1 / 17

Snorra-Edda Kaflar 1-6 (Kaflar 1-2 í útgáfu G.S.)

Snorra-Edda Kaflar 1-6 (Kaflar 1-2 í útgáfu G.S.). Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Um kenningar og heiti í skáldskap. Kenningar og heiti Í Eddu sinni kennir Snorri Sturluson skáldum hvernig hægt er að nota orðin í skáldskap.

tucker
Download Presentation

Snorra-Edda Kaflar 1-6 (Kaflar 1-2 í útgáfu G.S.)

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Snorra-EddaKaflar 1-6(Kaflar 1-2 í útgáfu G.S.) Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Um kenningar og heiti í skáldskap • Kenningar og heiti • Í Eddu sinni kennir Snorri Sturluson skáldum hvernig hægt er að nota orðin í skáldskap. • Ýmist er hægt að kalla hlutina sínum réttu nöfnum eða umorða þá á skáldlegan hátt. • Í Skáldskaparmálum útskýrir Snorri þær gerðir myndmáls sem við köllum kenningar og heiti.

  3. Um kenningar og heiti í skáldskap • Kenningar og heiti, frh. • Heiti (fornafn) • Þegar einstakt orð er notað í skáldskap í staðinn fyrir algengasta orð sömu merkingar. • Stundum er um að ræða annað orð úr mæltu máli sem hefur þá sérhæfðari eða nákvæmari merkingu en algengasta orðið, s.s. þegar kona er kölluð brúður. • Einnig getur verið um að ræða gamalt eða sjaldgæft orð sem er nánast eingöngu notað í skáldskap, s.s. þegar hestur er kallaður jór. • Kenning • Umritun á venjulegum orðum. • Einfaldasta kenning er í tveimur liðum; stofnlið og kennilið. Þá er það sem ort er um kennt við eitthvað sem einkennir það, s.s. þegar Þór er kallaður jarðar bur. Í þeirri kenningu er bur stofnliðurinn en Jarðar kenniliðurinn. • Stundum eru kenningar smíðaðar út frá ákveðnum sögum og þá er nauðsynlegt að þekkja söguna til að skilja kenninguna. Þannig er þekking á sögu Snorra Eddu um sköpun jarðarinnar nauðsynleg til að skilja að með Ymis haus sé átt við himin og að með Ymis holdi sé átt við jörð. • Kenningar og heiti í daglegu tali: teiti, hnakki, bókaormur, lestrarhestur, barfluga...

  4. Um Skáldskaparmál • Athugið ólíka kaflaskiptingu Skáldskaparmála í útgáfu Heimis Pálssonar og Gunnars Skarphéðinssonar: Útgáfa Gunnars Útgáfa Heimis 1 I-III (1-3) 2 IV-VI (4-6) 3 XXIV-XXV (24-25) 4 XXVI (26) 5 XLIII (43) 6 XLVI-LI (46-51) 7 LII (52)

  5. Skáldskaparmál • Kafli 1: Ægir/Hlér • Sagt er frá fjölkunnugum manni sem nefnist Ægir eða Hlér og býr í Hlésey. • Hann fer til Ásgarðs. • Goðin búast við honum og gera honum sjónhverfingar. • Um kvöldið er honum boðið til veislu í höllinni í Ásgarði. • Óðinn lætur bera inn sverð. • Af þeim stafar svo mikil birta að það þarf ekki annað ljós.

  6. Skáldskaparmál • Kafli 1: Ægir/Hlér • Þá ganga tólf æsir að hásæti sínu: • Þór, Njörður, Freyr, Týr, Heimdallur, Bragi, Víðar, Váli, Ullur, Hænir, Forseti og Loki. • Einnig koma þar ásynjur: • Frigg, Freyja, Gefjun, Iðunn, Gerður, Sigyn, Fulla og Nanna. • Ægi þykir mikið til veislunnar koma enda er hún vegleg. • Áfengur mjöður er ekki sparaður. • Næst Ægi situr Bragi. • Hann segir Ægi mörg tíðindi af ásum.

  7. Skáldskaparmál • Kafli 2: Þjassi og Iðunn • Bragi segir Ægi frá því að þrír æsir fara í ferðalag, þ.e. Óðinn, Loki og Hænir. • Þeir fara um fjöll og eyðimerkur og verða brátt matarlausir. • Þeir veiða sér uxa og hyggjast sjóða hann sér til matar. • Illa gengur að sjóða uxann. • Þeir sjá örn í tré fyrir ofan sig og hann segist eiga sök á málinu. • Hann býðst til að aflétta álögum sínum ef æsir gefi sér fylli sína af uxanum. • Æsir játa því. • Þeim þykir örnin hins vegar éta heldur mikið.

  8. Skáldskaparmál • Kafli 2: Þjassi og Iðunn, frh. • Loki reiðist og lemur örninn með stöng. • Örnin flýgur upp en stöngin situr föst í baki hans. • Hendur Loka eru bundnar við stöngina og hann hefst á loft. • Örninn segist sleppa Loka gegn því að Loki komi Iðunni til hans með epli sín. • Loki lofar því og er látinn laus. • Loki lokkar Iðunni svo út fyrir Ásgarð í skóg nokkurn. • Hann segist hafa fundið merkileg epli og biður hana að taka sín epli með til samanburðar. • Jötunninn Þjassi kemur þá í arnarham og flýgur burt með Iðunni.

  9. Skáldskaparmál • Kafli 3: Þjassi og Iðunn, frh. • Þegar Iðunn er horfin taka æsir að eldast. • Loki er píndur til sagna og honum skipað að bjarga málum. • Hann biður Freyju að lána sér valslíki og flýgur í því til Jötunheima. • Þjassi jötunn er úti á sjó við veiðar. • Loki bregður Iðunni í líki hnetu og flýgur með hana í klónum áleiðis til Ásgarðs. • Þjassi kemst að því að Iðunn er horfinn og veitir Loka eftirför í arnarham. • Hann dregur mjög á Loka enda er örninn öflugri fugl en valurinn. • Loki nær að láta hnetuna falla niður við borgarvegg Ásgarðs. • Æsir kveikja bál og Þjassi flýgur beint í það.

  10. Skáldskaparmál • Kafli 3: Þjassi og Iðunn, frh. • Skaði, dóttir Þjassa, verður mjög reið yfir láti föður síns. • Hún heldur til Ásgarðs til föðurhefnda. • Æsir bjóða henni sætt og segja að hún megi kjósa sér eiginmann úr þeirra hópi. • Hún fær hins vegar bara að sjá fætur ásanna og þarf að velja eftir þeim. • Skaði líst vel á fætur Njarðar en heldur að þeir tilheyri Baldri. • Skaði setur það sem skilyrði fyrir sáttagjörðinni að æsir geti fengið hana til að hlæja. • Loki bindur geitarskegg um kynfæri sín og lætur eins og trúður. • Skaði hlær og sættin er fullkomnuð. • Óðinn kastar augum Þjassa upp á himininn og gerir úr þeim tvær stjörnur.

  11. Skáldskaparmál • Kafli 4: Munntal jötna • Ægir spyr út í ætt Þjassa jötuns. • Bragi segir að faðir Þjassa hafi heitið Ölvaldi og átt mikið gull. • Þegar hann dó skiptu synir hans, Þjassi, Iði og Gangur, gullinu á milli sín. • Hver hinna þriggja sona fékk munnfylli af gulli. • Þess vegna er gull kallað munntal jötna (kenning í skáldskap).

  12. Skáldskaparmál • Kafli 5: Skáldskaparmjöðurinn • Upphaf skálskaparins megi rekja til ósættis á milli ása og vana. • Þegar þeir sættust spýttu þeir hráka sínum í ker og af hrákanum var skapaður maður að nafni Kvasir. • Hann var ákaflega vitur og ráðagóður og ferðaðist víða um heim að miðla mönnum af visku sinni. • Eitt sinn kom Kvasir til tveggja dverga að nafni Fjalar og Galar. • Þeir drápu Kvasi og létu blóð hans renna í einn ketil og tvö ker. • Nefndist ketillinn Óðrerir en kerin Són og Boðn. • Svo blönduðu þeir hunangi saman við blóðið svo úr varð mjöður. • Hver sá sem drekkur af miðinum verður skáld eða fræðimaður. • Dvergarnir sögðu hins vegar að Kvasir hefði kafnað í mannviti.

  13. Skáldskaparmál • Kafli 5: Skáldskaparmjöðurinn, frh. • Dvergarnir drápu svo Gilling og konu hans. • Suttungur, sonur Gillings, kunni þessu illa og hótaði að drepa dvergana með því að skilja þá eftir á flæðiskeri. • Dvergarnir buðu honum skáldskaparmjöðinn til sátta. • Suttungur þáði það og fór með mjöðinn heim til sín í Hnitbjörg. • Þar fól hann Gunnlöðu dóttur sinni að gæta mjaðarins. • Af þessu er skáldskapur Kvasis kallaður: • Kvasis blóð • dverga drekka • fylli/lögur Óðreris • fylli/lögur Boðnar • fylli/lögur Sónar • farkostur dverga (því dvergarnir björguðu sér úr skerinu með honum) • Suttungalögur • Hnitbjargalögur

  14. Skáldskaparmál • Kafli 6: Skáldskaparmjöðurinn • Ægir spyr hvernig æsir hafi komist yfir skáldskaparmjöðinn. • Bragi segir að eitt sinn hafi Óðinn farið að heiman og hitt fyrir níu þræla jötunsins Bauga, sem var bróðir Suttungs. • Óðinn kom þrælunum til að berjast og fór svo að þeir drápu hver annan. • Óðinn fór til Bauga undir dulnefninu Bölverkur og bauð honum að vinna fyrir hann á við níu menn. • Að launum vildi hann að Baugi fengi Suttung til að gefa sér af skáldskaparmiðinum.

  15. Skáldskaparmál • Kafli 6: Skáldskaparmjöðurinn, frh. • Baugi gekk að þessum samningi og um sumarið vann Óðinn á við níu menn. • Þegar vetraði vildi hann fá kaup sitt greitt en Suttungur neitaði að gefa honum af miðinum. • Óðinn bað þá Bauga að ná í öflugan bor og bora í gegnum bjargið þar sem skáldskaparmjöðurinn var geymdur. • Svo brá Óðinn sér í líki orms og smaug í gegnum gatið. • Baugi sá að hann hafði verið svikinn og reyndi að stinga Óðinn með bornum en hæfði hann ekki.

  16. Skáldskaparmál • Kafli 6: Skáldskaparmjöðurinn, frh. • Þegar inn kom ginnti Óðinn Gunnlöðu til að gefa sér þrjá dropa af skáldskaparmiðinum. • Í þessum þremur sopum náði hann að klára úr öllum ílátunum, Óðreri, Són og Boðn. • Síðan brá hann sér í líki arnar og flaug áleiðis heim. • Suttungur brá sér einnig í arnarlíki til að freista þess að stöðva Óðin. • Þegar Óðinn var kominn fast að Ásgarði biðu goðin þar með ker sem hann spýtti miðinum í. • Þá var Suttungur kominn fast að Óðni. • Óðinn gat svo ekki að því gert að senda smávegis af miðinum aftur úr sér og hæfði sú sending Suttung. • Það hefur síðan verið kallað skáldfíflahlutur.

  17. Skáldskaparmál • Kafli 6: Skáldskaparmjöðurinn, frh. • Skáldskaparmjöðinn gaf Óðinn goðunum og síðan hefur hann verið kallaður: • fengur Óðins • drykkur Óðins • gjöf Óðins • drykkur ásanna

More Related