1 / 12

Nauðsynlegar lagabreytingar vegna lágmarks réttinda í sjúkrasjóðunum Ársfundur ASÍ 2005

Nauðsynlegar lagabreytingar vegna lágmarks réttinda í sjúkrasjóðunum Ársfundur ASÍ 2005. Almennt um breytingarnar. Samkvæmt lögum ASÍ skulu allir sjúkrasjóðir setja sér reglugerðir sem miðstjórn skal staðfesta

jennis
Download Presentation

Nauðsynlegar lagabreytingar vegna lágmarks réttinda í sjúkrasjóðunum Ársfundur ASÍ 2005

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Nauðsynlegar lagabreytingar vegna lágmarks réttinda í sjúkrasjóðunumÁrsfundur ASÍ 2005

  2. Almennt um breytingarnar • Samkvæmt lögum ASÍ skulu allir sjúkrasjóðir setja sér reglugerðir sem miðstjórn skal staðfesta • Lög ASÍ geyma ekki ákvæði um lágmarksréttindi sjóðfélaga – Lagt er til að nú verði það gert • Flest allir sjúkrasjóðir aðildarfélaga ASÍ eru að uppfylla þessi lágmarksréttindi – og gott betur en það • Með þessum lagabreytinga tillögum fylgir tillaga um áframhaldandi vinnu að heildstæðum og samræmdum réttindum launafólks, byggðum á samtryggingu

  3. 44.gr. 1.mgr. • “Flutningsrétturinn” verður óbreyttur • Sá sem öðlast hefur rétt til greiðslu úr sjúkrasjóði eins aðildarfélags, öðlast þann rétt hjá nýju aðildarfélagi skv. þeim reglum sem þar gilda eftir einn mánuð, enda hafi hann fram að því rétt hjá fyrra félaginu. • Umræðu um að lengja þetta tímabil eða breyta með öðrum hætti var frestað og umræðunni vísað til lífeyris- og trygginganefndar sem fjalla mun um samræmd og aukin tryggingaréttindi launafólks

  4. 44.gr. 2.mgr. • Lágmarksreglugerð skal staðfest • Öllum félögum innan sambandsins er skylt að setja sjúkrasjóðum félaganna reglugerðir sem hljóta skulu staðfestingu miðstjórnar ASÍ og standast lágmarksákvæði laga ASÍ. Miðstjórn skal við umfjöllun sína hafa hliðsjón af viðmiðunarreglum sem ársfundur samþykkir. Breytingar á reglugerðum sjóðanna skulu sendar skrifstofu ASÍ. • Lokamálsliður um skil ársreikninga færður í næstu málsgrein.

  5. 44.gr. 3.mgr. • Ársreikningar og úttekt • Um skil og gerð ársreikninga fer skv. 41.gr. laga þessara.[1] Fimmta hvert ár að minnsta kosti skal stjórn sjúkrasjóðsins fá tryggingafræðing eða löggiltan endurskoðanda til þess að meta framtíðarstöðu sjóðsins og semja skýrslu til stjórnar um athugun sína. Stjórn sjóðsins skal skila skrifstofu ASÍ úttekt þessari með ársreikningi viðkomandi árs. [2] • [1] Var áður lokamálsliður 2.mgr. 44.gr. en er nú flutt í nýja málsgrein með skyldu efni. • [2] Þetta er að efni til gr. 6.2 í leiðbeinandi reglugerð fyrir sjúkrasjóði innan ASÍ.

  6. 44.gr. 4.mgr. • Lágmarksréttindi • Sjúkrasjóðir aðildarfélaganna skulu tryggja sjóðfélögum sem 1% iðgjald hefur verið greitt af í a.m.k. 6 mánuði, lágmarksbætur vegna: • A.. Eigin veikinda eða slysa sjóðfélaga • B. Langveikra og alvarlega fatlaðra barna hans • C. Veikinda maka • D. Andláts sjóðfélaga • Réttur skv. a, b og c lið endurnýjast á hverjum 12 mánuðum, hlutfallslega eftir því sem hann er nýttur, talið frá þeim degi sem dagpeningagreiðslum líkur hverju sinni og greiðslur iðgjalda hefjast að nýju • Sama regla og gildir um endurnýjun veikindaréttar

  7. 44.gr. 4.mgr. A-liður • Dagpeningar vegna veikinda eða slysa sjóðfélaga • Sjúkrasjóðurinn taki við að loknum greiðslum skv. veikinda- og slysaréttarákvæðum kjarasamninga • Að minnsta kosti 120 daga bótaréttur • Heimilt að fækka dögum ef iðgjald er undir 1% (E-liður 4.mgr.) • Bætur verði miðaðar 80% heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af síðustu 6 mánuði fyrir forföll að teknu tilliti til bóta almannatrygginga, slysatryggingar launafólks og lögbundnum tryggingum • Heimilt að miða við síðustu 12 mánuði hafi tekjur breyst verulega til hækkunar eða lækkunar á viðmiðunartímabilinu (F-liður 4.mgr.)

  8. 44.gr. 4.mgr. B-liður • Dagpeningar vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna • Sjúkrasjóðurinn taki við að loknum kjarasamningsbundnum greiðslum • Að minnsta kosti 90 daga réttur • Bætur verði miðaðar 80% heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af síðustu 6 mánuði fyrir forföll • Heimilt að miða við síðustu 12 mánuði hafi tekjur breyst verulega til hækkunar eða lækkunar á viðmiðunartímabilinu (F-liður 4.mgr.) • Á við um börn undir 18 ára aldri sem þarfnast sérstakrar umönnunar • vegna alvarlegra og/eða langvinnra sjúkdóma • eða vegna þess að þau greinast með alvarlega greindarskerðingu, geðraskanir eða alvarlega líkamlega hömlun

  9. 44.gr. 4.mgr. C og D liðir • Dagpeningar vegna mjög alvarlegra veikinda maka (C – liður) • Að minnsta kosti 90 daga réttur • Bætur verði miðaðar 80% heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af síðustu 6 mánuði fyrir forföll • Heimilt að miða við síðustu 12 mánuði hafi tekjur breyst verulega til hækkunar eða lækkunar á viðmiðunartímabilinu (F-liður 4.mgr.) • Eingreiddar dánarbætur til maka og barna sjóðfélaga undir 18 ára (D-liður) • Að minnsta kosti 180 þúsund m.v. launavísitölu 1.7. 2006 • Greitt er vegna andláts • virks • og greiðandi sjóðfélaga

  10. 44.gr. 5.mgr. • Réttindi vegna sjúkrasjóðs iðgjalda í vanskilum skapast • Ef færðar eru sönnur á, að félagsgjöld til viðkomandi aðildarfélags hafi verið dregin af launum s.l. 6 mánuði • Samkvæmt reglulega útgefnum launaseðlum • Svipuð regla og gildir um iðgjöld í vanskilum til lífeyrissjóðs

  11. Gildistaka breytinga á 44.gr. • Réttindi skv. 4.mgr. ( dagpeningar og dánarbætur ) taka gildi • 1.7. 2006 • m.v. réttindaávinnslu frá 1.1. 2006 • Fyrstu úttekt tryggingafræðings eða löggilts endurskoðanda skal skila • Með ársreikningi 2007 • Fyrir fjárhagsárið 2006

  12. Breyting á 11.gr. • 1.mgr. 11.gr. mælir fyrir um aðgerðir þegar aðildarfélög geta ekki staðið við skuldbindingar skv. eigin lögum eða lögum ASÍ – það verður óbreytt • Skv. gildandi lögum er heimilt að boða til aðalfundar, fara í allsherjar atkvæðagreiðslu um sameiningu eða það annað sem nauðsynlegt er talið – það verður óbreytt • Breytingin felst í því að einnig verði heimilt að fara í allsherjaratkvæðagreiðslu um sameiningu • Einstakra sjóða tveggja eða fleiri aðildarfélaga • Án þess að félögin sjálf séu sameinuð

More Related