110 likes | 285 Views
Námsmat í framhaldsskólum. Rósa Maggý og Sigurbjörg íslenskukennarar við MH. Námsmat í íslensku. Námsmat í stærðfræði. Námsmat í ensku. Námsmat í líffræði. Námsmat í valáfanga. sjá sex leiksýningar og taka þátt í umræðum um þær.
E N D
Námsmat í framhaldsskólum Rósa Maggý og Sigurbjörg íslenskukennarar við MH
Námsmat í valáfanga • sjá sex leiksýningar og taka þátt í umræðum um þær. • stjórna umræðum um leiksýningu einu sinni (í samvinnu við fleiri). • kynna ítarlega eitt íslenskt núlifandi leikskáld (hópverkefni). • skrifa eina leiklistargagnrýni (um leiksýningu sem hópurinn fer að sjá). • halda dagbók yfir þær heimsóknir sem við förum í og fáum. • Ekkert próf!
Aðalnámskrá framhaldsskóla - Íslenska • [...] æskilegt [er] að fram fari reglubundið sjálfsmat nemenda. • Námsmat þarf að vera eins leiðbeinandi, hvetjandi og upplýsandi og kostur er fyrir nemendur. • Form matsverkefna þarf að vera fjölbreytt og í samræmi við markmið aðalnámskrár og kennsluhætti. • Áhersla sé lögð á að fram komi í skriflegri umsögn kennara hvað nemandi getur, síður hvað hann getur ekki. (leturbreyting okkar) • (Aðalnámskrá framhaldsskóla – Íslenska, 1999:17-18)
Aðalnámskrá framhaldsskóla – Erlend tungumál • Meta skal alla færniþætti í hlutfalli við vægi þeirra í kennslunni/náminu. • Huga þarf að fjölbreytni við námsmat þannig að ekki sé alltaf verið að prófa nemendur með sama hætti. [...] • Símat er mikilvægt í tengslum við tungumálanám. • (Aðalnámskrá framhaldsskóla – Erlend tungumál, 1999: 21-22)
Aðalnámskrá framhaldsskóla - Stærðfræði • Stærðfræði sé sem mest prófuð í eðlilegu samhengi en síður sem sundurlaus þekkingaratriði. • Fjölbreytni sé gætt í formi. • Nemandi taki þátt í námsmati. Skipulagt mat nemanda á eigin verkefnum og félaga sinna getur stuðlað að dýpri skilningi hans á þeim markmiðum sem hann er að leitast við að ná og jafn framt haft í för með sér raunsætt sjálfsmat. • (Aðalnámskrá framhaldsskóla – Stærðfræði, 1999:20-21)
Staða og stefna • Fastheldni virðist ríkjandi varðandi námsmat. (Loka-)próf ríkjandi. • Ýmislegt er að þróast ... • í rétta átt?
Ummæli nemenda: • Lokamat: • ... streita og hræðsla þjaka mig sífellt í prófum og ég veit að einkunnirnar gefa ranga hugmynd um getu mína. • Símat vs. lokamat: • Símatið er eins og tannpína, sem angraði hann mánuðum saman, en lokamati mætti líkja við hinn skammvinna sársauka þegar tönnin er dregin úr.