1 / 23

Grikkland hið forna

Grikkland hið forna. Klassíski tíminn (um 550 – um 350 f. Kr.). Tvær gerðir lýðræðis. Fulltrúalýðræði Það fyrirkomulag sem felst í því að kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í umboði fjöldans. Dæmi: Alþingismenn á Íslandi Beint lýðræði

vinny
Download Presentation

Grikkland hið forna

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Grikkland hið forna Klassíski tíminn (um 550 – um 350 f. Kr.)

  2. Tvær gerðir lýðræðis • Fulltrúalýðræði • Það fyrirkomulag sem felst í því að kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í umboði fjöldans. Dæmi: Alþingismenn á Íslandi • Beint lýðræði • Þar sem málum er ráðið til lykta í atkvæðagreiðslu allra atkvæðisbærra manna. Dæmi: Þjóðfundurinn í Aþenu Valdimar Stefánsson 2006

  3. Grískar stéttir • Frjálsir borgarar voru efsta stétt borgríkjanna og töldu alla líkamlega vinnu neðan virðingar sinnar • Þrælar voru fjölmennasta stéttin og sáu um þau störf sem borgarar töldu sér ekki sæmandi • Frjálsir útlendingar stóðu mitt á milli þræla og borgara; gátu efnast vel en höfðu ekki kosningarétt Valdimar Stefánsson 2006

  4. Hlutfall stétta í Aþenu á 5. öld f. Kr. • Frjálsir borgarar: 13% • Fjölskyldur frjálsra borgara: 35% • Frjálsir útlendingar: 10% • Þrælar: 42% Valdimar Stefánsson 2006

  5. Staða kvenna í Aþenu • Giftar konur sáu um heimilishald en voru þar fyrir utan nánast ósýnilegar • Réttarstaða kvenna var litlu betri en þræla • Fylgikonur (heterur) voru einu konurnar sem tóku einhvern þátt í félagslífi karla • Konur gátu reyndar verið hofprestar á helgum stöðum Valdimar Stefánsson 2006

  6. Konur í Spörtu • Í borgríkinu Spörtu nutu konur meiri virðingar en í Aþenu • Vegna þess hve karlar voru uppteknir við þjálfun og hernað báru konur meiri ábyrgð gagnvart samfélaginu • Konur hlutu líkamsþjálfun og tóku jafn mikinn þátt í þjálfun barna fyrir hernað Valdimar Stefánsson 2006

  7. Mismunandi menntun í ólíkum borgríkjum: Sparta • Drengir yfirgáfu fjölskyldu sína sjö ára gamlir og fluttu í þjálfunarbúðir hersins. Líkamlegt harðræði einkenndi þjálfunina. Bóknám var lítið. • Stúlkur hlutu þjálfun í heimilisfræðum líkt og í öðrum borgríkjum. Að auki fengu þær líkamlega þjálfun til að tryggja viðkomuna. Valdimar Stefánsson 2006

  8. Mismunandi menntun í ólíkum borgríkjum: Aþena • Drengir: Flestir hlutu þeir skólagöngu þar sem þeir námu listir og líkamsrækt auk hins bóklega náms. Mælskulist var hátt skrifuð og Hómerskviður meginstoð menntunarinnar líkt og í öðrum borgríkjum. • Stúlkur hlutu einungis einhverja þjálfun í heimilisiðnaði Valdimar Stefánsson 2006

  9. Þáttaskil í heimspeki: Sófistar • Sófistar (spekingar, alþýðufræðarar) voru sundurleitur hópur mælskulistamanna sem ferðuðust milli grísku borgríkjanna og kenndu ýmsar greinar gegn greiðslu • Það sem helst einkenndi þá var afstæðishyggja; sú skoðun að ekki sé til algildur sannleikur. Voru þeir ósjaldan gagnrýndir fyrir að vera siðlausir tækifærisinnar. Sókrates var einn helsti andmælandi sófistanna. Valdimar Stefánsson 2006

  10. Þáttaskil í heimspeki: Sókrates • Sókrates (d. 399 f. Kr.) hefur verið nefndur faðir siðfræðinnar • Öll sýn okkar á Sókrates er komin frá lærisveini hans, Platón, sem ritaði niður hugmyndir hans • Sókrates taldi útilokað að kenna dyggð • Raunverulegur skilningur á hinu góða leiðir mann hins vegar sjálfkrafa til dyggðar • Leitin að hinu góða taldi hann vera mikilvægasta verkefni sérhvers manns Valdimar Stefánsson 2006

  11. Þáttaskil í heimspeki: Sókrates • Hann deildi ákaft á þá forsendu sófistana að ekki væri til algildur mælikvarði á rétt og rangt • Samræðuraðferð (dialektik) Sókratesar var fólgin í því að draga dyggðina fram í viðmælanda sínum með spurningum • Dyggð er þekking á hinu góða, löstur er þekkingarskortur á hinu góða • Sókrates var á efri árum dæmdur til dauða fyrir að afvegaleiða æskuna og mætti dauða sínum af yfirvegun og æðruleysi Valdimar Stefánsson 2006

  12. Þáttaskil í heimspeki: Platón • Platón (d. 348 f. Kr.), þekktasti lærisveinn Sókratesar, er líklegast áhrifamesti heimspekingur allra tíma • Meðal viðfangsefna hans voru eðli þekkingar, hlutverk ríkisvaldsins og lögmál alheimsins • Akademía, skóli sem Platón stofnaði árið 387 f. Kr. var helsti farvegur kenninga hans allt þar til honum var lokað, árið 529 e. Kr. Valdimar Stefánsson 2006

  13. Þáttaskil í heimspeki: Platón • Aðgreining milli eðlis og ásýndar hluta er lykilatriði í kenningum Platóns • Samkvæmt þeim býr eðli hlutanna ekki í þeim sjálfum heldur í frummynd þeirra • Hinn sýnilegi heimur (veruleikinn) er þannig ekkert annað en endurskin hins raunverulega heims frummyndanna • Þannig vitum við að hestur er hestur vegna þess að frummyndin af hesti ljær öllum hestum hestseðlið Valdimar Stefánsson 2006

  14. Þáttaskil í heimspeki: Platón • Að mati Platóns býr mannssálin yfir meðfæddri þekkingu á frummyndaheiminum • Það eru ekki skynfærin sem auka við þessa þekkingu þar sem þau skynja aðeins endurskin frummyndaheimsins • Rétta aðferðin til að auka skilning á á frummyndunum, og lifa þannig fyllra lífi, er að virkja göfugasta hluta sálarinnar, sem Platón taldi vera rökhugsunina Valdimar Stefánsson 2006

  15. Þáttaskil í heimspeki: Aristóteles • Aristóteles (d. 322 f. Kr.), yngsti hugsuðurinn í þessu fræga þríeyki grískrar heimspeki, var í sumum atriðum ósammála Platóni, læriföður sínum • Hann taldi að eðli hlutanna hlyti að búa í þeim sjálfum • Þannig vissum við að hestur væri hestur vegna þess að við hefðum séð marga hesta áður; þegar við sæjum hest í fyrsta skipti vissum við ekkert hvað við værum að horfa á Valdimar Stefánsson 2006

  16. Þáttaskil í heimspeki: Aristóteles • Þótt hann hafnaði frummyndaheiminum, hélt Aristóteles því fram að allir hlutir ættu sér ákveðinn tilgang • Hann taldi að besta leiðin til að lifa til fulls fælist í að lifa í samfélagi við aðra menn • Aristóteles kom víða við, rit hans fjalla m. a. um skáldskap, rökfræði, eðlisfræði, líffræði, stjórnspeki, uppeldisfræði og stjörnufræði Valdimar Stefánsson 2006

  17. Þáttaskil í heimspeki: Aristóteles • Engin einn einstaklingur á eins stóran skerf í hinni vísindalegu aðferð og Aristóteles • Hann nánast skapaði rökfræðina frá grunni auk flokkunarfræði lífríkisins • Um þriggja ára skeið var hann einkakennari eins þekktasta manns fornaldar, Alexanders mikla • Aristóteles, líkt og Platón, stofnaði skóla í Aþenu sem nefndist Lýkeion og þar var lengi stundað þróttmikið rannsóknarstarf á sviði líffræðinnar Valdimar Stefánsson 2006

  18. Þáttaskil í heimspeki: Samanburður á Platóni og Aristóteles Valdimar Stefánsson 2006 Frummyndakenning Platóns var hughyggja sem leiddi til n. k. heimsafneitunar, þvi skynveruleikinn (efnisheimurinn) var einungis skuggamynd raunveruleikans Rannsóknaraðferðir Aristótelesar beindust fyrst og fremst að skynveruleikanum og gerðu hann þannig að verðugu og spennandi rannsóknarefni

  19. Grísk leiklist • Rætur leiklistar á Grikklandi eru taldar liggja í trúarlegum athöfnum; helgisiðum • Tvær megingreinar leiklistarinnar eru harmleikurinn (tragidea) og gamanleikurinn (komidea) • Varðveist hafa verk eftir þrjú harmleikjaskáld, Æskýlos (d. 456 f. Kr.), Sófókles (d. 406 f. Kr.) og Evripídes (d. 406 f. Kr.) og eitt gamanleikjaskáld, Aristófanes (d. 385 f. Kr.) Valdimar Stefánsson 2006

  20. Grísk leiklist: Æskýlos • Harmleikir Æskýlosar þykja mjög formfastir og hátíðlegir • Elsta verk hans, Persar, sigraði á leiklistarhátíð og þótti óvanalegt að nota atburði sem höfðu gerst einungis áratug fyrr í söguþráð harmleiks • Í þríleiknum Oristeia, sem er eini þríleikurinn sem varðveist hefur, er efnið sótt í Hómerskviður og þar er réttlætishugtakið í brennidepli Valdimar Stefánsson 2006

  21. Grísk leiklist:Sófókles • Hófstilling og samræmi eru einkenni á verkum Sófóklesar enda var hann orðlagður fyrir jafnlyndi og prúðmennsku • Langflest verka hans hlutu verðlaun á leiklistarhátíðum og mikið lof • Sjálfur þótti hann fyrirmyndarborgari og tók virkan þátt í stjórnmálum • Þekktasta verk hans er Ödipus konungur sem strax á fornöld fékk þann dóm að það væri fullkomið í byggingu Valdimar Stefánsson 2006

  22. Grísk leiklist: Evripídes • Verk Evripídesar einkennast af sterkri einstaklingshyggju og er persónusköpunin mun mikilvægari hjá honum en þeim Æskýlosi og Sófóklesi • Sjálfur var hann ómannblendinn og sérsinna og það var ekki fyrr en á síðari tímum sem verk hans tóku að þykja ekki síðri en forvera hans • Ofsafengnar tilfinningar, ást og æði móta leikrit Evripídesar, svo sem hans þekktasta verk, Medea, sýnir Valdimar Stefánsson 2006

  23. Grísk leiklist: Aristófanes • Leikverk Aristófanesar eru einu gamanleikirnir sem varðveist hafa og er söguefnið undantekningarlaust samtíminn • Undir gamninu dylst oftar en ekki beinskeytt gagnrýni á samfélagið • Fátt virðist hafa verið Aristófanesi heilagt, hann hæðist að hátíðleika Æskýlosar og í verkinu Froskum gerir hann grín að Sókratesi Valdimar Stefánsson 2006

More Related