtasafi úr plöntu… • b) MGN-3. Efni unnið úr hrísgrjónaklíði… • c) Lúpínuseyði. • d) Angelica. Þetta efni er extrakt úr fræjum ætihvannar. • 5. Birkiaska • Birkiaska er framleidd í Finnlandi. Hún er sögð vera kraftaverkalyf; virka á allt, frá kvefi til krabbameins. • Hugsanlegt er að hún geti dregið úr virkni krabbameinslyfja og annarra lyfja sem gefin eru um munn. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  25. Aukaverkanir krabbameinslyfja • Krabbameinslyf hafa þröngan lækningalegan stuðul. • Líffræðilegur munur á heilbrigðum og sýktum frumum er mjög lítill. • Þess vegna er mjög erfitt að ná fram verkun einungis á sýktu frumurnar. • Þetta veldur mörgum og slæmum aukaverkunum, sérstak-lega í líffærum þar sem frumuskipting er tíð. • Hárfrumur, frumur í meltingarvegi og frumur í beinmerg. • Sum krabbamein framleiða efnasambönd sem valda lystar-leysi og auka bruna líkamans. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  26. Aukaverkanir krabbameinslyfja 1. Hárlos (Alopecia) 2.Meltingartruflanir 3. Ógleði - uppköst 4. Blóðleysi 5. Tilhneyging til smitunar eykst 6. Ófrjósemi. Sæðisfrumum og eggfrumum fækkar. 7. Hindrun á umbroti DNA. Þetta leiðir til krabbameins- myndunar, fósturskemmda og stökkbreytinga. 8. Hyperurikemia. Frumurnar sundrast - cytolysa. Þvagsýra fer út í blóðið (e.t.v. þvagsýrugigt og nýrnakvillar). © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  27. 1. Hárlos • Frumur í hárbeði skemmast. • Ekki hættulegt, en sálrænt. • Hár sem vex aftur getur hafa breyst; slétthærðir fá liðað hár, ljóshærðir dökkt o.s.frv. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  28. 2. Meltingartruflanir • Sérstaklega niðurgangur. • Frumur í meltingarvegi eru í mjög hraðri skiptingu, lifa í ca. 2 daga. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  29. 3.Ógleði - uppköst • Mikið vandamál! • Óþægilegasta aukaverkun lyfja- og geisla-meðferðar. • Gjarnan notuðógleðilyf og uppsöluhemjandi lyf í krabbameinsmeðferðinni. • T.d. Primperan®(metóklópramíð) og Zofran®(ondansetron). © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  30. 4.Blóðleysi • Blóðleysið getur stafað af krabbameininu sjálfu, eða lyfjameðferðinni. • Blóðleysi er yfirleitt meðhöndlað með blóðgjöf, ef sjúklingurinn hefur einkenni s.s. þreytu og mæði. • Sum krabbameinslyf minnka framleiðslu rauðra blóðkorna í mergnum. • Hægt er að nota vaxtarþáttinn erýtrópóetín við þessu (Eprex®). • Ef blóðleysið er af völdum járnskorts þá verður að bæta það upp með járngjöf. • Ef blóðleysið er af völdum fólínsýruskorts, þarf að gefa fólínsýru. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  31. 5. Tilhneyging til smitunar eykst • Fækkun verður á B- og T- eitilfrumum og átfrumum í blóði vegna ónæmisbælingar. • Mesta áhyggjuefni krabbameinsmeðferðar og reyndar eru sýkingar algengasta dánarmein krabba-meinssjúklinga. • Fylgjast þarf með fjölda hvítra blóðkorna í blóði. • Hægt er að gefa vaxtarþætti sem hvetja myndun hvítra blóðkorna... © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  32. Aðrar aukaverkanir krabbameinslyfja • Fyrir utan þessar átta aukaverkanir sem teknar eru fyrir hér að framan, má nefna: • Þreyta – algengasta kvörtun krabbameinssjúklinga • 90% sjúklinga kvartar yfir þessu. Oft afleiðing blóðleysis. • Þunglyndi og kvíði • Um helmingur sjúklinga þjáist af þessu. • Oft fara þunglyndi og kvíði saman. • Verkir (algengur fylgikvilli krabbameina) • Talið er að rúmlega helmingur sjúklinga hafi verki. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  33. Aukaverkanir krabbameinslyfja • Krabbameinslyf sem gefin eru í æð geta lent utan æðaveggs. Þetta getur leitt til dreps í vefjum. • Einnig hægt að tala um síðbúnar aukaverkanir: • Ófrjósemi • Síðkomnir illkynja sjúkdómar • Vaxtar- og þroskatruflanir hjá börnum. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  34. Meðferð cytostatica • Árið 1940 komu cytostatica (orðið þýðir að stöðva frumur, og er þá átt við frumuvöxtinn) á markað. • Þetta eru frumueyðandi efni (hindra nýmyndun og starfsemi DNA og RNA) eða frumubælandi lyf. • Meðferð þessara lyfja er bundin við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar úti á landi. • Umgangast þarf þessi efni með mikilli varúð. • Þetta eru gjarnan stungulyfsstofnar, sem leystir eru upp rétt fyrir notkun (mjög hvarfgjörn efni). • Þessi lyf geta valdið krabbameini (verið carcinogen sjálf) • Lyfin verka einnig á heilbrigðar frumur. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  35. Verkunarmáti krabbameinslyfja • Sum krabbameinslyf hindra frumuvöxt m.þ.a. hindra myndun fólínsýru, sem er nauðsynleg fyrir kjarnsýru-framleiðslu. • Þessi lyf kallast fólínsýru-antagónistar (eða fólínsýruhliðstæður). Dæmi: metótrexat. • Sum hindra frumuskiptingu, t.d. vínkristín, sem er mítósu-hemill. • Önnur skaða frumulitninga, t.d. cýklófosfamíð. • Þá eru sum krabbameinslyf andhormónar; • And-östrógen eru notuð við brjóstakrabbameini (t.d. tamoxífen) • And-andrógen við blöðruhálskirtilskrabbameini (t.d. Zoladex®). © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  36. Skammtar krabbameinslyfja • Skammtar eru oft miðaðir við líkamsyfirborð í fermetrum. Töflur (m2) sem miða við hæð og þyngd. • Fyrir hvern kúr þarf að meta; • Ástand sjúklings • Ástand beinmergs (blóðhagur) • Starfsemi lifrar og nýrna (bílirúbín, kreatín). • Aldraðir fá stundum léttari kúra, þola þó lyfin oft vel. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  37. Nokkrar tegundir krabbameina • Carcinoma; illkynja æxli í þekjufrumum • Algengasta formið, t.d. brjóstakrabbamein, lungnakrabbamein, blöðruhálskirtilskrabbamein og ristilkrabbamein • Sarcoma; illkynja æxli í bandvef (sarkmein) • Er myndað úr bandvef og frumum er líkjast hvítum blóðkornum. Venjulega mjög illkynjað • Myeloma; illkynja æxli í mergfrumum • Neurogen tumor; illkynja æxli í taugakerfinu • Hemoblastosur; illkynja vöxtur í blóði • Lymphomur; illkynja vöxtur í sogæðakerfinu • Eitilfrumukrabbamein. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  38. Gerðir krabbameina • Krabbamein í brjóstum • Krabbamein í leghálsi • Krabbamein í blöðruhálskirtli • Krabbamein í lungum • Krabbamein í skjaldkirtli • Húðkrabbamein – sortuæxli • Eitilfrumukrabbamein • Hvítblæði • Krabbamein í börnum • O.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  39. Krabbamein í brjóstum • Algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum • Um þriðjungur allra krabbameina í konum er brjóstakrabbamein • Árlega greinast 150-160 konur með krabbamein í brjóstum (´03). • Ætla má að 10% kvenna fái brjóstakrabbamein. • Fimm ára lífshorfur kvenna sem greinast með brjósta-krabbamein eru nú um 80%. • Brjóstakrabbamein er helsta dánarorsök kvenna innan við fimmtugt. • Brjóstakrabbamein uppgötvast oft seint, en því fyrr sem það greinist, því betri eru horfurnar. • Góð heimasíða: http://www.breastcancer.org/ © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  40. Orsakir brjóstakrabbameins • Orsakir brjóstakrabbameins eru ekki þekktar. • Margir áhættuþættir hafa þó verið greindir. • Hins vegar má einungis rekja innan við 40% tilfella til aðaláhættuþáttanna... • Þ.e.a.s. ca. 75 % kvenna með sjúkdóminn hafa enga þekkta áhættuþætti. • Talið er að áhrif hormóna skipti máli, svo og erfðir. • Langt frjósemistímabil, barnleysi, seinkun barneigna og notkun hormóna (t.d. p-pillan) eru talin auka líkur á brjóstakrabbameini.   © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  41. Orsakir brjóstakrabbameins • Talið er að um 15% brjóstakrabbameina séu ættlæg. • Af þessum 15% er líklegt að 6-10% beri áhættugen (arfgengt krabbamein). • Tvö brjóstakrabbameinsgen, BRCA1 og BRCA2 tengjast stórum hluta brjóstakrabbameina sem erfast. • Konur sem hafa stökkbreytingu í BRCA1 hafa 55-85% líkur á að fá brjóstakrabbamein. • Hætta kvenna, sem bera BRCA2, á að fá brjóstakrabba-mein er ca. 37%. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  42. Orsakir brjóstakrabbameins • Í sumum rannsóknum hefur fundist fylgni á milli fituneyslu og áhættu á brjóstakrabbameini og jafnvel tengsl við neyslu áfengis. • Margar rannsóknir hafa gefið til kynna að aukin grænmetisneysla geti minnkað hættuna á brjósta-krabbameini um allt að 20%.   • Niðurstöður norskrar rannsóknar leiddu í ljós að konur sem stunduðu reglulega líkamsrækt, voru í 37% minni hættu á að fá brjóstakrabbamein en þær sem ekki stunduðu líkamsrækt. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  43. Einkenni brjóstakrabbameins • Hnútar í brjósti / holhönd (oftast góðkynja). • Útferð úr geirvörtu. • Breyting ástærð eða lögun brjósts. • Herpingur eða inndráttur í geirvörtu eða á húð. • Breyting á húðlit og áferð. • Hvers kyns sár á brjóstum sem ekki gróa. • Hafa ber í huga að brjóstakrabbamein er “lúmskur” sjúkdómur og geta konur gengið með slík æxli um langa hríð án þess að finna til sjúkdómseinkenna. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  44. Rannsóknaraðferðir - greining - • Læknisskoðun – læknir þreifar brjóstin. • Finnist eitthvað athugavert eru gerðar frekari rannsóknir. • Röntgenmyndataka brjósta – á að greina minnstu breytingar á brjóstum. • Frumuskoðun – stungið er á grunsamlegan hnút í brjósti og frumur sogaðar út. Skoðað í smásjá. • Skoðun vefjasýna – skorið er inn á hnúta eða þeir jafnvel fjarlægðir. “Sent í ræktun”. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  45. Sjálfsskoðun brjósta • Ameríska krabbameinsfélagið mælir með mánaðarlegri sjálfsskoðun brjósta frá tvítugu. • Á 10 ára tímabili (´89-´98) framkvæmdu einungis 35% kvenna á aldrinum 40-69 ára reglulega sjálfskoðun. • Æskilegt er að sjálfskoðun brjósta sé framkvæmd 7-10 dögum eftir að blæðingar hefjast og konur, sem eru þungaðar eða hættar á blæðingum, hafi ákveðinn dag mánaðarlega. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  46. Brjóstamyndataka • Er álitin áreiðanlegasta greiningaraðferðin og er talin geta greint æxli 1-2 árum áður en þau verða þreifanleg. • Sum þreifanleg æxli (10%) sjást þó ekki í brjóstamynda-töku. • Regluleg myndataka hefur reynst áreiðanlegust fyrir konur 50-69 ára og dregið úr dánartíðni um 25-30%. • Með kembileit greina menn forstigsbreytingar brjósta-krabbameins sem eru algengar. • Forstigsbreyting er ekki sama og krabbamein… © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  47. Flokkun brjóstakrabbameins • Brjóstakrabbameini er gjarnan skipt í fjóra flokka eða stig: 1. stig: Minni háttar æxlisvöxtur er í brjósti og engin einkenni um dreifingu. Langflestir fá bata... 2. stig: Æxlið hefur dreifst til eitla í holhönd. 3. stig: Æxlið hefur vaxið inn í vöðvann sem liggur undir brjóstinu og dreifst til eitla ofan við viðbeinið. 4. stig: Æxlið hefur dreifst til annarra líffæra, svo sem lungna, lifrar eða beina. Illlæknanlegt. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  48. Meðferð brjóstakrabbameins • Skurðaðgerð – til greina kemur að fjarlægja; • æxlið eingöngu (fleygskurður) • allt brjóstið • brjóstið ásamt holhandareitlum • brjóstið ásamt undirliggjandi vöðva og holhandareitlum. • Geislameðferð – mjög oft beitt eftir skurðaðgerð. • Lyfjameðferð – Oftast frumueyðandi meðferð eða hormónameðferð. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  49. Frumueyðandi lyfjameðferð • Hefðbundin krabbameinslyfjameðferð hefur verið fjöllyfjameðferðin CMF (cýklófosfamíð, metó-trexat og flúóróúracíl). • Lyfin eru gefin í æð á þriggja vikna fresti, oftast í 6-9 skipti. • Antracýklín eins og doxórúbicin eða epíurúbicín hafa einnig sannað gildi sitt og eru í vaxandi mæli gefnir með cýklófosfamíði eða cýklófosfamíði og flúóróúracíl (FEC), sérstaklega í útbreiddum sjúkdómi. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  50. Hormónameðferð • Hluti krabbameina í brjóstum, sérstaklega hjá konum sem komnar eru yfir tíðahvörf, er háður kvenhormóninu östrógen hvað varðar vöxt æxlisins • Hægt er að mæla, þegar tekið er sýni úr æxlinu til greiningar, svonefnda östrógen- og prógesterón viðtaka. • Svo kölluð SERM lyf eru mikið notuð við brjósta-krabbameini. • SERM = Selective Estrogen Receptor Modulator. • Lyfið tamoxífen er and-östrógen og keppir við östrógenið um bindingu á östrógenviðtaka og dregur það úr vexti æxlisins. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

More Related