1 / 12

Mat á gæðum kennslu

Mat á gæðum kennslu. Erindi flutt á ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun í Sjálandsskóla 12.ág. 2011. Heildarmat í Reykjavík. Undirbúið af starfshópi 2006-2007 Fyrirmyndir sóttar víða að, en mest frá Englandi Verkefnið hófst formlega haustið 2007

min
Download Presentation

Mat á gæðum kennslu

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Mat á gæðum kennslu Erindi flutt á ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun í Sjálandsskóla 12.ág. 2011 Birna Sigurjónsdóttir MSR

  2. Heildarmat í Reykjavík • Undirbúið af starfshópi 2006-2007 • Fyrirmyndir sóttar víða að, en mest frá Englandi • Verkefnið hófst formlega haustið 2007 • Metnir hafa verið 6-7 af grunnskólum borgarinnar á hverju skólaári, alls 27 á 4 árum • Matið er umbótamiðað leiðsagnarmat og skólastjórar skila til fræðslustjóra umbótaáætlun sem byggir á niðurstöðum. • Eftirfylgd með umbótum teygir sig yfir 1-2 ár • Niðurstöður skóla eru kynntar menntaráði reglulega Birna Sigurjónsdóttir MSR

  3. Stýrihópur á Menntasviði • Birna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri skrifstofu fræðslustjóra • Guðrún Edda Bentsdóttir, verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu • Hildur B. Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknadeildar • Ásgeir Björgvinsson, sérfræðingur á tölfræði- og rannsóknadeild • Hildur Sigurðardóttir, mannauðsráðgjafi • Una Björg Bjarnadóttir, kennsluráðgjafi á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis Menntasvið Reykjavíkur BS

  4. Viðmið um mat á gæðum kennslustundar. Frábær Kennslustundin telst a.m.k. góð í öllum meginatriðum og til fyrirmyndar í • ákveðnum þáttum sem sést á því að allir nemendur taka greinilegum framförum. Góð Flestir nemendur taka góðum framförum vegna góðrar kennslu. • Hegðun er almennt góð og nemendur áhugasamir. Þeir vinna í öruggu og vinsamlegu umhverfi. • Kennslan byggir á öruggri þekkingu á námsgreininni ásamt vel skipulögðum verkefnum sem nemendur fást við. • Verkefnin mæta vel ólíkum þörfum nemenda svo flestir fá verkefni við hæfi. • Kennsluaðferðir eru í samræmi við markmið kennslustundarinnar og þarfir nemenda. • Stuðningsfulltrúar og aðrar bjargir eru vel nýttar og tími vel nýttur. • Mat á verkum nemenda er stöðugt, samræmt og styður við framfarir. Viðunandi Kennslustundin telst ekki óviðunandi í neinum meginþáttum og kann að vera góð í sumum þáttum sem kemur fram í því að nemendur njóta stundarinnar og ná fullnægjandi árangri. Menntasvið Reykjavíkur BS

  5. Viðmið um mat á gæðum kennslustundar. Óviðunandi (4) Kennslustund getur ekki talist viðunandi ef: • Flestir nemendur eða ákveðinn hluti nemendahópsins taka ekki nægum framförum. • Almenn hegðun nemenda eða viðhorf eru óviðunandi, andlegur, siðferðilegur, félagslegur og menningarlegur þroski er vanræktur og persónulegur þroski nemenda er slakur. • Heilsa eða öryggi nemenda er ekki tryggt. • Kennslan er óviðunandi. Óviðunandi kennsla einkennist að öllum líkindum af einu eða fleiri eftirfarandi: • Lítil þekking á námskrá sem leiðir af sér ónákvæmni í kennslu og litlar kröfur til nemenda. • Verkefni ríma ekki við fyrri þekkingu nemenda. • Bekkjarstjórnun er ábótavant. • Aðferðir henta ekki námsmarkmiðum eða ná ekki að vekja áhuga nemenda. • Óviðunandi nýting bjarga, þ.m.t. aðstoðarmanna og tímans sem til ráðstöfunar er. • Slakt námsmat. Menntasvið Reykjavíkur BS

  6. 1. febrúar - 9. bekkur kl. 10:10-10:50 íslenska Hópurinn bíður við dyrnar og við (tveir athugendur) verðum samferða þeim og kennaranum inn. 17 nemendur eru í hópnum og kennarinn tekur manntal eftir að við höfum kynnt okkur og verkefnið. Umgengni og aðstæður Borðum er raða í U og inni í því 2x3 borð saman sem snúa að töflu. Á veggjum er ekki mikið, nokkur plaköt tengd íslensku, Myndir við kennaraborð og við töflu gosmyndir. Eineltishringurinn er uppi við. Orðabækur og bekkjarsett af bókum í hillu. Á hurð er orðsending frá umsjónarmanni, hvatning til að spara ljósin. Tölva á kennaraborði, skjávarpi í lofti og myndvarpi til hliðar. Nám og kennsla Viðfangsefni tímans er stafsetning; y – ý – ey. Kennarinn byrjar á því að sýna þeim stafsetningaræfingu og varpar textanum upp með skjávarpa og vekur athygli þeirra á y í sögnum sem í nafnhætti eru ritaðar með i. Af hverju er þetta? spyr hann þau, af hverju er y dregið? Þannig leiðir hann að reglunni sem hann síðan biður þau um að glósa; vth. þát. sterkra sagna er dreginn af 3. kennimynd, u verður y. Þessar skýringar vekja ekki spurningar og á eftir segir kennarinn að þau séu nýbúin að fara yfir kennimyndir sagna. Kennarinn tekur síðan dæmi á töflu og skrifar kennimyndir nokkurra sagna og sýnir hvernig vth.þát. tengist 3. kennimynd. Krakkarnir glósa. Hann nefnir síðan mun á talmáli og ritmáli og hvetur þau í léttum tón til að setja setningar á síðuna sína í Facebook með vth.þát. Nemendur fá síðan textann með eyðum fyrir sagnirnar sem um er að ræða og hann biður þau að lesa textann yfir með hliðsjón af rétta textanum sem enn er uppi. Eftir það slekkur hann á skjávarpanum og les textann og nú eiga nemendur að fylla inn í um leið og hann les upp. Í lok tímans fara þau yfir og þá er aftur kveikt á skjávarpanum svo þau geta borið sínar lausnir saman við rétta textann. Í lokin bendir kennarinn aftur á dæmin og segir, „nú sjáið þið hvernig þetta virkar“. Kennsluaðferðir: Innlögn, verkefnavinna undir stjórn kennara. Námshegðun Svolítið spjall er í upphafi tímans en eftir að vinna hefst fylgjast nemendur vel með og enginn truflar, þau hlusta og glósa það sem kennarinn segir þeim að glósa. Eftir að upplestur hefst er algjör ró yfir hópnum. Létt er yfir samskiptum nemenda og kennara. Mat Stundin telst góð, kennslan er markvisst byggð upp og kennari tengir við það sem á undan er komið. Nemendur eru virkir og kennarinn hefur fullt vald á því sem gerist í stundinni. Menntasvið Reykjavíkur BS

  7. 1. bekkur - hópur 2 Fylgst var með kennslu í hópi 2 mánudaginn 20. sept. kl. 9:40-10:20. Fimmtán börn voru í stofunni með umsjónarkennaranum. Umgengni og aðbúnaður Aðbúnaður í stofunni var svipaður og hjá hinum hópnum í árganginum. Borðum var raðað í þrjá klasa og eitt L. Athygli vöktu ýmis konar tuskudýr víðs vegar um stofuna; kisur, bangsar, api, kanína, o.fl. Á töfluna var búið að gera stórt B og lítið b og setja á „andlit, handleggi og fætur“ til að gefa þeim líf. Nám og kennsla Í upphafi stundarinnar hélt kennarinn á bók um bragðskyn og spurði nemendur: Hvað er með -b á mér?" Kennarinn var í blárri peysu, bláum buxum með belti og blóm í hárinu og nefndu börnin þessa hluti.Síðan rifjaði kennarinn upp stafdrátt stóra og litla stafsins með því að „skrifa í loftið“ og lét nemendur gera með sér. Kennarinn útskýrði verkefni stundarinnar sem var að skrifa stóra og litla stafinn og teikna hluti sem byrjuðu á Bb. Kennarinn dreifði hvítum blöðum sem nemendur áttu að vinna á og gekk síðan á milli og fylgdist með hvernig nemendur skrifuðu og leiðrétti stafdráttinn ef þörf krafði. Í lok stundarinnar hrósaði kennarinn nemendum fyrir vinnusemi og dugnað. Um kl. 10 spurði kennarinn yfir hópinn hvort einhver gæti sagt honum hvað klukkan væri og hvað væri þá á dagskrá (nesti). Kennarinn kynnti nestissöguna sem var Fía sól. Hann gaf fyrirmæli um að allir ættu að hlusta og sitja kyrrir á meðan þeir borðuðu og ekki trufla aðra. Á meðan á lestrinum stóð, stöðvaði kennarinn lesturinn öðru hvoru til að skýra út einstök orð eins og „kjölturakki“. Kennsluaðferðir: Innlögn og verkefnavinna undir stjórn kennara. Námshegðun Börnin sátu í sætum sínum í upphafi stundarinnar. Þau hófu strax handa við verkefnið en voru nokkuð hávær í byrjun en róuðust um leið og allir voru byrjaðir. Einn drengur fór að skæla í byrjun vegna þess að hann vissi ekki hvernig hann ætti að skrifa allt nafnið sitt en lét huggast um leið og kennarinn benti honum á að hann gæti notað nafnspjaldið á borðinu sem fyrirmynd. Í nestistímanum hlustuðu flestir mjög vel á söguna og þurfti kennarinn lítið að beita sér við að stjórna hópnum. Mat Stundin er metin sem frábær. Kennarinn hafði mjög örugga stjórn á því sem fram fór. Hann gaf sérlega skýr fyrirmæli og gaf nemendum góðar upplýsingar um til hvers væri ætlast í vinnu og hegðun. Öll samskipti við nemendur voru mjög hlýleg og börnunum virtist líða mjög vel og vera örugg. Menntasvið Reykjavíkur BS

  8. Mat á gæðum kennslu Birna Sigurjónsdóttir MSR

  9. Mat á gæðum kennslu Birna Sigurjónsdóttir MSR

  10. Kennsluhættir eftir skólum Birna Sigurjónsdóttir MSR

  11. Spurningar • Er mat á gæðum kennslu líklegt til að leiða til betri starfshátta? • Hver er best til þess fallinn að framkvæma slíkt mat? Innan og utan skóla. • Er gagnlegt fyrir kennara að hafa skýr viðmið um starfshætti? Birna Sigurjónsdóttir MSR

More Related