1 / 31

Ýmislegt um risafuru og tímann!

Ýmislegt um risafuru og tímann!. Eftir: Heiðar Snær Jónass. Risafururnar í sögunni eru amma og afi ég-sins. Sagan hefst á því að hann er á milli himins og hafs þ.e.a.s. Í flugvél á leið til Noregs, þar sem amma hans og afi búa.

vega
Download Presentation

Ýmislegt um risafuru og tímann!

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ýmislegt um risafuru og tímann! Eftir: Heiðar Snær Jónass

  2. Risafururnar í sögunni eru amma og afi ég-sins. • Sagan hefst á því að hann er á milli himins og hafs þ.e.a.s. Í flugvél á leið til Noregs, þar sem amma hans og afi búa. • Þegar hann lendir í Osló tekur Norðmaður á móti honum, ,,ég’’ bítur manninn því hann vill ekki láta bókina, sem pabbi hans hafði gefið honum, af hendi. Síðan fer hann með flugvél til Stafangri. • Þegar ,,ég’’ verður tvítugur starfar hann í álverksmiðju á eyju, með kana og norðmanni.

  3. Amma ég-sins ólst upp í þröngum firði þar sem hún var tekin í fóstur af slæmri móður! • Þegar hún er síðan komin á unglingsaldur deyr fósturmóðirin. • Afi (ég-sins) er íslenskur að uppruna, en hins vegar flutti hann til Noregs með konu sinni, sem var norsk. • Amma og afi eiga hvíta Volgu! • ,,Ég” fer að tala um Gunnhildi sem býr í sömu blokk og hann, hann er hrifinn af henni og talar oft um augun hennar (þar sem auðveldara er að drukkna en í sjálfu Kyrrahafinu!)

  4. Afi hugsa mjög vel um volguna, fyrir utan farangursrýmið, þar er allt í háalofti! • Systir ,,Ég’’ er í raun og veru hálfsystir hans, hún kemur fyrst til sögu þegar þau hittast í Noregi • Systkinin eru getin af sömu móður en eiga ekki sama pabbann, hún á “einsnætur” pappa, en hann á pabba sem var með mömmu þeirra lengi, en hún lést svo síðar! • Þess má til gamans geta að hún kemur fyrst til sögunnar í bikiníi.

  5. Amma sem er í sögunni er í raun ekki alvöru amma þeirra, því líkt og á bls. 24 þar sem þessu er lýst tilvitnun hefst ,,Sú sem systir mín kalla mömmu, er ekki amma í skilnings holdsins, blóðsins” tilvitnun lýkur. • Raunverulega amma þeirra fór frá þeim þegar móðir þeirra var ung og systir hennar aðeins ungabarn. • Hún gekk skyndilega frá sínum daglegu störfum og hvarf í dagsljósið, nágrannakona þeirra náði stelpurnar þar sem þær voru í hlandi o.s.frv.! (Nágrannakonan kom inn um lítinn glugga)

  6. Hann fær síðar tvo M&M poka og ákveður að geyma annan fyrir ástina í lífi hans, til þessa, og ætlar að setja hann í skápinn. • Þá stekkur stór kónguló út og fer undir rúmið! • Léttfeti er indíáni, sem stígur léttilega til jarðar, hann er annar bestu vina ég-sins. • Tarzan er hinn vinur hans, hann er sterkur maður. • Bæði Tarzan og Léttfeti eru svipað háir og “ég” (sem er 10 ára). • Þeir þrír hafa gert margt saman t.d. Klifrað fjöllo.s.frv.!

  7. Afi talar mikið um Jón biskup Arason. • Þar sem Jón A. lenti fyrir miklum andlegum sem og líkamlegum barsmíðum af völdum Dana og Daða, sem olli því að “ég” hataði bæði Dana og Daða. • Pétur heitir drengur sá er býr í sömu blokk og “ég” eða nr. 52. Hann er árinu yngri en veit þó nokkuð meira en “ég” sem lýður það ekki! • Dag einn spyr amma þeirra hálfsystkina hvort systirin vilji ekki tala við bróður sinn, hún snýr sér við, þar sem hún er í sólbaði, og segir hæ. • Amma verður svolítið reið

  8. Útúrdúr frá sögunni • Í sögunni fer höfundur mjög á milli tíma. • Hann segir t.d. frá því þegar amma þeirra deyr 30 árum eftir þetta sumar, eða þegar drengurinn er 40 ára. • Afi þeirra deyr svo 3 árum eftir þetta sumar eða þegar drengurinn er 13 ára.

  9. Aftur að sjálfri sögunni! • Í götunni þar sem amma og afi eiga heima búa margir aðrir t.d. • Ekkjan • Sonur ekkjunar, sem er fremur þybbinn • Vera • Per • “Morðinginn” (glæra 12) • (Smá útúrdúr (aftur)) • Á bls 44 er hægt að sjá hvað ég, Heiðar, meina með því að amma hans og afi séu risafururnar sem bókin heitir eftir, tilvitnun hefst ,,Amma og afi. Tvö orð sem geta hughreyst mann eins og trúarbrögð, eins og risafura.’’ Synir þeirra , þeir Björn og Eirik

  10. Einn dag þegar afi er í garðinum þá sér ,,ég” kúst labba fram hjá. • Afi hans útskýrir þá að þetta sé enginn kústur sem þar er á ferð heldur nágranni þeirra hann Per, hann er burstaklipptur. • Per á konu sem heitir Vera, hún er hárgreiðslukona sem fær að klippa alla í hverfinu nema Per. Þau Vera og Per eiga saman tvo stráka þá Björn og Eirik (síðar meir verða þeir og ,,Ég” bestu mátar). • Per fer alltaf fyrstur allra í hverfinu í vinnuna og amma telur afa þurfa að taka Per til fyrirmyndar! • Björn = 10 ára Eirik = 8 ára

  11. Þegar þeir þrír verða vinir byrja þeir Björn og Eirik að kenna ,,Ég” norsku, þar sem hann hefur litla þekkingu í norsku. • Kennsla hefst með því að þeira segja ,,Det er et hus” • Eiriki líkar vel við að taka hluti í sundur t.d. bíla, raftæki o.s.frv.. • Birni líkar vel við að tala ,og talar svo mikið að yngri bróðirinn fær aldrei að leggja orð í belg!

  12. Í götu ömmu og afa þar búa t.d. “morðinginn”, kona hans framdi sjálfsmorð með að hengja sig og krakkarnir í götunni halda að hann hafi myrt hana, nú á hana nýja konu sem býr hjá honum. (hægt að skoða betur glæru 9) • Líkt og áður hefur komið fram í þessum glærum, þá lést afi 3 árum eftir þetta sumar. • Afinn hafði þá keypt sér staf fyrir ellina. • Afi var líka líkt og ,,ég” lýsti gangandi veðurathugunarstöð. • Þegar afi dó var hann hálfnaður með bók • Hann var lifði í 5-10 min eftir fallið í stiganum og sagði eitthvað við konu sem sá þetta allt, en hún skildi ekkert, því hann sagði allt á íslensku. Þess vegna veit enginn hvað hann sagði þegar hann dó!

  13. Amma þeirra segir að ef afi þeirra hefði ekki hitt sig þá hefði hann endað sem eignarlaus verkamaður sem ekki nennti að raka sig! • Hann hefði orðið það því hann er eins og er sagt í bókinni ,,blautgeðja’’. • Einn dag voru fáeinir unglingar að sparka broddgelti á milli sín, ,,ég” og bræðurnir fóru með hann heim. • Amma tók broddgöltinn og lauk lífi hans með eldhúshnífi. • Amma var alltaf eins og stál, nema þegar hún varð eldri .

  14. Nótt eina dreymir ,,Ég” illa, hann dreymir að hann sé í sveit þar sem stjúpa hans er frá (stjúpmóðir hans er frá nesi á Norðulandi). • En síðar meir birtist kóngulóin sem kom úr skápnum hans fyrr í glærunum. • Síðar daginn eftir þá er hann úti og þá koma bræðurnir (Eirik og Björn) og spurja hvort hann vilji koma í ferðalag með þeim, hann svara játandi. • Ferðinni skal heitið í skóganna þarna í kring og þurfa þeir að taka með sér nesti, til árbítar!

  15. ,,Ég” stelur nokkrum súkkulaðiáleggjum frá ömmu sinni til að borða í þessari skógarferð. • Þegar í skóginn er komið staldra þeir við, þeir sjá þá kónguló sem Birni og ,,Ég” detta í hug að setja inn á Eirik. • Eirik bregst illa við þessu og fer að hlaupa út um allt hágrátandi á meðan hinir drengirnir tveir reyna að halda honum niðri, en Eirik bregðst við með því að bíta þá og æpa. • Þegar það er liðið hjá er Eirik leiður og reynir ,,ég” að koma honum í gott skap með því að hlaupa á tré og margt fleira sem endar með því að hann étur kónguló! (FRAMHALD Á NÆSTU GLÆRU!!)

  16. Eftir að hann hefur étið kóngulóna tala þeir um það að verða gamall og að þeir munu aldrei verða gamlir því þeir ætla að vera í skóginum það sem eftir er, því tíminn finnur þá aldrei þar. • Í skóginum ákveða þeir einnig að gerast hommar (en halda að það séu menn sem einungins borða saman, tala saman og sofa í sama rúmi (A.t.h. þeir hafa ekki fullan skilning á orðinu “hommar”)) • Þegar byrjar að rökkva ákveða þeir að fara heim, þar sem ,,ég” verður illa tekinn af ömmu sinni, en afi hans bjargar honum líkt og alltaf. • Þá nótt dreymir hann að kóngulóin sem er undir rúminu birtist honum og segi að hann hafi verið að éta frænsku sína og að hún skuli stækka og stækka í maga hans og á endanum sprengja hann! • Þegar hann svo segir afa sínum frá kóngulónni sem hann át fer afi með hann í bílskúrinn og gefur honum brennivín og segir ,,Nú er hún steindauð!’’.

  17. Afi hans segir honum einnig að þeir skuli bráðum vera saman heila nótt og tala um allt á milli himins og jarðar! (en svo lætur afi lífið þremur árum síðar og varð aldrei neitt úr þeim fundi). ------------------------------------- • ,,Ég” kynnist ungri norskri stúlku sem heitir Tora, hún hafði fléttur langar. • Tora og ,,Ég” voru orðin svolítið náin og ,,Ég” hugsaði oft til Gunnhildar sem var á Íslandi þegar hann var með Toru. • Tora leyfði honum og aðeins honum að togaí fléttur sínar.

  18. ,,Ég” vil gjarnan verða píanóisti fyrir Sigfred, sem er vinur hans, en síðar þegar lengra í söguna er komið þá kynnist hann Arne sem er svalasti gaurinn í götunni. • Þegar hann kynnist Arne vill hann fremur verða gítarleikari í rokkhljómsveit. • Alltaf þegar Arne átti pening gaf hann öðrum með sér, t.d. Einu sinni þá fór hann með hann og bræðurna á gúmmíbát á eyju þar sem þeir fóru í sælgætisbúð. • Þegar búið var að kaupa nammið var Eirik búinn að taka mótórinn í sundur og varð þá Arne reiður sem boðaði ekki gott, því þurftu þeir allir að láta lítið fyrir sér fara!

  19. Bræðurnir tveir fóru í ferðalag en ,,ég” varð eftir og þurfti að passa sig því Arne var bálreiður. • Þá kynntist hann ungum dreng, ofvitanum Helge, sem vissi allt en vildi vera með ,,ég” til að læra eitthvað um Íslands sem hann ekki vissi nú þegar! • Faðir Helge hét Olav og var menntamaður mikill og átti heilt bókasafn heima sem Helge var nú byrjaður að lesa, aðeins tólf ára að aldri! • Helge og ,,ég” urðu vinir miklir og sagði Helge ,,ég” frá mörgu, en síðar meir var ,,ég” kominn með leið á Helge en gat ekki slitið sig frá Helge því ,,ég” hafa eitthvað að segja þegar hann kæmi til Íslands aftur.

  20. Ein af þessum frásögnum er þjóðverji sem var í skotbyrgi í Noregi þegar stríð herjaði þar. • ,,Ég” samdi hins vegar sína eigin sögu út frá frásögn Helge sem var að Þjóðverjinn hafði verið drepinn því hann var að halda sig við konu norðmans. • Saga ,,ég” var á þennan veg að Norðmaðurinn fór í skotbyrgið er nótt var komin. Þjóðverjinn sagði ekkert þegar hann kom auga á hann því hann vissi hver erindi hans væri hér og af hverju. Þeir lentu í bardaga þá stakk Norðmaðurinn þjóðverjann í magann og við það lést Þjóðverjinn. Þá öskraði Norðmaðurinn að hann hafi drepið nazistann og stökk svo í sjóinn, ekki sást meir til Norðmannsins.

  21. Síðar þetta sumar fara bræðurnir og ,,ég” ásamt Arne og þremur öðrum í bíó. Þeir ákveða að fara á Línu Langsokk. • Þeir fara með rútu í bæinn og þegar þangað er komið ulla þeir á gamlan mann sem virtis ekki líka vel við unglinga. • Svo var ferðinni haldið í bíóið. Þeir horfðu hrifningsaugum á myndina, hvernig Lína lyfti hestinum et caetera. • Síðar þegar bíóið er búið útskýrir Arne, sem var hrifnastur allra þarna af þessari mynd, myndina fyrir Eirik því hann horfði ekki á myndina því hann var að taka í sundur sætinn í salnum • Síðar biður Arne hann um skrúfurnar og boltana, hann hrósar svo Eirik sem þýðir að allt er fyrirgefið með bátinn!

  22. Þegar þeir koma úr bíóinu sjá þeir þrjá menn sem ganga um sem hetjur. • Arne útskýrir að þetta séu liðsmenn West Ham United, einn þeirra er dökkur að hörund og hafa þeir sjaldan litið augum á dökka manneskju. • Arne fer og biður þá að árita hönd sína sem þeir svo gera. • Þeir fara allir sjö heim með það í huga að þeir höfðu séð Línu Langsokk og þrjá liðsmenn West Ham United.

  23. Nokkru síðar vill ,,ég” að Helge hitti bærðurna, Helge segist alls ekki hafa áhuga svo ,,Ég” fer heim og spyr afa sinn um að segja sér eitthvað sem Helge ætti ekki að vita, afi hugsar sig vel um, en hringir svo í bróður sinn. • Bróðir hans, ljóðskáldið, verður að miklu gagni og næsta dag segir ,,ég” að hann myndi spyrja Helge 10 spurninga og ef Helge gæti ekki svarað 3 þeirra þá þyrfti hann að hitta bræðurna. • Helge samþykkir þetta en nær ekki að svara 3 spurningum sem veldur því að hann verður að hitta bræðurna.

  24. Helge hefur engan áhuga á að hitta bræðurna og þegar að því kemur hittir hann bræðurna horfir á þá en gengur svo burt. • ,,Ég” og Björn ákveða þá að taka lykla úr lögreglubíl og leysa lofti úr dekkinu þar, svo fara þeir til lögreglumannanna sem eru að tala við pylsusalann og segja við hann að unglingar hafi verið að gera þetta og að þeir hafi farið beint áfram. • Svo fá drengirnir ókeypis pylsur og pening frá lögreglunni sem vona að allir krakkar væru eins og þeir.

  25. Síðar í sögunni hoppar ,,ég” hálfan dag því hann fær þær fréttir að systir hans sé að fara til London, Englandi. • Nokkrum dögum síðar langar Birni að fræðast upp kvenmannsbrjóst og ákveða þeir vinirnir að fara og spurja unglingana þarna um þau. • Unglingarnir hóta að berja þá þangað til einn unglinganna spyr hvort hann hafi séð brjóst systur ,,ég”. • ,,Ég” svara játandi svo biðja unglingarnir hann um að láta sig fá nærbuxurnar hennar. • Í stað selur ,,ég” nærbuxur systur sinnar og fær dágóða upphæð fyrir þær. • Á endanum þegar nærbuxurnar eru búnar ákveða þeir að reyna að selja nærbuxur móður Bjarnar, fyrstu tvær seljast en svo kemst upp um þá og þá verða þeir barðir.

  26. Síðar lendir ,,ég” í því að verða fyrir hundi ríku konunnar og byrjar hundurinn að urra á drenginn, þá ákveður drengurinn að höndla hann á sama hátt og hann gerði forðum á Íslandi, svo verða þeir vinir. • Konan birtist þá og er reið í frystu en sér svo að þar sem Æsop, hundinum, líkar svo vel við drenginn getur hann ekki verið svo slæmur. • Konan býður honum í bakgarð sinn þar sem hún færir honum svo appelsín og segir honum að láta eins og heima hjá sér. • Drengurinn spyr þá konuna um brjóst hennar t.d. Hvort hún fái ekki leið á þeim, hvort það sé ekki erfitt að sofa með þau et caetera.

  27. Stuttu eftir það kemur systir aftur heim, en töf verða á flugvellinum þar sem afi fer að sýna ,,ég” landakort og fara þeir svo í sjóræningjaleik. • Þegar systir kemur aftur og er komin heim tekur hún eftir því að allar nærbuxurnar eru horfnar úr skúffunni, fyrst verður hún glöð því hún heldur að amma hafi hent þeim öllum svo nýju g-strengarnir komist fyrir, en annað kemur í ljós! • Þegar þær spurja ,,ég” að því komast þær að því að hann hafi selt þær allar unglingum og systir verður bandbrjáluð!

  28. Systir sýnir engan áhuga á því að fyrirgefa bróður sínum, en þegar afi segir bróðurinum að nú skyldi hann biðjast fyrirgefningar gerir hann það. • Systir verður samt ekki sátt og biður hann um að fara þar sem hún getur nú aldrei farið út. • Svo er það tilraun tvö þá er hún næstum búin að fyrirgefa honum en þá segir ,,ég” hvað unglingarnir höfðu verið áhugasamir og höfðu meira að segja neitað kerlingabuxunum, en þá verður systir reið og fyrirgefur honum ekki. • Nú segir afi að hún hafi keypt handa honum gjöf frá útlöndum, þá verður ,,ég” áhugasamur!

  29. Hann fer til Bjarnar í leit að ráði og segir Björn honum að hann skuli bíða uns næsta dag, þá skuli hann vera kominn með lausn. • Næsta dag er björn með hníf í handklæði og segir að stelpur missi sig af vorkunn yfir þeim sem hafa meitt sig og sker Björn ,,ég” í hægri handlegg og segja þeir að unglingar hafi ráðist á þá. • Við það verður systir hrædd og fer að gráta síðan gefur hún honum gjöfina frá útlöndum, plötu með bítlunum eða A collection of Beatles. • Við hljóma þessara hljómsveitar verður til nýtt áhugasvið í huga ,,ég” sem hann tekur langt og setur út á tónlistasmekk Sigfreds sem segir eina hljómsveit þá bestu í heimi! • Einnig veldur þetta miklum sárum hjá Toru og bræðrunum en síðar þegar þau heyra hljóma bítlanna þá verða þau einnig dolfallin.

  30. Einn dag þegar ,,ég” er hjá konunni fer hún út án þess að hneppa fyrir fötin sín, hún gengur svo um göturnar alls nakin og allir horfa á hana, hún veldur því að Per dettur niður stiga, síðan þarf hann að fara með sjúkrabíl, allir hreinlega missa andlitin. • Svo stoppar hún hjá Olav og fer ofan í buxur hans, hann segir henni ekki að gera þetta núna en svo skilur hún eftir bréf og gengur í burtu. • Per lendir í því að missa tilfinninguna í vinsta fæti.

  31. LOKIN!! • Í lokin gengur ,,ég” að hinum drengjunum og segist þurfa að fara bjarga bítlunum sem nú eru ekki að tala saman! • Við það gengur hann í burtu í dagsljóið og hverfur og skilur Léttfeta og Tarzan eftir.

More Related