1 / 8

Eftirlit Hollustuhátta með hávaða.

Eftirlit Hollustuhátta með hávaða. Einar Oddsson heilbrigðisfulltrúi. Eftirlit Hollustuhátta með hávaða. Skemmtistaðir Kvikmyndahús Tónleikar utan hefðbundins skemmtanahalds Kvartanir. Reglur um hávaða. Reglugerð um hávaða nr. 933/1999

shanta
Download Presentation

Eftirlit Hollustuhátta með hávaða.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Eftirlit Hollustuhátta með hávaða. Einar Oddsson heilbrigðisfulltrúi Umhverfissvið Reykjavíkurborgar

  2. Eftirlit Hollustuhátta með hávaða. • Skemmtistaðir • Kvikmyndahús • Tónleikar utan hefðbundins skemmtanahalds • Kvartanir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar

  3. Reglur um hávaða • Reglugerð um hávaða nr. 933/1999 fjallarfyrst og fremst um hávaða utandyra (hávaðamengun). Í henni eru tilgreind ákveðin mörk, en mörkin eru breytileg eftir tímum sólarhrings og því skipulagi sem gildir þar sem hávaðans gætir. “Forráðamönnum fyrirtækja og stofnana er skylt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir óþægindi af völdum hávaða.” • Viðmiðunarreglur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur frá 1998 um hávaðatakmarkanir á samkomum. Mörk sem hljóða upp á að jafngildishljóðstig fari ekki yfir 95 dB(A) og háværasta hljóðbil fari ekki yfir 110 dB(A). • Reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002. “Skylt er að haga allri háværri starfsemi þannig að ekki valdi ónæði.” “Heilbrigðisnefnd getur gefið fyrirmæli vegna hávaða á skemmtistöðum og frá hljómflutningstækjum og öðrum tækjum á almannafæri, sem geta valdið ónæði.” • Reglur um hávaðavarnir á vinnustöðum og heyrnareftirlit starfsmanna nr. 500/1994. Vinnueftirlit ríkisins. • Byggingarreglugerð nr. 441/1998 Byggingarfulltrúi. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar

  4. Niðurstöður hljóðmælinga í kvikmyndahúsum 2001 - 2005. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar

  5. Niðurstöður hljóðmælinga á tónleikum utan hefðbundins skemmtanahalds Umhverfissvið Reykjavíkurborgar

  6. Laugardalshöll • Engjavegi 8 • 101 Reykjavík • Reykjavík,3. desember 2003 • Tilvísun: 03020218 • Efni: Hávaði við tónleikahald • Á næstunni munu fara fram tónleikar á Laugardalshöll. Af því tilefni vill Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur koma eftirfarandi á framfæri: • Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur sett þær reglur að jafngildishljóðstig fari ekki yfir 95 dB(A) og háværustu hljóðbilin ekki yfir 110 dB(A) á samkomustöðum þar sem fólk dvelst í tiltölulega skamman tíma. • Starfsmenn Umhverfis- og heilbrigðisstofu fara á skemmtistaði, þ.á.m. á staði sem tónleikar eru haldnir, og mæla hljóðstig. Er þetta liður í eftirliti með hávaða á vegum stofnunarinnar. Má staðurinn búast við eftirliti af slíkum toga á tónleikunum sem haldnir verða miðvikudagskvöldið 10. desember nk. • Talið er að varanleg heyrnaskemmd geti orðið við einn hljóðtopp (sekúndubrot) yfir 140 dB(A) og að jafnvel stutt dvöl (< 1sek.) í hávaða yfir 115 dB (A) geti valdið varanlegum skemmdum.Því hærra sem hljóðstigið er, því skemmri tíma þarf til að valda heyrnartjóni og ef hljóðþrýstingurinn er kominn yfir 110 dB(A) kann mjög skammur tími að vera nægjanlegur til að valda varanlegu heyrnartapi. • Heilbrigðisfulltrúar geta krafist úrbóta á staðnum telji þeir að heilsu fólks sé stefnt í hættu. Á þeim forsendum mun Umhverfis- og heilbrigðisstofa gera kröfur um að tónlist verði lækkuð á staðnum fari háværustu hljóðbil yfir 115 dB(A). • Forsvarsmönnum fyrirtækja ber að fara að gildandi lögum og reglum er starfssemina varðar og skal á það bent Umhverfis- og heilbrigðisstofa innheimtir gjald fyrir eftirlit samkvæmt gjaldskrá Reykjavíkurborgar. • Hér með er farið fram á að fyrirtækið geri ráðstafanir þannig að hljóðstig fari ekki yfir ofangreind mörk. • f.h. Umhverfis- og heilbrigðisstofu • Einar Oddsson • heilbrigðisfulltrúi Umhverfissvið Reykjavíkurborgar

  7. Eftir að hafa farið yfir svar forsvarsmanna Metallicu ásamt gögnunum um hljóðstigsmörk/leiðbeiningar á tónleikum í Bretlandi höfum við ákveðið eftirfarandi varðandi komandi tónleika. Ég snaraði þessu yfir á ensku þannig að þú getur sent þeim þetta beint þarna úti. Hér er um að ræða veruleg frávik frá þeim hávaðamörkum sem Heilbrigðisnefndin samþykkti á sínum tíma um hljóðstig á samkomum. Tekið er mið að því að hljómsveitirnar eru ekki að spila lengur en 1-1,5 klst og að góða pásu á milli upphitunar og aðalhljómsveitar er að ræða, og þ.a.l. skapist gott svigrúm til hvíldar fyrir eyrun. Í ljósi þessa mælumst við ennfremur til þess að gestum standi til boða eyrnatappar á tónleikunum. • Noise requirements of the City of Reykjavik Office for the Environment for the Concert on the 4th of July: • The following requirements concerning MaxL (RMS maximum level )and MaxP ( the peak level) are the same as were mentioned in our previous letter sent to Egilshöllin on the 7th of April. In addition a limit of Leq during the concert has been added. • 1) At the Sound Mixer position a Public Health Officer will make sound measurement which will be made continiously from the start of the first act to the end of the Concert. • The following limits should be accompliched: • Leq should not exceed 102 dB(A) • Lmax should not exceed 115 dB(A) • Lpeek should not exceed 140 dB • 2) In any other audience area another Public Health Officer will make a sound measurement. Leq in this measurement should not exceed 107 dB(A) and the Lpeek level of 140 dB during the concert. • The Concert Venue is responsible that these requirements are fullfilled. • A Public Health Officer can make demands on the spot if the health of the guests is in danger. • Með kveðju • ________________________________ • Einar Oddsson • heilbrigðisfulltrúi • einaro@her.rvk.is • Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur • Skúlagötu 19, 101 Reykjavík • sími: 563 2700 fax: 563 2710 Umhverfissvið Reykjavíkurborgar

  8. Ný reglugerð um hávaða – hvað viljum við sjá: • Innandyra á samkomu-, skemmti- og líkamsræktarstöðum og öðrum stöðum þar sem fólk dvelur í skamman tíma (2 klst. eða skemur) skal jafngildishljóðstig ekki fara yfir 95 dB(A) og háværasta hljóðbil ekki yfir 110 dB(A). • Á sérstökum atburðum utan hefðbundins skemmtanahalds, s.s. stórtónleikum, fari jafngildishljóðstig ekki yfir 102 dB(A), háværasta hljóðbil ekki yfir 115 dB(A) og hæsti hljóðtoppur ekki yfir 140 dB(C). Heilbrigðisnefnd getur skyldað rekstraraðila tónleikastaðar að afhenda eyrnatappa og hengja upp sérstök viðvörunarskilti um hátt hljóðstig á áberandi hátt. • Á kvikmynda- og leiksýningum sem ætlaðar eru börnum skal jafngildishljóðstig ekki fara yfir 90 dB(A) og háværasta hljóðbil ekki yfir 105 dB(A). • Á stöðum þar sem fólk sækir þjónustu og dvelur í lengri tíma, s.s. skólum og leikskólum, ber að líta á 85dB(A) sem hámark leyfilegs viðvarandi hávaða, en þó ber að meta hvert tilvik. Heilbrigðisnefnd getur krafist sérstakra ráðstafana til að lækka hljóðstig þegar hætta er talin á að hávaði geti valdið óþægindum eða skaða. Sérstaklega skal þá tekið tillit til þess að börn eru viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar

More Related