1 / 12

Ellefu stafsetningartextar 60 orð

Ellefu stafsetningartextar 60 orð. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. STAFSETNING Draumurinn .

wilona
Download Presentation

Ellefu stafsetningartextar 60 orð

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ellefu stafsetningartextar60 orð Svanhildur Kr. Sverrisdóttir SKS

  2. STAFSETNINGDraumurinn Stundum dreymir mig furðulega drauma. Ég gleymi til dæmis aldrei þessum um hestana fimm sem stóðu fyrir utan gluggann og töluðu saman á tungumáli sem ég skildi alveg. Ég hlakkaði til að segja ömmu frá þessu og varð eiginlega fyrir vonbrigðum þegar ég vaknaði. Draumurinn var svo raunverulegur að ég hélt í alvörunni að ég gæti séð hrossin þegar ég leit út. (62 orð)

  3. STAFSETNINGKötturinn og konan Kötturinn hennar Sóleyjar fer stundum inn um gluggann hjá nágrannakonunni. Hún verður alltaf mjög reið og segist ætla að hringja á lögregluna. Hún hefur reyndar aldrei gert það en kannski kemur að því einhvern daginn. Líklega væri best fyrir Sóleyju að gæta þess að halda kettinum fjarri kerlingunni á næstunni, að minnsta kosti á meðan henni er svona illa við ketti. (61 orð)

  4. STAFSETNINGPáfagaukur Birkir vinur minn fékk fallegan páfagauk í afmælisgjöf í september. Um jólin var hann orðinn svo þreyttur á fuglinum að hann ákvað að gefa mér hann. Mamma varð ekkert sérstaklega hrifin en ég lofaði að hugsa vel um fuglinn, þrífa búrið og hleypa honum reglulega út. Núna vakna ég á hverjum morgni með háværasta fugl veraldar inni í herberginu mínu. (60 orð)

  5. STAFSETNINGGamla tréð Fyrir utan gluggann á hótelherberginu er gamalt tré. Það er öðruvísi en þessi sem vaxa á Íslandi, stofninn er breiður og hann skiptist í níu greinar sem teygja sig langt yfir götuna, reyndar alveg inn í næstu garða. Sumar greinarnar hafa brotnað og sárið minnir á endann á garðslöngu. Systur minni þætti víst spennandi að klifra upp í toppinn á þessu tré. (63 orð)

  6. STAFSETNINGHundur nágrannans Hundurinn í næsta húsi geltir í hvert skipti sem einhver kemur nálægt húsinu hans. Í morgun vöknuðu allir á heimilinu eldsnemma við hávaðann í honum. Fyrst héldum við að kominn væri dagur en svo leit ég á klukkuna og sá að hún var aðeins fimm. Blaðberinn hefur líklega verið svona snemma á ferðinni aldrei þessu vant. Yfirleitt kemur blaðið ekki fyrr en um hádegi.(64 orð)

  7. STAFSETNINGÓveður Í morgunfréttunum heyrði ég sagt frá óveðrinu mikla á Norðurlandi. Þar hefur snjónum kyngt niður síðustu daga og ófærðin er meiri en elstu menn muna. Þar er víst ekki hundi út sigandi eins og menn segja gjarnan. Kannski verður að fresta skákmótinu sem á að hefjast á föstudaginn. Þá verða áreiðanlega margir vonsviknir eftir allan undirbúninginn sem staðið hefur frá því í september. (63 orð)

  8. STAFSETNINGLeyndarmál Eyrún vinkona sagði mér svolítið ótrúlegt í morgun. Hún bað mig að segja engum frá því en mér finnst mjög erfitt að þegja yfir einhverju spennandi. Ég get varla ímyndað mér að systkini mín biðu með fréttir af þessu tagi, það gerðu þau áreiðanlega ekki. Reyndar er hægt að biðja Írisi systur að þegja yfir leyndarmáli en það á ekki við um Sverri bróður. (64 orð)

  9. STAFSETNINGSlagsmál Í frímínútunum í dag voru krakkar að slást á ganginum. Einn kennarinn reyndi að stilla til friðar en það gekk eitthvað illa. Þá kom gamli húsvörðurinn og sagði: „Strákar mínir, mikið þætti mér vænt um ef þið létuð af þessum leiðinlega leik ykkar.“ Það bera allir svo mikla virðingu fyrir þessum aldraða manni að þetta dugði. Strákarnir hættu undir eins og gengu rólegir út í sólskinið. (60 orð)

  10. STAFSETNINGBrauðsúpa og siginn fiskur Í hádeginu fengum við mat sem ég hef aldrei smakkað áður. Kartöflur, siginn fisk, rúgbrauð með þykku lagi af smjöri og í eftirrétt var rúgbrauðssúpa með þeyttum rjóma. Maturinn bragðaðist vel en samt voru margir sem neituðu að láta hann inn fyrir varirnar. Sögðu að lyktin gæfi til að kynna þetta væri óætt. Amma mín myndi kalla þetta matvendni og setja upp vandlætingarsvip. (63 orð)

  11. STAFSETNINGFréttir Mér finnst gaman að fylgjast með sjónvarpsfréttunum. Sérstaklega öllu sem gerist á fjarlægum slóðum. Reyndar eru neikvæðar fréttir allt of algengar en mér finnst nauðsynlegt fyrir okkur hér á Íslandi að vita hvað er að gerast í heiminum. Sumir krakkar hafa engan áhuga á öðru en íþróttum og tölvuleikjum. Ég er hrædd um að þeir verði illa upplýstir þegar fram líða stundir. (60 orð)

  12. STAFSETNINGMagapína Í morgun þegar ég vaknaði var mér illt í maganum. Ég neitaði að fara fram úr rúminu og breiddi sængina yfir höfuðið. Allri fjölskyldunni virtist standa á sama um mig. Ég heyrði bróður minn tannbursta sig og fann kaffiilminn úr eldhúsinu. Í anddyrinu beið hundurinn okkar áreiðanlega eftir að komast í morgungönguna sína. Loksins kallaði mamma og spurði hvort ég vildi fá vatnsglas. (60 orð)

More Related