1 / 29

Áhrif Netsins á nám og kennslu

Áhrif Netsins á nám og kennslu. Þuríður Jóhannsdótttir Fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 19. Febrúar 2001. Marchall Mcluhan: The Medium is the Massage 1967.

danika
Download Presentation

Áhrif Netsins á nám og kennslu

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Áhrif Netsins á nám og kennslu Þuríður Jóhannsdótttir Fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 19. Febrúar 2001

  2. Marchall Mcluhan: The Medium is the Massage 1967 Stafrófið og prenttæknin ólu af sér og ýttu undir að heildir væru bútaðar niður, ólu af sér sérhæfingu og rufu tengsl. Rafmiðlarnir ala af sér og ýta undir einingu og þátttöku. Það er ómögulegt að skilja félagslegar og menningarlegar breytingar án þess að hafa þekkkingu á hvernig miðlarnir virka

  3. Spurt er: • Hvernig hefur tækniþróun haft áhrif á menntun hingað til • Kemur tölvutækni og Internet til með að hafa meiri áhrif á menntun en aðrar tækninýjungar 20. aldarinnar? • Hvernig breytir Netið möguleikum í menntun? • Hvernig endurspeglast póstmódernískar hugmyndir í námskenningum? • Hvaða áhrif hefur það á nám og kennslu þegar nemendur og kennarar taka upplýsinga- og samskiptatækni í þjónustu sína?

  4. Veiðum menntun í NetiðUm námskenningar og nýja miðla og áhrif þeirra á nám og kennslu • Miðlun þekkingar og áhrif tækni á menntun • Stefnur og straumar í námskenningum og tengsl þeirra við nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu • Nám sem félagslegt fyrirbæri; tölvustutt samvinnunám, gildi samræðu, tungumálið og önnur verkfæri í námi • Áhrif upplýsinga- og samskiptatækni á nám og kennslu • Að verða læs og skrifandi á nýjan miðil – verkefni nemenda og kennara á nýrri öld

  5. Skólaform nútímans byggir á útbreiðslu bóka • Prenttækni og pappír sem auðveldar útbreiðslu ritmáls gerir kennslubókina að kennslutæki • Fleiri fá aðgang að menntunarauðlindum sem eru varðveittar í texta á bók • Til þess þurfa fleiri að verða læsir • Strákar helst líka að læra að skrifa og seinna stelpur líka

  6. Tölvan og Internetið • Tölvan annars eðlis – ekki fyrst og fremst miðlill eins og bók, útvarp og sjónvarp • Geymir upplýsingar í texta, mynd og hljóði • Tæki til að setja fram þekkingu í texta, mynd og hljóði • Getur unnið úr efni, virkar sem framlenging á getu mannsins – fljótari og nákvæmari • Internetið er flutninga- og samskiptatæki sem bætist við tölvuna. • Staður fyrir birtingu efnis og öflugt alþjóðlegt samskiptatæki

  7. Tækniþróun í kennslu • Comenius talaði um mikilvægi þess að höfða til allra skynsviða í kennslu þegar á 17. öld • Tilraunir með nýsigögn – en kennslubókin í aðalhlutverki alla þessa öld • Ingvar Sigurgeirsson: doktorsritgerð um notkun námsefnis í skólum, rannsókn hófst 1987 • Flestir kennarar reiða sig á skólabækur: “Efni þeirra er undirstaða kennslunnar sem jafnframt stýrir því hvaða viðfangsefni eru tekin fyrir og í hvaða röð. [...] Allar algengustu kennsluaðferðirnar byggðu á því að farið var yfir skólabækurnar.” (I.S. 1994, 118)

  8. Af hverju er líklegt að tölvan breyti meiru ? • Tæki sem nemandi getur nýtt sér til náms • Til upplýsingaöflunar • Til úrvinnslu úr upplýsingum • Til framsetningar á því sem hann hefur tileinkað sér • Fyrri tæki notaði kennarinn sem hjálpartæki við miðlun þekkingar • Ef það verður áfram svo er þá líklegt að tölvan og Netið breyti einhverju ? • Er það forsenda breytinga að áherslan flytjist frá kennslu á nám ?

  9. Að skilja Netið sem miðil • ný grunngerð (infrastructure)í miðlun þekkingar • bylting sambærileg prenttækni og pappír sem stuðlaði að mikilli útbreiðslu bóka • aðgangur að þekkingu • tæki til samskipta • staður fyrir útgáfu/birtingu efnis • alþjóðlegt eðli miðilsins mikilvægt

  10. Netið gefur kost á að hafa áhrif á lýðræði • fleira fólk á þess kost að fá aðgang að menntunarauðlindum • fleiri eiga þess kost að taka þátt í uppbyggingu menningararfsins • að geta „lesið og skrifað“ á Netinu er þó forsenda þátttöku og áhrifa • Sumir segja að Netið ýti undir anarkisma og grafi undan valdi ríkisins. Er það gott eða vont • Grefur Netið þá kannski undan valdi kennarans ?

  11. Áhrif Netsins ámenntun og skóla • nýtt innra skipulag skóla • námskrá sem byggir á nýrri hugmyndafræði • menntun kennara þarf að breytast • mat á námsárangri þarf að breytast • tengsl háskóla og grunnmenntunar verða nánariSjá McClintock,http://www.ilt.columbia.edu/mcclintock/akademie3000/index.html

  12. Sigurjón Mýrdal og Hörður Bergmann: hugmyndir um nám • Curriculum- haupabraut • Að ganga menntaveginn • Að afla sér menntunar • Netið er veiðarfæri • Hörður Bergmann heldur því fram að með upplýsingatækni skapist forsendur til að losa um tengsl menntunar og skóla

  13. Skólinn þjálfi annars konar færni • Færni í að skanna – vera fljót að öðlast yfirsýn yfir þær upplýsingar sem tiltækar eru. Mjög góð lestrarfærni er þarna forsenda árangurs. • Færni í að tileinka sér mikið magn upplýsinga hratt og skipulega, að kunna að greina hismið frá kjarnanum og átta sig á hvað gagnast hverju sinni. Þetta krefst skarpar hugsunar. • Færni í samskiptum sem felst í að geta komið frá sér afrakstrinum af því sem fékkst með því að skanna og tileinka sér þannig að aðrir skilji. Til þess þarf nákvæmni og skýra hugsun og mjög góða ritfærni. (Byggt á hugmyndum Donlevy og Donlevy (1995) samkvæmt Collis 1996:588)

  14. Hvernig viljum við nota tæknina? • Til að gera núverandi kerfi skilvirkara? • Efasemdir Betty Collis http://users.edte.utwente.nl/collis/ • Til að leiða menntakerfið út úr kreppunni? • Varað er við tæknihyggju sem heldur að skólar muni sjálfkrafa breytast með tilkomu tölvu- og upplýsingatækni Sjá t.d. Gavriel Salomon It's not just the tool, but the educational rationale that counts • Langtímaáhrif oftast ófyrirséð og önnur er búist var við • Skilja tæknina og möguleikana • Skilja vanda skólakerfisins

  15. Eftirnútíminn (póstmódernismi) og ný hugsun • Hvorki með né á móti tækninýjungum • Hluti af fjölbreytilegu samfélagi • Tími hinna stóru kerfa og stórasannleika er liðinn • Gjaldþrot nútíma framfarahugsunar • Tími hinnar módernísku vissu og sannleika vísindanna liðinn • Áhrif kaoskenninganna

  16. Internetið og kaoskenningar • kaoskenningar komnar frá raunvísindunum • eiga ekki síður við um félagsleg kerfi eins og skóla • grafa undan viðteknum aðferðum í skólaþróun sem líta á skólakerfið eins og verksmiðju þar sem stýra má ferlum • grefur undan markmiðssetningarstefnu sem byggir á opinberum markmiðum í námskrá • markmið sem einstaklingur setur sér merkingarbærari

  17. Internetið er póstmódernískur miðill • Prentað mál hefur einkenni stöðugleika • Línuleg framsetning textans er rökleg og leiðir til niðurstöðu • Texti á Netinu er óstöðugur • Sannleikurinn fljótur að breytast • Texti hefur hvorki upphaf né endi • Lesandinn verður sjálfur að ákveða hvenær hann hefur komist að niðurstöðu og getur hætt

  18. CAI - tölvustutt nám (fyrstu hugmyndir um nýtingu tölvu í námi) • byggir á atferlisstefnunni (behaviorism) • litið á nám sem tileinkun viðurkenndrar þekkingar • byggir á rannsóknum á skilvirkni í kennslu • kennsla felst í að flytja þekkingu • einföld skýr og praktísk kennslutæki • ferli aðgerða leiðir nemandann gegnum efnið

  19. ITS – Intelligent tutoring systems(gagnvirk kennsluforrit eða kennsluforrit með innbyggðri leiðsögn) • byggir á rannsóknum í vitsmunasálarfæði • lítur á þekkinguna sem gefna • nám er ferli þar sem nemandinn öðlast betri skilning á viðfangsefninu • kennslan felst í aðgerðum sem eru hannaðar til að auðvelda nemanda að tileinka sér námsefni • námsmarkmið greind í undirþætti, búin til gagnvirk kynning á efninu sem auðveldar námsferlið

  20. Tölvustutt samvinnu-nám (CSCL) • Stefna í kennslufræði sem byggir á • kenningum um gildi samfélags og menningarí námi (socio-cultural theories – Vygotsky) • kenningum um aðstæðubundið nám (situated learning – Jean Lave, Wenger) • kenningum um dreifða greind/vitsmuni (Salomon, Perkins) • félagslegri hugsmíðahyggju (social constructivism)

  21. Af hverju dreifðir vitsmunir • aukið mikilvægi tækni við vitsmunaleg verkefni - léttir álag á einstaklinga • áhersla á félagslegt eðli náms • vitsmunir háðir aðstæðum • skýringar sem reikna með að greind sé aðeins í huga einstaklings ófullnægjandi

  22. Nám sem félagslegt fyrirbæri • nám er ferli sem byggist á sameiginlegri þátttöku í virkri uppbyggingu þekkingar • áhersla er lögð á samhengi, samspil og aðstæður sem námið á sér stað við • andstæða við einstaklingsbundið nám sem byggir á að tileinka sér þekkingu og færni sem er yfirfæranleg

  23. Aðstæður til náms • tækifæri til athafna • aðgangur að þekkingu eða upplýsingum • svörun við verkum sínum • leiðbeiningu og stuðning við að skilja • hvetjandi og gefandi

  24. Félagslegt nám • virk samhjálp í einstaklingsnámi • samhjálp við að byggja upp sameiginlega þekkingu • samfélagsleg hjálp með stuðningi frá menningunni - verkfæri, bækur - Netið... • stofnun sem lærir • að læra að læra í félagi • að læra um félagsleg samskipti

  25. Tölvan og Netið sem verkfæri • verkfæri til: • samskipta • þekkingaröflunar • útgáfu/birtingar efnis • hanna námsumhverfi sem nýtir kosti tölvunnar og Netsins • kaos á Internetinu - nýta sér sköpunarkraftinn sem felst í óreiðunni • gefa þó nemendum akkeri eða öryggisnet

  26. Stuðla að árangursríkri notkun Netsins • Skapa aðgang að ríkulegum upplýsingum. • Hvetja til merkingarbærs samspils nemenda og efnis á Netinu. • Skapa tengls á milli fólks sem á síðan að örva, styðja og veita hvert öðru svörun. (Greeno og fl. 1998:17, vitnað eftir Wilson, 2000:5)

  27. Vel heppnuð samvinna ? • virk þátttaka • persónuleg ábyrgð • að þörfin hvert fyrir annað sé raunveruleg • að deila með öðrum • að láta sig varða - námið og aðra • ávinningur t.d. af verkaskiptingu, skoðanaskiptum, jafningjamati...

  28. Hlutverk kennara mikilvægt • gefandi samskipti • skjót svörun • leiðsögn sem tekur mið af einstaklingsþörfum og aðstæðum • hvatning og umræða um verkefni nemenda fremur en einkunnir og rétt svör • markmið kennara að auðvelda nám

  29. Þekkingarfræðin og kennslufræðin “Eftir hrun stórsagnanna höfum við ekki fyrirframgefin markmið sem segja okkur fyrir verkum, heldur verðum við sjálf að skapa inntak, merkingu og markmið lífs okkar. “ (Sigríður Þorgeirsdóttir. TMM 1998) • Afstaða til þekkingar hefur breyst • Þekkingin er ekki viss staðreynd heldur afstæð og skeikul • Hversu langan tíma tekur að breyta viðhorfum fólks til þess hvað skóli og menntun á að vera ? • Hvenær eru nemendur tilbúnir til að taka ábyrgð á eigin námi? • Hvenær eru kennarar tilbúnir til að leyfa þeim það?

More Related