Meginreglur laga
Download
1 / 30

Meginreglur laga - PowerPoint PPT Presentation


 • 174 Views
 • Uploaded on

Meginreglur laga. Eru meginreglur laga réttarheimild?. Orð sem vísa til meginreglna. Grunnreglur Undirstöðureglur Grundvallarreglur Grunnrök Undirstöðurök Meginstafir Er blæbrigðamunur á merkingu orðanna?. Rök eða ástæður reglna.

loader
I am the owner, or an agent authorized to act on behalf of the owner, of the copyrighted work described.
capcha
Download Presentation

PowerPoint Slideshow about 'Meginreglur laga' - mare


An Image/Link below is provided (as is) to download presentation

Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author.While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server.


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - E N D - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Presentation Transcript
Meginreglur laga

Meginreglur laga

Eru meginreglur laga réttarheimild?

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Or sem v sa til meginreglna
Orð sem vísa til meginreglna

 • Grunnreglur

 • Undirstöðureglur

 • Grundvallarreglur

 • Grunnrök

 • Undirstöðurök

 • Meginstafir

  Er blæbrigðamunur á merkingu orðanna?

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


R k e a st ur reglna
Rök eða ástæður reglna

 • Einstakar réttarreglur, sem felast í lagaákvæðum, venjum eða fordæmum, eru reist á einhverjum rökum eða eiga þjóna einhverjum hagsmunum

 • Einstakir lagabálkar eru reistir á einhverjum rökum eða eiga þjóna einhverjum hagsmunum

 • Tiltekið safn reglna, sem mynda heilt réttarsvið, er reist á ákveðnum rökum eða þjónar ákveðnum hagsmunum

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


R k r ttarskipunarinnar almennt
Rök réttarskipunarinnar almennt?

 • Er rétturinn í heild er reistur á ákveðnum rökum eða þjónar hann ákveðnum hagsmunum? Hver er tilgangur laga?

 • Myndu allir vera sammála um hver rök réttarins í heild eru?

 • Ályktanir um meginreglur byggja á gildismati viðkomandi

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Stutt skilgreining
Stutt skilgreining

 • Meginreglur laga eru óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakrar réttarreglu, fleiri réttarreglna, heils réttarsviðs eða laganna í heild

 • Ef tiltekin meginregla er skráð (sbr. t.d. 65. gr. STS) breytist réttarheimildarleg staða reglunnar

  • Eftir skráningu styðst hún við settan rétt

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


D mi um r k einstaks kv is
Dæmi um rök einstaks ákvæðis

 • 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987

  • Æskilegt er að enginn stjórni ökutæki nema vera fær um það

 • Hægt er að kafa enn dýpra í rök ákvæðisins:

  • Æskilegt er að koma í veg fyrir tjón á mönnum og munum

  • Gott er að vera lifandi og heill heilsu og eiga fjárhagsleg verðmæti sín óskert

  • Sækjast ber eftir því sem er gott, en forðast það sem er slæmt

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


D mi um r k heils lagab lks
Dæmi um rök heils lagabálks

 • Barnalög nr. 20/1992

  • Þegar ákvæði laga nr. 20/1992 eru lesin í heild má draga þá ályktun að lögunum sé í heild ætlað að tryggja hagsmuni barna varðandi nánar tiltekin atriði

 • Lög nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála

  • Þegar ákvæði laga nr. 19/1991 eru lesin í heild má draga þá ályktun að lögunum sé ætlað að tryggja að saklausum sé ekki refsað

  • in dubbio pro reo - vafi skal koma sakborningi í hag

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


D mi um r k einstakra r ttarsvi a
Dæmi um rök einstakra réttarsviða

 • Barnaréttur, sbr. m.a. barnalög nr. 20/1992, barnaverndarlög nr. 58/1992, lög um ættleiðingar nr. 130/1999, o.fl.

  • Hafa ber hagsmuni barnsins að leiðarljósi

 • Samningaréttur, sbr. m.a. lög nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga

  • Samninga ber að halda (pacta sunt servanta)

 • Skaðabótaréttur, sbr. einkum ólögfestar reglur

  • Sá skal bæta tjón, sem á sök á því

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


D mi um r k r ttarins heild
Dæmi um rök réttarins í heild

 • Hvaða hagsmunum þjónar rétturinn í heild? Hver er tilgangur laga?

  • Vissa og öryggi um mannlegar athafnir í stað óreiðu og árekstra?

   • Athugið meginreglur um birtingu laga, um að lög skuli ekki vera afturvirk og um að engum skuli refsað nema með lagaheimild, sbr. sjónarmið um réttarríkið

  • Jafnræði, réttlæti og skynsemi?

   • Sjá til hliðsjónar dóma um almennar jafnræðisreglur íslenskrar stjórnskipunar fyrir gildistöku stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 (H 1980:920, H 1986:706 og H 1992:1962)

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


R k r ttarins meginreglur r ttarskipunarinnar
Rök réttarins/meginreglur réttarskipunarinnar

 • Viðfangsefni réttarheimspeki

 • Svör við þessum spurningum geta hins vegar skipt máli fyrir einstakar niðurstöður um lög

  • T.d. þegar fjallað er um hvernig skýra á einstök lagaákvæði

 • Almenn álitamál um lögin geta haft þýðingu fyrir lagalegar niðurstöður

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


R k reglna og meginreglur
Rök reglna og meginreglur

 • Hægt er að orða rök einstakrar réttarreglu, fleiri réttarreglna eða heils réttarsviðs sem einhvers konar almenn viðmið:

  • Samninga skal halda (pacta sunt servanta)

  • Hafa skal hagsmuni barna að leiðarljósi

  • Tryggja ber umferðaröryggi

 • Meginreglurnar eru þannig almennar og ekki fortakslausar (prima facie viðmið)

  • Og þess vegna sannar undantekningin meginregluna!

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Meginreglur or a ar l gum
Meginreglur orðaðar í lögum

 • Meginreglur í framangreindum skilningi kunna að vera lögfestar og orðaðar í lögum að meira eða minna leyti:

  • 65. gr. STS: Allir skulu jafnir fyrir lögum...

  • 72. gr. STS: Eignarétturinn er friðhelgur

  • 73. gr. STS: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar

 • Þegar rætt er um meginreglur laga sem réttarheimild er þó frekar átt við meginreglur, sem styðjast aðeins óbeint við settar reglur

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


R k og efnislegt inntak reglna
Rök og efnislegt inntak reglna

 • Þótt sett lagaákvæði sé reist á ákveðnum rökum (meginreglu) er ekki þar með sagt að rök þess eigi við hvert einasta tilvik, sem fellur undir það

  • Dæmi: 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987

   • Í vissum tilvikum getur maður verið hæfur til að stjórna ökutæki þótt hann falli undir regluna

  • Dæmi: Þótt lög nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála eigi að tryggja að saklausum sé ekki refsað er ekki útilokað að rétt málsmeðferð samkvæmt lögunum leiði samt sem áður til slíkrar niðurstöðu

 • Nánari útfærsla meginreglu í reglu fellur þannig ekki alltaf fullkomlega saman við meginregluna

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


R k og efnislegt inntak reglna1
Rök og efnislegt inntak reglna

 • Þegar regla leiðir til niðurstöðu, sem er í ósamræmi rök hennar (meginreglu hennar) er oft rík tilhneyging að reyna að þrengja eða rýmka efni hennar svo að þetta tvennt fallist í faðma

  • Sett lög eru t.d. skýrð með hliðsjón af meiginreglum laga

  • Lögjöfnun ekki tæk, ef regla er undantekningarregla – ef svo ber undir kemur gagnályktun frekar til greina

  • Fordæmi er aðgreint þegar það á ekki við annað tilvik samkvæmt rökum sínum

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


E li meginreglna
Eðli meginreglna

 • Meginreglur eru yfirleitt almenn og sveigjanleg viðmið

  • Settar reglur t.d. eru oftast nákvæmari og fastskorðaðar

 • Meginreglur er ekki fortakslausar

  • Settar reglur t.d. hafa oftast að geyma færri undantekn.

 • Engin eðlismunur er þó á meginreglum og öðrum reglum, t.d. reglum sem styðjast við sett ákvæði

  • Þetta sést best á því að unnt er að lögfesta meginreglu án þess að réttarástand breytist

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Er skilegt a tf ra meginreglur me fastskor u um reglum
Er æskilegt að útfæra meginreglur með fastskorðuðum reglum?

 • Meiri skýrleiki, fyrirsjáanleiki, stöðugleiki og réttaröryggi

  • Gerir kleift að samhæfa háttsemi fólks og koma í veg fyrir árekstra

  • Gerir kleift að kveða á um verkaskiptingu og takmarka vald einstakra aðila

 • Hagræði - einfaldar ákvarðantöku og eftirlit

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


D mi um tf rslu reglu
Dæmi um útfærslu reglu reglum?

 • Hvaða rök standa til þess að fastskorða áfengismagn, sem má vera í blóði ökumanna, sbr. 45. gr. UFL, í stað þess t.d. að mæla einfaldlega fyrir um að engin skuli reyna stjórna ökutæki nema vera til þess fær?

  • Reglan getur hugsanlega leitt til þess að manni, sem fær er að stjórna ökutæki sé refsað

  • Reglan gerir hins vegar allt eftirlit auðveldara

  • Reglan geri ökumönnum auðveldara að meta hvort þeim sé heimilt að aka

  • Þegar allt er virt má færa að því rök að reglan þjóni hagsmunum umferðaröryggis, sem er meðal grunnraka hennar

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Samantekt
Samantekt reglum?

 • Meginreglur laga eru þær hugmyndir, þau rök eða þau markmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið

 • Meginreglur laga eru niðurstaða mats um hvaða hagsmunum réttarreglurnar eigi að þjóna

  • Skv. þessu eru meginreglur laga að einhverju marki háðar siðferðilegu mati hvers og eins

  • Má einnig orða svo að niðurstaða um þessar reglur sé háð túlkun á því hvaða hagsmuni réttarreglurnar eigi að tryggja

   • Hugleiðið. t.d. ályktun um meginreglu í H 1975:164

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Uppruni meginreglnanna
Uppruni meginreglnanna reglum?

 • Trúarskoðanir

  • T.d. boðorðin tíu

 • Reynslurök - venjusiðferði

  • Sbr. t.d. tilvísanir til meginreglna íslensks réttar eða réttarhefðar

 • Almennt siðferði

  • Sbr. t.d. meginreglur um jafnræði

 • Stjórnmálaleg stefnumörkun

  • T.d. meginreglur íslenskrar fiskveiðistjórnar

  • T.d. Mannréttindayfirlýsingin franska stéttarþingsins 1789

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Meginreglur og stefnum rkun
Meginreglur og stefnumörkun reglum?

 • "Principles and Policy" - Aðgreining, sem oft er kennd við R. Dworkin

  • Samkvæmt Dworkin áttu dómarar aðeins að líta til meginreglna, en ekki stefnumörkunar stjórnmála líðandi stundar

 • Aðgreining sem bundin er vandkvæðum

  • Hægt er að orða meginreglur sem markmið (stefnur) og hægt er að orða markmið sem meginreglur

  • Tæplega hægt að draga sjálfstæðar ályktanir frá því hvort um stefnu eða meginreglu er að ræða

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Flokkun meginreglna
Flokkun meginreglna reglum?

 • Flokkun eftir uppruna, sbr. áður

 • Flokkun eftir stöðugleika

  • Sígildar meginreglur - yfirleitt reglur, sem eru nátengdar rótgrónum hugmyndum um siðferði

  • Tímabundnar meginreglur - yfirleitt reglur, sem eru tengdar tilteknum hugmyndum í stjórnmálum á hverjum tíma

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Meginreglur og kenningar um e li laga
Meginreglur og kenningar um eðli laga reglum?

 • Sumar kenningar um lögin hafa hafnað því að meginreglur laga væru eiginlegar réttarreglur

  • Hvers vegna?

 • Aðrar kenningar hafa litið á meginreglurnar sem grundvöll laga og mikilvægan þátt í þeim

  • Hvers vegna?

 • Umfjöllunarefni réttarheimspeki

  • Sjá t.d. stutta kynningu á heimasíðu SM

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Eru meginreglurnar r ttarheimild
Eru meginreglurnar réttarheimild? reglum?

 • Er almennt viðurkennt að nota megi eða skuli þessar hugmyndir þegar réttareglu er slegið fastri eða hún mótuð í ákveðnu í tilviki?

 • Fjöldi íslenskra dóma gefur okkur vísbendingu um að meginreglur séu notaðar við lagalega niðurstöðu

 • Að þessu leyti eru meginreglur laga ótvírætt réttarheimild

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Hvers konar r ttarheimild
Hvers konar réttarheimild? reglum?

 • Þótt almennt sé viðurkennt að nota megi meginreglur laga til rökstuðnings lagalegri niðurstöðu, er óljóst hvaða nánari þýðingu þær hafi eða eigi að hafa í þessu sambandi

  • Hver er staða meginreglna gagnvart öðrum réttarheimildum, svo sem settum rétti, venju, fordæmi og lögjöfnun?

  • Hversu langt ber að ganga í því að skýra sett lög til samræmis við meginreglur?

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Hvers efnis eru meginreglur laga
Hvers efnis eru meginreglur laga reglum?

 • Þótt almennt sé viðurkennt að nota megi meginreglur laga til rökstuðnings lagalegri niðurstöðu, getur verið háð ágreiningi hvers efnis tiltekin meginregla er

  • Því almennari meginreglur, því meiri líkur á ágreiningi

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


R h leg sta a meginreglna laga
R.h.leg staða meginreglna laga reglum?

 • Meginreglur lögfestar

  • Dómstólum í raun falið mat á nánara efni reglunnar

   • Athugið t.d. 65. gr. STS, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 12/2000 (Vatneyrardómur), og 36. gr. SML

 • Staða meginreglna þegar sett lög eru óskýr

  • Meginregla notuð við löskýringar - rætt nánar síðar

   • Sjá t.d. H 1989:28 (sjúkraskýrslur)

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


R h leg sta a meginreglna laga1
R.h.leg staða meginreglna laga reglum?

 • Ólögfest tilvik

  • Sjá t.d. H 1966:56 (eggver æðarfugla) og H 1992:1962 (BHMR)

 • Staða gagnvart venju

  • Almennt talið að venja gangi framar meginreglu (venja myndi almennt vera í samræmi við meginreglu)

 • Staða gagnvart fordæmi

  • Ef tekin hefur verið afstaða til þess hvernig meginregla lýtur að álitaefni myndi slíkt fordæmi almennt vera bindandi

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


R h leg sta a meginreglna laga2
R.h.leg staða meginreglna laga reglum?

 • Geta meginreglur laga gengið framar settum lögum?

  • Sjá t.d. H 1958:651

  • Sjá einnig til hliðsjónar ummmæli um meginreglur í sératkvæði Hjartar Torfasonar hæstaréttardómara í máli nr. 12/2000 (Vatneyrarmál) - sjá I. kafla

 • Hvers vegna eru meginreglur réttlægri réttarheimild en sett lög, venja og fordæmi?

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Meginreglur laga og l gj fnun
Meginreglur laga og lögjöfnun reglum?

 • Lögjöfnun

  • Þegar lagaákvæði er beitt um ólögákveðið atriði, sem er eðlisskylt eða samkynja því, er rúmast innan ákvæðisins

 • Staða gagnvart lögjöfnun

  • Lögjöfnun er náskyld meginreglum laga

  • Almennt kemur lögjöfnun til greina þegar meginregla, sem ákvæði byggir á, tekur til tilviks

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands


Einstakar meginreglur
Einstakar meginreglur reglum?

 • Meginreglur einstakra réttarsviða

  • Stjórnskipunarréttur

  • Stjórnsýsluréttur

  • Fjármunaréttur

  • Erfðaréttur

  • Sifjaréttur

  • Refsiréttur

 • Sjá nánar rit Sigurðar Líndal

Skúli Magnússon, dósent

Lagadeild Háskóla Íslands