300 likes | 451 Views
Fjárfesting og fjármögnun í sjávarútvegi. Málstofa hagfræðisviðs Mánudaginn 19. Mars 2001 Ólafur Örn Klemensson. Efnistök. Fjármunamyndun sjávarútvegs 1990-99 Fastafjármunir sjávarútvegsfyrirtækja 1990-98 Arðsemi og framleiðni fjármuna Skuldir sjávarútvegs og þróun fjármunamyndunar
E N D
Fjárfesting og fjármögnun í sjávarútvegi Málstofa hagfræðisviðs Mánudaginn 19. Mars 2001 Ólafur Örn Klemensson
Efnistök • Fjármunamyndun sjávarútvegs 1990-99 • Fastafjármunir sjávarútvegsfyrirtækja 1990-98 • Arðsemi og framleiðni fjármuna • Skuldir sjávarútvegs og þróun fjármunamyndunar • Fjármunamyndun og fjármögnun • Fjármunir, fjárfestingar og fjármögnun skráðra sjávarútvegsfyrirtækja 1995-99 • Samanburður á skráðum fyrirtækjum og sjávarútvegsfyrirtækjum í heild • Niðurstöður
Af hverju fjárfestingar og fjármögnun sjávarútvegs • Mikil skuldaaukning á seinustu árum, sérstaklega frá 1995 • Skuldaaukning meiri en fjármunamyndun • Rennur fjármagn úr greininni? • sjá mynd af skuldum
Skuldir og fjármunamyndun • Mjög lítill stígandi í skuldum fyrri hluta 10 . áratugarins (12% aukning) • Viðsnúningur 1995 • Mikil hækkun skulda á síðari hluta 10. áratugar (60% aukning) • Fjármunaeign meiri en skuldir allt til 1997 • Skuldir tæplega fimmtungi hærri en fjármunaeign í lok árs 1999 • Mynd skuldir sjávarútvegs og fjármunaeign
Fjármunamyndun á föstu verðlagi • Nærri tvöföldun í fjármunamyndun milli 1990 og 2000 • Leitnilínan áberandi upp á við frá 1995 • Fjármunamyndun í fiskiðnaði mun jafnari milli ára en í fiskveiðum • Sveiflur milli ára mjög miklar • Hlutdeild sjávarútvegs í fjárfestingum í tölvutækni metin út frá hlutdeild í VLF • Mynd 4. Fjármunamyndun í sjávarútvegi á föstu verði
Hlutdeild sjávarútvegs í heildarfjármunamyndun • Miklar sveiflur-milli 6% og 12% af heildarfjárfjármunamyndun • Ath. hlutdeild sjávarútvegs í VLF dregst stöðugt saman • Að meðaltali er hlutdeild sjávarútvegs í fjámunamyndun rúmlega 8% • Hlutdeildin að jafnaði mjög stöðug • Enginn munur milli fyrri hluta 10. áratugar og seinni hluta • Að tiltölu við vægi sjávarútvegs í VLF eykst fjármunamyndun í sjávarútvegi frá 1995 • Hlutdeild sjávarútvegs í fjármunaeign fyrirtækja mjög jöfn eða milli 17-18% árin 1990-99
Hlutfallsleg skipting fastafjármuna • Grundvallarbreyting hefur orðið í samsetningu fastafjármuna • Breytingin verður um 1994-95 • Rekstrarfjármunir (skip, tæki, fasteignir) lækka úr 85% af fastafjármnum 1990 í 70% 1998 • Hlutfall “annarra eigna” (aðalalega aflaheimildir) og áhættufjármuna (aðalalega hlutabréfaeign) hækkar úr 14% 1990 í 29% 1998 • Mun hraðari aukning í “öðrum eignum” eða úr 3% 1990 í 16% 1998 • Hér segir til sín markaðsvæðing sjávarútvegsfyrirtækja, hagræðing og áhrif kvótakerfisins, uppkaup og yfirtökur • Mynd 5
Arðsemi eigna og fjármunaliða • Virkni eigna og eignaliða til að skapa tekjur hefur hraðminnkað á seinustu árum • M.ö.o. fjármunir aukast hraðar en tekjur • Hér virðist samsetning fjármuna hafa áhrif • Fleiri þættir koma til, sérstaklega samdráttur í aflaheimildum • Virkni rekstrarfjármuna til að skapa tekjur minnkar minna en virkni fastafjármuna til tekjumyndunnar • Hjá skráðum sjávarútvegsfyrirtækjum er virkni fjármuna verulega lakari en hjá sjávarútvegi í heild • Framleiðni fjármuna langt frá því að vera góð og fer minnkandi • Mynd 7
Skuldir og þróun fjármunamyndunar • Kaflaskil verða 1995-96 • Lántökur lækka um 17 ma. kr. 1990-94 en aukast um 63 ma.kr. frá 1995-2000 • Fjármunamyndun 1990-94 var 32 ma.kr. en 61 ma.kr. 1995-2000 • Skuldir sjávarútvegs rúmlega 170 ma.kr. um seinustu áramót • Svo virðist sem grundvallarbreyting hafi orðið í fjárfestingahegðun og fjármögnunarstefnu sjávarútvegsins á seinustu 5 árum • Mynd 8.
Fjármunamyndun og fjármögnun • Fjármunamyndun 1990-2000 var 92 ma.kr. • 32 ma.kr. 1990-94 en 62 ma.kr. 1995-2000 • Ný lán -17 ma. kr. 1990-94 en +63 ma.kr. 1995-2000 • Gert er ráð fyrir að helmingur framlegðar (hagnaður fyrir afskriftir) fari til fjárfestinga • Fjármunamyndun og ný lán+1/2 framlegðar haldast nokkurn veginn í hendur 1990-94 • En frá 1995 er þessi fjármögnun fjármunamyndunar u.þ.b. helmingi hærri en fjármunamyndun
Framhald.... • Mismunur á þjóðshagslegri fjármunamyndun og nýjum lánum+innri fjármögnun úr rekstri skýrist af tvennu: • 1. EF eykst sem hlutfall af heildarfjármagni • 2. Fjárfestingar í varanlegum veiðiheimildum og áhættufjármunum koma ekki fram í þjóðhagslegri fjármunamyndun þar sem um er að ræða viðskipti innan greinarinnar að mestu leyti • M.ö.o. hluti af fjármögnun hefur farið í að borga menn út úr greininni gegnum samruna og yfirtöku og til kaupa á varanlegum aflaheimildum • Þetta er skýr vísbending um hagræðingu og samþjöppun í greininni
Fjárfestingahreyfingar skráðra sjávarútvegsfyrirtækja 1995-99 • Bestu heimildirnar um fjárfestingar og fjármögnun í sjávarútvegi eru í ársreikningum skráðra fyrirtækja • 20 fyrirtæki með um 45% af heildarveltu • Um 40% brúttófjárfestinga í skip • Rúmlega 1/3 í áhættufjármuni og veiðiheimildir • Um fimmtungur í vélar, tæki og búnað • Skipting fastafjármuna er þ.s.n. sú sama hjá skráðum fyrirtækjum og hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í heild • Aðeins munar í hlutdeild aflaheimilda sem er hærri hjá skráðum fyrirtækjum
Framhald... • Ef fjárfestingar í rekstrarfjámunum og óefnilegum eignum eru greindar..... • Fiskiskip með 45% • Vélar og tæki með 24% • Fjárfestingar í aflakvótum 21% • Fasteignir og aðrar eignir 10%
Skráð sjávarútvegsfyrirtæki • Þróun í uppbyggingu fastafjármuna er sú sama hjá skráðum sjávarútvegsfyrirtækjum og sjávarútvegi í heild • Þó má greina hraðari minnkun rekstrarfjármuna hjá skráðum fyrirtækjum • Greinileg tilhneiging hjá skráðum fyrirtækjum til fjárfestinga í áhættufjármunum á seinustu árum • Eign í aflaheimildum hefur tvöfaldast á seinustu árum, úr tæplega 10% af fastafjármnum í tæplega fimmtung nú • Þetta eru merki þess að skráð fyrirtæki eru virkari í hagræðingarferli, uppkaupum og samruna • Mynd 6.
Fjármögnun fjárfestinga hjá skráðum fyrirtækjum 1995-99 • Um helmingur fjárfestinga er fjármagnaður úr rekstri • Um þriðjungur með nýjum lánum • Um 1/6 með nýju hlutafé • Ath. hversu lítil hlutdeild nýs hlutafjár er a.t.t.t. þeirrar áherslu sem lögð hefur verið á hagræðingu-stækkun-samruna og yfirtöku • Talsverð fylgni virðist vera milli HAF og fjárfestinga • Að jafnaði fer um 1/2 af HAF til fjármögnunar fjárfestinga • Nýtt hlutafé kemur aðeins inn 1996-97 • Árin 1998-99 er fjármögnun nær eingöngu úr rekstri og með nýjum lánum
Niðurstöður • Breyting í fjárfestingahegðun og fjármögnun um 1995 • Fjármunamyndun fer vaxandi frá 1995-96 • Skuldir hærri en fjármunaeign frá 1997 • Fjárfestingar í vaxandi mæli í aflaheimildir og áhættufjármuni-sérstaklega hjá skráðum sjávarútvegsfyrirtækjum • Þetta er hluti af yfirstandandi hagræðingarferli-uppkaupum, samruna og samþjöppun
Framhald.... • Fjármunir fara úr sjávarútvegsgeiranum sem greiðsla fyrir aflaheimildir og hlutafé • Virkni fjármuna til tekjumyndunar hraðminnkar • Ath. að 1/2 fjármögnunar er úr rekstri en aðeins þriðjunugur ný lán hjá skáðum fyrirtækjum • Aðeins 1/6 fjárfestinga er fjármagnaður með nýju hlutafé á seinustu 5 árum, þrátt fyrir stefnumótun um hagræðingu, uppkaup og samruna